Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER. 1988 29 Engar ákvarðan- ir teknar um sölu r íkisfyr irtækj a Ríkisstjórnin hefur ekki enn tekið neinar ákvarðanir um sölu ríkis- fyrirtækja. Stefnt er að því og ætlunin er að móta skýrar reglur um hvernig að því verður staðið. — Þetta kom firam í svari Olafs Ragnars Grímssonar, Qármálaráðherra, við fyrirspurn Geirs H. Haarde (S/Rvk) á fundi sameinaðs Alþingis í gær. Geir vitnaði í yfirlýsingu ríkis- Geir H. Haarde sagðist fagna því stjómarinnar um fyrstu aðgerðir í að Alþýðubandalagið hefði skipt um efnahagsmálum. Þar segir, að unn- ið verði „að því að bjóða almenn- ingi til kaups ríkisfyrirtæki og hlutafé ríkisins í fyrirtækjum, sem stunda atvinnurekstur". Hann spurði með hvaða hætti ætti að gera þetta, hvaða fyrirtæki ætti að selja og hvenær af þessu yrði. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði, að þetta mál yrði tekið til athugunar á næstu mánuðum og ekki hefði enn verið ákveðið, hvað yrði selt eða hvenær. Ráðherra sagði að nauðsynlegt væri að móta skýrar reglur um þessi mál, meðal annars til að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki gætu með hlutafjárkaupum styrkt drottn- unarstöðu sína. skoðun hvað varðaði sölu ríkisfyrir- tækja. Hann bætti því við, að í þessu máli virtist ríkisstjómin vera sammála Efnahags- og framfara- stofnuninni, sem hvatt hefði til áframhaldandi einkavæðingar á ís- landi. Ummæli Pálma Jónssonar: Stuttar þingfréttir Meðal nýrra þingmála eru eftirfarandi: Leyfi vegna umönnunar barna Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) o.fl. hafa lagt fram frumvarp til laga, sem felur í sér að foreldrar, sem beðist hafa lausnar frá störfum vegna umönnunar bama sinna, eigi rétt á því að ganga aftur að sömu störfum og sömu kjörum allt að tveimur árum frá fæðingu bamsins. •• Okunám og ökukennsla - Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) o.fl. hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar um öku- nám og ökukennslu. Feiur það í sér að reglur verði settar um ökuskóla, strangari kröfur verði gerðar til ökukennara og kunn- átta nýrra ökumanna verði auk- in og bætt. Fyrirspurnir 1) Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) spyr Steingrím J. Sig- fússon samgönguráðherra um mengun frá fiskeldi og afskipti ráðuneytisins af þeim málum. 2) Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) spyr Steingrím J. Sig- fússon landbúnaðarráðherra um mengun við fiskeldi og afskipti ráðuneytisins af þeim málum. Guðmundur Bjamason, heilbrígðisráðherra hefur nú í haust svarað sambærilegri spumingu frá Hjörleifi. Vill ríkisstjórnin viðskipta- þvinganir gegri bændum? Eig-um ekki að greiða niður gróðureyðinguna, segir Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra Allharðar umræður urðu utan dagskrár á fundi sameinaðs Alþingis i gær um þau orð Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra á flokksþingi Alþýðuflokksins, að almenningur ætti ef til vill að hætta að kaupa kjöt af dýrum, sem alin væru á afréttum í uppblásturshættu, bæði kinda- og hrossakjöt. Ýmsir þingmenn gagnrýndu hann harðlega fyrir þessi ummæli, og auk þess lýstu heilbrígðisráðherra og landbúnaðarráð- herra því yfir, að ekki mætti túlka þessi ummæli viðskiptaráðherra sem stefiiu ríkisstjóraarinnar. Málsheflandi í þessum umræðum var Pálmi Jónsson (S/Nv). Hann vitnaði í orð viðskiptaráðherra á flokksþingi Alþýðuflokksins þess efnis, að ef til vill ætti almenningur að hætta að kaupa kjöt af dýrum, sem alin væru á afréttum í upp- blásturshættu, bæði kinda- og hrossakjöt. Pálmi lýsti andúð á þessum um- mælum ráðherra og sagði að hann virtist hafa lært af aðferðum græn- friðunga, sem efnt hefðu til herferða gegn islenskum afurðum. Pálmi lét í ljós efasemdir um að ráðherra vissi um hvað hann væri að tala, því hrossabeit á afréttum væri nær af- lögð og sauðfé hefði fækkað um meira en þriðjung á síðustu 11 árum. Beitartími á afréttum hefði verið styttur, enda færi ástand þeirra nú víðast batnandi. Pálmi Jónsson