Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 35 hverfi gjörbreyttra tfma og svip- minni sveita. Eggert sagði mér oft frá þessu sumri í Bessatungu, ég hefi alltaf verið forvitin um búshagi skálda og spurði margs. Ég held að um þessar mundir hafi honum ósjálf- rátt borist einhver dulin vitneskja um það, að stritið væri ekki það eina sem gilti í lífinu einsog lengst af hafði verið viðtekin skoðun á landi hér. Kannske var hægt að eiga sér athvarf í eigin hugarheimi til hvíldar frá daglegu amstri. Og Eggert fann sér sitt eigið athvarf og átti þar margar auðnustundir. Það var tónlistin sem átti hug hans hálfan eða meir, og veitti honum ómælda ánægju og tómstundagam- an meðan dagar entust. Hann lærði aldrei neitt til slíkrar iðju, en hafði næmt tóneyra og spilaði á fleiri en eitt hljóðfæri og samdi aukin heldur smálög sér til ánægju og sálubótar. Vorið 1939 flutti fjölskyldan frá Hjarðarholti en sá staður var þeim öllum mjög kær og hélt áfram að vera einskonar homsteinn í sam- félagi þeirra. Enda þótt systkinin dreifðust víða þá vom þau einkar samhuga í því að halda vel hópinn og gleðj- ast og hryggjast hvert með öðru á örlagastundum og hverskyns tíma- mótum. Eggert dvaldi um tíma í Ólafsvík og hóf um það leyti sambúð með Katrínu Ólafsdóttur. Hún átti lítinn dreng, sem Eggert gekk í föður- stað. Hann heitir Ólafur Emil, nú fulltíða maður, og hefur hann ávallt sýnt fósturföður sínum einstaka ræktarsemi. Um skeið bjuggu þau á Skólavörðustíg 10 í Reykjavík. Þar skall hurð nærri hælum, er eld- ur kom upp og gat Eggert með harðfylgi bjargað sér og fjölskyld- unni úr brennandi húsinu. Eftir það festi hann kaup á sumarbústað í Kársnesi í Kópavogi. Það var vorið 1947 og hefur hann verið búsettur í Kópavogi alla tíð síðan, nú síðast í Holtagerði 20. Þau Eggert og Katrín slitu sam- vistir, en 20. ágúst 1965 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sfna, Margréti Sigtryggsdóttur frá Hrappsstöðum. Ung höfðu þau kynnst í Dölum vestur, en ræktu ekki þau kynni fyrr en löngu síðar er fundum þeirra bar saman aftur hér syðra. Hjónaband þeirra var með ágætum, þau bárust ekki mik- ið á, en höfðu gnótt þess hugarfars sem þarf til að una glaður við sitt. Eggert var mannvinur og ekki hvað síst nutu böm góðvildar hans. Hann lagði sig fram um að skemmta þeim og átti auðvelt með að umbera ærsl þeirra og kátínu. Böm sóttust eftir að heimsækja þau hjónin, sem hvort á sinn hátt löðuðu unga og gamla að sér með hóg- værð og elskulegu viðmóti. í örðugum veikindum síðustu mánuði var Margrét, mágkona mín, hin styrka stoð sem hvergi brást. Æðrulaus og óbuguð horfír hún nú fram á götu þess sem aleinn geng- ur, og hún mun án alls efa fínna sér það leiðarhnoða sem dugir. Eggert var mjög hagur í höndum og vann lengst af við allskonar rennismíði og vandasamar viðgerðir á einu og öðru. Hann tók próf í vélvirkjun árið 1974 og gerðist fé- lagi í félagi jámiðnaðarmanna. Hann vann að iðn sinni þar til í mars sfðastliðnum. Vel bar hann húsbændum sínum söguna og þeir hafa áreiðanlega kunnað að meta lagvirkni hans. Nú er starfsdeginum lokið, hönd- in haga köld og hamarinn lagður á steðja. Þá em einnig uppi dagar hinna hljóðlátu tómstunda og sér- hver tónn af streng. Lagt er nú