Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 Fjármálaráðherra kannar áfengískaup forseta Hæstaréttar Hefttr sem handhafí forsetavalds keypt 1.440 flöskur af sterku áfengi á árinu. Fjármálaráðherra, Ólafiir Ragnar Grímsson, hefur ákveðið að rannsókn fari fram á áfengiskaupum forseta Hæstaréttar flögur ár aftur í tímann. Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar hefiir sem handhafi forsetavalds keypt 1.440 flöskur af sterku áfengi það sem af er árinu. Áfengið fékk hann á kostnaðarverði eða krónur 160 fyrir flöskuna. Samtals eru þetta 120 kassar af áfengi sem Magnús greiddi 230.000 krónur fyrir. Út úr búð kostar þetta áfengi hinsvegar rúmlega 2 milljónir króna. Um er að ræða rúmlega 1.000 flöskur af vodka og um 400 viskíflöskur. á áfengi á kostnaðarverði eru erlend sendiráð, ráðuneyti sem stofnanir, Alþingi sem stofnun, embætti for- seta Islands og handhafar forseta- valds í fjarveru forseta." Ólafur Ragnar sagði, að málið hefði hann fengið til meðferðar í gær frá forseta sameinaðs þings, Guðrúnu Helgadóttur, en Ríkisend- urskoðun hefði haft samband við Guðrúnu og gert athugasemd við þessi áfengiskaup Magnúsar. Hún hafði svo aftur sgmband við Ólaf Ragnar, þar sem ÁTVR heyrir und- ir hans embætti. Ólafur sagðist hafa óskað eftir ítarlegri skýrslu frá Höskuldi Jónssyni, forstjóra áfengisverzlunarinnar, um áfengis- kaup handhafa forsetavalds fjögur ár aftur í tímann. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Magnúsi Thoroddsen í gær- kvöldi, en í fréttum ríkisútvarpsins var eftir honum haft að þetta væri hans réttur og hans einkamál. „Samkvæmt reglum sem settar voru fyrir 20 árum er handhafa forsetavalds heimilt að kaupa áfengi á kostnaðarverði þegar hann er í embætti _sem slíkur, það er þegar forseti íslands er erlendis,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. „Reglumar voru settar svo nokkrir aðilar gætu sinnt gestgjafaskyldum sínum. Þeir sem leyfi hafa til kaupa Lánasjóður námsmanna: Samið við Landsbank- ann um inn- heimtur Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Grindavík: Börn fínna skot á víð og dreif Grindavfk. ÞRÍR ungir piltar komu á miðvikudag til lögreglunnar í Grindavík með nokkur ósprungin skothylki auk tómra vélbyssuskothylkja. Þeir kváðust hafa fimdið hylkin meðfram girðingu varnarliðs- stöðvarinnar við Grindavík og hefðu ftindið miklu fleiri sem þeir geymdu heima hjá sér. Skotin lágu á víð og dreif um móana á stóru svæði og töldu piltarnir að þau væru fleiri. Að sögn Sigurðar Ágústssonar aðalvarðstjóra lögreglunnar i Grindavík má telja víst að þessi skot og tómu skothylki séu eftir vamarliðsmennina sem vom á næturæfingum fyrir skömmu við Grindavík. „Ég mun láta kanna hvort þama fínnist fleiri skot sem böm geta fundið og farið sér að voða við,“ sagði Sigurður og bætti við að ef ástæða þætti til yrði farið fram á það við vamarliðið að það sæi um að svæðið yrði hreinsað. Kr.Ben. Sigurður Ágústsson með nokk- ur skothylki sem piltarnir fundu. ASÍ varar við Miklar breytingar á sambandsstjórn í ÁLYKTUN á 36. þingi ASÍ, sem samþykkt var í gær, er varað alvarlega við hugmyndum um hin svokölluðu húsbréf, miðað við þær aðstæður sem ríkja á Qármagnsmarkaðnum í dag. Tillaga kjörnefiid- ar um fulltrúa í sambandsstjóm, sem fer með æðsta vald ASÍ á milli þinga, var samþykkt óbreytt og em 10 af 18 aðalmönnum þar nýir. húsbréfunum GREIÐENDUR námslána munu fi’a næsta hausti fá heimsenda greiðsluseðla frá Reiknistofu bankanna og geta þeir þá innt greiðslur af hendi í öllum af- greiðslum banka og sparisjóða. Þetta felst í samkomulagi sem Landsbanki íslands og Lánasjóð- ur íslenskra námsmanna hafa gert með sér og undirritað verð- ur í dag. Það mun taka gildi í áföngum frá ágúst-nóvember á næsta ári. Að sögn Sigurbjöms Magnússon- ar, formanns stjómar Lánasjóðs íslenskra námsmanna, mun sam- komulagið hafa í för með sér tals- verða hagræðingu fyrir rekstur sjóðsins og það sem innheimtu lána viðkemur. Sigurbjörn sagði að sjóðsstjómin vonaði að gagnvart viðskiptamönn- um mundi hið nýja fyrirkomulag sníða ýmsar brotalamir af þjónustu lánasjóðsins. 