Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 19 Hugleiðingar um mæl- ingar á möskvastærð Halldór Blöndal „Geta þessir heiðurs- menn ætlast til að aðrir taki mark á þeim for- sendum, sem þeir sjálf- ir hafa lýst yfir að þeir trúi ekki á eða gefið í skyn að þeir trúi ekki á?“ og verri viðfangs eins og snjóbolti sem hleður utan á sig. En lífskjörin munu fara niður á við. Við sjáum línuritið fyrir okkur eins og lægð, sem fer ört dýpkandi. Stefna ríkisstjórnarinnar eins og hún kemur fram í frumvarpi til láns- fjárlaga endar í fúamýri. Markmiðið um lækkun vaxta mun snúast upp í ranghverfu sína og raunvextir fara hækkandi á nýjan leik eins og þegar er sýnilegt að vextir af skuldbreyt- ingarlánum Stefánssjóðs muni gera. Um hag atvinnuveganna þarf ekki að ræða. Meðan Steingrímur Her- mannsson var utanríkisráðherra sagðist hann vinna mikið og láta hendur standa fram úr ermum í ágústmánuði. Nú segir hann, að hann hafi verið í fílabeinsturni í sept- embermánuði þegar hann myndaði ríkisstjórnina og rengi ég það ekki. Og svo er mér sagt að það hafi sést til hans, þar sem hann lét egótrippið brokka með sig upp Vesturgötuna á krataþingið. En engum sögum fer af sjávarútvegsráðherra allan þenn- an tíma. Á meðan halda fyrirtækin í landinu áfram að tapa. Höfundur er varaformaður þing- Bokks SjálfstteðisBokksins. Enda þótt við undirritaðir séum ekki staddir á landinu, höfum við fengið fréttir af ágreiningi um möskvamælingar starfsmanna Landhelgisgæslunnar. Viljum við þó reyna að varpa ljósi á þetta mál. Eftir ítarlegár tilraunir á möskvastærðum, um miðjan 8. áratuginn gerði Hafrannsókna- stofnun tillögu um stækkun möskva í botnvörpu. Niðurstaðan varð sú að 150 mm möskvastærð væri heppileg við þorskveiðar og var þá miðað við möskvamælingar með möskvamæli sem kenndur er við Alþjóðahafrannsóknaráðið. Á þessum tíma var reiknað með að mælingar starfsmanna Landhelg- isgæslunnar myndu sýna aðrar niðurstöður, þ.e. að möskvastærðin mældist meiri með þeirra mæling- araðferð, og voru því gerðar sam- anburðarmælingar á aðferðunum tveim. í ljós kom að með aðferð Landhelgisgæslunnar mældist möskvinn u.þ.b. 4 mm stærri en með möskvamæli Alþjóðahafrann- sóknaráðsins, sem Hafrannsókna- stofnun notaði. Niðurstöður mæl- inga Landhelgisgæslunnar svara til þess að 10 kg lóð væri hengt í mælispjaldið sem notað var. í beinu framhaldi af samanburðarmæling- unum var lagt til að möskvinn yrði 155 mm en ekki 150 mm. Þessar niðurstöður sýndu að töluverðu getur munað á möskva- mælingum eftir því hvaða mæli- tæki og mæliaðferðir eru notuð. Auðvitað hefði verið æskilegt að nota möskvamæli Alþjóðahafrann- sóknaráðsins, sem er stilltur á 4 kg átak, en það var ekki hægt því hann fékkst ekki löggiltur hér á landi. Samkvæmt reglugerð sjáv- arútvegsráðuneytisins skal hins vegar mæla möskvann með 2 mm þykku mælispjaldi, sem er jafn- breitt og lágmarksmöskvastærðin. Netið skal mælast vott og skal spjaldið komast auðveldlega í gegnum möskvann. Enda þótt deila megi um það hvenær spjaldið komist „auðveld- lega“ í gegnum möskvann þá hefur aldrei orðið ágreiningur um möskvamælingar starfsmanna Landhelgisgæslunnar fyrr en «iú nýverið. Barnabók og ungl- ingasaga eftir Hrafn- hildi Valgarðsdóttur FRJÁLST framtak hefiir gefið út tvær bækur eftir Hrafiihildi Val- garðsdóttur, barnabókina Kóngar í ríki sínu og prinsessen Petra og unglingasöguna Púsluspil. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Púsluspil fjallar um unglinga í 9. bekk grunnskóla. Aðalsöguhetjurnar eru þær Júlia og Áslaug sem hafa yndi af tónlist og kunna ýmislegt fyrir sér í þeim efnum. En samkeppn- in er hörð. Sumir eiga öll hljóðfærin, aðrir alla tónlistina. Og það er ekki bara tónlistin sem blómstrar hjá ungu stúlkunum heldur kemur ástin einnig við sögu og þar gerist ýmislegt spennandi. Þá glímir Júlía einnig við fortíð pabba síns sem reynist henni hið mesta púsluspil." Og um barnabókina segir m.a.: „Aðalsöguhetjur bókarinnar eru tveir tápmiklir strákar, þeir Lalli og Jói. Undarleg stelpa flytur í dularfullt hús og vinirnir ráða ekki við forvitn- ina og laumast inn í húsið. Þar er margt furðulegt að sjá og minnstu munar að þeir lendi í vandræðum." Net hnýtt í Hampiðjunni. Möskvastærð er teygjanlegt hugtak. Hrafiihildur Valgarðsdóttir Brian Pilkington myndskreytti bókina og teiknaði kápu hennar. Báðar bækurnar voru prentaðar og bundnar í Prentsmiðjunni Odda. Ný gerð möskvamælis Ástæðan fyrir þessum ágrein- ingi er sú að Landhelgisgæslan hefur tekið í notkun nýtt mæli- tæki, svokallað