Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 ©1986 Universal Pre»s Syndicale A Kann keyptl æfíngahjóL, en hann kom þv/ z.kk\ I gang-" 925 Ég bið afsökunar hve þetta hef- ur tekið langan tíma. En það var verkfall! Með morgunkaffinu far. HÖGNI HREKKVtSI // Éf? HAMN NÖ fCOAMMM / BLO/VWM AFTUR..' " ,/ HANN ER AE> KASTA 6K1t í pÓAAAieANN.1 " Takið þátt í baráttu náttúruverndarmanna MORGUNBLADlf), FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 Tengelmann á villigötum cítirJón Sæmund Sigurjónsson Umraeður um hvalvciðibann virð- ast hafa valtnað á ný við þi ákvörð- un veralunarauðhríngaina Tengel- mann I Þýakalandi að hætu að kaupa umtalsvert magn af niður- auðuvörum frá okkur Ialendingum. Auðhringurinn Tengelmann I Þýakalandi hefur getið aér n\jög gott orð fyrir umhverfisvemd og ataðið þar mjög framarlcga I flokki og hcfur tekið þar á málum, þannig að menn hafa tekið eftir. Þannig hcfur auðhríngurínn ákveðið að selja ekki skjaldbókuaúpur vegna þeaa að skjaldbökur voru I útrým- ingarhettu. Hann hefur ákveðið að aelja ekki froskalappir af þvf að froskar voru I útrýmingarhœttu. Og þessi verslunarkeðja hefur m.a. ákveðið að aelja ekki alls konar ,spray“-dósir vegna þesa að út- streymi af gasi úr þeim gseti hugs- anlcga haft varanleg akemmdar- ákveðið að kaupa ekki niðursuðu- vörur frá lslandi. Það cr ekki ráðist á hvalaaflirðir eða neitt slfkt, eins og I hinum tilfellunum. Þeir ákveða sem sagt ekki, að eftirleiðis muni þeir ekki selja hvallqöt eða ein- hveijar hvalaafurðir, vegna þess að þser hafa yfirieitt ekkert verið til sölu hjá þessum auðhring. í fyrri tilfellunum var ekki hætt við að kaupa vörur frá Frakklandi vegna froskalappa og skjaldbftkusúpa, það var ekki hætt við að kaupa vörur frá öllum öðrum löndum I Evröpu sem hugsanlega framleiddu ein- hvcrjar .spray'-dösir vegna þessa. Nei, það var ákveðið að selja ekki vörumar sjálfar, sem voru viðkom- andi hverjum málaflokki fynr sig. En vegna hvalamálsins er ráðist á Islendinga og allt sem fslenskt er. Ekki hvalaafurðir. Þser voru ekki til- Og þetta hefur verið stefnan yfirieitt hjá þessum grsenfriðung- um, að ráðast á saklausa þriðju aðila. Það er ráðist að niðursuðuvör- um, það er ráðist að ullarsölumönn- Jón Ssemundur SigurjAnuoii t hið mesta ranglæti sem við- við sagt, að tneð aðgerðum sfnum samþykki auðhringurinn Tengel- mann jafnvel og réttlæti árás .terrorista" á ölympfuþorpið t Munchen á sfnum tima. Að vtsu voru það grandalausir fþróttamenn, sem fyrir árásinni urðu, en málstað- inn hefði einhvem veginn verið hsegt að réttiaeta skv. aðferð Teng- olmanns, þannig að árásin hefði átt rétt á sér. Við verðum að gora okk- ur grein fyrir þvt, þegar við sjáum svona afskrscmd daemi, að Tengel- mann er kominn á ákaflega lágt plan. Afkoma íslendinga Tengelmann-samsteypan mun t.d. ekkert aðhaíast, þegar fiskinum tekur að fsekka f sjönum vegna þess að hvalurinn étur fiskinn sjálf- an. eða hann étur faeðuna sem fisk- urinn étur. Tengelmann mun ckkert aðhafast, þegar kostnaðurinn við ormatfnslu cr orðinn slíkur t okkar frystihúsum, að við getum varla ráðið við það. Og þegar neytandínn Til Velvakanda. Mig langar að fjalla hér um hval- veiðimálið með tilliti til greinar sem Jón Sæmundur Sigurjónsson, þing- maður, skrifaði í Morgunblaðið föstudaginn 11. nóvember sl. Að hann skuli ekki undirbúa sig betur áður en hann fer að