Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 Birgír Isl. Gunnarsson skrifar frá New York: Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Sex aðalstofiianir Allsheijarþingið er ein af sex aðalstofnunum SÞ. Hinar fímm eru öryggisráðið, efnahags- og félags- málaráðið, nýlenduráðið, alþjóða- dómstóllinn í Haag og aðalskrif- stofan undir forystu aðalfram- kvæmdastjórans. Að auki eru ýms- ar stofnanir sem starfa samkvæmt sérstökum samningum milli þjóða og tengjast SÞ. Dæmi um slíkar stofnanir eru UNESCO (menning- ar- og vísindastofnun SÞ) og WHO (alþjóðaheilbrigðismálastofnunin). Allsheijarþingið hefst þriðja fimmtudag í september ár hvert og stendur fram í miðjan desem- ber. Til viðbótar eru haldin auka- allsheijarþing, ef öryggisráðið óskar eftir því eða meiri hluti aðild- am'kja. Dæmi um slík þing eru sérstök þing um afvopnunarmál sem haldin hafa verið þrisvar sinn- um. í upphafí hvers þings er kosinn þingforseti, 21 varaforseti og for- menn hinna sjö aðalnefnda sem starfa á þinginu. Til að tryggja jafnvægi á milli ríkja er forsetinn kosinn til skiptis frá 5 ríkjahópum, þ.e. Afríku, Asíu, Austur-Evrópu, Mið- og Suður-Ameríku og Vestur- veldunum. Hvernig starfar allsheijarþingið? í upphafí hvers reglulegs þings er haldin almenn umræða, þar sem fulltrúar hinna einstöku ríkja halda ræður og tjá skoðanir sínar al- mennt á alþjóðamálum. Utanríkis- ráðherra íslands tekur að jafnaði þátt í þessum umræðum. Mikill fjöldi mála kemur fyrir allsheijar- þingið á hveiju ári. Til að athuga og ræða hvert mál sem ítarlegast er þinginu skipt í sjö nefndir eftir málaflokkum. Öll aðildarríkin eiga sæti í hverri nefnd. Þessar nefndir eru: Fyrsta nefndin fjallar um af- vopnunar- og öryggismál. Sérstaka stjómmálanefndin fjallar um ýmis pólitísk mál, t.d. kynþáttaaðskiln- að, friðargæslustörf o.fl. Önnur nefndin fjallar um efnahags- og fjármál. Þriðja nefndin fjallar um félags-, mannúðar- og menningar- mál. Fjórða nefndin tekur fyrir nýlendumál. Fimmta nefndin er vettvangur stjómunar- og fjár- hagsáætlana SÞ og sjötta nefndin fjallar um lögfræðileg málefni, þ.e. alþjóðarétt. Að auki starfar á þing- inu nefnd forseta þingsins og nefndarformanna til að skipuleggja þinghaldið. Nefadarstörfin í nefndunum er ítarlega fjallað um þær tillögur og skýrslur sem lagðar em fyrir þingið. Það gerist á formlegum fundum, þar sem skipst er á skoðunum um efni til- lagna og annarra dagskrármála. í nefndunum em einnig haldnir óformlegir fundir, þar sem reynt er að ná samkomulagi um orðalag, en slíkt starf fer einnig fram á fundum ríkjahópa eða á einkafund- um fulltrúa einstakra ríkja. Mikið starf fer þannig fram á bak við tjöldin. Einstök mál fara beint fyrir aðal- þingið til umræðu og afgreiðslu án þess að fara í nefnd. Það em t.d. ýmis eilífðarmál á hinum alþjóðlega pólitíska vettvangi eins og Pal- estínumálið, Namibía o.fl. Þegar aðalnefndir þingsins hafa lokið afgreiðslu þeirra mála sem fyrir þeim liggja koma þau fyrir aðalþingið að nýju til endanlegrar afgreiðslu. Ákvarðanir allsheijar- þingsins hafa enga lagalega skuld- bindingu í för með sér fyrir ríkis- stjómir aðildarríkjanna. Frekar er rétt að líta á þær sem álit ríkja hejmsins eða meirihluta þeirra á mikilvægum alþjóðamálum, eins konar rödd samfélags þjóðanna. Starf SÞ utan þinga er síðan aðallega fólgið í því að vinna að framgangi ákvarðana allsheijar- þingsins. Það er einkum gert á þrennan hátt: Með störfum nefnda sem settar em á stofn til að vinna að einstök- um málum milli þinga. Með alþjóðlegum ráðstefnum Birgir ísleifur Gunnarsson 43. allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna stend- ur nú yfir í höfiiðstöðv- um samtakanna í New York. Á hverju ári koma saman fiilltrúar þeirra 159 þjóða sem nú eru aðilar að SÞ. Allsherjarþingið er vettvangur þar sem heimsmálin eru rædd, ályktunartillögur born- ar firam, skýrslur um ýmsa þætti alþjóða- stjórnmála yfirfarnar og atkvæði greidd um tillögur. Mikill pappír er firamleiddur og margar langar ræður eru haldnar. sem allsheijarþingið hefur sam- þykkt að halda um einstök mál. Með starfi aðalframkvæmda- stjóra SÞ og starfsliðs hans. Miklar breytingar Sameinuðu þjóðirnar hafa bréyst mikið frá því þær voru stofnaðar árið 1945. Stofnríkin voru 51, en nú hefur aðildarríkjum fjölgaði í 159. Fjölgun þróunarríkjanna setur mikinn svip á þingið og samtökin öll. Það kemur m.a. fram í því að innan þingsins starfar ríkjahópur sem kallast „77 ríkja hópurinn" (Group of 77). Á sínum tíma stofn- uðu 77 þróunarríki þennan hóp til að treysta samstöðu sína. Nú eiga 123 ríki sæti í „77 ríkja hópnum“, sem sýnir hvað þróunarríkjum hef- ur fjölgað og hversu stór hluti þau eru af þátttökuríkjunum 159. Ályktanir allsheijarþingsins bera mikinn svip af áhugamálum þess- ara ríkja. Island var lengi vel minnsta þjóð- in sem átti aðild að SÞ. Nú eru 11 ríki með færri íbúa en Island innan SÞ. Minnsta ríkið er Fíla- beinsströndin með tæplega 10 þús- und íbúa. Stærst er Kína með yfir einn milljarð. Öll ríki hafa eitt at- kvæði á allsheijarþinginu óháð stærð eða efnahag. Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- aðar af mikilli hugsjón. Heimurinn var stríðshijáður efti^síðari heims- styijöldina og margir áttu þá hug- sjón að þjóðir heimsins gætu með starfí innan SÞ leyst friðsamlega öll sín deilumál. Það hefur ekki tekist eins og allir vita. Engu að síður hafa SÞ komið ýmsu til leiðar og það eitt er merkilegt að allar þessar ólíku þjóðir skuli eiga sér slíkan samstarfs- og umræðuvett- vang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.