Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 . \ fclk í fréttum Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nokkrir 9. bekkinganna úr Fellaskóla: Helga D. Þórarinsdóttir, Berglind Sigmarsdóttir, Lilja Anna Gunnarsdóttir, Jóhanna Vilhelmsdóttir, Elín Ásgeirsdóttir, Áslaug Þorvaldsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Birgir Þ. Birgisson, Tóti Bjarnason, Guðmundur Kristjánsson, Gísli Einarsson. FELLASKÓLI Nemendur í umferðarfræðslu Eitt veggspjaldanna. Sérstakir umferðardagar voru í Fellaskóla nú fyrir skömmu. Nemendur 9. bekkjar önnuðust undirbúning og féll almenn kennsla niður hjá þeim á meðan. Meðal þess sem nemendumir gerðu var að útbúa kröfuspjöld og undirbúa þátttöku í kröfugöngu og útifundi um umferðarmál á laugardag, og að kynna sér allt sem umferðarmál- um viðkemur. Einnig voru tekin viðtöl við fólk sem hefur slasast í umferðarslysum og aðra sem eiga um sárt að binda vegna þeirra svo og lögreglu- og sjúkraflutningsmenn, lækna og hjúkrunarfólk, sem í daglegum störfum sínum verður vitni að slys- um og afleiðingum þeirra. Þá áttu nemendur Fellaskóla frumkvæði að teiknisamkeppni um umferðarmál meðal grunnskóla- nema í borginni. Samkeppnin stend- ur nú yfir og er skilafrestur til 26. nóvember. Kveikjan að umferðar- dögunum í Fellaskóla var sú að nemandi í skólanum lést í umferðar- slysi í haust. Þann 30. nóvember verður haldin kvölddagskrá í skól- anum í minningu hans. Þar verða ýmis dagskáratriði, veitingar verða á boðstólum og fræðsla verður um umferðarmál. TÓNLIST Ungir söngvarar Atónleikum Dómkórsins í Há- teigskirkju þann 13. nóvember síðastliðinn sungu þessir ungu heið- ursmenn sig inn í hjörtu allra tón- leikagesta í þéttsetinni kirkjunni. Þeir sem eru hér á myndinni, Finn- ur Geir, Kjartan, ívar og Olafur, syngja f Skólakór Kársness sem tók þátt í flutningi Dómkórsins á tón- verkinu „St. Nicolas" eftir Britten. Stjórnandinn Jóhan Duijck og ten- órsöngvarinn Louis Devos komu frá Belgíu gagngert til þess að taka þátt í þessum tónleikum sem að sögn strákanna voru „alveg meiri- háttar." Að loknum tónleikum bauð Dómkórinn bamakómum til mikils fagnaðar, þar sem á annað hundrað söngvarar borðuðu saman, sungu og dönsuðu fram eftir kvöldi. Hljómsveitin Tóbías, sem er skipuð strákum úr Skólakór Kársness, spil- aði og hélt uppi dunandi dansi og fjöri. N Jessy kveikir jafiivel í sígarettu fyrir Andy sem margir teldu nú hámark þjónustulundar. Hér burstar hún skóna fyrir hús- bóndann. AUSTURRÍKI Api sem vinmikona Hvað gerir karlmaður sem ekki getur eða vill sinna húsverk- unum sjálfur? Fær sér vinnukonu. Vinnukonur em af ýmsum upprana (giftar eða ógiftar), en fæstar þeirra era af apakjmi! Þó er ein apynja, fómfús með afbrigðum, sem býr með húsbónda sínum, þjónar honum dyggilega og af trúmennsku. Jessy heitir hún og enn hefur hún ekki borið á móti því að sinna húsverkun- um og vera húsbóndanum hægri hönd. Hún klárar dagsverkin af slíkri ánægju og af svo miklum krafti að margar aðrar vinnukonur, sem á annað borð leggja metnað sinn í þjónustustörf, teldu hana öf- undsverða. Reyndar starfar hún í sirkus og Viktoría Claflin Wo- odhull ^arðist einarð- lega fyrir jafnrétti kynjanna. í FRAMBOÐI Fékk ekkert atkvæði ún hét Viktoría Claflín Wo- odhull og var 34 ára gömul, konan sem fyrst bauð sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjun- um. Þetta var árið 1872 og fékk Viktoría ekkert atkvæði. Eigin- maður hennar átti ekki kost á að greiða henni atkvæði þar sem þau vora þá bæði innan fangelsis- veggja. Viktoría sjálf hafði ekki heldur tækifæri til þess að kjósa sjálfa sig enda fengu bandarískar konur ekki kosningarétt fyrr en hálfri öld síðar. Hún hafði verið einn af stofn- endum stjómmálaflokks sem nefndist „Jafnréttisflokkurinn". Henni var mjög umhugað um rétt kvenna til að kjósa og taldi jafn- vel að bylting væri eina svarið við kúgun karla á þeim tíma. Hún rak eigið dagblað sem öllum þótti ekki jafn mikið til koma og mörg- um var hún hrein plága. Fyrir utan að boða jafnrétti kynjanna og fijálsar ástir gerði hún mörg- um sómamanninum lífið leitt. Sem dæmi um uppreisnargimi hennar birti hún eitt sinn frétt þess efnis að blaðið hefði í fórum sínum lista með nöfnum þeirra viðskiptavina sem oftast hefðu heimsótt gleðihús bæjarins. Uppi varð fótur og fit og var hún heim- sótt af mörgum heiðursmönnum sem tilbúnir vora til þess að greiða henni stórfé fyrir að fjarlægja nöfn þeirra af þessum lista. Eng- inn var listinn til en þarna fékk hún nasasjón af því hve margir nýttu sér þjónustu þessa sem hún var lítt hrifin af. Öðru sinni birti hún grein þar sem farið var ófög- rum orðum um þáverandi ráð- herra, Henry Ward Beecher, og ástarsambönd hans við ýmsar virðulegar konur. Eftir þetta var hún ákærð og fangelsuð í miðri kosningabarátt- unni, og þar mátti hún dúsa á kosningadaginn. Enginn fyrrum stuðningsmanna greiddi henni at- kvæði sitt og var ástæðan sögð sú að hún hefði verið svo iila stödd fjárhagslega að ekki hefðu verið til aurar fyrir allra nauðsynleg- ustu áróðurstækjum. Nú, og þar íyrir utan var það ekki talið gæfu- legt að byija forsetaferil sinn í dýflissunni. Hún var þó fundin sýkn saka, sótti um skilnað frá eiginmanni sínum, flutti til Englands og gift- ist þar auðmanni. Hún lést árið 1927 í hárri elli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.