Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 ÍÞRÚntR FOLK Earvln Johnson var allt í öllu hjá Lakers. Spurskaupir annan miðvörð Kemst Pétur aftur í lið San Antonio? ■ EINAR Vilhjálmsson var út- nefndur Frjálsíþróttamaður árs- ins 1988 á fundi hjá Fijálsíþrótta- sambandi íslands á miðvikudag- inn. Einar er í hópi bestu spjótkast- ara heims og náði hann fjárða besta árangri í heiminum í ár - kastaði 84.66 m. ■ HELGA Halldórsdóttir úr KR var útnefnd Frjálsíþróttamað- ur Reykjavíkur 1988 á aðalfundi Fijálsíþróttaráðs Reykjavíkur. Helga setti glæsilegt Islandsmet í 400 m grindarhlaupi í sumar, er hún hljóp á 56.64 sek. og bætti gamla met sitt verulega, en það var 57.54 sek. ■ MAGNÚS Jakobsson, stjóm- armaður úr fijálsíþróttadeild KR var kosinn formaður Fijálsíþrótt- aráðs Reykjavíkur á aðalfundi ráðsins. Magnús tekur við starfi Jónas Egilssonar, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. ■ HOLLENDINGAR sigruðu eftirminnilega í Evrópukeppni landsliða í knattspymu fyrr á árinu og kemur því ekki á óvart að þeir séu ófarlega á blaði, þegar árið er gert upp. Tímaritið „World Soccer" útnefndi í gær Marco Van Basten knattspymumann ársins og hlaut hann 43% atkvæða. Ruud Gullit, -* sem var kjörinn sá besti í fyrra, hafnaði í öðm sæti og Frank Rij- kaard í því þriðja. Rinus Michels, sem stýrði Hollendingum til sigurs í Evrópukeppninni, var kjörinn þjálfari ársins og hollenska landslið- ið var útnefnt besta landslið heims. ■ EYJÓLFUR Sverrisson hef- ur ákveðið að leika áfram með Tindastóli í 2. deild knattspyrn- unnar. I KR vann Fram 4:1 í úrslita- leik haustmóts KRR í 1. flokki, sem fram fór í vikunni. GOLF MótíGrafar- holti á laugardaginn Golfmót verður haldið í Grafar- holti á laugardaginn, 26. nóv- ember, og er það auðvitað nokkuð óvenjulegt á þessum árstíma. „Tíðin er það góð og völlurinn í svo góðu ástandi að við gátum hreinlega ekki sleppt því að halda mót núna,“ sagði Björgúlfur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri GR í samtali við Morgunblaðið í gær. „Völlurinn er iðagrænn, það er nokkur spretta í honum þannig að við höfum þurft að slá hann,“ sagði hann. Ræst verður út frá kl. 10.30 — eða strax í birtingu ef hún verður fyrr! San Antonio Spurs skipti á leik- mönnum á miðvikudag þegar félagið lét nýliðann Shelton Jones fara til Golden State í skiptum fyrir miðvörðinn Jer- ome Whitehead. Þetta er annar miðvörðurinn sem Spurs kaup- ir á einum mánuði. Whitehead hefur verið tíu ár í deildinni og er sterkur varnarmaður. Með þessum kaupum er sýnilegt að Pétur Guðmundsson á erfitt verkefni fyrir höndum að ná sæti aftur í liðinu þegar hann verður orðinn góður af meiðsl- um sínum. Fjölmargir leikir voru á þriðju- dag og miðvikudag í deildinni. A þriðjudag hóf Kareem Abdul- Jabbar að kveðja körfuknattleiks- unnendur þegar Gunnar hann spilaði í Valgeirsson síðasta sinn í New skrífar York, en þar er hann uppalinn. Lið Lakers átti stórleik og sigraði 110:96. Worthy var stigahæstur með 29 stig, en það var Earvin „Galdur" Johnson sem var allt í öllu hjá Los Angeles með 25 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar. Cleveland keppti í Boston, en þar hafði liðið ekki unnið í tíu ár eða í 28 