í lokaferð og enginn farskjóti fram- ar, nema sá beislislausi bleiki, og samfylgd hans verður að lokum kærkomin þangað sem þögnin eilffa tekur við um leið og hóftökin deyja út. Þá getum við aftur tekið undir með hinu ástsæla skáldi: Loks þegar hlíð fær hrím a kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stig ég á bak og brott ég held beint inn í sólarlagsins eld. (ÓlJóh.Sigurðsson.) Ragnheiður Viggósdóttir Jóhann Júlíus- son - Minning Fæddur 4. ágúst 1921 Dáinn 15. nóvember 1988 Mig langar að minnast vinar míns, Jóhanns Júlíussonar, með nokkram orðum, en jarðarför hans fer fram í dag frá Fossvogskapellu. Ég er lítt kunnugur upprana og æfiferli Jóhanns, þar sem kynni okkar og vinátta hófust ekki fyrr en fyrir 4—5 áram. Þó veit ég að móðir hans hét Ingibjörg Guð- mundsdóttir og faðir hans Július Bjömsson, rafvirkjameistari, en hann rak þekktustu raftækjaversl- un landsins á sínum tíma í Austur- stræti. Jóhann var giftur Gyðu Þor- steinsdóttur, en þau slitu samvist- um fyrir all-mörgum áram. Þau eignuðust þijú böm, Hildi, Garðar og Júlfus. Tvö bamaböm átti Jó- hann, börn Hildar. Tvo bræður átti Jóhann, þeir era Skúli rafvirkja- meistari og Halldór útibússtjóri Verzlunarbankans. Ég man fyrst eftir Jóhanni starf- andi við fyrirtæki föður síns en síðar á skemmtunum ýmiskonar, þar sem Jóhann lék í danshljómsveitum um árabil. Um námsferil Jóhanns veit ég lítið annað en að hann dvaldist f Bandaríkjunum fyrst eftir stríð við nám í frystitækni og sérhæfði sig í öllu, sem viðkom frystiskápum og ísskápum. Vann hann hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga um tíma við þessa sérgrein sína. Seinni árin rak Jóhann heild- verzlunina „Elargo". Flutti hann meðal annars inn allskonar tækja- búnað er tengdist notkun talstöðva. Var hann vel þekktur á því sviði. Það var einmitt vegna sameigin- legs áhuga okkar á talstöðvum, að leiðir okkar lágu saman og kynni okkar hófust. Þau þróuðust fljót- lega í vináttu, ekki síst vegna heilsuleysis okkar beggja, en við voram báðir öryrkjar. Hafði Jóhann átt við langvarandi veikindi að stríða. Reyndum við eftir mætti að styðja við bakið hvor á öðram. Veikindi okkar vora þess eðlis, að við áttum erfítt með að umgang- ast annað fólk; einkum þá, sem okkur voru kærastir, þ.e.a.s. bömin okkar og bamaböm. Ég minnist allra samtalanna, sem við áttum í gegnum talstöð, síma eða yfir kaffibolla í „Kaffívagnin- um“. Var þá gjaman talað um lifið og tilverana eða það sem efst bar í þjóðmálunum. Hafði Jóhann sínar ákveðnu skoðanir í þeim' efnum. Voram við ekki alltaf sammála eins og gengur. Eg minnist allra bíltúranna sem við áttum saman, en þeir vora eink- um um vesturbæinn og nesið. Und- anfarið lágu þessar ferðir okkar gjaman á Meistaravelli, en þar era Samtök aldraðra að byggja stór- hýsi. Við höfðum fest okkur sína íbúðina hvor þar og hlökkuðum til að eyða efri áranum þar saman og innanum jafnaldra okkar. Vonuð- umst við til að bijóta þannig þá einangran sem við voram í. í bíltúranum var margt rætt saman, ekki sfst tilfinningamál. Varð Jóhanni tíðrætt um bömin sín og bamaböm og samskipti sín við þau. Hann gerði sér grein fyrir því, að samskiptin takmörkuðust fyrst og fremst af vanmætti hans til að umgangast þau. Ég