Morgunblaðið - 25.11.1988, Page 24

Morgunblaðið - 25.11.1988, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 Sýning á Kjarvalsstöðum: Eitthundrað o g átján lista- verk í eigu borgarinnar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, . Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsia: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Forystan, flokkarnir o g ASI Morgunblaðið/Bjarni Gunnar B. Kvaran listráðunautur listasafha Reykjavíkur og ívar Valgarðsson myndlistarmaður vinna að uppsetningu sýningarinnar á Kjarvalsstöðum. Eftir að kjörið hefur verið í helstu trúnaðarstöður Alþýðusambands íslands (ASÍ) er lögð rík áhersla á að þar hafí flokkspólitík ekki ráð- ið ferð. Forystu ASÍ þykir miklu skipta að ekki sé unnt að benda á tengsl hennar við ríkisstjómina. Eru enn í gildi lögin sem banna samninga um kaup og Ig'ör, en verkalýðs- leiðtogar telja þau brot á mannréttindum. Attu þó sum- ir þeirra þátt í því við myndun núverandi ríkisstjómar að semja um gildistíma þessara laga og telja það ekki eftir sér. Segir Þjóðviljinn raunar á forsíðu í gær, að slök út- koma Karvels Pálmasonar og Þórðar Ólafssonar í miðstjóm- arkjöri innan ASÍ sé „útskýrð með þátttöku þeirra í fundin- um umtalaða í Rúgbrauðs- gerðinni við myndun núver- andi stjómar". Vísar blaðið þar til eins af lykilfundunum við myndun ríkisstjómarinn- ar, þar sem samid var um hve lengi bannið við kjarasamn- ingum skyldi gilda. Þessi árás Þjóðviljans, mál- gagns Alþýðubandalagsins, á þessa tvo forystumenn í verkalýðshreyfíngunni, sem áttu ríkan þátt í myndun ríkis- stjómarinnar, veitir nokkra sýn inn í deilumar innan raða vinstrisinna í verkalýðshreyf- ingunni. Þar er hver höndin upp á móti annarri. Þó er Þjóðviljinn kampakátur og telur nýja „vinstri forystu" hafa verið kjöma í ASI. Ásmundur Stefánsson hélt klókindalega á framboði sínu til endurkjörs. Hann dró að gefa kost á sér, þar til hann var borinn upp af kjömefnd þingsins. Með þessu vildi hann meðal annars koma í veg fyr- ir, að samflokksmenn hans í Alþýðubandalaginu með Ólaf Ragnar Grímsson, flokksfor- mann, í broddi fylkingar sner- ust opinberlega gegn honum með mótframbjóðanda. Ekki er langt um liðið síðan þeir Ásmundur og Ólafur Ragnar skiptust á föstum skotum vegna fjárlagafrumvarps þess síðamefnda. Ásmundur sagði, að frumvarpið væri „mgl“ yegna launaforsendnanna í því en Ólafur Ragnar sagði ummæli Ásmundar ekki leiða til „vitrænnar" umræðu. Orðaskipti af þessu tagi hafa aldrei verið talin til marks um mikla samstöðu. Spumingar um samstarf og samstöðu almennt innan ASI verða æ áleitnari. Margt bend- ir til þess að forystusveitin þar sé frekar einskonar þjónustu- stofnun fyrir einstök sambönd og aðildarfélög en stefnumót- andi afl. Þar sé safnað saman hagtölum og rýnt inn í fram- tíðina á grundvelli þeirra. Minna fari fyrir því en áður að ákvarðanir ASI og forystu- manna þess vegi þungt á hin- um pólitíska vettvangi. Laun- þegahópar vilja frekar semja hver fyrir sig en vera í hinum stóm „samflotum". Um þetta virðist ekki mikið rætt á ASÍ-þinginu, þó segir Bjöm Þórhallsson, fráfarandi varaforseti ASÍ, í Morgun- blaðssamtali í gær að hann telji ekki líklegt, að ASÍ verði sá möndull í samningagerð sem það hefur verið. Bjöm segir einnig: „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á samstarf, en það er sitthvað að vilja og að fá. Sum orð sem hafa fall- ið á þinginu og fyrir það, svo og starfið í fyrravetur bendir ekki til þess að það sé á þeirri leið. Við höfum fyrir okkur, hvemig þetta er orðið í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Þar