leikjum. Boston er ekki sama liðið án Larry Bird og Cleveland vann örugglega 114:102. Joe Dum- ars er enn í banastuði fyrir Detro- it. Hann skoraði 26 stig fyrir Pist- ons í sigurleik gegn nýliðum Charl- otte. í Seattle logaði allt í slagsmál- um þegar nágrannamir frá Port- land komu í heimsókn. Eitthvað voru heimamenn stressaðir því alls voru dæmdar átta tæknivillur á Seattle og þrisvar í leiknum brutust út handalögmál á milli leikmanna. Portland reyndist sterkara á loka- sprettinum og vann 125:104. Á miðvikudag vann New York örugglega í Detroit með 133 stigum gegn 111. Var þetta fyrsti sigur Knicks í Detroit í fjögur ár. Þá tókst Denver „aðeins“ að skora 106 stig gegn Dallas í tapleik. Denver hefur skorað 135 stig að meðaltali í leikj- um sínum í vetur. Loks er að geta góðs sigurs hjá San Antonio gegn sterku'liði Atlanta 119:109. KNATTSPYRNA / 1. DEILD 1« „Verð áf ram hjá KR - segirPéturPétursson, landsliðsmiðherji „ÉG verð áfram hjá KR hvað sem öllum sögusögnum líður og lýk ferlinum í 1. deild hjá félaginu," sagði Pótur Péturs- son, landsliðsmiðherji, við Morgunblaðið í gær. Pétur hafði samband við blaðið vegna frétta annars staðar þess efnis að hann ætlaði að skipta yfír í Val eða Fram. „Ég hef hingað til látið sögusagnir sem vind um eyru þjóta en þegar farið er að flytja mig á milli félaga f fjölmiðlum er mælirinn fullur. Væri ég óánægður hjá KR væri ég löngu farinn, en ég er ánægð- ur og hef ekki rætt við önnur félög. Takmarkið er að hjálpa KR til að vinna bikar og ég ætla ekki að gefast upp við það,“ sagði Pétur. Gömlu félagar hans á Akranesi hafa boðið honum á leikmannahóf á laugardag og hefur Pétur þekkst boðið. „Ætli sumir verði ekki bún- ir að skrá mig í ÍA eftir helgi," sagði miðheijinn. Úrslit í IVIBA Þriðjudagur: Cavaliers - Boston Celtics...114:102 Detroit Pistons - Charlottc Homets....99:93 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks... 105:91 Philadelphia - Washington Bullets. 130:103 LA Lakers - New York Knicks...110:96 Denver Nuggets - New Jersey Netsl41:106 Portland - Seattle Supersonics.125:104 Chicago Bulls - Sacramento Kings.. 114:98 Miðvikúdagur: New York Knicks - Detroit Pistons. 133:111 Boston Celtics - Charlotte Homets . 114:109 Los Angeles Lakers -Miami Heat.138:91 Philadelphia - Cleveland Cavaliers ...104:91 Mavericks - Denver Nuggets..125:106 Milwaukee - Washington Bullets.... 124:102 San Antonio Spurs- Hawks....119:109 Utah J azz -.Houston Rockets.111:108 New Jersey Nets - Phoenix Suns....l33:129 Seattle - Golden State Warriors.93:85 LA Clippers - Chicago Bulls..105:97 HANDBOLTI / LANDSLIÐIÐ Danir koma ei Ekkert verður af landsleik við Dani S Laugardalshöll á mánudagskvöld. Fjöldi landsliðs- manna gaf ekki kost á sér í leik- inn vegna mikils álags í deildinni og þar með var málið dautt. Um skeið hafði verið unnið að því að koma á umræddum lands- leik og í fyrradag sögðust Danir geta komið á mánudag, HSÍ að kostnaðarlausu, og leikið um kvöldið. Þorri fslenskra landsliðs- manna var hins vegar ekki tilbú- inn í slaginn, þegar á þa'var geng- ið, og var Dönum tilkynnt á há- degi í gær að af leiknum gæti ekki orðið. HANDBOLTI / BIKARKEPPNIN Fram og Víkingur mætast í 1. umferð