Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Útbreiðsla alnæmis á íslandi eftirSigríði HaraJdsdóttur Inngangur Margt er enn á huldu um dreif- ingu alnæmis jafnt í nútíð sem og í náinni framtíð. Þeir sem fengist hafa við faraldsfræðilegar rannsókn- ir á sjúkdómnum greinir til dæmis á um að hve miklu leyti HlV-smit hefur dreifst út fyrir þá hópa sem mest hafa orðið fyrir barðinu á sjúk- dómnum og hvaða líkur séu á því að alnæmi verði að faraldri meðal gagnkynhneigðra. Til eru þeir sem álíta að dreifing smitsins og mögu- leikar á dreifingu þess út fyrir hóp samkynhneigðra hafi verið stórlega ýktir. Svo eru aðrir sem álíta að dreifing smitsins meðal gagnkyn- hneigðra hafi verið gróflega van- metin. Ein af ástæðum þess að svo andstæð sjónarmið hafa skotið upp kollinum er skortur á nákvæmum faraldsfræðilegum gögnum. Far- aldsfræðingar halda því gjarnan fram að þeir geti ekki spáð nákvæm- lega fyrir um dreifingu sjúkdómsins í framtíðinni vegna þess að þá skort- ir mikilvægar upplýsingar sem myndu gera þeim kleift að gera slfkar spár. Ein af höfuðástæðum þess hve lítið er til af haldgóðum faralds- fræðilegum upplýsingum er hve er- fitt er að nálgast þessi gögn. Al- næmi hefur þótt „óvirðulegur" sjúk- dómur meðal almennings og þeirrar tilhneigingar hefur gætt að úthýsa smituðum úr mannlegu samfélagi og forðast að hafa við þá allt sam- neyti ef nokkur kostur er. Þetta hefur gert það að verkum að gögn varðandi smitaða eru af skiljanleg- um ástæðum trúnaðarmál eingöngu á milli hins smitaða og viðkomandi læknis. Vegna þessa skorts á ná- kvæmum gögnum er skiljanlegt hvers vegna hlutfallslega litlu hefur verið áorkað í að skilja þá þætti sem áhrif hafa á útbreiðslu sjúkdómsins. Vfsindamenn úr hinum ýmsu fræði- greinum hafa takmarkaðan aðgang að nákvæmum upplýsingum um þá sem eru smitaðir og flöldaprófanir virðast ekki vera álitlegur kostur tii þess að meta almenna útbreiðslu sjúkdómsins. í þeirri rannsókn sem hér verður iýst var gerð tiiraun til þess að aíla nákvæmra upplýsinga um þekkta íslenska smitbera þannig að hægt væri að meta útbreiðslu sjúkdómsins hér á landi og hugsanlega í hvað stefndi í framtíðinni. Einnig var gerð tilraun til þess að skilgreina þá Mynd2. FERILL SYKINGAR í GEGNUM SAMSKIPTANETIÐ SKYRINGAR ---------- Náin samskipti sem fela í sér kynmök Náin samskipti þar sem ekki er vitaö til aö kynmök hafi átt sér staö f~l Samkynhneigöir kárlmenn O Tvíkynhneigöir karlmenn Gagnkynhneigöir karlmenn O Gagnkynhneigöar konur HlV-smitaöir eru táknaðir með svörtu Þeir sem heföu mögulega getaö sýkst eru táknaöir meö gráu Þeir sem eru líklega ekki smitaðir eru táknaðir meö hvítu Sambönd þar sem smit heföi getaö borist á milli Einstaklingar Fjöldi maka þegar um beinar tengingar er aðræða (N=72) Fjöldi maka þegar um beinar og óbeinar teng- ingar er að ræða (N=72) Einstakl. , 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 24 18 12 9 8 7 9 3 2 7 2 52 60 48 21 9 32 48 26 9 7 24 þætti sem áhrif hafa á útbreiðslu sjúkdómsins. Það skal tekið fram áður en lengra er haldið að eingöngu verður drepið á meginniðurstöðum rannsóknarinnar og fer ekki hjá því að um miklar einfaldanir sé að ræða. Aðferðir Eins og kunnugt er getur HIV- smit borist manna á milli með þrenn- um hætti, þ.e.a.s. með samförum, með blóði, einkum við fíkniefna- neyslu og einnig getur smit borist frá móður til bams við eða eftir fæðingu. í þessari rannsókn var lögð áhersla á smit við samfarir á þeim forsendum að þessi smitleið hefur verið algengust hér á landi fram til þessa og mun vafalaust verða svo áfram. Þegar á það er litið að náin samskipti, samskipti sem meðal ann- ars fela í sér kynmök eru forsenda þess að smit berist manna á milli er ljóst að kynhegðan er ákvarðandi þáttur í dreifingu sjúkdómsins. Kyn- hegðan er ákaflega einstaklings- bundin, en þennan flölbrejrtileika í mannlegum samskiptum er nauð- synlegt