Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 Ljóðaval handa 4. til 6. bekk grunnskóla Békmenntir Jenna Jensdóttir Ljóðspor Valið hafa: Kolbrún Sigurðardótt- ir, Sverrir Guðjónsson og Þórdís S. Mósesdóttir. Kápumynd Jóhannes S. Kjarval, myndverk ýmsir myndlistarmenn. Námsgagnastofiiun 1988. Út er komið hjá Námsgagnastofn- un safn ljóða ætlað til kennslu í 4.-6. bekk grunnskóla. í kynningu aftan á kápu segir: „í bókinni eru flest ljóðin eftir ljóðskáld nítjándu og tuttugustu aldar og er hlutur ungra skálda veigamikill í safninu." í upphafi bókar er orðsending til kennara frá þeim er völdu ljóðin í bókina. Þar segir svo: „Við efiiisval þessarar bókar var það haft að leiðarljósi að ljóðin höfði til og glæði áhuga nemenda i 4.-6. bekk grunnskóla." Hér tek ég sýnishom sem velq'a hjá mér efa: ávaxtamarkaður í tókýó/ draumsendur japanpappír tileinkað brautigan um ba na na na tvo & tvo saman er vafíð rauðu límbandi að vega upp á móti gula litnum Gyrðir Elíasson til íslands Sólin skín oní maga eða í verbúð vestur á fjörðum út um hvippinn og hvappinn til pg frá Hugþekkur leikur En 2 1 femumar voru líka súrar Ásgeir Lámsson Ljóðunum er skipt í flokka eftir því hvað veljendur lesa út úr inni- haldi þeirra. Verkefni og útskýringar til nemenda eru fyrir hvem ljóða- flokk. Flest em þau í fyrirskipana- formi. Lærðu, lestu, finndu o.s.frv. Hvemig eiga nemendur að átta sig hér? M.a. má lesa þar í verkefni: „Reyndu að gera þér grein fyrir því hvað vakir fyrir skáldinu, hvemig brögðum það beitir við að tala til þín og koma hugsun sinni til skila.“ Á öldum ljósvakans - brot - Gunnar Runólfur Yfírskrift er jafnan yfir hverjum ljóðaflokki. Sem dæmi: „Til lands- ins“, „Leikur að orðum“, „Þess konar ást“, „Annars konar ást“. Hér birtist ljóð úr „Þess konar ást“. „Orðið ást merkir kærleik- ur.“ Geggjaður ástaróður til Stínu frá töffaranum á 18555 tennur þínar einsog röð hvítra fólksvagna hörund þitt einsog eftir hvítan stormsveip augu þín tær einsog lakk á nýbónuðu tryliitæki Stök teppi í austurlenskum mynstrum í úrvali sem aldrei fyrr. Stök teppi úr gerviefni og ull, allir gæða- og verðflokk- ar. Stærðir minnst 60x120 cm, stærst 240x340 cm og úrval þar á milli. Sérpöntum einnig eftir ósk kaupanda stærðir og mynstur. Sígild teppi sem standast tímans tönn og tískustrauma. SKOÐAÐU ÚRVALIÐ. Teppaland Grensásvegi 13,105 Rvík, símar 83577 og 83430 GAMLAR . HjEFÐIR IHAVEGUM CL Ql LU fætur þínir smart hannaðir bijóst þín einsog is í brauði ást mín heit einsog nýsteiktur hamborgari kossar þínir sætari en kók skaut þitt einsog sæti í Citroen Delux ég gef skit í allt fyrir ástina tryllitækið steríógræjumar bíómiðann síðustu rettuna kvar retta án elspítu tryllitæki án þín ef þú heyrir geggjaðan ástaróð minn í lögum unga fólksins mundi ég fíla það í botn að þú slæðir á þráðinn beibí Bitgir Svan Símonarson Er ég bað tólf ára nemanda (sem ekki hafði séð bókina áður) að velja fegursta ástarljóðið, valdi hann: Ljóðið Fólk, staðir og stundir hafa gert mér orð í Ijóð og sögur en þú gafst mér ævintýrið orðlaust og ljóðið sem lifír aðeins í einu bijósti. Olga Guðrún Ámadóttir Samt er þetta fallega ljóð ekki flokkað með ástarljóðum. A einni blaðsíðu í bókinni eru brot úr ljóðum og meðal annars má lesa þetta í verkefnaskipunum: „Lestu þessi brot yfir og gerðu grein fyrir þeirri lífsspeki sem í þeim felst." Birti hér tvö brot og læt les- endum eftir í hvoru þeirra felst lífsspeki. Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina. Þórunn Mapea ég held að umferðarljósin séu skotin í mér Ólafur Haukur Símonarson Það hefur jafnan verið einkenni „skólaljóða" fýTÍr barnaskóla að mjög hefur verið vandað til vals á ljóðum og aðeins tekin ljóð eftir þá höfunda er áttu góðan skáldferil að baki, eða höfðu vakið sérstaka athygli með útkomnum ljóðabókum, en voru líka þekktir á öðrum vettvangi ritlistar. Því höfðu þessi ljóðasöfn mikið gildi. Þó var sá ljóður á að skáldskapur samtíma- og ungra skálda átti ekki aðgang í slíkt úrval. Þetta hefur nú breyst og rík ástæða er til að fagna því sérstaklega. En hér finnst mér alls ekki vandað til vals á ljóðum margra ungu skáldanna. Þar sem ég hafði um langt árabil sér leyfi yfir- stjómar menntamála til þess að hafa fijálst val í meðferð ljóða (og smá- sagna) í efstu bekkjum gmnnskóla, tel ég mig þekkja talsvert til ljóða þeirra. Því veit ég að mörg þeirra eiga betri og aðgengilegri ljóð fyrir böm en hér birtast einmitt um sömu viðfangsefni. Og hvers eiga ung skáld eins og Anton Helgi, Þorri Jóhannsson, Vilmundur Gylfason og fleiri skáld að gjalda? Því ljóst er að í ljóðabókum þeirra em áhrifamikil ljóð sem fjalla um áðumefnd við- fangsefni. Þá komum við að þekktustu samtímaskáldum okkar, sem eiga ljóð í Ljóðspomm. Ég veit að til nokk- urra þeirra var leitað eftir leyfi til þess að birta ljóð sem þeir áttu í öðmm ljóðasöfnum eða tímaritum. Þessum ljóðum var síðan skipað nið- ur, ljóðum sem em langt frá því að vera það besta er skáldin hafa ort um viðkomandi efni — og auk þess umdeilanlegt hvort efnið sé í sam- ræmi við niðurskipan. Eftir sem áður em bestu ljóð þeirra í ljóðabókum þeirra, sem í þessum tilfellum em margar. Og hví em ekki valin ljóð eftir þijú af vönduðustu nútíma- skáldum okkar, Steinunni Sigurðar- dóttur, Kristján Karlsson og Þóm Jónsdóttur? I öllu þessu felst lítils- virðing á skáldskap. Ljóð eftir elstu skáldin okkar svo og þjóðkvæði og alþýðukveðskapur er allt margkunn- ugt úr fyrri skólaljóðum og víðar og ætti að nýta það á þeim vettvangi. Hvemig væri að gefa aftur út hin ágætu skólaljóð er Kristján J. Gunn- arsson fyrrverandi fræðslustjóri valdi? Já, í Ljóðspomm er rik tilhneiging til þess að ráðskast með ljóðin eins og sjá má af áðumefndu. Eins og áður er getið fara verkefnin ekki varhluta af fyrirmælum til nemenda. í þeim felst raunar mikið vantraust á kennumm til þess að vinna með ljóðin, á þann hátt sem tilfínning þeirra — aldur nemenda og mismun- andi þroskastig — kallar á. Af nem- endum er aftur tekinn sá helgasti réttur hvers einstaklings gagnvart fagurbókmenntum að vinna sjálfur, án íhlutunar annarra, úr sögu eða ljóði. Raða efninu í vitund sína, finna til eins og áhrif þess ákvarða. Miðla síðan öðmm af hugsun sinni, með eigin orðum, skapa þannig viðbrögð og umræður, undir umsjá kennara sem þekkir bekkinn sinn og veit um getu nemenda. Hjálpa þeim til þess að verða skyggn á góðan skáldskap og rækta virðingu fyrir honum sem háleitari listgrein. Því finnst mér fáránlegt að koma með bók eins og „Ljóðspor" til kennslu inn til svo ungra nemenda og í 4.-6. bekk. Þeir em rétt famir að sjá inn í undraveröld ljóðsins og hafa alls ekki náð þar þeirri fótfestu að þeir skilji öll þau tilbrigði af skáld- skap sem hér em sýnd. Útkoman getur orðið sú að kennari freistist til að lofa öllum bekknum sínum að „smíða" ljóð rétt eins og þau væm i smíði og handavinnu, þá gleymist það að skáldskaparhneigð er náðar- gáfa, sem er ekki öllum gefin. Sú braut er erfið og ekkert síður hinum ágætu ungu skáldum í dag, en var hinum sem á sínum tíma lýstu til framtíðar með skáldskap. Að framansögðu vildi ég óska að æðstu yfirvöld gmnnskóla kynntu sér þessa bók áður en fleiri slíkar koma á eftir — en þetta mun vera sú fyrsta af þremur. Listaverkamyndir þær er prýða bókina, án allra orða, em líklegar til þess að vekja listrænan áhuga hinna ungu nemenda — eins og fjölmörg ljóð sem em þar geta einnig. Orðaskýringar, ljóðlyklar og höf- undatal ljóða og mynda er allt aftast í bókinni. Athugasemd við hagfræði- pistil Sigurðar Snævarr eftirÞórólf