Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 33 Minning Þórdís Sigurgeirs- dóttirfrá Svarfhóli Fædd 31. júlí 1902 Dáin 18. nóvember 1988 Þá er ég hníg í djúpið dimma, drottinn ráð þú hvemig fer þótt mér hverfi heimsins gæði hverS allt sem kært mér er æðri heimur, himnafaðir hinum megin fagnar mér. Með þessum fallegu ljóðlínum sálmaskáldsins (M.Joch.) viljum við Heiða og börnin þakka Dísu frænku samfylgdina. Myndin og minning- arnar verða okkur ljúfar og ógleym- anlegar. Þórdís Sigurgeirsdóttir var fædd á Svarfhóli í Miklaholtshreppi hinn 31. júlí 1902. Hún var dóttir hjónanna Sigurgeirs Sigurðssonar og Þórdísar Þorleifsdóttur, en þau áttu þijú börn, Björn, Sigurlaugu og Þórdísi, sem var þeirra yngst. Föður sinn misstu þau á góðum aldri, en bjuggu áfram með móður sinni. Einkenni búskapar á Svarf- hóli voru góð umhirða, þrifnaður og nýtni og í þeim anda ólst Þórdís upp og setti það mark sitt á hana. 1942 lést bróðir hennar, Björn, að- eins tæplega 50 ára að aldri og var það mikið áfall. Bjöm var smiður góður og hagleiksmaður og bera smíðisgripir hans þess glöggt vitni. 1947 lést síðan móðir hennar í hárri elli. Þórdís bjó á Svarfhóli í nokkur ár, en á árunum 1952-’53 kynntist hún Guðbirni, sem hún síðar gift- Fjölfræðibok um steina VAKA-Helgafell hefur hafið út- gáfu á flokki Qölfiræðibóka sem hlotið hefiur nafnið Heimur í hnotskurn. Fyrsta bókin er ný- komin út, heitir Steinríkið og ber undirtitilinn: Heillandi veröld i máli og myndum. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin Steinaríkið er unnin í sam- vinnu við Náttúrugripasafnið í London og kemur nú samtímis út í allmörgum Evrópulöndum. ís- lensku útgáfuna hafa jarðfræð- ingarnir Ari Trausti Guðmunds- son og Halldór Kjartansson þýtt og staðfært. í bókinni er fjallað um stein- aríkið á nýstárlegan og áhuga- verðan hátt og birtur fjöldi lit- mynda af berg- og steintegund- um, steingervingum, eðalmálm- um, kristöllum, gimsteinum og steinum utan úr geimnum. Bókin hefst á yfirliti um innviði jarðar og er þá útskýrt hvemig helstu bergtegundir eru steindar og steintegundir eru flokkaðar. Síðan er því lýst hvemig berg myndast, hvernig landslag verður til, hvernig jarðeldurinn markar ásýnd jarðar, hvernig neðanjarð- arhellar myndast og sjávarsetið verður til. Að lokum er fjallað um það hvar máimar, jarðefni önnur og gimsteinar eru unnir í nám- um.“ ist. Þau fluttust suður 1953 og keypti jörðina Háteig í Garðabæ af Blindravinafélagi Islands. Kona mín, Aðalheiður, ólst upp á Svarf- hóli hjá Þórdísi eldri og bömum hennar, en síðar undir vemdarvæng Dísu eftir að þeirra Björns naut ekki lengur við og ávallt kallaði hún Dísu fóstru sína. Eg kynntist Dísu árið 1956 og reyndist hún okkur og börnunum eins og hin besta amma. Alltaf var sérstakur blær og til- hlökkun að taka upp pakkana frá Dísu frænku á jólunum. Þar voru gefnar af stórhug, en litlum efnum, nytsamar gjafir og í fleiru nutu þau hennar hlýja viðmóts og styrks. Þau Guðbjörg bjuggu saman í Háteigi við lítil efni, en samheldnin var góð og með árunum reistu þau sér lítið íbúðarhús. Sveitin og bú- skapurinn áttu hug þeirra allan. Guðbjörg vann einnig utan heimilis- ins um árabil. Þeirra sambúð var traust og góð, þau 14 ár sem hún varði, en Guðbjörg lést árið 1966. Dísa bjó áfram í Háteigi og hélt lengst af kýr og kindur. En Elli kerling sækir að og í september 1987 fluttist hún að Hrafnistu í Hafnarfirði og dvaldist þar uns hún lést 18. nóvember sl. Hún fékk hægt andlát. Dísa var trúuð og sinnti kirkju sinni vel, enda var steinsnar í Garðakirkju frá heimili hennar. Við Heiða fluttumst norður í land árið 1957 ogurðu samverustundirn- ar því færri en ella og við gátum ekki sinnt henni sem skyldi sakir fjarlægðar. En Dísa átti marga að, sem sýndu henni tryggð. Allir ná- grannar hennar á Garðaholtinu reyndust þeim hjónum vel og henni sérstaklega, eftir að Guðbjöms naut ekki lengur við, og þurfti hún þá oft ekki að biðja, það gerðist án þess. I kvenfélaginu starfaði hún mikið og sendum við kvenfélagskonum þakkir okkar og kveðjur. Asta Ágústsdóttir, systurdóttir hennar og fjölskylda reyndust henni af- bragðsvel og var Ásta hjá henni síðustu stundimar. Gunnar eigin- maður Ástu sá um smíði íbúðar- hússins á sínum tíma. Margir unglingar dvöldust í Há- teigi sín unglingsár og nutu hand- leiðslu þeirra hjóna, og oft minntist" hún Sigutjóns og Egils, sem sýndu henni mikla tryggð. Ollu þessu fólki, sem og starfsfólki á Hrafnistu, sendum við okkar bestu kveðjur, því þar leið henni vel og var þakk- lát fyrir þá góðu umönnun sem hún hlaut. Nú er skarð fyrir skildi, en við Heiða eigum minninguna, og okkar börn og barnabörn. Við þökk- um henni samfylgdina og allt, þótt nú skilji um stund. Guð blessi minn- ingu hennar. Óttar Viðar VANTI VITAMIN VERÐUR SVARIÐ NÁTTÚRULEGA SEVEN ', - SEAS 3 TEGUNDIR AF 18 MÖGULEGUM ,,‘-'j'Bbie minerul V Á J Húlfi fruit flnvniirccntrí? JARN Seven Seas B-KOMPLEX VITAMIN-C PLUS SEVEN seas ERU NATTURULEG VITAMIN — AN SYKURS — ÁN ROTV ARNAREFN A — ÁN GERFIEFNA — ÖLL í ÞÆGILEGUM BELGJUM — BESTA OG HAGKVÆMASTA VIÐBÓTIN VIÐ DAGLEGAN KOST ét orenco HEILDSOLUDREIFING Laugavegi 16, simi 24057.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.