Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 kjör svo sem algengast var á þeim árum ef ómegð var mikil og jarð- næði lítið. Þegar Eggert var 9 ára fluttu foreldrar hans búferlum að Bjamastöðum í sömu sveit, en Egg- ert varð eftir sem vikapiltur hjá vandalausum. Hófst þá lífsbarátta hins unga drengs sem og eldri bræðra hans þriggja, sem allir hlutu að fara í vistir til að létta undir með heimilinu. Systkinin fóru flest snemma að vinna fyrir sér og dreifðist þá þessi fríði hópur víða og munu þau öll hafa þótt góðir liðsmenn hvar í sveit sem þau lentu. Eg minnist þess, að amma mín, Guðbjörg á Broddanesi, átti mynd af hjónunum á Bjamastöðum með bömin sín 9, og þar var sannarlega engan kotungsbrag að sjá. Öll vom bömin lagleg og vel klædd og hjón- in sérlega gerðarleg. Enda heyrði ég til þess tekið, hvað þessi böm hefðu alltaf verið tandurhrein og væm flíkumar bættar var það fremur til prýði en hitt, svo vel var það gert. Sigurlín var með afbrigð- um þrifin og vel verki farin og lét fátæktina aldrei smækka sig. Lítið varð um skólagöngu hjá Eggert, aðeins þriggja mánaða far- kennsla í Saurbænum. En kennar- inn var ekki af lakara taginu — skáldið og mannvinurinn Jóhannes úr Kötlum. Honum var einkar lagið að glæða með nemendum sínum ættjarðarást og djúpa aðdáðun á fögmm ljóðum og íslensku máli. Eggert bjó að þessari kennslu alla ævi þótt hún varaði stutt. Honum hafði verið kennt að drekka af þeirri lind, sem löngum svalaði mörgum íslendingi best — lind hins tæra ljóðmáls. Alla tíð upp frá því las hann ljóð sér til gagns og gleði. Nokkm fyrir fermingaraldur fór Eggert vistferlum norður í Stranda- sýslu, að Skriðunesenni í Bitm. Ennisheimilið var eitt af þessum öndvegisheimilum þar sem þijár kynslóðir mannkostafólks undu saman í ást og eindrægni og aldrei fóm styggðaryrði milli manna. Þar undi Eggert hag sínum vel og það- an fermdist hann í Óspakseyrar- kirlq'u vorið 1926. Árið 1931 fluttu foreldrar hans frá Bjamastöðum að Hjarðarholti í Laxárdal. Þar varð rýmra um og landkostir meiri, svo að nú gat fjöl- skyldan loks öll verið saman á ný. Um þetta leyti eignaðist Eggert vömbíl og fór að stunda flutninga fyrir Dalamenn. Mun hann hafa verið með þeim fyrstu sem höfðu akstur að atvinnu. Eggert átti margar góðar minn- ingar um Saurbæinn, bæði frá bemskudögum og einnig síðar. Meðal annars frá sumrinu góða, þegar hann var kaupamaður hjá skáldinu í Bessatungu, Stefáni frá Hvítadal. Þá vom fákar oft beislað- ir og haldið í útreiðartúra um hina sumarfögm sveit Saurbæinn. Eink- um var það þó húsbóndinn, sem oft þurfti að bregða sér af bæ meðan kaupamaður sló í múga og batt bagga. Stefán hafði oft öðm að sinna en búsorgum, enda var hann bilaður á heilsu og þoldi illa erfiðis- vinnu. Félagslíf var gott í sveitinni, fólk- ið glatt og fijálslegt og fegurðin alltum kring var svo ágeng og gef- andi, að hún létti lundina og minn- ingin um hana geymdist til langrar framtíðar eins og geisli í barmi sem grípa mátti til síðar í önugra um- EYMUHDSSOM Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beislislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði ég hófspor þín: hvenær skyldi hann vitja mín? (Ól. Jóh. Sigurðsson.) Þannig spyijum við öll með skáldinu góða því að það eitt eigum við alveg víst, öll mannanna böm, að þau hóftök berast okkur hveiju og einu fyrr eða síðar. Og við spyij- um ekki aðeins hvenær þau berist okkur, heldur einnig vinum okkar og vandamönnum. Oftast fínnst okkur fákurinn bleiki vera of fljótt á ferð, stundum alltof fljótt, en þó kemur fyrir að komu hans er beðið með tregablandinni eftirvæntingu, þegar elli og sjúkdómar eru við það að verða ofurefli. Alltaf fylgir söknuður og eftirsjá í hófspor þessa fáks og