Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Stefnumör] í fílabeinsti Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Johannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Viðkvæm opinber embætti Fréttin á fimmtudagskvöld um áfengiskaup forseta Hæstaréttar kom eins og reiðar- slag. Efnisatriði þessa máls verður að skoða ofan í kjölinn og fá verður úr því skorið með einum eða öðrum hætti, hver er réttur einstakra embættis- manna samkvæmt þeim reglum, er gilda um áfengiskaup á kostnaðarverði. Sé það viðtekið að líta beri á þessi fríðindi sem einskonar launauppbót fyrir for- seta Hæstaréttar ætti að af- nema þau og ganga þannig frá öllum endum, að menn freistist ekki til misnotkunar. Ekki er með nokkru móti unnt að kalla það annað en misnotkun að ein- staklingur í þessari aðstöðu kaupi til eigin nota 1.440 flösk- ur af áfengi á 9 eða 10 mánuð- um. Þetta áfengismál tengist öll- um æðstu embættum þjóðarinn- ar. í hvert sinn sem forseti Is- lands fer úr landi taka þrír embættismenn við störfum hans, það er forseti Hæstarétt- ar, forseti sameinaðs þings og forsætisráðherra. Fyrir utan að fá greidd laun fyrir að gegna sem handhafar forsetavalds njóta þeir einstaklingar sem í þessum embættum sitja þeirra fríðinda forseta að geta keypt áfengi á kostnaðarverði. Að nýta sér fríðindi til hins ýtrasta kann að vera löglegt en á hinn bóginn verða menn að vera und- ir það búnir að sæta ámæli fyr- ir slíkt eins og annað. Stundum getur dómur og refsing almenn- ingsálitsins verið þungbærari en niðurstaða Hæstaréttar. Þeim mun þyngri eftir því sem embættið er virðulegra og við- kvæmara sem viðkomandi ein- staklingur gegnir. Fagna ber þeirri réttu ákvörðun forseta Hæstaréttar að segja af sér því embætti. Þeir menn sem kjömir eru eða skipaðir til æðstu embætta þjóðarinnar hafa ríkum skyldum að gegría. Á óvissutímum eins og þeim þegar forsætisráðherra segir að við séum nær þjóðar- gjaldþroti en nokkru sinni fyrr og kjömir stjómarherrar gefa meira fyrir sýndarmennsku en áður er sérstaklega brýnt, að hinar æðstu stofnanir njóti þeirrar virðingar sem þeim ber og fólk telji sér fært að líta upp til þeirra. Lausung í stjómmálum hefur dregið úr áliti manna á Alþingi og ríkisstjómum. Forráðamenn opinberra fjármála og stjóm- sýslu eiga undir högg að sækja vegna umframeyðslu og skorts á skilvirkni. Sjóða- og banka- kerfið sætir gagnrýni og allir fyrrverandi forráðamenn eins ríkisbankans em undir opinberri ákæm. Alþingi hefur nýverið svipt þingmann þinghelgi vegna þess máls. Og saksóknari ríkis- ins þarf að horfast í augu við gagnrýni á embætti sitt. For- sætisráðherra talar um lána- stofnanir eins og þær stundi óhæfíleg viðskipti. Ráðherrann segist sjálfur skoða umsóknir fyrirtækja um lán úr opinbemm sjóði. Meiri hiti og harka er í stjómmáladeilum en oft áður. Dómskerfið hefur verið talið seinvirkt og dómarar of hallir undir vilja ríkisins. Ráðherra dregur til baka áfrýjun máls sem annar ráðherra hefur skot- ið til Hæstaréttar að ráði ríkis- lögmanns, sem telur um for- dæmismál að ræða og getur haft mikil áhrif á útgjöld ríkis- ins. Og nú telja fjármálaráð- herra og forsætisráðherra for- seta Hæstaréttar hafa gengið út fyrir hæfileg mörk í áfengis- kaupum. Dómarinn telur á hinn bóginn að framkoma fjármála- ráðherra sé „furðuleg" og segir að hann hafí rætt áfengiskaup handhafa forsetavalds við