Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1-988 27 36. þing Alþýðusambands íslands Kosningar á ASÍ-þingi: Skipt um 10 af 18 sam- bandsslj órnarmönnum Fækkar um eina konu TILLÖGUR kjörnefndar um að- al- og varamenn í sambands- stjórn ASÍ voru samþykktar óbreyttar í gær þó að þingfiilltrú- ar kæmu með tillögur um 11 aðra aðalmenn. Þar taka nú sæti Miðstjórn ASÍ: Bimakomst innsem varamaður BIRNA Þórðardóttir komst ein inn sem varamaður í miðstjórn ASÍ af þeim sem ekki voru til- nefiidir af kjörnefnd. Hinir átta varamennirnir í miðstjórn voru allir kjörnir samkvæmt tillögu nefiidarinnar en sá níundi, Jó- hannes S. Guðmundsson, Verka- lýðs- og sjómannafélagi Gerða- hrepps, féll fyrir Birnu. Varamenn í miðstjóm eru, auk Bimu Þórðardóttur: Friðrik Jóns- son, Verslunarmannafélagi Hafnar- fjarðar; Guðrún Gísladóttir, Aftur- eldingu; Guðrún Ólafsdóttir, Verka- lýðsfélagi Keflavíkur og Njarðvíkur, Karitas Pálsdóttir, Baldri; Leifur Guðjónsson, Dagsbrún; Sigrún Clausen, Verkalýðsfélagi Akraness; Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Einingu og Þorbjörg Samúelsdóttir, Framt- íðinni. Auk þeirra gerðu fundarmenn tillögur um eftirfarandi menn: Guð- mund M. Jónsson, Benóný Bene- diktsson, Lilju Rafney Magnúsdótt- ur, Dröfn Jónsdóttur, Bjöm Grétar Sveinsson, Sigurð Guðmundsson, Grétar Þorleifsson, Sigurð T. Sig- urðsson, Vilborgu Þorsteinsdóttur og Jón Guðmundsson. 10 manns sem ekki voru áður, en sambandsstjórn fer með æðsta vald innan Alþýðusambandsins á milli þinga og á að koma saman að minnsta kosti einu sinni á ári. Konum í sambandsstjórninni fækkaði úr sex í fimm. Á ASÍ- þinginu í gær voru einnig kosnir fiilltrúar í stjórn Menningar- og fiæðslusambands alþýðu og var tillaga kjörnefiidar um aðalmenn samþykkt óbreytt. Nýir menn sem nú taka sæti sem aðalmenn í sambandsstjóm eru: Björn Snæbjörnsson, Einingu á Akureyri; Geir Jónsson, Mjólkur- fræðingafélagi íslands; Hafþór Rósmundsson, Vöku á Siglufirði; HaHsteinn Friðþjófsson, Fram á Seyðisfirði; Hjördís Baldursdóttir, Félagi starfsfólks í veitingahúsum; Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súg- anda á Suðureyri; Snær Karlsson, Byggingarmannafélaginu Árvakri; Sverrir . Garðarsson, Félagi íslenskra hljómlistamanna; Vilborg Þorsteinsdóttir, Snót í Vestmanna- eyjum og Þóra Hallsdóttir, Verslun- armannafélagi Bolungarvíkur. Aðrir aðalmenn í stjórn eru: Ein- ar Karlsson, Verkalýðsfélagi Stykk- ishólms; Grétar Þorleifsson, Félagi byggingariðnaðarmanna í Hafnar- firði; Hákon Hákonarson, Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri; Jón Karlsson, Fram á Sauðárkróki; Pét- ur Sigurðsson, Baldri á ísafirði; Sigrún B. Elíasdóttir, Verkalýðs- félagi Borgarness; Sigfinnur Karls- son, Verkalýðsfélagi Norðíjarðar og Þorsteinn Þorsteinsson, Félagi rafíðnaðarmanna á Suðurlandi. Aðalmenn í stjóm Menningar- og fræðslusambands alþýðu em: Guðmundur Gunnarsson, Félagi íslenskra rafvirkja; Guðmundur Hilmarsson, Félagi bifvélavirkja; Hildur Kjartansdóttir, Iðju, Reykjavík; Karl Steinar Guðnason, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur; Pétur A. Maack, Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur; Svava