Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 7
_________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 __7 Tillaga um umhverfísmáladeild í félagsmálaráðuneyti: Heppilegra að stofiia sjálf- stætt umhverfisráðuneyti - segir Steingrímur Sigfósson landbúnaðarráðherra STEINGRÍMUR Sigfusson land- búnaðarráðherra segist telja það heppilegra að strax verði stofnað sérstakt umhverfisráðuneyti, frekar en að sérstök deild í fé- lagsmálaráðuneyti fari með um- hverfismál, eins og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur lagt til. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra segist styðja tillögu forsætisráðherra, og segir hana geta orðið fyrsta skrefið í átt til sjálfstæðs um- hverfisráðuneytis. Steingrímur Hermannsson lagði til á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag, að stofnuð verði umhverfismála- deild í félagsmálaráðuneyti, sem hefði vald til að beita ýmsum að- gerðum til mengunarvarna, og til vamar ofnýtingu gróðurs eða dýra- stofna. Þó er gert ráð fyrir að leita verði áltis fagráðuneyta, áður en slíkt verði gert. Steingrímur Sigfússon sagði að þetta væru út af fyrir sig kunnug- legar hugmyndir, því menn hefðu oft áður velt fyrir sér þeirri leið að sameina mikilvægustu umhverfis- málaflokkana í skrifstofu hjá einu ráðuneyti. „Ég er þó þeirrar skoð- unar,' og það hefur verið stefna Alþýðubandalagsins, að það væri langbest að stofna strax sjálfstætt ráðuneyti, sem kæmi fram sem sjálfstæður aðili í viðskiptum við önnur ráðuneyti og útávið. Þetta gæti verið lítið ráðuneyti, sem yrði geymt með öðm,“ sagði Steingrím- ur. Hann sagði að menn hefðu áhyggjur af þvi að ef umhverfismál væm aukabúgrein í stóm ráðu- neyti, verði ekki gert jafn hátt und- ir höfði í ymsu tilliti og ef um sjálf- stætt ráðuneyti væri að ræða. „Þar sem að þessi mál em að fá vaxandi mikilvægi hér allt í kringum okkur, og vonandi hér á landi einnig, þá held ég að það væri meira í anda þeirra vakningar, sem er að verða í uinhverfismálum, að við gerðum þetta svona í upphafi. A hinum Norðurlöndunum dregur enginn lengur réttmæti þess í efa, að hafa sjálfstætt umhverfisráðuneyti, þótt hægt sé að deila um útfærslu á því“ sagði Steingrímur. Jóhanna Sigurðardóttir sagði við Morgunblaðið, að sér litist vel á til- lögur forsætisráðherra. „Ég tel að þetta sé mjög til bóta og geti breytt mjög miklu í umhverfismálum í heild hér á landi. Ég er hlynnt því að fella þetta undir félagsmálaráðu- neytið. Það er margt sem mælir með því, enda em þar skipulagsmál og byggingarmál og þar em tengsl- in við sveitastjórnirnar. Það mætti svo síðar skoða það, að koma á fót einu umhverfisráðuneyti, en ég tel að það ætti að stíga þetta skref núna,“ sagði Jóhanna. Steingrímur sagði að mjög mikill áhugi væri á að koma þessu máli áfram, og því myndu menn reyna að komast að niðurstöðu. iKonatskót sfiBF? AðetnspekWoQO1 pðvötumei tíiUHiiiiiiimiiUiiUiiiUiikHuiiiUiiHiiHtuuiiiikmkuniiiiiiiiiiiiitnnnkiimiihHi tililiilÍMiUUIIiiilUiHliUilIIlillitUiliIIIiIillilll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.