10 þúsund einstakl- ingar greiða af lánum til sjóðsins og sagði Sigurbjöm að þeim fjölg- aði um 1.500 á hveiju ári. Þingfulltrúar sem til máls tóku um tillögu húsnæðismálanefndar létu í ljós ótta um að húsbréf myndu ganga kaupum og sölum á „gráa markaðnum“. Hrafnkell A. Jónsson sagðist ekki vilja útiloka að húsbréf gætu verið hentugur kostur ef strangar reglur yrðu settar um starfsemi „gráa markaðarins", en hann féll frá tillögu um að fella ákvæðið um húsbréfín niður. í ályktuninni um húsnæðismál er þess krafíst að fjármagn til félags- íbúðakerfísins verði aukið vemlega og að framlag ríkissjóðs til bygging- arsjóðs ríkisins haldist að raunvirði miðað við það sem var 1987. Á þinginu í gær var kosið í stjórn Menningar- og fræðslusambands Alþýðu, auk sambandsstjómar, og samþykktar vom ályktanir um lífeyrismál, skipulagsmál, fræðslu- mál og friðar- og mannréttindamál. Nokkrar umræður urðu um málefni Miðausturlanda undir síðasttalda liðnum og var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjómina að viðurkenna hið nýstofnaða ríki Palestínumanna. í dag er síðasti dagur þingsins, sem haldið er í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi, og er helsti dagskrárliðurinn kjara-, atvinnu- Rannsóknarlögreglan hefur nú upplýst íkveikju sem framin var í Fossvogsskóla um síðustu helgi. Einnig eru átta innbrot, sem framin hafa verið að degi til í hús í Fossvogi, talin upplýst að mestu. 4 piltar, 13 og 14 ára, hafa játað og efnahagsmál. Stefnt er að þing- slitum klukkan 16.00. Sjá ályktanir og kosningaúrslit á bls. 27 á sig íkveikjuna, sem olli miklum skemmdum á tónmenntakennslu- stofu skólans. Talið er að 10-14 piltar á aldrin- um 12-15 ára hafi komið við sögu í innbrotunum. Enginn þeirra hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Fossvogur: Bruni í skóla o g inn- brot að degi til upplýst Fylgi Framsóknarflokks mest meðal 18-24 ára FÓLK á aldrinum 18-24 ára er fjölmennast í hópi fylgismanna Fram- sóknarflokksins, samkvæmt niðurstöðum þjóðmálakönnunar, sem FélagsvísindastofnUn gerði fyrir Morgunblaðið. Um 25% kjósenda í þeim hópi fylgja Framsókn að málum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis 37,5% Reykvíkinga, 30,4% Reyknesinga en 21,1% kjósenda í öðrum kjördæmum. Þá er aðeins miðað við þá sem afstöðu tóku með ákveðnum flokkum. í kosningum 1987 hlaut flokkurinn 29,0% atkvæða í Reylgavík, 28,9% í Reykjanesi en 24,1% í öðrum kjördæm- um. Stærsti hópur stuðningsmanna Kvennalistans er 25-39 ára gamall. Fjórðungur þess hóps kýs Kvenna- lista. Um 18% fólks 60-75 ára fylg- ir Alþýðubandalagi en flokkurinn nýtur fylgis um eða innan við 10% úr öðrum aldurshópum. Fylgi Al- þýðuflokks er 9-11% í öllum aldurs- hópum, fylgi Sjálfstæðisflokks er mest meðal 40-59 ára en minnst meðal 25-39 ára kjósenda. Framsóknarflokkur nýtur nú 14,6% fylgis í Reykjavík en fékk 9,6% i síðustu kosningum. 21,3% Reyknesinga fylgja Framsóknar- flokknum en það gerðu 19,8% í kosningunum 1987. í öðrum kjör- dæmum hefur fylgi Framsóknar aukist úr 28,0% í 33%. Kvennalisti nýtur nu stuðnings 23,8% Reykvíkinga en 14% þeirra kusu listann 1987. 9,1% Reyknes- inga kaus Kvennalistann í síðustu kosningum en nú sögðust 24,2% þeirra mundu fylgja listanum að málum. í öðrum kjördæmum hefur fylgi listans aukist úr 6,8% í 17,3%. Aðrir flokkar tapa fylgi í öllum kjördæmum, miðað við úrslit síðustu kosninga. Þá naut Alþýðu- flokkurinn fylgis 16% Reykvíkinga en nú 9,8%. 18,2% Reyknesinga kusu Alþýðuflokk 1987, nú hyggj- ast 10,6% gera það og í öðrum kjör- dæmum minnkar fylgi flokksins úr 12,6% í 11,3%. í Reykjavík fellur Alþýðubanda- lag úr 13,8% í 9,8%, í Reykjanesi úr 11,7% í 10,1% og í öðrum kjör- dæmum úr 13,9% í 12,2%. Stuðningur við þingflokkana í ólíkum aldurshópum. Alþyðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisfl. Alþyðubandalag Kvennalisti Borgaraflokkur Á myndinni sést stuðningur við þingflokkana í ólíkum aldurshópum. 3,7% Reykvíkinga fylgja nú Borgaraflokknum en 15,0% þeirra kusu hann síðast. í Reykjanesi fell- ur flokkurinn úr 10,9% í 2,4% fylgi og í öðrum kjördæmum úr 6,5% í 2,4%. Sjá nánar um þjóðmálakönnun á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.