Halldórsdóttir, Verkalýðs- félagi Borgamess og Þorbjörn Guð- mundsson, Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Alyktun um lífeyrismál: Frumvarp um samræmt lífeyris- kerfi verði lagt strax fram Tillögum um skipulagsmál frestað til næsta árs í ÁLYKTUN um lífeyrismál á ASÍ-þingi er þess krafist að frumvarp sem endurskoðunar- nefiid lífeyriskerfis skilaði til ríkisstjórnarinnar fyrir nær 18 mánuðum síðan, verði lagt fram á Alþingi. I fi-umvarpinu er gert ráð fyrir samræmdu réttinda- kerfi fyrir alla lífeyrisþega. Þá verði kannað hvort vilji sé til þess í verkalýðsfélögunum að lækka ellilífeyrisaldurinn úr 70 árum í 65 eða 67 ár, eins og kraf- ist hafi verið á fyrri ASI-þingum, og hækka þá iðgjöld um leið úr 10% í til dæmis 12%. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 24. nóvember. „ FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 47,00 33,00 40,93 78,219 3.201.161 Smáþorskur 18,00 18,00 18,00 3,150 50.400 Ýsa 62,00 35,00 45,42 6,621 300.738 Smáýsa 15,00 11,00 12,49 0,461 4.510 Karfi 18,00 18,00 18,00 16,917 304.507 Steinbítur 32,00 25,00 31,98 4,978 159.171 Ufsi 17,00 10,00 16,33 17,675 288.664 Lúða 150,00 80,00 113,14 1,076 121.722 Hlýri 10,00 8,00 9,54 3,539 33.773 Langa 17,00 15,00 16,97 3,389 57.503 Keila 14,00 14,00 14,00 0,754 10.556 Samtals 33,16 136,680 4.532.705 Selt var aðallega úr Víði HF, Sólfara AK og frá Kaupfólagi Aust- ur-Skaftfellinga. ( dag verða meöal annars seld 90 tonn, aðal- iega af þorski, úr Otri HF og um 20 tonn af þorski, ýsu oa fleiri tegundum úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 39,50 37,00 38,69 14,142 547.098 ■ Þorskur(ósL) 41,00 27,00 37,68 1,087 40.982 Ýsa 58,00 25,00 41,49 1,990 82.570 Ýsa(ósl.) 57,00 25,00 48,82 4,616 225.375 Undirmálsýsa 13,00 13,00 13,00 0,926 12.032 Ýsa(umálósL) 12,00 10,00 11,64 0,405 4.797 Ufsi 15,00 15,00 15,00 5,814 87.216 Lúða 120,00 120,00 120,00 0,005 600 Hlýri+steinb. 25,00 19,00 22,78 9,203 209.625 Keila 7,00 7,00 7,00 0,391 2.737 Samtals 31,44 38,579 1.213.018 Selt var úr Hjörleifi RE og ýmsum bótum. ( dag veröur selt úr ýmsum bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 45,50 41,00 42,52 8,500 361.400 Ýsa 66,00 5,00 60,32 1,472 88.790 Ufsi 10,00 10,00 10,00 0,200 2.000 Karfi 20,00 12,00 16,07 1,340 21.540 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,020 300 Langa 22,00 19,00 21,00 2,750 57.750 ' Lúða 171,00 65,00 153,33 0,024 3.680 Keila 12,00 12,00 12,00 2,000 24.000 Skata 51,00 46,00 50,35 0,115 5.790 Skötuselur 105,00 Samtals 34,47 16,433 566.510 Selt var úr Eldeyjar-Boða GK og dagróðrabátum. í ályktuninni er þess krafist að allir lífeyrissjóðir greiði allan lífeyri fullverðtryggðan. í dag greiða margir lífeyrissjóðir ekki fulla verð- tryggingu á lífeyri nema upp að ákveðnum mörkum, eða 30 stigum. Þá verði það athugað hvort hægt verði að koma örorkubótum fyrir í auknum mæli hjá Tryggingastofn- un ríkisins þannig að lífeyrissjóðirn- ir beri minna kostnað við þær, en að sögn Benedikts Davíðssonar fer allt að 20% af greiðslum sumra lífeyrissjóða í örorkubætur. ASÍ-þingið vill að almannatrygg- ingalögum verði breytt þannig að þær lágmarkstekjur sem fólk má hafa frá