þrýstispjald. Við samanburðarmælingar með þessu þrýstispjaldi og gamla spjaldinu, sem starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar gerðu í sumar, kom í ljós að munurinn var óverulegur en niðurstöðurnar voru þó ekki alveg sambærilegar. Landhelgisgæslan hefur sjálfsagt litið svo á að mæl- ingar með nýja spjaldinu væru sambærilegar við gömlu mæliað- ferðina. Nú hefur komið í ljós að svo er ekki. Togaramir Kambaröst og Skipaskagi voru teknir af Land- helgisgæslunni og færðir til hafn- ar. Starfsmenn gæslunnar mældu poka þessara skipa með nýja þrýstispjaldinu og voru niðurstöð- umar á þá leið að þeir mældust rétt undir löglegri lágmarksm- öskvastærð. Á þeirri forsendu vom lagðar fram kæmr á hendur skip- stjómm skipanna. Þessir sömu pokar vom svo mældir af dómkvöddum mönnum annars veg- ar og starfsmönnum Hampiðjunn- ar hins vegar. Niðurstöður mæling- anna sem gerðar voru eftir þeirri aðferð, sem Landhelgisgæslan hef- ur notað í áratugi, sýndu að möskv- inn var fullkomlega löglegur. Samanburðarmælingar Hampiðjunnar og Landhelgisgæslunnar Nú í vikunni mældu starfsmenn Landhelgisgæslunnar og starfs- menn Hampiðjunnar nýtt net með þremur aðferðum. Niðurstöður urðu eftirfarandi: Meðalmöskvastærð með nýja möskvamælinum......157,3 mm. Meðalmöskvastæðr með hand- afli og spjaldi....159,5 mm. Meðálmöskvastærð með 10 kg lóði og spjaldi....161,7 mm. Greinilegur munur er því á þess- um mælingaraðferðum. Eins og þegar hefur komið fram „ Aðalatriðið er þetta, möskvastærð neta sem Hampiðjan hnýtir nú er hin sama og hún hefiir verið um árabil. Að- ferðinni sem beitt hef- ur verið við möskva- mælingar hefur hins vegar skyndilega verið breytt án nægjanlegs samráðs og saman- burðarathugana. “ er íslenska reglugerðin um möskvamælingar fáorð um fram- kvæmd mælinganna. Reglugerðin kveður á um að mælispjaldið skuli komast auðveldlega í gegnum möskvann. Um það leyti sem reglu- gerðin kom út, gaf sjávarútvegs- ráðuneytið út leiðbeinandi bréf um möskvamælingar og er orðalagið í reglugerðinni „auðveldlega í gegnum möskvann" skilgreint nánar. í bréfinu segir að 10 kg lóð skuli hengt í mælispjaldið þegar vafi leikur á því hvort netið sé af löglegri stærð eða ekki. Ef spjaldið fer þannig í gegnum möskvann stenst hann mál, annars ekki. í samanburðarmælingum í Hampiðjunni kom í ljós að mösk- vinn mældist 4,4 mm minni með nýja þrýstispjaldinu en með spjaldi með 10 kg lóði. Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu er ekki hægt að hnýtá möskva úr plastefnum með fastri og óbreytanlegri möskva- stærð. Við notkun getur tognað verulega á möskvanum en hann getur einnig minnkað, þegar sand- korn og slor setjast í hann. Það er því vandaverk að hnýta möskva sem ávallt er löglegur, en þó aldr- ei að ráði stærri en lágmarksm- öskvastærð. Þetta hefur þó tekist vel á íslandi og er það nánast óþekkt að sjómenn séu óafvitandi með ólöglega möskvastærð. Fyrir alla sem hlut eiga að máli er nauðsynlegt að setja reglur um lágmarksmöskvastærð og möskva- mælingar, sem allir geta sætt sig við. Við erum með og ætlum áfram að vera með stóra möskva til að hlífa smáfiskinum eftir föngum. Engar ráðagerðir eru uppi um raunverulegar breytingar á möskvastærð. En ef ákveðið verður að mæla möskvastærðina með minna átaki en áður verður að sjálfsögðu að taka tillit til þess í nýrri reglugerð. Ný reglugerð gæti hugsanlega verið svipuð og reglugerð Evrópubandalagsins, þótt við séum í engu bundnir af erlendum reglugerðum, enda nota íslendingar stærri möskva en flest- ar aðrar þjóðir. Aðalatriðið er þetta, möskva- stærð neta sem Hampiðjan hnýtir nú er hin sama og hún hefur verið um árabil. Aðferðinni sem beitt hefur verið við möskvamælingar héfur hins vegar verið skyndilega breytt án nægjanlegs samráðs og samanburðarathugana. Samstarf allra viðkomandi aðila, þ.e. sjávarútvegsráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar, Hafrann- sóknastofnunar og Hampiðjunnar, hefur hingað til verið náið og gott, þegar ijallað hefur verið um breyt- ingar á reglugerðum varðandi ýmis vafaatriði sem upp hafa kom- ið. Við vonum eindregið að slíkt samstarf verði tekið upp að nýju og viðhaft, þegar breytingar eru á döfinni, sambærilegar við þær, sém allt þetta mál snýst um. Staddir á alþjóðlégri ráð- stefnu um sjávarútvegsmál i St. John á Nýfundnalandi 23. nóvember 1988, Guðni Þorsteinsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofn- un, Gunnar Svavarsson, Hampiðjunni, Guðmundur Gunnarsson, Hampiðjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.