að taka til greina í athugun- um á dreifingu sjúkdómsins í framt- íðinni því að mismunandi líkur eru á því að fólk smitist eftir því hvem- ig það hagar kynlífi sínu. Kynferðis- leg samskipti eru orsök þess farald- urs sem orðinn er því að þau hafa það í för með sér að smit berst frá einum ein- staklingi til annars. Þegar smitsjúkdómur dreifist í mann- legu samfélagi má segja að um ákveðna keðju- verkun sé að ræða. Þannig má til dæmis hugsa sér mannlegt sam- félag sem net af einstaklingum sem tengjast hvor öðrum með ýmsum hætti og að smit breiðist út eftir þessu neti. Þegar rannsökuð er dreifing alnæmis er nauðsynlegt að einskorða sig við ákveðna tegund mannlegra samskipta, þ.e.a.s. kyn- mök. Þegar þetta samskiptanet smitaðra einstaklinga er haft í huga leita ákveðnar spumingar á hugann varðandi þetta net. Þessar spuming- ar eru til dæmis þær hvort kyn- hegðan sé breytileg meðal HIV- smitaðra, og ef svo er hvaða áhrif þessi breytileiki hafí á vöxt farald- ursins? Hefur sérhver smitberi jafna möguieika á að dreifa sjúkdómnum? Undir hvaða kringumstæðum getur smitið dreifst frá einum þjóðfélags- hóp til annars, eða hefur þetta þeg- ar gerst og að hvaða marki? Þannig mætti lengi telja, en til þess að reyna að svara einhverjum af þessum spumingum var ákveðið að rannsaka samskipti HlV-smitaðra á íslandi, bæði náin samskipti þeirra sín á milii og náin samskipti við aðra ein- Séra Bragi Skúlason: Aðstoð kirkjunnar við ey ðnisj úkling'a Hvers vegna? Hvers vegna ættum við sem kirkja að setja fram stefnu um þjón- ustu við eyðnismitaða sjúklinga og aðstandendur þeirra? Svarið virðist mér vera, að þeir, sem sýkst hafa af sjúkdómnum og þjást af völdum hans, hafi sérstaka þörf fyrir stuðn- ing okkar og umhyggju andspænis samfélagi/samfélögum, sem enn búa yfir miklum fordómum. Enn- fremur er fáfræði vandamál, þrátt fyrir þá staðreynd, að töluverðu magni upplýsinga hafi verið dreift á meðal almennings. Undirritaður var við nám og vann á Abbott Northwestern-sjúkrahúsinu í Minneapolis, Minnesota, USA sl. ár og kynntist þar vinnuhópum, sem unnu með eyðnismitaða menn og konur. Mikið var þar rætt um ungl- inga sem hóp, sem erfitt er að ná til. Þeir virtust hunsa allar aðvaran- ir og telja sjálfa sig ódauðlega. En unglingamir eru bara einn hópur. Eyðni hefur aldrei verið sjúkdómur tiltekinna þjóðfélagshópa. Eyðni er sjúkdómur, sem snertir okkur öll, og ef framþróun sjúkdómsins held- ur áfram að vera eins og hingað til þá mun ekki líða á löngu þar til við munum öll þekkja ein- hvern, sem hefur sjúkdóminn. Fyrsta skrefið Fyrsta skrefið tel ég vera, að aðstoða fólk við að ræða um og vinna með þann ótta, sem fylgir því að hafa sjúkdóminn. Eyðni er ekki öðruvísi en aðrir ólæknandi sjúkdómar, að nálægðin við dauð- ann hlýtur að hafa áhrif á dagiegt líf sjúklingsins og aðstandenda hans/hennar. Við getum með stuðn- ingi okkar og eðlilegri daglegri umgengni haft áhrif á sjálfsmynd einstaklingsins og jafnframt sem kristnar manneskjur undirstrikað jákvæða þætti styðjandi samfélags og þann boðskap Krists, að við skiptum öll óendanlega miklu máii í augum Guðs. Eyðni útilokar eng- an Crá samfélagi við Guð. Guð refsar ekki með sjúkdómum (sbr. Jóh. 9:1-3). Opinber þjónusta Opinber þjónusta á stofnunum er nokkuð, sem kirkjan þarf enn- fremur að sinna. Við sjúkrahúsið, sem undirritaður starfaði við í Minneapoiis, var til staðar sérstakur vinnuhópur presta, lækna, hjúkr- unarfræðinga, félagsráðgjafa, sál- fræðinga o.s.frv., sem unnu saman að stefnumótun og meðferð sjúkra- hússins á eyðnismituðum sjúkling- um. Ég tel eðliiegt, samkvæmt hefðum okkar innan Þjóðkirkjunn- ar, að kirkjan hafi sitt að segja innan heilbrigðiskerfísins og tel brýnt að við leitum eftir fólki, sér- þjálfuðu fólki, sem reiðubúið er að starfa á þessum vettvangi. Fóiki, sem skilúr eðli sjúkdómsins og kann góð skil á sálgæslu. Fólk sem getur