minnist sérstaklega frásagna hans af bíltúram hans með eldri dóttursyni sínum, sem nýverið varð 7 ára; hvað andlit hans ljómaði þegar hann sagði frá brögðum þess litla við að fá afa sinn til að kaupa ýmislegt handa sér eða þegar sá litli spurði áhyggjufullur, hvort hann þyrfti að skipta um afa, þegar móðir hans flutti ásamt flölskyldu úr kjallaraíbúð Jóhanns á Lyng- haga. Eg minnist áhyggna hans og umhyggju fyrir mér, þegar hann Fanney Jóns- dóttir - Minning Fædd 8. ágúst 1925 Dáin 31. október 1988 Með fáeinum orðum langar mig til að minnast minnar góðu vin- konu, Fanneyjar Jónsdóttur. Hún var búin að heyja baráttu við sjúk- dóm sinn í nokkurn tíma, en varð að lúta honum með andláti sínu 31. október sl. Ég kynntist Fanneyju árið 1957 og voram við vinkonur eftir það í 31 ár. Aldrei féll skuggi á þann vinskap og tel ég það mikið Fann- eyju að þakka. Þegc eitthvað bját- aði á horfði hún ætfð á jákvæðu hliðina en fram hjá þeirri neikvæðu. Ekki skemmdi heldur hláturinn, því hláturmild var hún og fljót að sjá hið skoplega. Hún hló svo hjartan- lega að útilokað var annað en hlæja með. Ég á Fanneyju mikið að þakka. Ef mér leið illa þurfti ég ekki ann- að en að hringja til hennar og eftir að hafa rætt við hana skamma stund leið mér betur. Fyrir þetta verð ég henni ævinlega þakklát. Ég talaði við Fanneyju skömmu áður en hún fór á sjúkrahús í síðasta sinn. Hún var þá vongóð um bata, en ef ekki, þá yrði að taka því sem að höndum bæri, þvf allt var gert sem hægt var til að bæta lfðanina. Ung að áram trúlofaðist Fanney breskum pilti og eignuðust þau tvö böm saman, Bettý og Sigurð. Heimsstyrjöldin síðari stóð þá sem hæst, unnustinn var kallaður burt frá íslandi, í bardaga fór hann og lét lífið þar. Það var svo árið 1958 að Fanney kynntist manni sínum, Magnúsi Þorsteinssyni. Veit ég að vinkona mín hefur veirð sæl og hamingju- söm og að bjart var yfir lffi hennar síðustu 30 árin. Það var gott að koma á heimili þeirra, því vel var þar tekið á móti gestum. Fanney og Magnús ólu upp dótturdóttur Fanneyjar, Sigurlaugu, og var hún þeim mikill gleðigjafi. Reyndist Magnús góður stjúpfaðir, fósturfað- ir og afi og ég veit að böm Fanneyj- ar munu reynast honum vel á ókomnum áram hans. Við Jón þökkum allar þær góðu stundir sem við áttum saman á liðn- um áram. Við færam aðstandend- um innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Gestheiður Þorgeirsdóttir varð þess var, að líðan mín versn- aði. Var þá ekkert til sparað, að létta. mér róðurinn. Ég minnist síðustu heimsóknar minnar til hans á Lynghagann fimmtudagsmorguninn þann 17. Ég hleypti mér sjálfur inn, ég hafði lykil, ég talaði við hann, fékk ekk- ert svar. Jóhann vinur minn var látinn. Já, ég minnist, ég minnist ... Ég naut þeirra sérréttinda, sem fáum óskyldum gafst, að kynnast innri manni Jóhanns. Þann tíma, sem ég þekkti hann, átti hann við erfiða skapgerð að stríða: einnig var hann sérlundaður. Þegar svo við bættist, að hann brynjaði sig oft, vegna veikinda sinna, með hijúfu viðmóti, misskildu hann margir og höfðu jaftivel hom í síðu hans. Hann gat verið harður í horn að taka, ef hann taldi gert á hlut sinn. Hinsvegar era þeir líka marg- ir, sem kynntust Jóhanni sem ljúf- um, skilningsríkum og hjálpsömum