Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 37
 7, bamabörnum, tengdabörnum, systmm hennar Guðrúnu og Sigríði, svo og öllum ættingjum hennar. Hún umvafði allt sitt fólk með ást. Böm Guðmundu em þessi: Þórdís, Gunnar Birgir, Pétur, Sig- rún, Ásdís, Þorgeir og Siguijón. Guðmunda var gift bróður mínum, Gunnari Péturssyni. Hann lést fyrir 5 ámm, sviplega eins og hún sjálf. Við Munda vomm vin'konur í rúma hálfa öld. Minningarnar um samvenistundir okkar em óþrjót- andi, þær koma eins og leiftur, hver á fætur annarri, flestar tengd- ar börnunum okkar. Við vomm með börnin stór og smá á sumrin í sum- arbústöðunum við Álftavatn. Stóm bömin elskuðu að vera niðri í sandvíkinni og busla í vatninu eða fara út á bát að róa, þau undu sér við þetta klukkutímunum saman, en við Munda vomm með yngstu bömin í sólbaðslautunum heima við húsið. Eftir á finnst mér það hafi alltaf verið sólskin þarna í þá daga. Margar em myndimar frá þessum summm og Gunnar bróðir tók kvik- myndir sem unun er að horfa á. Við Munda eignuðumst yngstu bömin okkar í sömu viku, um jólin ’56, hún Siguijón og ég Bjöm Loga. Lágum við á sömu stofu í Land- spítalanum. Við það tengdumst við ennþá sterkari böndum. Þegar móðir mín var vistmaður á Elliheimilinu Gmnd kom Munda til hennar ótal sinnum, þrátt fyrir allt sitt annríki og var henni eins og besta dóttir. 8. júní sl. hélt Munda upp á sjö- tugsafmæli sitt af þeirri rausn sem einkenndi hana alla tíð. Hún var höfðingi í lund, sígefandi. Hún bjó yfir takmarkalausri óeigingirni og tillitssemi við alla sem hún um- gekkst, áhugasöm um allra hagi og spurði um líðan hvers og eins í fjölskyldunni. Hún hafði stálminni, hringdi til mín stundum til að minna á stórafmæli bæði lifenda og lát- inna. Hún var fastur punktur í til- vem minni. Nú er hún farin. Ég bið guð að styrkja alla henn- ar fjölskyldu í þessari miklu sorg. Guðrún Pétursdóttir Vinnudegi er lokið. Starfsfélagar skilja og hver heldur heim til sín. Menn hyggja gott til þess að hitt- ast aftur að morgni. Enginn má sköpum renna. Vél- vædd umferð borgarinnar heimtar sínar fómir. Með sviplegum hætti er samstarfi slitið. Allt er í heiminum hverfult. Því verður naumast betur lýst en Jónas Hallgrímsson gerði forðum er hann minnti á hve tæpt er að trúa glaumi heimsins og að vinir berast burt í tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt. Við Guðmunda Þorgeirsdóttir höfðum verið vinnufélagar næstum 15 ár. Síðustu árin var samstarfi okkar þannig háttað að við áttum og þurftum að vinna sem einn maður þar sem okkur var hvom um sig eða báðum saman ætlað að vera lítið hjól í gangverki Alþingis °g löggjafarstarfsins. Ætti ég að lýsa henni með fáum orðum er mér efst í huga að hún vildi hvers manns vandræði leysa. Að sjálfsögðu var hún eins og við hin að því leyti að okkur eru menn misjafnlega geðþekkir. En það breytti engu þegar til hennar var leitað. Henni var raun að því ef hún gat ekki greitt úr því sem eftir var leitað. Hún naut þess að geta hjálp- að. Hún átti stóra fjölskyldu. Mann- inn sinn missti hún fyrir 5 árum en hún átti 7 böm og miklu fleiri barnaböm. Hún var mikil móðir. Hún á tvær systur og allt þeirra afsprengi var hennar fjölskylda. Ég held að missir hennar hljóti að vera öllu þessu fólki hennar mikið áfall. En það er huggun í harmi að móður- leg umhyggja lætur sig ekki án vitnisburðar og ber ávexti sína frá kyni til kyns. Ég veit að starfsfólk Alþingis vottar samúð sína þeim sem mest hafa misst. Með harm í huga stönd- um við álengdar og þökkum liðna daga. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 37 Það er fímmtudagur 17. nóvem- ber kl. 7.30, fallegur vetrarmorg- unn. Ég nýt þess að ganga í gegn- um gamla miðbæinn á leið til vinnu. Skólavörðustígur og Laugavegur eru vinalegir svona árla morguns. Hinar fáu „blikkbeljur" sem em á ferli ná ekki að skemma þessa morgunstemmningu, og þetta em einu skiptin sem ég leyfi mér að bijóta lög, umferðarlög. Ég nýt þess að ganga á ská yfir Banka- stræti. Um leið lít ég í átt að Tjörn- inni, þar sem standa tvö virðuleg steinhús. Þau hafa svo oft dregið mig til sín því þar vann hún Munda, hún var aðdráttaraflið. Þennan