Matthíasson í grein í Morgunblaðinu sunnudag- inn 20. nóvember sl. fjallar Sigurður Snævarr um fmmvarp til fjárlaga. Fagleg umíjöllun um fmmvarp til fjárlaga eykst með hveiju ári og er það vel. Fjárlaga- og hagsýslustofn- un hefur fyrir sitt leyti reynt að koma til móts við aukinn faglegan áhuga með því að auka magn upplýsinga sem fram kemur í greinargerð með fmmvarpinu og fylgiskjölum þess. Undanfarin ár hefur mikil vinna verið lögð í að bæta fjárlagavinnuna. Gagnaöflun og gagnavinnsla hefur verið bætt. Aðferðir til verðlagsupp- færslu hafa verið þróaðar og stór- bættar. Tengsl fjárlaga- og hag- sýslustofnunar við fagráðuneyti hafa verið stóraukin. Undirritaður taldi að meðal þeirra sem íjalla um opinber Qármál væm ofangreindar staðreyndir vel þekkt- ar. Grein Sigurðar Snævarr verður því miður til þess að hnekkja þeirri skoðun. Orðrétt segir Sigurður: „Undirbúningi fjárlaga er stórkost- lega ábótavant. Fjárlagavinnan byij- ár alltof seint, er ekki nógu markviss og samstarf við einstakar stofnanir er ekki nægjanlegt." Þessar fullyrð- ingar ganga þvert á það sem sagt var hér að framan og því rétt að staldra við og huga að staðreyndum. Undirbúningur flárlagafmmvarps hefst nánast sama dag og það síðasta verður að lögum. Stofnunum og ráðuneytum em send ógrynni hálf- og óútfylltra eyðublaða ásamt nokk- uð ýtarlegum leiðbeiningum um út- „Undanfarin ár hefiir mikil vinna verið lögð í að bæta fjárlagavinn- una. Gagnaöflun og gagnavinnsla hefur verið bætt. Aðferðir til verðlagsuppfærslu hafa verið þróaðar og stórbættar. Tengsl Qár- laga- og hagsýslustofii- unar við fagráðuneyti hafa verið stóraukin.“ fyllingu. Stjómsýslufræðsla ríkisins hefur í samvinnu við fjárlaga- og hagsýslustofnun komið af stað nám- skeiðum fyrir fjárlagagerðarfólk í stofnunum og ráðuneytum um gerð fjárlagatillagna til þess að auðvelda þeim sem nýlega em að komnir að fóta sig. Fagráðuneytin fjalla um fjárlagatillögur einstakra stofnana áður en þær em sendar fjárlaga- og hagsýslustofnun. Sú yfirferð er eðli- lega misjöfn að gæðum, en fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur viljað að sá þáttur í starfsemi ráðuneytanna yrði styrktur. Embættismenn ráðu- neyta og fjárlaga- og hagsýslustofn- unar fjalla síðan ýtarlega og í sam- einingu um tillögumar. Vissulega væri hægt að byija fyrr á undirbún- ingi. Vissulega væri hægt að auka enn afskipti og ábyrgð fagráðuneyta á fjárlagavinnunni o.s.frv. Allt em þetta atriði sem em á verkefnalista fjárlaga- og hagsýslustofnunar og unnið að þeim jafnt og þétt. Sem lítið dæmi um samvinnu fjárlaga- og hag- sýslustofnunar við stofnanir utan íjármálaráðuneytis má nefna að nokkur undanfarin ár hefur stofnun- in og Þjóðhagsstofnun samræmt verðlagsforsendur §árlagafmmvarps og þjóðhagsáætlunar. Ég trúi að flestir séu sammála um að það atriði hafi auðveldað faglega umfjöllun um bæði þessi plögg vemlega. En þó vel sé vandað til undirbún- ings getur niðurstaðan oðið góð eða slæm eftir atvikum og ekki mitt verk- efni að deila þar um. Slæm ákvörðun verður slæm ákvörðun hversu lengi sem hún hefur verið í undirbúningi. E.t.v. má hugsa sér að með lengri undirbúningstíma megi fækka slæm- um ákvörðunum. Það er vissulga fróm ósk en ég trúi að stjómmálasag- an geymi mörg dæmi um hið gagn- stæða. Að lokum vil ég nota tækifærið til að óska Morgunblaðinu til ham- ingju með hvemig tekist hefur til með nýtt sunnudagsblað. Sem hag- fræðingur fagna ég því sérstaklega að fræðigrein minni hefur verið gert það hátt undir höfði að henni sé ætlaður fastur dálkur. Umræða um efnahagsmál er sífellt að verða fag- legri. Nýbreytni Morgunbíaðsins verður vonandi enn eitt sporið í þá átt. Höfundur er hagfræðingur hjá fjnrluga-og hagsýslustofhun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.