FYRSTUDEILDARLIÐ Fram og Víkings mætast í fyrstu umferð í bikarkeppni HSÍ í handknatt- leik. Þetta voru einu liðin í 1. deild sem drógust saman. Mikla athygli vakti að A-og B lið Vals drógust saman í 1. umferð. Ljóst er að a.m.k sjö lið úr 2. og 3. deild komast áfram í 16-liða úrslit. Þijú lið sitja hjá og fara því beint í 16-liða úrslit en það eru Stjaman, Haukar og Þróttur. I kvennaflokki eru tveir leikir á milli 1. deildarliða, Þór mætir ÍBV og Stjaman mætir Haukum. Eftirtalin lið drógust saman í 1. umferð bikarkeppni HSÍ. í svigan- um má sjá í hvaða deild liðin leika: Grótta b (3.) - ÍR (2.) AFLRAUNIR ÍBV b (3.) - ÍH (2.) Þór Akureyri (2.) — Ármann (2.) Fylkir (3.) - KA (1.) Selfoss (2.) — KR a (1.) KR b (3.) - UBK (1.) Leiftri (Utand.) — Armann b (3.) Fram (1.) — Víkingur (1.) Valur b (3.) — Valur a (1.) UMFN (2.) - FH (1.) ÍBK (2.) - UMFA (2.) HK (2.) - ÍBV a (1.) Haukar (2.) — Grótta a (1.) 1. 1. umferð bikarkeppni HSÍ í kvennaflokki mætast eftirtalin lið: Þór Akureyri (1.) — ÍBV (1.) KR (2.) - Grótta (2.) Stjarnan (1.) — Haukar (1.) UMFA (2.) - Fram (1.) UBK (2.) - ÍBK (2.) ÍR (2.) — Vikingur (1.) Þróttur (2.) - FH (1.) Selfoss (2.) - Valur (1.) Hjalti og Magnús sigursælir Hjalti Ámason varð aflrauna- meistari í 10 manna keppni, sem fram fór í Montreal í Kanada í síðustu viku. Magnús Ver Magnús- son hafnaði í öðru sæti og saman sigruðu þeir í keppni fímm liða frá jafn mörgum þjóðum — íslandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og Sovétríkjunum. Keppt var í fjórum greinum; 25 kg steinakasti, 5 sm hnébeygju- lyftu, hjólbömakstri og 200 m hlaupi með 90 kg sekk á bakinu. Magnús sigraði í tveimur síðast- nefndu greinunum, en jafn árangur Hjalta nægði honum til sigurs. Verðlaunafé var samtals um 760.00 íslenskar krónur og fengu þeir félagar saman um 570.000 krónur auk margra bikara. Tom Magee frá Kanada varð þriðji í keppninni. Hjalti Árnason. KORFUBOLTI / 1. DEILD KV. IBK á toppnum LIÐ ÍBK er efst í 1. deild kvenna í körfuknattleik með 12 stig. Kefavíkurstúlkurnar áttu að leika við Hauka á dögunum en lið Hauka mætti ekki til leiks og hefur ÍBK fengið stigin í þeim leik. KR er í öðru sæti með tíu stig. Um helgina sigruðu KR-stúlk- urnar lið Njarðvíkur syðra 40:30 (19:14). Sigríður Guðbjörns- dóttir var stigahæst í liði Njarðvík- ur en hjá KR vom Sigurður Guðrún Gestsdóttir Hjöríeifsson (14 stig) og Hrönn skrífar Sigurðardóttir (12) atkvæðamestar. Njarðvíkingar mættu einnig ÍR- ingum um helgina og sigmðu ÍR- stúlkurnar 42:36. Harpa Magnús- dóttir var stigahæst hjá UMFN með 17 stig og Linda Stefánsdóttir skor- aði 12 stig fyrir ÍR. Þriðji leikur helgarinnar var við- ureign Grindavíkur og ÍS. Stúdínur sigruðu, 46:43, í jöfnum og spenn- andi leik. Hafdís Sveinbjörnsdóttir var stigahæst hjá Grindavík með 12 stig en Helga Kristín Friðriks- dóttir hjá ÍS, með 16 stig. Á þriðjudagskvöld unnu ÍR- stúlkumar lið UMFG, 60:28, í Grindavík. Linda Stefánsdóttir var stigahæst í liði ÍR, skoraði 10 stig. Hildigunnur Hilmarsdóttir og Þóra Gunnarsdóttir komu næstar með 8 stig. Ragnheildur Guðjónsdóttir var stigahæst í liði UMFG með 9 stig og Svanhildur Káradóttir gerði átta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.