for- sætisráðherra án þess að ráð- herrann gerði athugasemd. Æðstu embætti þjóðarinnar eiga að vera yfír atburði sem þessa hafín. Það er frumskylda allra þeirra sem þau skipa að má alla slíka bletti tafarlaust á brott. Sýni menn skjaldarmerki, þjóðfána eða þjóðsöng óvirðingu er gripið til hæfílegra gagnráð- stafana. Óvirðing við æðstu embætti lýðveldisins særir sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Virð- ingu lands og þjóðar eiga emb- ættismenn að styrkja og efla með athöfnum sínum en ekki misbjóða henni. Opinberir emb- ættismenn njóta ekki þeirra for- réttinda einkaaðila, að fram- koma þeirra í störfum sé „inn- anhússmál". Virðingu eftir- sóttra opinberra embætta fylgir skylda sem aðrir eru lausir við. Þetta ættu þeir að hafa í huga sem sækjast eftir slíkum emb- ættum á vegum hins opinbera. En þá er þess líka að geta að hér sleppa ráðherrar auðveld- lega undan ábyrgð sem annars staðar þætti afsagnar sök. Það er ekki minnsta meinið í því umróti sem hvarvetna blasir við. eftirDavíð Oddsson Morgunblaðið birtir hér kafla úr ræðu sem Davíð Oddsson borgarstjóri flutti á flindi Sjálf- stæðisfélags Mosfellinga i Mos- fellsbæ, þriðjudaginn 22. nóvem- ber sl. Við Islendingar getum ekki leynt því, að við erum smáþjóð í norðlægu landi, þar sem landkostir eru ekki jafnfjölbreyttir og hjá mörgum öðr- um. Engu að síður höfum við aldrei beðist afsökunar á okkur sjálfum. Við gerum sömu kröfur til lífsins og lífsins gæða og gerðar eru ann- ars staðar. Við gerum ríkar kröfur til okkar fólks, um að það standi sig í hvers konar keppni við afreks- fólk miklu fjölmennari þjóða, hvort sem er á vettvangi menningar og lista, skákíþrótta eða annars stað- ar, þar sem á er tekist í leik og starfí. Ég tala ekki um, þegar keppt er um fegurð. Við, mörg hver karl- rembusvínin, höfum í laumi og jafn- vel opinberlega haldið því fram, að naumast fínnist fegurri konur* en þær íslensku, þótt víða og vel sé leitað. Sú kenning hefur reyndar verið staðfest fyrir alheimi í nokkur skipti. En þótt við teljum okkur þannig þjóð meðal þjóða og viljum ekki láta líta á okkur sem einhvers kon- ar hálfsjálfstæða dvergþjóð, þá koma stundir þar sem álit okkar út á við er hætt. Þjóðartekjur okkar minnka um 2-3% milli ára og áður en við er litið er forsætisráðherra landsins kominn upp í ræðustól og segir, að þjóðargjaldþrotið sé ekki Iangt undan. Myndi nokkur maður með 100 þús. krónur í mánaðarlaun telja að himinn og jörð væru að farast og gjaldþrot blasti við hon- um, þar sem að mánaðarlaun hans myndu á næstu mánuðum lækka úr 100 þús. krónum niður í 97-98 þús. En það er nokkum veginn stærð þess vanda, sem við eigum við að glíma. Allar aðrar stærðir era áskapaðar, allir aðrir angar hans era heimatilbúnir. Auðvitað myndi hagur mannsins, sem lækkaði í kaupi úr 100 þús. kr. niður í 98. þús., fara illa, ef hann tæki ekki mið af aðstæðum, heldur léti eins og hann hefði áfram sínar 100 þúsund króhur eða meira í laun, eyddi að sama skapi og áður og jafiivel sóaði enn meira en fyrr. Tæki aukin og dýr lán, hvort sem væri frá erlendum aðilum eða hann seildist ofan í vasa nágranna sinna með einum eða öðram hætti. Þegar forsætisráðherrann er spurður að því, hvort slíkar yfírlýs- ingar þess, sem gegnir því háa embætti, hljóti ekki að vera vara- samar fyrir orðspor okkar út á við, blæs hann á slíkt og gefur til kynna, að ástandið