skrifa um mál sem hann skilur ekki ná- kvæmlega. Hann skilur ekki þýð- ingu orðsins „kollektivschuld". Hann skilur ekki sögu nasistatím- ans. Hann skilur ekki muninn milli einræðis, hryðjuverkamanna og Grænfriðunga. (Nú veit ég ekki hvort það var sniðugt að velja Aldi og Tengelmann sem dæmi um hug- myndir Grænfriðunganna. Ég et alveg viss um að þessi fyrirtæki selja ennþá allt þetta drasl úr þýsk- um kálfa-, kjúklinga- og svínabú- um, sem eru líkt og fangabúðir nasista.) Hann þekkir ekki rannsóknir sem hafa verið gerðar á hvölum áður. Það er rangt að hvalirnir hafi mik- il áhrif á fiskstofna. íslenskir vísindamenn segja meira að segja að hvalveiði íslendinga geti ekki kallast vísindaleg. Og hver hefur ekki hugmynd um ástand lífríkis kringum ísland? Ég held það sé nú bara hann sjálfur. Hvalir eru í út- rýmingarhættu — það vita allir. Hafið er sem hringrás og þegar einn hlut vantar er heil hringrás í hættu. Nú er ég sem Þjóðvetji ekki að segja hvað Islendingar eiga að gera og hvað ekki. Ég er ekki svo frekur. Ég ætla bara að setja fram nokkrar hugmyndir. Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að hugsa um sjálfstæðið, t.d. um dönsku kórónuna á alþingishúsinu: Táknmyndir eru aldrei án þýðingar. En skil ég rétt að sjálfstæðisbarátta íslendinga endi með kórónum og hvölum? Manfred Wömer, formaður Atlantshafsbandalagsins, kom til landsins en var ekki hent út í sjó — þar var enginn íslendingur að minna á sjálfstæðið. Ég þekki þenn- an mann vel; þegar hann var vam- armálaráðherra í Þýskalandi, dreymdi hann bara um vígbúnað á tímum afvopnunar. Ég skil því ekki hvemig Islendingar ákveða hvað sé í þágu sjálfstæðisbaráttunnar og hvað ekki. Sjálfstæði nær allra þjóða endar á erlendum mörkuðum. Kannski er það ekki alltaf til góðs en oftast er það nauðsynlegt fyrir heimsfrið- inn. Það verða rúmlega 5 milljarðar að lifa í heiminum og margs konar vandamál em ekki þjóðleg heldur alþjóðleg. Hvað er að gerast í Afríku og Suður-Ameríku með regnskógana? Hvað er að gerast í Suður-Afríku? Verða ekki þjóðir að nota áhrif sín til þess að bæta lífshorfur okkar allra? Og þannig er hvalamálið ekki mál sem aðeins íslendingar þurfa að ræða. Þetta er alþjóðlegt vanda- mál sem verður að leysa á alþjóðleg- an hátt. Vilja íslendingar ekki taka þátt í baráttunni sem náttúmvernd- armenn um allan heim vinna fyrir, frekar en að standa á móti þeim? Þeir sem kalla Grænfriðungana hryðjuverkamenn skulu bara opna augun. Þessir menn tala ekki bara — þeir gera það sem hefði átt að gera fyrir löngu. Þeir eru á móti öllum sem menga umhverfið hvar sem er í heimi. Að friða dýr sem em í útrýmingarhættu er hluti af því. íslendingar eiga ennþá hreinasta vatnið, hreinasta loftið og besta fisk heimsins, — en hve lengi enn? Mengunin stöðvar ekki við tvö- hundmð mílna línuna úti í hafi, því miður. Klaus Kretzer, námsmaður Yíkverji skrifar Víkverji gerði að umtalsefni fyr- ir nokkm greinarkorn um skemmdarverk, sem birtist í blaðinu Eystra-horni. Reyndar er Víkveiji síðan búinn að fjalla um bréf Ey- verja af þessu tilefni. En nú er komið nýtt eintak af Eystra-horni. Þar segir m.a.: „Víkverji Morgunblaðsins gerir stólpagrín að meðferð okkar hér á Eystrahorni á íslenskunni í pistli sínum fyrir réttri viku. Það verður ekki of oft ítrekað að menn og kon- ur skuli vanda mál sitt og þá ekki síst ritað mál. Því getum við tekið undir með Víkveija að það sé sorg- legt er mönnum í flýti og asa verð- ur á að skemma íslenskuna svo hroðalega, að aðrir geti ekki orða bundist. ..