þannig er það vissulega nú þegar við kveðjum vin okkar Eggert Hjartarson, sem lést í Landakotsspítala þann 15. þ.m. eftir stranga baráttu við erfið- an sjúkdóm, sem hlaut að fara á þennan eina veg. Eggert var Dalamaður að ætt og uppruna. Fæddur á Kjarlaksvöll- um í Saurbæ árið 1912. Hann var í miðjum hópi 9 systkina og eru 4 þeirra enn á lífí. Foreldrar hans voru hjónin Hjörtur Jensson og Sig- urlín Benediktsdóttir, sem þá bjuggu á Kjarlaksvöllum við kröpp EggertEmil Hjart- arson - Minning Þann fímmtánda þessa mánaðar lést í Landakotsspítala góðvinur minn, Eggert Emil Hjartarson. Hann var ættaður úr Dölunum, frá Hjarðarholti. Það hefur oft verið sagt bæði í gamni og alvöru að Dalamenn væru góðir menn. Ekki þekki ég þá marga en Eggert þekkti ég vel, og veit að þetta mun satt hvað hann varðar. Enginn maður er þó gallalaus, en fáir svo heppnir að geta komist af við sitt samferða- fólk í gegn um lífið án illinda og deilna. En þetta tókst vini mínum, og gerði hann það með sóma. Hann var mér mjög kær og kynntist ég honum mjög vel. Eggert var unnandi góðrar tón- listar og gat setið heilu tímana að hlusta á hina yndisfögru tóna sem koma fólki til að gleyma líðandi stund. Því varð ég ekki vitund hissa er ég kom fyrst upp á spítala til hans og sá þennan gamla vin minn sitjandi uppi í rúminu með vasa- diskó í eyrunum og súrefnisslöng- una á nefinu, en skælbrosandi út undir bæði eyru. Enda kallaði ég hann einfaldlega afa pönkara. Það var ætíð hægt að gantast við Egg- ert og slá á létta strengi. Honum var ekki nóg að hlusta á góða tón- list. Hann samdi gullfalleg lög við hin mörgu fallegu ljóð og kvæði er við íslendingar eigum eftir okkar gömlu góðu ljóðskáld. Sem betur fer fengu fleiri en ég að njóta þess að hlusta á sum laga hans. Aldrei hafði þessi vinur minn gengið í tón- listarskóla eða lært nótur, en það kom samt ekki í veg fyrir að hann keypti sér orgel og kenndi sjálfum sér á það. Þá var hann einnig frá- bær spiiari á sög. Var hann fenginn til að spila við hin ýmsu tækifæri, og var unaðslegt að heyra sagartón- ana líða um herbergið, rétt eins og fuglinn sem svífur um loftin blá. Það sem ég mun ætíð muna best eru þær stundir er ég og Magga kona Eggerts tókum slátur saman. Þetta er orðinn árviss atburður hjá okkur. Eggert skar alltaf mörinn og þess á milli spilaði hann fyrir okkur ýmist eigin lög eða annarra. Hin síðari ár hafa synir mínir sótt fast að fara í sláturgerðina, okkur öllum til ánægju og þá ekki síst Eggert. En hann var mjög bamgóð- ur, og hændust böm fljótt að hon- ÞJOÐ I HAFTI eftir Jakob F. Ásgeirsson ítarleg úttekt á þrjátíu ára sögu verslunarfjötra á íslandi, 1931-1960. Siáandi bók sem dregur fram í dags- Ijósið atburði og staðreyndir sem margir hefðu kosið að legið hefðu í þagnargildi áfram. Hvað var „stofnauki nr. 13“? Efldist SÍS í skjóli haftanna? Hvað var „bátagjaldeyrir“? Hverjir voru hinir „pólitísku milliliðir“? Hverjir högnuðust á höftunum? Jakob F. Ásgeirsson skrifar hér æsilega og stórfróðlega bók um árin þegar pólitísk spilling, smygl og svartamarkaður grasseraði og öflug hagsmunasamtök risu upp í öllum áttum. ÞJÓÐ í HAFTI. Er sagan að endurtaka sig? um. Hann hafði ríka þolinmæði og undu synir mínir sér vel hjá honum. Ekki varð Eggert bama auðið en svo lánsamur var hann að eignast góðan fósturson sem hann ól upp frá unga aldri. Veit ég vel að Egg- ert hélt mikið upp á Óla. Veit ég að Eggert naut þeirra síðustu sam- verustunda á Landakoti. Ég vil að lokum þakka mínum ágæta vini fyrir þær indælu stundir er við fengum að njóta saman. Anna Hótel Saga Sími 1 2013 Kransa-og kistuskreytingar. Heimsendingarþjónusta. Sími 12013. Opið laugardaga til kl. 18.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.