fagra vetrarmorgun hugsa ég: I dag eftir vinnu læt ég það eftir mér að koma við hjá henni, setjast í litlu kaffistofuna og njóta þess að vera í nálægð þessar- ar elskulegu konu, rabba um lífið og tilvemna. Mundu var ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún tók að fullu þátt í lífinu, henni stóð aldrei á sama um neitt. I þetta sinn fór allt á annan veg, tíminn hljóp frá mér. Á heimleiðinni hugsaði ég: Á morgun á ég kvöld- vakt og þá fer ég klukkutíma fyrr að heiman og kem við hjá Mundu. Ætli ég hætti ekki að ganga á ská yfir Bankastræti milli 7 og 8 á morgnana, ég veit ekki hvort ég lít í átt að Tjörninni. Hitt veit ég að minningin um Mundu mun ekki víkja frá mér. I tímans rás mun hún ef til vill sameinast minningunni um hennar elskulegu móður, Jódísi Ámundadóttur. I mínum huga voru þær svo líkar. Jodís kom snemma á öldinni til Reykjavíkur með systkinum sínum, Gesti og Sigurði. Þau héldu vel hópinn í nýju umhverfi og böndin héldust eftir að þau höfðu ÖU stofn- að heimili. Þegar Gest og konu hans, Guðrúnu, vantaði barnapíu fyrir son sinn Guðmund, var Munda fengin til að gæta snáðans. Þar með var lagður grunnur að traustri vináttu. Þegar ég giftist Bóa var mér tekið opnum örmum á Öldu- götu 25A og það hafa alltaf verið rík tengsl við Mundu og systur hennar, Gunnu og Siggu. Á Ás- vallagötu og síðar á Fjölnisvegi var Munda alltaf aufúsugestur með hlý- legt fas sitt og næma tilfinningu fyrir mannlegu eðli og félagslegu réttlæti. Við ótímabært fráfall Mundu frænku er okkur öllum sorg og harmur í huga. Hærra ber þó þakk- læti fyrir allt það sem hún náði að gefa okkur af örlæti sínu. Kallý Guðmunda Þorgeirsdóttir, svil- kona mín, er látin. Helfregnin barst okkur skyndilega og óvænt, því að umferðarslys varð henni að aldur- tila að kvöldi 17. þ.m. Guðmunda var fædd 8. júní 1918 hér í Reykjavík og því nýlega orðin sjötug, en ung og hress eftir aldri. Hún var dóttir Þorgeirs Guðjóns- sonar og konu hans, Jódísar Ámundadóttur, sem bæði voru Ár- nesingar í ættir fram. Guðmunda hóf ung nám í Menntaskólanum í Reykjavík en hætti því námi að loknu gagnfræða- prófi. Eftir það vann hún aðallega við skrifstofustörf og síðustu ára- tugina hjá Alþingi, allt til æviloka. Guðmunda gafst ung mági mínum, Gunnari Péturssyni, mál- arameistara, en hann andaðist 1983. Þau eignuðust sjö mann- vænleg böm, sem öll eru á lífi. Guðmunda var greind kona, létt í lund og félagslynd. Hún var því góð heim að sækja, enda gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna. Góð vinátta var alla tíð milli fjölskyld- unnar á Öldugötu 25a og fjölskyldu minnar, enda komu þar til bæði tengdir og frændsemi. Þegar við nú kveðjum Guðmundu Þorgeirsdóttur hinstu kveðju þá þökkum við meira en hálfrar aldar ánægjulega samferð. Jafnframt árnum við henni fararheillar á þeim ókunnu stigum, sem hún nú.hefur lagt út á. Ólafur Þorgrímsson HONIG -svolítið sérstakt. Fljótlegt og fyrirhafnarlftið. HONIG noodles míe-chínese iMdiateUeanW®) 40 LJÓSA FYRIR SPENNI (TEKUR TVÆR SERIUR). SAMÞYKKTAR AF RAFMAGNSEFTIRLITI RÍKISINS. RAUÐAR BLAAR. : Ljósasería Lágspennt 24 volt GRÆNAR HVITAR MISLITAR RAFTÆKJAV. SKÚLA ÁLFASKEIÐI 31 RAFBÚÐ SAMBANDSINS ÁRMÚLA 5 SAMVIRKI SKEMMUVEGI 30 UTSOLUSTAÐIR TOPPBLÓMIÐ ÍSAFIRÐI STAPAFELL KEFLAVÍK SVEINN Ó. ELÍASSON NESKAUPSTAÐ G. Á. BÖÐVARSSON SELFOSSI RAFSEL SELFOSSI EYJABLÓM VESTMANNAEYJUM NORÐURRAF ÞÓRSHÖFN REYKJAVIKURSVÆÐIÐ LANDSBYGGÐIN ALASKA BREIÐHOLTI ALASKA MIKLATORGI GLÓEY ÁRMÚLA 19 HEIMILISTÆKI SÆTÚNI HEIMILISTÆKI HAFNARSTRÆTI HEIMILISTÆKI KRINGLUNNI HÚSASMIÐJAN SÚÐARVOGI 3-5 H. G. GUÐJÓNSSON SUÐURVERI HEKLA LAUGAVEGI 172 MOSRAF MOSFELLSBÆ RAFBÚÐIN AUÐBREKKU 8 RAFBÚÐ DOMUS MEDICA RAFVÖRUR LANGHOLTSVEGI 130 RAFMAGN SKIPH0LT1 31 RAFGLIT BLÓNDUHLÍÐ 2 AKURVIK AKUREYRI RARÆKNI AKUREYRI RAFLAGNADEILD KEA AKUREYRI SKAGARADIO AKRANESI EDINBORG BÍLDUDAL VERZL. E. STEFÁNSSONAR BÚÐARDAL UNNAR SIGURSTEINSSON EGILSSTÓÐUM RARÆKJAV. SIG. INGVARSSONAR GARÐI GUÐNI E. HALLGRÍMSSON GRUNDARFIRÐI VERZLUN OLÍS HVERAGERÐI MOSFELL HELLU VERZLUNIN KRISTALL HÖFN GRlMUR OG ÁRNI HÚSAVÍK Rafkaup SUÐURLANDSBRAUT 4 — SIMI: 681518

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.