sagðist vilja gefa viðskiptaráðherra tækifæri til að biðjast afsökunar á þessum ummæl- um. Ennfremur spurði hann land- búnaðarráðherra og forsætisráð- herra, eða einhvem fulltrúa hans, hvort hér væri um að ræða stefnu ríkisstjómarinnar. Þá tók til máls Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra. Hann sagði að geigvænleg gróðureyðing væri eitt stærsta umhverfisvandamálið á ís- landi í dag. Orsakir hennar væm margar, en lausaganga búfjár vægi þar þyngst. Það þekktist hvergi í Evrópu, að búsmalinn gengi svona lausbeislaður um landið og darkaði í því þangað til það blési upp. Viðskiptaráðherra sagði að menn þyrftu að beina viðskiptum sínum frá þeim sem spilltu landinu til hinna sem hlúðu að því. Þetta væri hins vegar ekki herferð gegn bændastéttinni, heldur herferð til vamar landinu. Samanburður við aðgerðir grænfrið- unga væri út í hött. Viðskiptaráðherra bætti við, að ' það væri út í hött að greiða niður gróðureyðinguna, því fé almennings ætti fremur að veija til landgræðslu. Hann sagði að lokum, að sem betur fer miðaði í rétta átt í sambandi við ofbeitina. Hún væri samt bara önnur hliðin á landbúnaðarvandanum, en hin væri útflutningsbætumar. Al- menningur í landinu væri orðinn þreyttur á því horfa á landið eyðast, þurfa að greiða útflutningsbætur með afurðunum og borga svo land- græðslu, til að græða sárin. Fjölmargir þingmenn tóku til máls um þetta mál. Hjörleifur Guttorms- son (Abl/Al) sagði að gróðureyðing væri mikið umhverfisvandamál og þar væri þörf á heildstæðu átaki til úrbóta. Hins vegar þætti sér ótækt, að einstakir ráðherrar beittu sér gegn bændastéttinni, eins og við- skiptaráðherra hefði gert með orðum sinum. Sambandið ekki úr sög- unni eftir 10-14 mánuði - segir Valur Arnþórsson „ÞAÐ HEFUR sýnt sig, bæði í fyrra og á þessu ári, að Sambandið þolir mikil áföll. Það er mjög mikið eigið fé í Sambandinu þrátt fyrír þessi áföll og ég tek ekki undir það sjónarmið Ólafs Ragnars Grimssonar að Sambandið verði úr sögunni eftir 10 til 14 mánuði ef það heldur áfram að tapa,“ sagði Valur Arnþórsson, stjórnarform- aður Sambandsins, í samtali við Morgunblaðið. Tap Sambandsins var 705 milljónir króna fyrstu 9 mánuði ársins, að sögn Vals. „Það er augljóst mál að rekstrar- vil hins vegar ekki orða það þannig grundvöllur jafnt einka- sem sam- vinnufyrirtækja er mjög skakkur og til að koma í veg fyrir atvinnu- leysi þarf 10 til 20% gengisfellingu, eða ígildi hennar, og nauðsynlegar hliðarráðstafanir, til dæmis þær að áhrif gengisfellingar á vísitölur yrðu afnumin," sagði Valur. „Ég að rekstrargrundvöllur Sambands- ins sé brostinn ef gengið verður ekki fellt á næstunni. Gengisfelling- amar á fyrri hluta þessa árs voru gagnslausar, þar sem það vantaði hliðarráðstafanir með þeim og fall Bandaríkjadals hefur eytt áhrifum síðustu gengisfellingar," sagði Val- ur Amþórsson. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði í umræðu um fmmvarp til lánsfjárlaga á Alþingi síðastliðinn þriðjudag að Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins og Valur Arnþórsson hefðu báðir þurft að útskýra hvemig stæði á því að tap Sambandsins á fyrstu mánuðum þessa árs næmi um 700 milljónum króna. Rétt væri að hafa það í huga að ef það tap héldi áfram á næstu 10 til 14 mánuðum yrði Sambandið úr sögunni vegna þess að það gæti ekki endumýjað sig með auknum hlutafjárframlögum eða öðmm þeim aðferðum sem önn- ur fyrirtæki geti beitt. Egill Jónsson (S/Al) sagði að forystumenn Alþýðuflokksins hefðu hvað eftir annað ráðist á landbúnað- inn. Til skamms tíma vegna þess hversu dýr hann væri,- en nú vegna gróðureyðingar. Egill sagði að þótt Alþýðuflokkurinn væri veikur um þessar mundir myndu þessar að- ferðir ekki bæta úr skák. Guðni Ágústsson (F/Sl) taldi ummæli ráð- herra forkastanleg. „Það er sorglegt þegar tungan verður hugsuninni yfir- sterkari," sagði hann. Guðni sagði ennfremur, að eldgos, köld veðrátta og jökulsár ættu mestan þátt í land- eyðingunni og hér væri ekkert tilefni til árása á bændastéttina. Eggert Haukdal (S/Sl) sagði að ofbeit hefði mjög minnkað. Hann spurði ráðherra einnig hvort nægt fjármagn væri til í landinu til að kaupa erlent ket, ef almenningur hætti að kaupa það íslenska. Guðmundur Bjarnason heil- brígðisráðherra sagði að ummæli einstakra ráðherra mætti ekki túlka sem stefnu ríkisstjómar, jafnvel þótt náið samstarf væri með stjómar- flokkunum. Hann sagði rétt að huga að gróðurvemd, en fráleitt væri að beita bændur viðskiptaþvingunum. Páll Pétursson (F/Nv) sagðist ekki telja ummæli viðskiptaráðherra for- svaranleg og í ummælum hans um ofbeit hrossa hefði lýst sér bæði fá- fræði og illvilji. Páll vakti að lokum athygli á því, að þama hefði talað viðskiptaráðherra þjóðarinnar, en ekki bara „léttgeggjaður smákrati", eins og hann orðaði það. Eiður Guðnason (A/Vl) sagði að þessi ummæli Páls Péturssonar væru hon- um ekki sæmandi. Þessi umræða einkenndist af ómerkilegum áróðri og þingmenn ættu að ræða málið með öðrum hætti. Unnur Stefánsdóttir (F/Sl) og Halldór Blöndal (S/Ne) gagnrýndu ummæli viðskiptaráðherra og sagði Halldór, að andað hefði köldu í garð bænda í málflutningi hans. Hann sagði það vera með ólíkindum, að alþingismaður skyldi segja úr ræðu- stól Alþingis, að hann gæti hugsað sér beita bændur efnahagslegum þvingunum og svelta þá af jörðum sínum. Það væri algerlega óviðeig- andi af viðskiptaráðherra að tala á þann hátt. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra sagðist taka undir orð heilbrígðisráðherra um að þessi ummæli væru ekki stefiia ríkisstjóraarinnar. Hann bætti því við að þessi orð viðskiptaráðherra hefðu verið óheppileg og lítt grun- duð, í ljósi þess hve hér væru miklir hagsmunir i húfi. Þorsteinn Pálsson (S/Sl) sagði að þetta mál snerist ekki um skoðanir þingmanna á gróðurvemd og uppgræðslu lands- ins. Umræðan snerist um það, að viðskiptaráðherra hefði lýst því yfir, að beita skyldi bændur efnahagsleg- um þvingunum. Það væri óafsakan- legt og fordæmanlegt og þess væri krafist, að hann bæðist afsökunar og tæki þau til baka. Þorsteinn sagði að lokum, að bæði Framsóknarflokk- urinn og Alþýðubandalagið bæru stjómskipulega ábyrgð á setu við- skiptaráðherra í embætti og pólitíska ábyrgð á ummælum hans, þangað til þau hefðu verið dregin til baka. Við lok umræðnanna tók Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra aftur til máls. Vísaði hann á bug fullyrðingum um að frá hónum hefði andað köldu í garð bændastéttarinnar. Hann hefði ekki hvatt til aðgerða gegn bændum; hann hefði hvatt til aðgerða gegn gróðureyðingunni. Fleiri þingmenn tóku þátt í umræðunum, en þær verða ekki raktar frekar hér. Innflutningur hunda; Forseti vill skýrari svör viðfyrirspurn Forseti sameinaðs Alþingis, Guðrún Helgadóttir, bað í gær Steingrím J. Sigfiússon, land- búnaðarráðherra, um að endur- skoða svar sitt við fyrirspum frá Inga Birai Albertssyni (B/Vl) um innflutning hunda. Ingi Bjöm spurði ráðherra meðal annars, hvaða aðilar hefðu fengið leyfi til innflutnings á hundum og hveijum hefði verið synjað. í svari ráðherra komu ekki fram þessar upplýsingar og á fundi sameinaðs Alþingis í gær kvaddi Ingi Bjöm sér hljóðs um þingsköp, til að lýsa yfir óánægju sinni með þá málsmeð- ferð. Spurði hann forseta, hver staða þingmanna væri ef ráðherrar svömðu fyrirspumum með ófull- nægjandi hætti. Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs Alþingis, sagði að svarið væri ekki í samræmi við fyrirspum- ina. Fór hún þess á leit við ráð- herra, að hann tæki það til endur- skoðunar, með það fyrir augum að svara nánar fyrirspurn Inga Björns. Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, sagði að ástæðan fyri því að ekki vom birt nöfn þeirra, sem fengu undanþágu til innflutnings hunda, hafi verið sú, að það orkaði tvímælis að birta með þeim hætti upplýsingar um einka- mál fólks. Hann sagðist ætla að óska eftir álitsgerð frá ríkislög- manni, tölvunefnd og fleiri aðilum, til þess að fá úr því skorið, hvort sér væri heimilt eða skylt að birta þessar upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.