erlendis sé sambærilegt við það, sem það sé hér, og því nægi að gera ráð fyrir, að ekki nokkur maður taki íslenska forsæt- isráðherrann alvarlega. Á fundi með forsvarsmönnum hraðfrysti- iðnaðarins bætti hann reyndar við, að hann hefði á undanfömum einu til tveimur áram ekki haft tök á því að fylgjast með neinu, því að hann hefði verið fastur í fílabeins- tumi utanríkisráðuneytisins. En um leið sagði ráðherrann, að hann ótt- aðist ekki áhrif yfírlýsingar sinnar um þjóðargjaldþrotið, því að sér- fróðir erlendir menn kæmu hér iðu- lega einn og einn dag á tveggja mánaða fresti og kynntu sér málin og vissu því nákvæmlega hvernig þau stæðu. Og það er jú merkilegt, að það skuli duga erlendum mönn- um að koma hér við í einn og einn dag á tveggja mánaða fresti og vita þar með allt sem þarf, hvernig þjóðlíf íslendinga, fíármál þeirra og staða era vaxin, en sá, sem er ráð- herra í 10 ár og formaður stjóm- málaflokks, skuli vegna tímabund- innar vera sinnar í fílabeinstumi ekki vita neitt um hvað hafí verið að gerast. Og jafnvel þótt við tryðum því, að það væri svo stórkostlegt verk- efni að stjóma íslenskum utanríkis- málum, að menn gætu ekki fylgst með nokkram sköpuðum hlut öðr- um, þá hlýtur maður að spyija, hvort ekki hefðu aðrir framsóknar- menn verið til staðar. Ekki var Halldór Ásgrímsson í fílabeinsturni á sama tíma og Steingrímur Her- mannsson. Hann kannski sat á hvalbeininu, en ekki ætti það að koma í veg fyrir að jafn ýalnaglögg- ur maður og Halldór Ásgrímsson, sem hafði með yfirstjóm sjávarút- vegs að gera, gæti fylgst með stöðu hans og fengið að vita, að þar mátti ekkert lengur út af bera. Oábyrg stj órnar myndun En segja má, að'hin óábyrga yfírlýsing íslenska forsætisráðherr- ans sé ekkert einsdæmi um það, sem við höfum horft upp á síðustu vikurnar og mánuðina hér á ís- landi. Segja má, að stjómarmynd- unin, sem fram fór í byijun septem- ber, hafi ekki síður verið óábyrg. Þá var sett saman stjóm þriggja flokka, og það gerðist á mettíma! Formennirnir þrír komu hver á fætur öðram í sjónvarp og hældust um, hversu fljótt og vel stjómar- myndunin hefði tekist. Ég man ekki betur en að núverandi ágætur utanríkisráðherra hafí sagt, að þetta væri heimsmet í stjórnar- myndunum, „enda vanir menn“. Ég reyndar get ekki skilið þetta sama skilningi og hann vísast ger- ir, því ég hygg, að það sé fremur heimsmet í stjórnarmyndunum, að menn skuli setja saman ríkisstjórn, án þess að hafa kynnt sér mál með þeim hætti, að þeir hafi forsendur til að grípa til aðgerða, sem dugi þó ekki væri nema til eins eða tveggja mánaða. Yfirlýsingar for- sætisráðherrans benda ótvírætt til, að það hafi þeir alls ekki gert og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar síðar tekur af öll tvímæli í þeim efnum. I raun sömdu formenn fé- lagshyggjuflokkanna ekki um eitt eða neitt. Þeir hins vegar komu sér saman um að hverfa allir frá fyrri afstöðu sinni og yfirlýsingum til tiltekinna þátta, manna og mála- flokka, svo takast mætti að klastra sama stjóm. Og það er einmitt slíkt samkrall og slík ósköp, sem þama gerðust, sem era til þess fallin að rýra allt traust á íslenskum stjórn- málamönnum og stjórnmálaflokk- um. Það eru slíkir atburðir, sem á undanfömum áram hafa orðið til þess, að einskis nýt samtök, með enga heillega stefnu, eins og Kvennaframboðið, hafa fengið mót- mælaatkvæði fólks, ekki síst eins og