Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 T Skiptafímdur vegna gjaklþrots Verslunar Sigurðar Pálmasonar: Skiptastjóri óskar efitir upp- boði á slátur- og verslunarhúsi Stærsta gjaldþrot í Húnavatnssýslu FYRSTI skiptafiindur vegua gjaldþrots Verslunar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga var haldinn í gær á Hvamm- stanga. Guðmundur Arnaldsson, skiptastjóri, hefur óskað eftir uppboði á sláturhúsi þrotabúsins og verslunarhúsi þess á Höfða- braut 6. Þetta er stærsta gjaldþrot sem orðið hefúr í Húnavatns- sýslu og allmargir aðilar tapa verulegum Qárhæðum vegna þess, að sögn Guðmundar Arnaldssonar. Samtals voru gerðar 415 kröfúr í buið. Margir einstaklingar tapa frá nokkrum tugum þúsunda og upp í nokkur hundruð þúsund krónur á gjaldþrotinu og ljóst er að Spari- sjóður Hvammstanga, Búnaðar- bankinn á Blönduósi, Olís, Verslun- arbankinn, Hvammstangahreppur og Ríkissjóður tapa nokkrum millj- ónum króna hver. Samkvæmt framlagðri kröfulýs- ingaskrá eru lýstar kröfur 166,740 milljónir sem sundurliðast í almenn- ar kröfur að fjárhæð 96 milljónir króna, forgangskröfur að fjárhæð 9,3 milljónir króna og utan skulda- raðar að fjárhæð 61,4 milljónir króna. Afstaða bústjóra liggur fyrir og er eftirfarandi: Samþykktar al- mennar kröfur að fjárhæð 10,5 milljónir króna, samþykktar for- gangskröfur að fjárhæð 5,2 milljón- ir og samþykktar kröfur utan skuldaraðar um 50 milljónir króna. Kröfum að fjárhæð um 7 milljónir króna var hafnað. Samkvæmt greinargerð skipta- stjóra á fundinum hafa allar sam- þykktar forgangskröfur verið greiddar og hann taidi líklegt að um 5% yrði greitt af almennum kröfum. Fyrir lágu kauptilboð í tvær af þremur fasteignum þrota- búsins, sláturhús á Brekkugötu 4 og gamla verslunarhúsið á Brekku- götu 2, en vegna afstöðu veðkröfu- hafa, sem ekki fengu greiðslur vegna þessara kauptilboða, hefur skiptastjóri óskað eftir uppboði á sláturhúsinu og verslunarhúsinu á Höfðabraut 6. Reikna má með að 3. og síðasta uppboð verði haldið í seinni hluta mars 1989. Fyrir skiptafundinum lá kauptil- boð í gamla verslunarhúsið- á Brekkugötu 2 upp á 2 milljónir króna. Akveðið var að auglýsa eign- ina og í framhaldi af því að semja við tilboðsgjafa ef hærra tilboð fengist ekki. VEÐUR Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) /' DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 25. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Skammt norfiaustur af Nýfundnalandi er víðáttu- mikil og hægfara 960 mb lægð, en 1020 mb hæö yfir Norður- Graenlandi þokast suðaustur. Yfir Bretlandseyjum er 1033 mb hæð. í kvöld og nótt kólnar nokkuð við norðurströndina, en annars verður sæmilega hlýtt áfram. SPÁ: Suðvestan gola og súld sunnanlands en hæg breytileg átt eða austangola og slydda eða rigning norðanlands. Hiti 5—7 stig sunnanlands en 2—5 stig nyrðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Sunnan- og suðaustan átt og sæmilega hlýtt víðast hvar á landinu. Súld eða rigning á Suöur- og Vesturlandi, en þurrt á Norður- og Austurlandi. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað H, Alskýjað /, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V H — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J* Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að isl. tíma hlti veður Akureyri 8 skýjaS Reykjavík 8 þokumóða Bergen 8 rigning og súid Helsinki 4 léttskýjaS Kaupmannah. 