Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 28
Skipulag nkisins opnar útibú á Akureyri í dag Benedikt Björnsson arkitekt ráðinn forstöðumaður Morgunblaðið/Rúnar Þór Benedikt Björnsson arkitekt er forstöðumaður Skipulags ríkisins á Akureyri sem opnar formlega í dag. Skrifstofa Skipulags ríkisins tekur formlega til starfa í dag á Akureyri. Starfsmaður útibúsins er Benedikt Björnsson arkitekt sem unnið hefiir hjá Skipulagi ríkisins undanfarin sex ár. Hjá stofnuninni er ákveðin verka- skipting milli starfsmanna, m.a. um landshluta eða svæði, og mun Benedikt nú sem fyrr hafa um- sjón með skipulagsmálum er varða Norðurland. A undanfornum árum hefur farið fram víðtæk umræða um nauðsyn þess að bæta opinbera þjónustu í landinu og er þá ekki síst átt við Dræm rækju- veiði DRÆM rækjuveiði hefiir verið úti fyrir Norðurlandi upp á síð- kastið. Nýlegt togskip útgerðar- félagsins Blika hf., Bliki EA, er í sínum öðrum rækjutúr og hefiir verið á veiðum allt frá Dohm- banka og austur að Kolbeinsey. „Það er alls staðar sama sagan, einstaklega tregt. 'Hinsvegar geng- ur nýja skipið vel. Okkur vantar bara rækju í sjóinn. Hún virðist hafa synt eitthvert í burtu. Mjög gott verð fæst í Japan fyrir góða rækju. Verð á Japansmarkaði hefur farið hækkandi auk þess sem yenið er alltaf að styrkjast. Við flokkum rækjuna og heilfrystum um borð í fimm kílóa öskjur og sendum hana þannig til Japans," sagði Ottó Jakobsson hjá Blika hf. það að færa þjónustuna nær vett- vangi. Umræðan hefur farið fram á Alþingi og meðal sveitarstjómar- manna auk þess að hafa verið innan stofnana. Á stjómarfundi Byggða- stofnunar þann 10. júlí 1986 var samþykkt að hefja undirbúning að stofnun stjórnsýslumiðstöðva á Ak- ureyri, Isafírði og Egilsstöðum og stuðla þannig að bættri þjónustu við landsbyggðina. Byggðastofnun var síðan falið að hafa frumkvæði að því að fylgja þessum málum eft- ir og kanna í fyrstu grundvöllinn fyrir því hvort ráðuneyti eða stofn- anir hefðu tök á að verða þátttak- endur í þessari sameiginlegu upp- byggingu sem átti að byija á Akur- eyri. Af hálfu Skipulags ríkisins var frá upphafí mikill áhugi á þátttöku í þessari uppbyggingu, en þó með. þeim takmörkunum að aðeins einn starfsmaður skyldi annast þá þjón- ustu, sem flyttist til Akureyrar. Stefnt var að því að starfsemin yrði til húsa í sambýli við miðstöð BILUN kom upp í rafstreng I jörðu við Krossanesverksmiðj- una með þeim afleiðingum að verksmiðjan stöðvaðist um kl. 5 í gærmorgun. Unnið var að við- gerð í allan gærdag og hófst bræðsla þar aftur í gærkvöldi. Alls hafa borist um 15 þúsund tonn af loðnu og sfld í Krossanes- verksmiðjuna það sem af er vertíð. „Það er auðvitað allt of lítið, en Byggðastofnunar á Akureyri. Byggðastofnun hóf starfsemi í hús- næði Búnaðarbankans á Akureyri þann 1. október sl. Það húsnæði var ekki nægjanlega stórt til að rúma jafnframt skrifstofu Skipu- lags ríkisins og var því ákveðið að leigja um 45 fermetra húsnæði á annarri hæð í húsi Landsvirkjunar á Glerárgötu 30. Sími skrifstofunn- ar er 96-26387. Félagsmálaráðuneytið fer með stjóm skipulagsmála í landinu. Því til aðstoðar eru skipulagsstjórn ríkisins og skipulagsstjóri. Verkefni skipulagsstjórnar er að ganga frá skipulagsuppdráttum, sem berast til staðfestingar, hafa forgöngu um gerð skipulags og vera opinberum aðilum til ráðuneytis um hvers kon- ar byggingar- og skipulagsmál, sem hún telur þörf á og lögin ákveða. Skipulagsstjóri hefur yfirumsjón með allri framkvæmd skipulags- mála í samráði við hlutaðeigandi sveitarstjómir. Ýmis stærri verkefni verða unnin ekkert slæmt miðað við aðrar verk- smiðjur og miðað við það litla fram- boð sem verið hefur á loðnu. Við vildum auðvitað að vertíð hæfist strax eftir verslunarmannahelgi, en hún hófst ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar," sagði Geir Zoéga forstjóri Krossanesverksmiðjunnar. Hann sagði ljóst að taprekstur væri óumflýjanlegur á yfirstandandi vertíð, en óvfst væri hversu mikill af starfsmanni Skipulags ríkisins á Akureyri, svo sem gerð aðalskipu- lagstillagna, en auk þess er ætlunin að