tvístrast samn- ingagerðin á félög og smærri einingar og ég er hræddur um að við eigum eftir að ganga í gegnum það enn frekar á næstunni, þó að ég teldi miklu æskilegra að menn stæðu sem þéttast saman." Hér skal engum getum að því leitt, hvers vegna flokks- pólitíkin er á undanhaldi á þingi Alþýðusambands ís- lands. Að vemlegu leyti ræður þar hentistefna. Vinstrisinn- um fínnst greinilega ekki mik- ið til þess koma að viðra sig upp við stjómarflokkana um þessar mundir. Hitt hlýtur þó að vera meira áhyggjuefni fyrir forystusveit ASI, ef sam- bandið er á upplausnarbraut án þess að sjái fyrir endann á þeirri þróun. 118 LISTAVERK eftir um eitt hundrað listamenn verða til sýn- is á Kjarvalsstöðum á næstunni. Um er að ræða listaverk úr mörgum listgreinum sem Reykjavíkurborg hefur keypt á undanförnum fímm árum. „Hér er fyrst og fremst verið að setja upp yfírlit yfír það sem hefur verið að gerast í íslenskri list á síðastliðnum árum,“ sagði Gunnar B. Kvaran er rætt var við hann á Kjarvalsstöðum í vikunni, þar sem unnið var að því að setja upp sýninguna. Gunnar er listráðu- nautur iistasafna borgarinnar, en á sýningunni eru listaverk sem menningarmálanefnd Reykjavík- urborgar hefur keypt á síðustu fímm árum. Hulda Vaitýsdóttir er formaður nefndarinnar. „Meginmarkmið menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar er að styðrja og efla þann þátt í íslensku menning- arlýfí -hlúa að nýgræðingi- hvetja listafólk til dáða og veita viður- kennigar þegar þess er kostur. Listaverkakaup á vegum borgar- innar eru þar innifalin," segir Hulda meðal annars í ávarpi til sýningargesta í sýningarskrá. Gunnar B. Kvaran sagðist hafa tekið eftir því að áhugi á myndlist væri ekki bundinn við neinn ákveð- inn aldur. „Hér á Kjarvalsstöðum sjást oft ellilífeyrisþegar og grunn- skólanemendur ganga saman um salina. Iðulega kemur mikill fólks- fjöldi hingað um helgar, en það væri gaman að sjá fleiri gesti hér í miðri viku.“ ívar Valgarðsson myndlistar- maður og starfsmaður Kjarvals- staða sagði að verkin, sem verða á sýningunni, væru öll geymd á hinum ýmsu borgarstofnunum, þar sem almenningur gæti notið þeirra. „Ég veit að starfsmenn og yfír- menn borgarstofnanna eru afar hrifnir af því að hafa listaverkin á vinnustöðunum sínum,“ sagði ívar. „Það er langur listi yfír þá sem óska eftir að fá verk í eigu borgar- innar á vinnustaði sína og við höf- um meira að segja orðið varir við að þeir sem hafa listaverk á vinnu- stað sínum, vilja helst ekki sjá af verkunum á sýningar eins og þessa.“ Verndardeilan: Fógeti synjar uni i HÉR FER í heild úrskurður fóg- etaréttar Reykjavíkur í innsetn- ingarmáli sem Guðmundur Jó- hannsson, persónulega og vegna stjómar Féiagasamtakanna Vemdar, höfðaði gegn Jónu Gróu Sigurðardóttur persónu- lega og vegna stjórnar Félaga- samtakanna Verndar: Ar 1988 fimmtudaginn 24. nóv- ember er fógetaréttur Reykjavíkur settur og haldinn í Skógarhlíð 6 af Valtý Sigurðssyni, borgarfógeta. Fyrir er tekið: Málið B - 32/1988 Guðmundur Jóhannsson per- sónulega og vegna stjómar Félaga- samtakanna Vemdar gegn Jónu Gróu Sigurðardóttur , persónulega og vegna stjómar Félaga- samtakanna Vemdar. og uppkveðinn svohljóðandi URSKURÐUR I. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi þann 21. þessa mánaðar. Gerðarbeiðandi er Guðmundur Jóhannsson nnr. 3182—3869, Ark- arholti 19, Mosfellsbæ, persónulega og vegna stjómar Félagasamtak- anna Vemdar, Skipholti 37, Reykjavík. Gerðarþoli er Jóna Gróa Sigurð- ardóttir, Búlandi 28, Reykjavík, persónulega og vegna stjómar Fé- lagasamtakanna Vemdar, Skipholti 37, Reykjavík. Gerðarbeiðandi hefur krafist þess f.h. stjómar Félagasamtakanna Vemdar að hann verði með beinni fógetagerð settur inn í umráð og réttindi Félagasamtakanna Vemd- ar, þ.e. nánar tiltekið skrifstofur samtakanna að Skipholti 37 Reykjavík, 3ju hæð ásamt öllu lausafé og gögnum sem tilheyra samtökunum svo og fasteign þeirra að Laugateigi 19, Reykjavík. Gerðin skuli fara fram á ábyrgð gerðarbeiðanda en á kostnað gerð- arþola. Þá gerir gerðarbeiðandi þá kröfu að gerðarþola verði gert að greiða honum málskostnað að skað- lausu skv. gjaldskrá LMFÍ. í gerðarbeiðni er lögð sérstök áhersla á að gerðinni verði hraðað svo sem kostur er vegna brýnna hagsmuna gerðarbeiðanda. Af hálfu gerðarþola er þess kraf- ist að umbeðin innsetningargerð fari ekki fram. Þá er þess krafist að gerðarbeiðandi greiði gerðar- þolum málskostnað að skaðlausu skv. gjaldskrá LMFÍ og beri sú fjár- hæðin dráttarvexti skv. 10. gr., sbr. 14. gr. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá l5. degi eftir upp- sögu úrskurðar til greiðsludags. Gerðarbeiðni, sem er dags. 10. nóvember sl., barst embættinu 14. þ.m. Beiðnin var tekin fyrir í fógeta- rétti 18. þ.m. og var þá lögð fram greinargerð af hálfu gerðarþola. Munnlegur málsflutningur fór síðan fram 21. þ.m. II. Þann 22. september sl. var hald- inn aðalfundur í Félagasamtökun- um Vemd, að Borgartúni 6, Reykjavík. Fundarboð hefur ekki verið lagt fram í málinu en ágrein- ingslaust er að til aðalfundarins hafí verið boðað svo sem áskilið er í 4. gr. laga félagsins. Á aðalfundin- um skráðu fundarmenn nöfn sín á lista og sátu 65 manns fundinn miðað við þá skráningu. Ágrein- ingslaust er að u.þ.b. 30 fundar- manna vom ekki félagsmenn Fé- lagasamtakanna Verndar. Gerðarþoli, Jóna Gróa Sigurðar- dóttir, formaður stjómar og fram- kvæmdastjóri, setti fundinn og að hennar tillögu og með samþykki fundarins var Jón Bjarman skipaður fundarstjóri og fundarritari Áslaug Cassata. Gögn um það sem fram fór á fundinum eru í fyrsta lagi fundar- gerð fundarritara, Áslaugar Cass- ata. Þar segir að fljótlega eftir að fundarstjóri hafí tekið við stjóm fundarins og kynnt dagskrá hafí komið fyrirspurn utan úr sal um það hverjir hefðu atkvæðisrétt á fundinum. Fundarstjóri taldi að strangt til tekið hefðu þeir atkvæð- isrétt sem greitt hefðu félagsgjald. Þessari túlkun fundarstjóra var andmælt og eftir nokkrar umræður úrskurðaði fundarstjóri að allir sem mættir væm skyldu hafa atkvæðis- rétt. Þá var gengið til aðalfundar- starfa. Skýrsla formanns og reikn- ingar félagsins vom samþykktir samhljóða en áður höfðu formaður stjómar og endurskoðandi féiagsins gert grein fyrir því að vegna óvæntra aðstæðna hefði aðalfundur ekki verið haldinn f júní svo sem lög félagsins gerðu ráð fyrir. í fundar- gerð kemur fram að þessar ástæður hafí verið teknar gildar. Undir liðnum lagabreytingar, gerði formaður grein fyrir tillögum framkvæmdastjómar í því efni. Meðal tillagna var m.a. ákvæði þess efnis að þeir einir hefðu atkvæðis- rétt sem hefðu greitt félagsgjald viku fyrir aðalfund. Deildu fundar- menn um það hvort félagsmenn einir ættu að hafa atkvæðisrétt í félaginu. Fundarstjóri, Jón Bjarm- an, sagði að lögum félagsins hefði enn ekki verið breytt og ítrekaði úrskurð sinn um að allir sem mætt7 ir væru skyldu hafa atkvæðisrétt. Fram kom skrifleg fyrirspum til fundarstjóra, sem hann kynnti fundinum, en þar var spurt hvort fundarstjóri hefði heimild sam- kvæmt Iögum félagsins, eða þing-j sköpum þess, að úrskurða um at-j kvæðisrétt fundarmanna. Höfust

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.