Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 45 Svar við bréfi Guðmundar Jóhannssonar: Albert vanhæfur þó utanríkis- ráðherra styrki stöðu sína Jón Á. Gissurarson skrifar: „Velvakandi. Guðmundur Jóhannsson skrifar athugasemd við grein mína frá 12. þ.m. um vanhæfni Alberts Guð- mundssonar sem sendiherra Islands í París. í grein Guðmundar stendur orð- rétt: „Það hlakkar í honum ef Al- bert yrði ákærður í sambandi við Hafskipsmálið." Hér fer Guðmund- ur með rangt mál. Ég taldi einung- is að Albert Guðmundsson yrði eitt af aðalvitnum, enda verið stjórnar- formaður Hafskips h/f og formaður bankaráðs Útvegsbanka íslands samtímis. Auk þess sagði ég í grein minni: „Albert kynni og að þurfa að varpa skýrara ljósi á einkaviðskipti sín við félag sitt, Hafskip h/f, en slík dul hvíldi yfir þeim að sum voru færð á leynireikning." Meðan mál þetta væri ekki til lykta leitt taldi ég Albert Guð- mundsson vanhæfan sem sendi- herra íslands erlendis. Skiptir þá engu máli þó utanríkisráðherra kynni að styrkja stöðu sína á Al- þingi. Guðmundur Jóhannsson: Lestu rétt það sem í texta stendur, en ekki einungis það sem þú þar vilt finna. Ákæra á hendur Albert Guðmundssyni eru þín orð en ekki mín.“ Þei r óttast ekki alnæmi... ...SEM VITA HVAÐ HUGTAKIÐ HÆTTULAUST KYNLÍF MERKIR - og lifa samkvæmt pví Samtökin 78 LEITAÐU UPPLÝSINGA OG FRÆÐSLU H]Á SÍMA- OG RÁÐGJAFARÞJÓNUSTU SAMTAKANNA 78. SVARAÐ ER í SÍMA 28539 Á MÁNUDÖGUM, MIÐVIKUDÖGUM OG FIMMTUDÖGUM MILLI KL. 20 - 23. MONTEIU Snyrtivörukynning í dag föstudag frákl. 13.30-18.00. Verið velkomin. Hagkaup, Kringlunni. ÞETTA BLAÐ GETUR HAFT GÓÐ ÁHRIF Á LÍF ÞITT. ' Meðal efnis er umfjöllun um útivist, fjórar góðar'u. uppskriftir að hollum og fljótlegum mat, bakæfingðr, hvernig hægt er að yfirvinna járnskort, íþróttatíska og grasalæknirinn segir frá. Ennfremur: Dansandi Sóley, Golf, Squash, og frá starfsemi NLFA á Akureyri. Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ ÁSKRIFTARSÍMI 16371 LYGILEGA hnv MASTF.R Enn ný sending! Ekta leður frá K o i n o r Góö greiöslukjör Opið til kl. 19 á föstudag Opið kl. 10-16 á laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.