Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Kvikmyndaverðlaun Evrópu: Kvikmyndastj ömurn- ar streyma til Berlínar Berlín, frá Önnu Bjarnadóttur, blaðamanni Morg^unblaösins. Kvikmyndaleikarar, alls stað- ar að úr Evrópu, byijuðu að streyma til Berlínar í gær. Meðal þeirra voru Tinna Gunnlaugs- dóttir og Helgi Skúlason leikar- ar. Tinna og Helgi eru í hópi 74 lista- manna sem hafa verið tilnefndir til fyrstu Kvikmyndaverðlauna Evr- ópu. Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri og höfundur „í skugga hrafnsins", myndarinnar sem Tinna og Helgi leika íj var í fylgd með þeim ásamt Agli Olafssyni, eiginmanni Tinnu, Helgu Backmann, eiginkonu Helga, og Margréti E. Guðmundsdóttur, móður Egils, en hún mun hugsa um óskírða dóttur leikkonunnar á meðan hún er upptekin í Berlín. Tinna vakti mikla athygli þegar hún kom á Kempinsky-hótelið í gær með bamið í fanginu. Ljósmyndarar flykktust að og tóku myndir af mæðgunum þótt fæstir vissu hvaða leikkona þetta væri. Tinna sagðist, í stuttu spjalli við Morgunblaðið, vera nokkuð þreytt eftir langa ferð með bamíð, en sagðist ekki geta skilið dótturina aðeins eins mánaða gamla eftir heima. Richard Attenborough, Ingmar Bergman, Bemardo Bertolucci, Jo- an Collins, Anthony Hopkins, Ben Kingsley, Nastassja Kinski, Gina Lollobrigida, Melina Mercouri og Wim Wenders eru meðal þeirra listamanna sem taka þátt í verð- launahátíðinni í kvöld. Tinna sagði að verðlaunin þjón- uðu þörfum tilgangi því þau vekja athygli á evrópskum kvikmyndum. Hrafn taldi þau vera upphaf evróp- skrar sjáfsímyndunar í kvikmynda- gerð. Sjá viðtal við Simone Veil, formann Kvikmynda- og sjón- varpsárs Evrópu á bls. 28. Helgi Skúlason, Hrafn Gunnlaugsson og Tinna Gunnlaugsdóttir ásamt dóttur Tinnu við komuna á hótelið í Vestur-Berlin í gær. Norðlending- ar flykkjast til Glasgow UPPSELT er í dagsferð til Glasgow, sem Ferðaskrif- stofa Akureyrar gengst fyr- ir í dag, laugardag. Þetta er önnur dagsferðin sem Akureyringar og nágrannar fara með þessum hætti til Glasgow og var uppselt í þá fyrri líka. Hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar fengust þær upplýsingar að ekki yrðu famar fleiri ferðir af þessu tagi í ár þó að 164 manns hafí farið í hvora ferð og færri komist að en vildu. Upphaflega hefðu menn verið hikandi hvort bjóða ætti upp á eina slíka ferð og talið það bjartsýni. Auk þessara skipu- lögðu ferða hafa Norðlendingar einnig pantað dagsferðir til út- landa með Flugleiðum og öðrum í gegnum Ferðaskrifstofuna, þó að ekki liggi neinar töiur fyrir um það. VEÐUR Heimild: Veðurstofa fslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) / DAG kl. 12.00: Morgunblaðið/Ámi Davíð Oddsson borgarstjóri klippir á borða og opnar formlega nýju verslunarmiðstöðina. Eigandinn, Guðjón Pálsson byggingameistari, fylgist með. VEÐURHORFUR í DAG, 26. NÓVEMBER YFIRLIT I GÆR: Minnkandi 1.027 mb hæð er yfir Bretlandseyjum, en grunn lægð yfir Norðausturlandi þokast austsuðaustur yfir strönd Grænlands, norður af Vestfjörðum er 1.022 mb hæð. Víöáttumikil og hægfara lægð suður af Graenlandi. Veður fer kóln- andi í bili um norðanvert landiö, sunnanlands verður hlýtt áfram. SPÁ: Hæg norðaustlæg átt og slydda eða snjókoma norðanlands, en hæg vestlæg átt og súld sunnanlands. Hiti nálægt frostmarki nyrðra en 2—6 stig syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Austan- og suðaustan- átt og fremur hlýtt. Suld eða rigning á sunnanverðu landinu, en þurrt að mestu norðanlands. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma httl veftur Akureyri 8 alskýjað Reykjavfk 6 þokumftða Bergen 7 skýjaft Helsinki 2 léttskýjaft Kaupmannah. 8 skýjað Narssarssuaq 13 skýjaft Nuuk 2 léttskýjaA Osló 2 lóttskýjaft Stokkhólmur 4 skýjaft Þórshöfn 8 rigning Aigarve 16 rigning Amsterdam 10 skýjaft Barcelona 10 mistur Chicago 6 téttskýjaft Feneyjar 5 léttskýjaft Frankfurt 3 þokumófta Glasgow 7 reykur Hamborg 8 skýjaft Laa Palmas 22 alskýjað London 3 þoka Los Angeles 8 rigning Luxemborg 4 þokumóða Madnd 6 skýjaft Maiaga 15 alskýjað Maliorca 14 skýjaft Montreal +6 léttskýjað New York 3 heiðskírt Parfs 6 alskýjað Róm 10 heiðskírt San Diego 11 suld Winnipeg 0 snjókoma Ný verslunarmið- stöð í Gerðubergi Verslunarhúsið s.f., ilý versl- en nú hefur allt húsið verið tekið í unarmiðstöð í Breiðholti var formlega opnað I gær. Þar eru til húsa ýmis þjónustufyrirtæki og sérverslanir og að sögn Guð- jóns Pálssonar, eiganda og fram- kvæmdastjóra hússins, er mark- miðið að vöruval og þjónusta standist samanburð við það sem býðst annars staðar og verður lögð áhersla á viðurkennd vöru- merki. í dag verður opnunarhátíð fyrir böm og unglinga og hefst hún með því að hleypt verður á loft 500 blöðrum og einnig fá bömin blöðr- ur, ís o.fl. ókeypis. Einnig munu trúðar sjá um að gleðja bömin og mála þau ef óskað er ásamt Art- huri Ragnarssyni listmálara. Þau fyrirtæki sem starfa í Versl- unarhúsinu eru: rakarastofa, hár- greiðslustofa, snyrtistofa, sport- vömverslun, snyrtivöruverslun, bamafataverslun, jólamarkaður sem opnar 5. desember, kaffíteria, blóma og gjafavömverslun, ísbúð, pizzastaður, teiknistúdíó, mjmd- bandaleiga og sjoppa og 1. mars nk. verður opnuð þar bjórstofa í þýskum stíl. Starfsemi hefur farið fram í u.þ.b. helmingi hússins sl. hálft ár notkun. Guðjón Pálsson sagði aðspurður að auðvitað óttaðist hann þann samdrátt sem orðið hefði í verslun og mundi ekki hafa lagt út í að byggja húsið í dag, en hann hefði þá trú að með því að bjóða vandað- ar og fíölbreyttar vömr gæti Versl- unarhúsið orðið aðalverslunarstað- ur Breiðhyltinga. Stálu tækj- um og byssu BROTIST var inn í íbúðarhús við Fossagötu, I grennd við Reykjavíkurflugvöli. Meðal annars var stolið sjónvarps- tæki, myndbandstæki, hagla- byssu og skjalatösku. Enginn bjó í húsinu en maður hafði flutt þangað hluta búslóðar sinnar. Hann upgötvaði innbrot- ið um hádegi. Sjónvarpstækið er af gerðinni Sony, myndbandstækið Orion og haglabyssan Monte Carlo, hlaupvídd 12. Ekki er vitað hveijir þama vom að verki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.