lífeyrissjóðum verði hækk- aðar án þess að tekjutrygging skerðist. Fyrirbyggja þurfi að fólk öðlist aukinn rétt í almannstrygg- ingakerfinu vegna vanefnda á greiðslum til lífeyrissjóðanna. í ályktun um skipulagsmál segir að þinginu þyki eðlilegt að ný skipu- lagsnefnd, sem valin sé eftir nýjum lögum, sé ekki bundin af þingsam- þykktum. Nefndin á að leggja fram tillögur um skipulag verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir sambands- stjómarfund ASÍ á næsta ári. Nefndin, sem var ekki kosin á þing- Ný verslunarmið- stöð í Gerðubergi Verslunarmiðstöðin við Gerðuberg í Reykjavík, Versl- unarhúsið sf. Gerðubergi 1, verður opnuð i dag, og mun Davíð Oddsson borgarstjóri opna húsið formlega. í verslunarmiðstöðinrii verða sportvöruverslun, snyrtivöruversl- un, bamafataverslun, blóma- og gjafavömverslun, ísbúð, pizza- staður, teiknistúdíó, vídeoleiga, sjoppa, kaffitería og jólamarkaður sem opnar 5. desember. Þá verða þar rakarastofa, hárgreiðslustofa og snyrtistofa. Að lokinni opnunarhátíð fyrir boðsgesti verður flugeldasýning sem hefst kl. 20.00. Á laugardag- inn verður sérstök opnunarhátíð fyrir böm og unglinga og verður þá 500 blöðmm hleypt á loft. Trúðar verða á staðnum og munu þeir mála börnin, sem fá ókeypis ís í íshúsinu milli kl. 14.00-16.00. Minning: Finnbogi Hallsson trésmíðameistari Hinn 17. nóvember síðastliðinn andaðist í St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði Finnbogi Hallsscn, trésmíða- meistari. Bogi fæddist 25. nóvember 1902 á Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Hann var sonur Halls Guðmunds- sonar og Jámgerðar Jóhannsdóttur. Hann ólst upp á Þórarinsstöðum hjá föðursystur sinni, Jóhönnu, og manni hennar, Ögmundi Svein- bjömssyni. Bogi fluttist til Hafnarfjarðar 1924 og árið 1926 fluttist móðir hans til hans og bjó hún hjá honum og konu hans alla tíð þar til hún lést. Hann reyndist móður sinni hinn besti sonur. Bogi hóf nám í smíðum hjá Lár- usi Lámssyni 1928, fékk sveinsbréf í iðninni 15. febrúar 1932 og meist- arabréf í húsasmíði 21. mars 1945. Árið 1932 steig Bogi mikið gæfu- spor er hann kvæntist Ástveigu S. Einarsdóttur, ættaðri úr Ólafsvík. Hún var dóttir hjónanna Efemíu Vígfúsdóttur frá Kálfavöllum í Staðarsveit og Einars Jónssonar frá Skammadal í Mýrdal. Bogi og Ágústa bjuggu alla sína búskap- artíð í Hafnarfirði. Börnin þeirra 6 em: Garðar, húsasmiður, var kvæntur Grétu Kristjánsdóttur, sem er látin; Einar Emil, blikksmíða- meistari, kvæntur Sesselíu Guðrúnu Þorsteinsdóttur; Ingveldur Guðrún, gift Pálma Viðari Samúelssyni. Bogi bjó einn öll sín ekkjumanns- ár þar til fyrir rúmu ári að heilsan bilaði og hann naut umönnunar á 'c: . inii'en á að verða skipuð af landss- amböndunum, á að gangast fyrir umræðum um innan verkalýðs- hreyfingarinnar um svokallað at- vinnugreinaskipulag og á að leggja samþykkt síðasta ASÍ-þings þar til gmndvallar. Hrafnistu í Hafnarfirði. Nú er hann kominn til Ástu sinnar og veit ég að þar hafa orðið fagnaðarfundir. Eg og fjölskyldan mín öll emm þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Boga. Blessuð sé minning hans. Holger Clausen og Qölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.