Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 Grænland: Veiðikvótar fyr- ir 1989 ákveðnir Nuuk. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA heimasljórnin hefur ákveðið fiskveiðikvóta fyrir næsta ár. Leyft verður að veiða 90.000 tonn af þorski við vestur- ströndina og 13.750 tonn við austurströndina. Samanlagt er þorsk- kvótinn 27.000 tonnum hærri en á þessu ári. Evrópubandalagið fær nú í fyrsta sinn hluta af þorskkvótanum við Norskur þingmaður: I fangelsi fyrir svik Ósló. Frá Rune Timbcrlid, fréttarit- ara Morgunblaðsins. FYRRVERANDI þingmaður á norska stórþinginu hefur verið dæmdur i 10 mánaða fangelsi fyrir Qársvik. Þing- maðurinn, Kristine Rusten, er 52 ára og sat á þingi fyrir jaínaðarmenn. Rusten var dæmd fyrir að klófesta nær 600 þúsund norsk- ar krónur (4,2 milljónir ísl.kr.) hjá ýmsum fjármálastofnunum í Noregi. Hún falsaði margsinn- is undirskriftir á skuldbinding- arskjölum og einu sinni notaði hún nafn félaga síns á þingi, Áge Hovengen. Rusten segist nú iðrast beisklega afbrota sinna. Féð hafi hún notað að nokkru til að kaupa áfengi, sem hún hafi stundum misnotað, og jafn- framt hafi hún notað 70 þúsund n.kr. til að greiða fyrir krabba- meinsaðgerð er hún gekkst undir hjá einkastofnun í Vest- ur-Þýskalandi. Dómarinn taldi það Rusten ekki til málsbóta að hún skyldi gegna hárri og vellaunaðri stöðu sem þingmað- ur. „Ég á refsinguna skilið og það er mér léttir að dómur skuli hafa verið kveðinn upp. Mest iðrast ég þess að hafa valdið fjölskyldu minni og Verka- mannaflokknum vonbrigðum," sagði Rusten. írland: Pernod nær tök- um á írska viskíinu Dyflinni. Reuter. Viðskiptaráðuneyti írlands veitti í gær samþykki sitt fyrir kaupum franska fyrirtækisins Pemod Ricard á meirihluta hlutabréfa i Irish Distiller Gro- up, fyrirtækjakeðju sem fram- leiðir helstu tegundir írsks viskís eins og Jameson, Powers og Paddy. í sex mánuði höfðu bre- skir og írskir dómstólar og stjórnvöld á írlandi fjallað um kapphlaup Pernod við bresku hótel- og veitingahúsakeðjuna Grand Metropolitan Group um írska viskiiðnaðinn. Pemod Ricard, sem þekktast er fyrir framleiðslu áfengis með lakkrísbragði, bauð 285 milljónir írskra punda (20 milljarða íslenskra króna) í meirihluta hlutabréfa Irish Distillers. írska viðskiptaráðuneytið gaf samþykki sitt fyrir kaupunum með því skilyrði að franska fyrir- tækið seldi ekki hluta írska fyrir- tækisins aftur án samþykkis yfír- valda. Einnig var ákveðið að Grand Metropolitan mætti ekki eiga meira en 30% hlutabréfa í Irish Distillers til að koma í veg fyrir samstarf við Pemod sem gæti spillt samkeppni á markaðnum. vesturströndina, 12.000 tonn, en það er samkvæmt ákvæðum samn- ings milli Grænlands og EB er á að gilda í fimm ár. Skip í eigu heimastjórnarinnar fá 30.000 tonna þorskkvóta en skip einkaaðila 48.000 tonn. EB fær 11.500 tonna kvóta við austurströndina en græn- lenskir fískimenn 2.250 tonn. Rækjukvótinn fyrir 1989 verður alls 58.000 tonn en auk þess munu grænlenskir bátar reyna að veiða 4.000 tonn á tilraunasvæðum við austurströndina. Af öllum rækju- kvótanum verða rúm 9.000 tonn veidd við austurströndina. Rækju- kvóti EB verður 5.500 tonn - 1.775 tonn við Vestur-Grænland og 3.725 tonn við Austur-Grænland. EB fær að auki að veiða 63.820 tonn af karfa, 5.900. tonn af lúðu, 2.000 tonn af steinbít, 10.000 tonn af loðnu og 30.000 tonn af kolmunna. EFTA og EB: Reuter Christina Onassis jörðuðídag Líkkista Christinar Onassis borin í kirkjugarð í Aþenu í Grikk- landi í gær af prestum úr grísku réttrúnaðarkirkjunni. Jarðarför- in fer fram í dag. Bandaríkjadollar: Lægsta verð síðan í janúar London. Reuter. ÞRÁTT fyrir stuðningskaup ýmissa alþjóðlegra stórbanka féll Bandarikjadollar i verði í gær og hefúr gengi hans ekki verið lægra á þessu ári síðan i janúar. Verð hlutabréfa á Evrópumörk- uðum féll einnig og sama gilti á Tókíó-markaði. Dollarinn var skráður á 121,03 japönsk jen er kauphöllum var lokað í London í gær en viðskiptaaðilar sögðu lítið um að vera enda voru bandarískir markaðir lokaðir vegna þakkargjörðardagsins sem þarlend- ir héldu hátíðlegan. Japansbanki keypti í gær Banda- ríkjadollara og sömuleiðis vestur- þýski