manni, sem tilbúinn var að rétta hjálparhönd, einkum þeim, sem minna máttu sín. Margur pening- alítill talstöðvar-áhugamaðurinn fékk vörar hjá honum fyrir lítið. Þegar ég nú kveð vin minn, Jó- hann, með söknuði, fgsri ég bömum hans, bamabömum, ’ bræðram og öðram skyldmennuro mfna inni- legustu samúð. Ég bið Guð að styrkja ykkur og styðja f sorg ykk- ar og söknuði. Minningin um Jóhann mun lengi lifa. Helgi Hjartarson í dag kveðjum við góðan dreng. Mann sem var sérlega fáskiptinn og varð ekki á vegi margra. Og þó urðu endalokin á þennan hörmulega hátt. Hvemig má það verða að aldr- aðir og lasburða séu ekki óhultir á eigin heimili. Það er þyngra en tár- um taki. Karl Jóhann var sonur hjónanna Júlíusar Bjömssonar rafvirkja- meistara og konu hans, Ingibjargar Guðmundsdóttur, hér í “Reykjavík, en þau era bæði látin. Jóhann fet- aði i fótspor föður síns og lærði rafvirkjun. En lengst af vann hann í verslun föður síns í Austurstræti eða þar til verslunarrekstrinum var hætt. Jóhann eins og hann var allt- af kallaður giftist Gyðu Þorsteins- dóttur og saman eignuðust þau þijú böm, Hildi, Garðar og Júlíus Bjöm. Hildur á tvo syni, Val og Garðar, sem oft vora umræðuefni afa, hann var svo stoltur af tilsvör- um.Vals sem bjó um tfma í sama húsi og afi. Jóhann og Gyða slitu samvistum og eftir það bjó hann í mörg ár með móður sinni, eða þar til hún lést vorið 1985, þá fluttist hann aftur á Lynghagann. Ég sem þetta rita hef þekkt Jóhann alla ævi. Okkur var alltaf vel til vina, og margt á ég enn í dag sem Jóhann færði mér þegar hann á sokka- bandsáranum var að koma frá út- löndum. Ég var svo lánsöm að búa ásamt móður minni á heimili for eldra hans fyrstu æviárin, auk þess að dvelja þar oft um helgar fram eftir aldri. Veturinn 1984—85 bjuggum við svo aftur undir sama þaki. En þá var Jóhann farinn að kröftum, en þó fundum við okkar gamla ritma í orðaleikjum. En nú vora það mín böm sem léku frúna í Hamborg og fleiri orðaleiki við hann. En ekki vora þau eins upp- numin yfir göldram og slíku, þau voru fljótari að átta sig á brögðun- um en mamman í gamla daga. 14. nóvember síðastliðinn ætlaði. ég að hringja f Jóhann eins og ég var vön á afmælisdegi móður hans, en ég lét ekki verða af því. Maður ætti aldrei að fresta til morguns því sem hægt er að gera í dag, því þá getur það orðið of seint. Eg kveð góðan vin. Guð blessi minningu hans. M.G. t Eiginmaður minn og faðir okkar, EYÞÓR ÓMAR ÞÓRHALLSSON tannlæknir, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 23. nóvember. Helga Brynjólfsdóttir og börn. t Móðir mín, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Samtúni 14, Reykjavfk, lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 24t nóvember. Fyrir hönd aöstandenda, Uröur Gunnarsdóttir. t ÞÓRDÍS SIGURGEIRSDÓTTIR frá Svarfhóll f Miklaholtshreppi, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn 25. nóvember ki. 13.30. Aðalheiöur Viöar, ÓttarVlðar, Asta Halldóra Agústsdóttir, Gunnar Sæmundsson. t Fóstra okkar og frændkona, ÞÓRUNN BÖÐVARSDÓTTIR frá Butru f Fljótshlfð, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju I Þoriákshöfn iaugardaginn 26. nóvember kl. 14.00. Böðvar Gfslason, Böðvar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.