8 alskýjað Narssarssuaq 13 skýjað Nuuk 1 alskýjað Osló 2 skýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 1B alskýjað Amsterdam 8 skúr Barcelona 10 heiðskírt Chicago 2 skýjað Feneyjar 3 heiðskírt Frankfurt 1 súld Glasgow 7 þoka Hamborg 8 skýjað Las Palmas 23 skýjað London 4 þokumóða Los Angeles 12 alskýjað Luxemborg 3 þoka Madnd 7 heiðskírt Malaga 14 alskýjað Mallorca 12 léttskýjað Montreal +3.8 skýjað New York 2 léttskýjað París 8 þokumóða Róm vantar San Diego 13 hálfskýjað Winnipeg 0 alskýjað Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Annað af duflunum á flugvellinum við Blönduós. Tvö rússnesk hlustunar- dufl sótt norður á land MENN firá Landhelgisgæslunni og Varnarliðinu sóttu í fyrra- dag tvö rússnesk hlustunardufl, annað á Þingeyrarsand við Hóp í Húnavatnssýslum, en hitt hafði rekið á land í Keldu- hverfi í Oxarfirði. Ingvar Kristjánsson flugmaður hjá Landhelgisgæzlunni segir að dufl þessi séu af hefðbundinni gerð en töluverður fjöldi þeirra hefur fundist við strendur landsins á undanfömum ámm. Þyrla frá Varnarliðinu flutti duflið á Þing- eyrarsandi upp á flugvöllinn við Blönduós þar sem það var sett upp á vörubíl og flutt suður á Keflavíkurflugvöll. Duflið í Keldu- hverfí var flutt beint til Keflavíkur með öðrum vörubíl. Frá Keflavík- urvelli verða duflin flutt vestur til Bandaríkjanna til nánari skoðun- ar. Listasafin íslands: Sýningu Kristínar Jóns- dóttur lýkur um helgina LISTASAFN íslands hefúr und- anfarinn mánuð minnst hundrað ára fæðingarafmælis Kristínar Jónsdóttur listmálara með þema- sýningu á blómamyndum og upp- stillingum. Kristín Jónsdóttir fæddist á Am- amesi við Eyjafjörð árið 1888 og nam við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn 1911—1916. Hún varð ásamt Júlíönu Sveinsdóttur fyrst íslenskra kvenna til að gera mynd- listina að ævistarfi. Kristín lést í Reykjavík árið 1959. A sýningunni eru 25 verk og spanna þau fjóra áratugi af list- ferli Kristínar. Gefur sýningin góða mynd af þróun listar hennar og breytingum sem á henni verða. Sýningin hefur verið vel sótt og mun eflaust styrkja stöðu Kristínar sem helsta blómamálara íslendinga. Ein af blómamyndum Kristínar Jónsdóttur á sýningunni í Lista- safiii íslands. Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11—17. Sunnudaginn 27. nó.vember fer fram leiðsögn um sýninguna í fylgd sérfræðings og hefst hún kl. 15.00. (Frcttatilkynning) Hafsbeinn Baldvinsson lögfræðingur látinn HAFSTEINN Baldvinsson, lög- fræðingur, lést á Landspitalan- um síðastliðið miðvikudagskvöld. Hafsteinn hafði ekki gengið heill til skógar síðastliðið ár. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigríði Ásgeirsdóttur, og tvö börn, Bald- vin og Elínu Jóhönnu Guðrúnu. Hafsteinn fæddist 24. apríl 1927 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Baldvin Halldórsson skipstjóri 1 Hafnarfirði og kona hans Helga Jónsdóttir. Hafsteinn var formaður Orators, félags laganema, 1951 til ’52. Hann var ráðinn erindreki hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna í október 1953 og skrifstofu- stjóri þar í janúar 1960. Hafsteinn var bæjarstjóri í Hafnarfirði 1962 til ’66 og í stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga 1963 til ’67. Hafsteinn varð stjómaformaður Álafoss 1968 og stjómarmaður í Breiðholti hf. 1970. Hann var skip- aður dómari í Félagsdómi 1. októ- ber 1974. Hafsteinn varð fram- kvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda l.janúar 1971. Hann rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá árinu 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.