ríkur þáttur í starfi hans verði almenn ráðgjöf um skipulags- og byggingarmál. Mikill áhugi er fyrir auknu samstarfí við sveitarstjómir á svæðinu auk þess sem tengslin við ýmsar stofnanir og fyrirtæki þarf að efla. Nú er unnið að uppbyggingu tölvukerfis á vegum Skipulags ríkisins og í framhaldi af því gagna- banka, sem verður sérhæfður um hann yrði. Tap verksmiðjunnar á vertíðinni í fyrra nam um tuttugu milljónum króna. Geir sagði að eðli- leg vertíð hjá Krossanesverksmiðj- unni væri á milli 60 og 70 þúsund tonn, eða þetta 10 til 12 þúsund tonn á mánuði. Loðnuvertíðin er hálfnuð um jól og miðað við það magn, sem þegar hefur borist að landi, stefnir ekki í annað en halla- rekstur, að sögn Geirs. flesta þá þætti sem snerta skipu- lags- og byggingamiál. Með fjar- skipta- og tölvutækni verður útibúi kleift að hafa fullan aðgang að þessum upplýsingum og er óhætt að segja að þetta sé afar þýðingar- mikið atriði í framtíðinni og verði í raun forsenda fyrir frekari upp- byggingu nýrra útibúa. Fyrstu tvö árin verður skrifstofa Skipulags ríkisins á Akureyri á tilraunastigi og í framhaldi af þeim reynslutíma verður tekin ákvörðun um fram- haldið og hugsanlega önnur útibú, að sögn Benedikts. Af þeim loðnuskipum, sem venju- lega hafa lagt upp í Krossanesi, hafa tvö þeirra, Súlan EA og Öm EA, siglt með loðnu til Færeyja auk þess sem nokkur skipanna hafa lagt upp annars staðar á landinu. Geir sagði að ef framboð væri mikið af loðnu, segði það sig sjálft að verk- smiðjan annaði ekki öllu því sem bærist að landi. Verksmiðjan ann- aði aðeins 400 tonnum á sólarhring. Krossanesverksmiðjan: Hallarekstur óumflýjanlegur Bræðsla stöðvaðist í gær vegna bilunar í rafstreng Ölunn hf. á Dalvík: Sjö tonn af ferskum laxi á Bandaríkj amarkað í dag Meðalverð 370 kr. fyrir þriggja kg físk Laxeldisstöðin Ölunn hf. á Dalvík slátraði í gær sjö tonn- um af laxi sem fer flugleiðis á markað í Bandarikjunum í dag. Meðalvigt laxanna er um þrjú kg, sem telst mjög gott, að sögn Gunnars Blöndals, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. „Ég er mjög ánægður með það verð, sem fyrir hann fæst. Þetta er stór fiskur og fyrir hann fæst gott verð miðað við þann smáa. Ég ætla að vona að meðalverð verði um það bil 370 krónur fyrir kg,“ sagði Gunnar. „Við drögum sláturkvína að landi, blóðgum laxinn við bryggj- una, látum honum blæða út og förum síðan með fískinn inn í hús, þar sem við slægjum hann, skerum hann og pökkum honum. Fiskurinn fer með bíl suður í dag og beint í flugvél til Boston og New York. Þar taka kaupendum- ir á móti honum og dreifa honum ferskum í verslanir," sagði Gunn- ar. Tveir innlendir söluaðilar sjá um að koma laxinum á markað erlendis. Það em Fisktækni hf. og Luna, sem bæði em staðsett í Reykjavík. Ölunn hf. var sett á stofn fyrir þremur ámm og hefur rekstur hennar gengið vel frá upphafí. Engin stórvægileg vandamál hafa komið upp hjá fyrirtækinu. Að- stæður til laxeldis á Dalvík væm ágætar nema hvað norðaustanátt- in væri heldur leiðinleg. Gunnar sagði að á árinu væri búið að slátra um 25 kg af laxi hjá fyrir- tækinu. „Þessi fiskur, sem við emm nú að drepa, má helst ekki vera lengur í sjó því þá er hætta á bullandi kynþroska í honum. Eflaust er í lagi með hann til aprílmánaðar, en við kynþroska verður hann allur brúnn á litinn." Ölunn hefur sautján kvíar úti Gunnar Blöndal framkvæmda- stjóri Ölunnar hf. með tvo 12-14 punda laxa úr stöðinni. í sjó á Dalvík og sex kör í landi sem í em samtals um 150.000 laxar. Stöðin hefur ekki annast klak sjálf, heldur kaupir hún seiði og hefur innan dyra fyrst um sinn. Síðan verða þau sett út að vori Morgunblaðið/Rúnar Þór Laxinum „landað" á Dalvík í gær. þegar þau hafa náð tæpu kg að þyngd. Löxunum er síðan slátrað þegar þeir hafa náð 2,5 til 3,0 kg þyngd eftir um það bil þriggja ára eldi hjá fyrirtækinu. Gunnar tók við starfi fram- kvæmdastjóra Ölunnar sl. vor, en áður hafði hann starfað urn fjög- urra ára skeið við laxeldi í Björg- vin í Noregi þar sem hann er jafn- framt menntaður sem fiskeldis- fræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.