“ xxx •• 011 stjórnin ófrísk segir í einu blaði á Selfossi. Stjórnin, sem við er átt, er stjórn Ungmennafé- lagsins Dagsbrúnar í Austur-Land- eyjum. Þar kemur fram, að allar stjórn- arkonurnar hafi verið ófrískar á sama tíma. Formaðurinn varð svo fyrstur til, eins og formanni sæmir, og eignaðist Agnes Antonsdóttir dóttur 17. september sl. Blaðið get- ur þess, að forveri Agnesar í for- mannsembættjnu hafi einnig orðið móðir á embættistímanum. „Þetta er íhugunarefni," segir svo. „Þær konur í Dagsbrún, sem ekki kæra sig um fjölgun ættu ekki að sækjast eftir kosningu í stjórn og allra síst formannskjöri. En hin- um sem árangurslaust hafa reynt er bent á þennan möguleika til auk- innar fijósemi." XXX Gatnamálastjórinn í Reykjavík sendir stundum út fréttatil- kynningar. í síðustu viku barst ein inn á borð Víkveija. Þar tilkynnti gatnamálastjóri, að ný umferðarljós yrðu tekin í notkun laugardaginn 19. nóvember. í fréttatilkynningunni sagði m.a.: „Um leið og ljósin á mótum Hverfis- götu og Rauðarárstígs verða tekin í notkun verða afnumin þau beygju- bönn, sem hingað til hafa gilt á þeim gatnamótum." Og síðar segir gatnamálastjóri í fréttatilkynning- unni: „Ljósin á mótum Eiríksgötu og Barónsstígs verða alumferðar- stýrð. Sérstakir skynjarar mæla umferðina og stjórna því, hve mik- inn græntíma hvor gata fær.“ Víkvetji varð satt að segja bæði gulur og grænn, þegar hann las þetta. A endanum ákvað Víkveiji að setja endalausan rauðtíma á þessa málfarsins blindgötu og beygjubann á gatnamálastjóra að auki. xxx Víkveiji þarf stundum í starfi sínu að taka ákvörðun um eitt og annað. Satt að segja hefur það gengið snurðulítið. En nú er komið í ljós, að það var einungis vegna þess, að Víkveiji vissi ekki, hvað hann var að gera. Og þess vegna er öldin önnur. Nú kemst Víkveiji aldrei til þess að taka ákvörðunina, því allur tíminn fer í ákvörðunar- fræðina sjálfa. Þessu olli fundar- boð, sem Víkveija barst í fréttatil- kynningu og honum varð á að lesa. Þar sagði orðrétt: „Með ákvörð- unarfræði er átt við aðferð, sem sameinar marga þá þætti sem ákvörðun byggir á. Með því að beita ákvörðunarfræði á vandamál er hægt að meta þær aðstæður, sem taka þarf ákvörðun við, tii að: — öðlast betri vitneskju um aðstæður á formlegan en auðskiljanlegan hátt, — „leysa“ ákvörðunarvanda- málið, — veita jafnt ákvörðunartak- anum sem þeim, sem fylgja þarf ákvörðuninni eftir, næga innsýn og hvatningu til að taka ákvörðun og ekki síður hrinda henni í fram- kvæmd. Sú staðreynd að einstökum að- ferðum ákvörðunarfræði er oft ruglað við fræðin sjálf hefur valdið ónákvæmni í niðurstöðum ogg skaðað fagið. Þar sem óvissa er oftast ráðandi þáttur í ákvörðunar- vandamálum eru ýmsar sérhæfðar aðferðir, svo sem ákvörðunartré, notaðar til að ráða í þessa óvissu. Því miður hafa margir, þ. á m. kennarar í faginu, álitið að fræðin felist bara í því að búa til tré, en svo er þó ekki. Vissulega eru ákvörðunartré mikilvæg við lausn vandamála, þar sem óvissa spilar stóran þátt, en sé aðferðinni beitt rétt fer mestur tími og kraftur í að finna og setja upp hið rétta vandamál og ekki síður að með- höndla og túlka niðurstöður." Eða þannig! t)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.