seðlabankinn er keypti fyrir 58 milljónir dollara (2,7 milljarða ísl kr.). Olíuverð lækkaði nokkuð á Evr- ópumarkaði er fréttir bárust um að olíuráðherrar OPEC, samtaka olíu- útflutningsríkja, sem nú reyna að ná samkomuíagi um framíeiðslu- kvóta í Vín, hefðu frestað fundum sínum þangað til í dag, föstudag. Eru taldar minnkandi líkur á sam- komulagi. EB reisir um sig hulda múra á samstarfsnefiidafimdi Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni fréttaritara Morgunblaðsins. I GÆR Iauk í Brussel tveggja daga fiindi samstarfsnefiida þing- manna firá aðildarríkjum EFTA og EB. Af íslands hálfú sóttu fúndinn alþingismennirnir Kjartan Jóhannsson og Matthías Á. Mathiesen. í ræðu sem Kjartan Jóhannsson flutti á fúndinum sak- aði hann EB um að reisa um sig hulda múra m.a. hvað varðar aðgang að háskólum. Fundurinn var fyrst og fremst samráðsfundur, þingmennimir skiptust á skoðunum um það sem unnist hefur frá ráðherrafundi EB og EFTA í febrúar sl. og sömuleið- is síðan ráðherrafundur EFTA var haldinn í Tampere í Finnlandi í sumar en þann fund sótti Willy De Clercq framkvæmdastjóri ut- anríkismála innan EB. Áhersla var lögð á umræður um umhverfis- mál, tækniþjálfun og nemenda- skipti. Kjartan Jóhannsson sagði í ræðu á fundinum að Evrópu- bandalagið hefði þrátt fyrir itrek- aðar fullyrðingar um hið gagn- stæða reist um sig ósýnilega múra og háskólar innan bandalagsins höfnuðu skipulega nemendum t.d. frá íslandi á þeim forsendum að aðsókn nemenda frá aðildarríkjun- um væri svo mikil. Matthías Á. Mathiesen sagði að þó svo fundir af þessu tagi skiluðu ekki árangri strax væri óhætt að fullyrða að þeir greiddu fyrir af- greiðslu mála þegar þau kæmu til Evrópuþingsins. Hann sagðist hafa átt góðar einkaviðræður við Willy De Clercq en varðist annars allra frétta af þeim fundi. í yfirlýsingu sem Hans-Jurgen Zahorka þingmaður á þingi EB lét birta eftir fundinn kemur fram að skortur EFTA á umboði frá aðild- arríkjum þess til samninga tefji öll samskipti þessara aðila. Zahorka segir að EFTA ríkin verði að koma fram sem ein heild og móta sameiginlega afstöðu í sem flestum málum. Það hljóti einnig að vera í verkahring EFTA að bæta samskiptin við ríki s.s. Tyrkland, Möltu og Kýpur sem hljóti að eiga erindi inn á evrópska efnahagssamfélagið. Morgunblaðið/PPJ Koskotas handtekinn íBoston Flótta gríska auðjöfursins, George Koskotas, lauk í gær en þá var hann handtekinn í Boston í Bandaríkjunum í gær. Þangað kom hann frá Brasilíu. Koskotas dvaldist, sem kunnugt er, í rúman sólarhring hérlendis á flótta sínum undan Alþjóðalögreglunni. Þá, þann 10. þessa mánaðar, tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Pétur Johnson, myndina hér að ofan af Lear Jet-einkaþotu Koskotas á Reykjavíkurflugvelli. í gær fór gríska ríkisstjórnin þess á leit við bandarísk yfirvöld að fá Ko- skotas framseldan en hann er grunaður um stórfelld fjársvikí heimalandi sínu. Mál mannsins kem- ur fyrir dómstóla í Bandaríkjunum í dag. Suður-Afríka: Náðuninní vel fagnað Höfðaborg. Reuter. ÞEIRRI ákvörðun P. W. Botha, forseta Suður-Afríku, að þyrma lífi sexmenninganna frá Sharpe- ville hefúr verið fagnað víða og baráttumenn gegn aðskilnaðar- stefiiunni segja hana ágætt dæmi um það, hveiju unnt sé að fá áorkað þegar ríkisstjórnir og samtök leggjast á eitt. Desmond Tutu, erkibiskup og friðarverðlaunahafi Nóbels, kvaðst í gær vera mjög ánægður með þenn- an sigur og sagði, að hann væri að þakka alþjóðlegum þrýstingi og atbeina Margaret Thatchers, for- sætisráðherra Bretlands. Sagði hann, að Thatcher mætti nú vita hve mikil áhrif hún gæti haft í bar- áttunni gegn aðskilnaðarstefnunni. Stjómmálaskýrendur segja, að náðunin sé til marks um, að Suður- Afríkustjórn hafi talið sig tilneydda til að láta undan alþjóðlegum þrýst- ingi. Hafi hún líka óttast, að ella yrðu efnahagslegar refsiaðgerðir gegn henni stórauknar. Þá var einn- ig skýrt frá því í gær, að frestað hefði verið aftöku blökkumanns, Pauls Setlaba, sem dæmdur hafði verið til dauða fyrir líkar sakir og sexmenningamir, það er að segja að hafa verið einn af mörgum, sem gerðu aðsúg að og drápu svarta konu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.