líka orðið öðrum heilbrigðisstéttum að liði. Samfélag kirkjunnar Það er ekki langt síðan ég heyrði fólk tala um, að kirkjan yrði að vera á varðbergi gagnvart eyðni- sjúklingum, sem gætu komið til messu og smitað allan söfnuðinn. En nú eru fómarlömb sjúkdómsins á öllum aldursskeiðum, úr öllum þjóðfélagshópum, konur og karlar. I kirkjunni getur eyðnisjúklingurinn verið bamið, sem fært er til skímar, unglingurinn, sem er fermdur, brúðurin eða brúðguminn, sem eru að ganga í hjónaband, maðurinn eða konan, sem er verið að jarð- syngja, og presturinn, sem messar. Sakiaus fómarlömb eru allt í kring- um okkur og margir eru sýktir án þess að vita af því. Við vitum hvem- ig sjúkdómurinn berst og ekkert í hefðum og samfélagi kirkjunnar ýtir undir smit, en samt er verið að byggja upp vegg á milli fólks. Jesús ýtti engum sjúkum og sorg- mæddum frá sér. Hvað gerum við? Eyðnin eyðir svo mörgu. Hún virðist andlitslaus og miskunnar- laus. En ef við þekkjum eyðnismit- aðan sjúklingogþekkjum fjölskyldu hans/hennar, þá þekkjum '/ið andlit eyðninnar. Og ef okkur er annt um aðstandendur eftir að eyðnisjúkl- ingurinn er fallinn frá þá er gott að muna, að „dauðinn er endir dauðastríðsins, en ekki endir lífsins". Eyðni er sjúkdómur, sem varðar okkur öll — er sjúkdómur' okkar allra, og svarið við honum er svar okkar allra. „Þær kannanir sem gerðar hafa verið á þekkingu almennings á eyðni og viðhorfum þeirra til HlV-smitaðra hafa sýnt neikvæð við- horf almennings í garð smitaðra. Þessi nei- kvæðu viðhorf hafa oft orðið þess valdandi að smitaðir einstaklingar hafa tekið þann kost að segja ekki Qölskyldu og vinum frá smitinu.“ staklinga sem ekki er vitað til að séu smitaðir af veirunni. Gagnasöfnun Á íslandi eins og víðast annars staðar eru upplýsingar um smitaða trúnaðarmál miili þeirra og viðkom- andi lækna. í þessari rannsókn var því brugðið á það ráð, að höfðu samráði við lækna að leita beint til smitberanna sjálfra um upplýsing- ar. Þetta var gert á þann hátt að læknir viðkomandi einstaklinga kannaði í fyrstu möguleika á hugs- anlegri þátttöku þessa einstaklings í rannsókninni. 22 af þeim 35 smit- berum sem þá voru þekktir (miðað við árslok 1987) féllust á að taka þátt í könnuninni. Þátttakendur voru meðal annars beðnií- að tilgreina alla þá sem þeir eða þær höfðu haft kynmök við síðan á árinu 1980, hver sem tlma- lengd sambandsins hafi verið. Þeir 22 smitberar sem tóku þátt í könn- uninni tilgreindu til samans 91 maka á síðustu 7 árum. Það sam- skiptanet sem sjúkdómurinn hefur breiðst út í gegnum tekur þá til 113 einstaklinga, þ.e.a.s. bæði HIV- smitaðra og þeirra sem þessir ein- staklingar hafa haft kynmök við á sjö árum. Eftir að svör allra þátttak- enda höfðu verið borin saman kom í ljós að flestir þeirra sem eru smit- aðir eru tengdir á beinan eða óbein- an hátt. Sjá mynd 1. Á þessari mynd er hægt að skoða tengsl kynferðislegra sambanda og fá þannig mynd af því samskipta- neti sem HlV-sýkingin hefurbreiðst út í gegnum. Það skal fyrst vakin athygli á því að jafnvel þó að meiri- hluti þekktra íslenskra smitbera séu kynferðislega tengdir á beinan eða óbeinan hátt þá voru nokkrir ein- staklingar sem tengdust einvörð- ungu einum eða jafnvel engum öðr- um smitbera. Ástæða þessa gæti til dæmis verið sú að þessir einstakl- ingar hafa smitast erlendis og séu þess vegna ekki tengdir öðrum ísienskum smitberum. Þannig er ljóst að HlV-smit hefur borist inn í íslenskt samfélag eftir nokkrum leiðum. í öðrum tilfellum er þó sennilega um ófullnægjandi upplýs- ingar að ræða. Það er hugsanlegt að rekja smit- ið í gegnum þann hóp fólks sem sýndur er á mynd 1, en á því eru ýmsir annmarkár, einkum sá að nákvæm tímasetning hvenær sýk- ing varð er í flestum tilfellum ókunn. Það er vafasamt hvaða til- gangi það þjónaði að rekja smitið á þennan hátt, en á hinn bóginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.