þau birtast mönnum í skoðana- könnunum. Alþýðubandalagið og kjararánið Alþýðubandalagið hafði tveimur eða þremur vikum áður krafist kosninga. Það var ljóst, að meiri- hluti var fyrir slíkum kosningum þegar þama var komið. En þegar ráðherrastólamir blöstu við, þá stóðust forystumenn Alþýðubanda- lagsins ekki mátið og féllu frá öllum sínum fyrri hugmyndum. Alþýðu- bandalagið hafði litið á kjararánið, sem þeir kölluðu svo, frestun kaup- hækkana og hvers konar frystingu á kjöram fólks nánast sem dauða- synd. Hafði það uppi mjög háværar kröfur um, að frá slíku yrði þegar í stað að falla, slíkt væri frágangs- sök. Það studdi tilraunir Alþýðu- sambands Islands til að kæra íslensku ríkisstjómina fyrir erlend- um alþjóðastofnunum. Nú era þeir alþýðubandalagsmenn í þeirri súpu, að sú kæra snýr beint að þeim sjálf- um. Þeir era sestir hálf vandræða- legir í sæti sakbomingsins, sem kærður er fyrir að fara ránshendi um kjör bláskínandi fátækrar al- þýðunnar uppi á þessu kalda landi. Þeir sögðu líka, að matarskatturinn væri mesta svívirða, sem framin hefði verið í skattheimtu hér á landi. Þar var langt til jafnað. Aldr- ei hefði verið gengið svo nærri al- þýðuheimilunum og þeim lægst- launuðu og með þeirri skattheimtu. En nú vissu þeir, að svo höfðu skip- ast veður í lofti, að kominn var meirihluti gegn þeirri skattheimtu. En þeir gleymdu matarskatti og gengu í ríkisstjómina og era núna ekki bara samþykkir matarskattin- uin, heldur er formaður flokksins orðinn sérstakur innheimtumaður hans. Hann situr kvölds og morgna og innheimtir matarskattinn hræði- lega í hirslur ríkissjóðsins. Alþýðubandalagsmenn vora á móti stækkun álvers. En þeir vita og styðja í verki, að undirbúningur þess, að sú stækkun eigi 6ér stað, haldi áfram af fullum krafti. Sá undirbúningur er forsenda þess að framkvæmdir geti hafíst. Þeim er ljóst, að framkvæmdir á vegum vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli munu halda áfram og ekki í minni mæli en áður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Stærstu fram- kvæmdaþættimir era eftir. Og þeir láta sér í léttu rúmi liggja, þó að efnt sé til sérstakrar heræfíngar, þar sem styrkur vamarliðsins hér á landi er aukinn um 30% í einu vetfangi. Þeir halda kannski að þetta sé þeirra heiðursvörður. Hjá Alþýðubandalaginu er ekkert eftir. Það glampar hvergi á hugsjóna- glóðina í öskuhrúgu gleymdra kennisetninga. Því þeir fengu ekk- ert á móti fjölmörgum „fómum“ sínum við stjómarmyndunina. Þeim var bara hleypt inn berstrípuðum. ÖIl þessi útreið er hin háðuleg- asta og um leið dapurleg. Því þótt við séum fæst fylgjandi nokkram stefnumálum Alþýðubandalagsins, • þá hljótum við sem venjulegir borg- arar, áhugamenn um stjómmál, í það minnsta áhugamenn um að menn svíkist ekki aftan að sínu fólki, að fyllast óhug, þegar flokkar og forystumenn þeirra gefa svo lítið fyrir hugsjónir sínar og loforð, sem stuðningsmönnunum vora gefín. Þeir hafa svikið nánast allt, sem þeir stóðu fyrir, og ekkert fengið í aðra hönd annað en skammvinna sjálfumgleði yfir að sitja í hægind- um valdsins. En skamma stund verður sitjandinn sessunni feginn. En þó að þessi auðmýking sé auðvit- að aumkunarverð og hljóti að vera þyngri en táram taki fyrir trúaða stuðningsmenn þessa flokks, þá er ganga Alþýðuflokksins síðustu vik- umar enn dapurlegri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.