Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 65 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ósvífiiir viðskiptahættir hjá ljósbaðsstofu Astu Björk Magiiúsdóttir hringdi og vildi vekja máls á ósvífnum við- skiptaháttum. „Ljósbaðsstofa Ástu á Grettisgötu í Reykjavík hafði um tíma auglýst sérstakt tilboðsverð á 24 tíma kortum. 30. september keypti ég eitt slíkt kort fyrir 2.400 krónur. Ég fór í sex tíma, síðast 14. október, en þegar ég ætlaði að fara aftur kom ég að læstum dyrum. Á miða sem festur hafði verið á dyrnar stóð að stofan væri lokuð og starfssemi hennar hætt. Mér fyndist ekki ósanngjamt að fá endurgreidda ónotaða tíma. Ég hef margoft hringt í númer eigandans sem gefið er upp í símaskránni, en þar svarar aldrei nokkur maður. Mér finnst óeðlilegt að notaðar séu til- boðs-brellur til að ná inn pening- um, ef til stendur að hætta rekstri." Innihaldið skiptir máli Guðmundur K. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „I Velvak- anda undanfarið hefur verið fjall- að um tvo alþingismenn, sem flutt hafa ræður sínar blaðlaust. Bréf- ritarar hafa lýst aðdáun sinni á því, en að mínu mati skiptir ekki máli hvort mennirnir flytja ræður sínar blaðlaust eða lesa þær upp. Það hlýtur að vera höfuðatriði hvað þeir segja í ræðum sínum, og að meining þeirra sé ljós og skilmerkileg. Það skiptir máli að mennirnir tali af viti. Armband með nafiiaplötu fannst Ásdís Þórarinsdóttir hringdi og sagðist hafa fundið barnaarm- band úr gulli á Grettisgötu sl. þriðjudag. Ásdís sagði að nafna- plata væri á armbandinu, þar sem nafn eigandans væri grafið og væri hægt að vitja armbandsins í s. 44 0 32. Peningalykt af plötu Bítlavina „Garri“ skrifar ,tkæri Velvakandi. Eg gat ekki orða bundist eftir að ég hafði hlýtt á plötu þeirra Bítlavina, er þeir „bulla“ 12 íslensk bítlalög. Plata þessi kom út fyrir skömmu og heyrði ég þá félaga segja í viðtali að platan væri gerð í virðingarskyni við gömlu íslensku „bítlana“. Það er svo sem gott og blessað að gera það, en mér finnst Bítlavin- unum hafa mistekist heldur betur. Mörg lögin sem þeir flytja á þess- ari plötu eru hrein og bein móðgun við fyrri flutninga, mörg en ekki 8H. Til dæmis fínnst mér lagið „Það er svo undarlegt" sem Rúnar flutti fnjög vel hér áður, vera algerlega eyðilagt í flutningi þeirra Bítlavina og er það sama að segja um „Gvend á eyrininni.“ Eina lagið sem-ég get sætt mig við í flutningi þeirra er lagið „Leyndarmál“ sem þeir fara ágætlega með. Mér flnnst vera megn peninga- lykt af plötu þessari og allt tal þeirra félaga um virðingarvott og annað í þeim dúr tek ég sem falsi. Reynslulausar bakraddir Ég hef fylgst með þessum strák- um sem hafa skipað Bítlavini í gepium árun og veit að allir eru þeir færir tónlistarmenn og geta gert vel, því varð ég mjög hissa eftir að hafa hlýtt á plötu þessa. Það sem slær mann mest er að í viðtölum virðist örla fyrir háði hjá þeim félögum gagnvart þessum gömlu lögum og flytjendum þeirra, eða eins og Eyjólfúr sagði í viðtali á Rás 2 að svo aulaleg væru mörg þessi lög á eldri plötum að þeir hefðu notað gjörsamlega reynslu- lausa söngvara í bakraddir í sumum lögunum hjá sér. Ef þetta er ekki hræsni, er hún ekki til. Til Velvakanda. Vonandi skilur þú lesandi góður hvorki upp né niður í fyrirsögn þess- arar greinar. Hins vegar veit ég af fenginni reynslu að í augum fjöl- margra þýðir hún einfaldlega: Hringdu bjöllunni fyrir mig. Ég hélt til skamms tíma að þetta væri nokk- uð einangrað fyrirbæri en sannfærð- ist um að svo er ekki þegar ég sá teikningu eftir Sigmund. Ég var satt að segja alveg gáttaður á því hversu hratt þetta orðalag festi rætur og kann raunar á því aðeins eina skýr- ingu. Foreldrum virðist mörgum hveijum finnast þetta sniðugt hjá krökkunum og apa það eftir þeim. í dag er því miður ekki óalgengt að heyra fólk segja við böm sín: „Æ, dinglaðu nú fyrir mig.“ Fyrir nokkru síðan sat kunningi minn fyrir aftan tvær gamlar konur í strætisvagninum og önnur þeirra bað hina um að standa upp og dingla. Kunninginn beið eftir því að gamla konan gripi um stöngina í vagnþak- Það er öruggt að þessi plata kem- ur ekki til með að verða safnplata, en það eru eldri „Bítlaplöturnar“ hins vegar orðnar. En ef platan skilar Bítlavinum ágóða, er ég sann- færður um að tilgangi þeirra er náð. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una.“ inu og dinglaði þar fram og aftur en honum varð ekki að ósk sinni. Það er spurning hvort fólk fer ekki að sjá söguna í nýju ljósi þegar það les setningu eins og þessa: „Hann dinglaði í snörunni." En víkjum nú a,ð öðru máli. Orðið hurð er að fá allvíðtæka merkingu í málinu. Sennilega er vonlaust að beijast gegn því að fólk loki hurðum í stað þess að loka dyrum. Aftur á móti ofbýður mér þegar fólk talar um hurð í merkingunni dyragætt. Ekki er langt síðan ég var staddur þar sem framkvæmdastjóri ónefnds fyrirtækis var að kynna starfsfólk sitt. Þá sagði hann orðrétt: „Fyrir þá sem ekki þekkja Sigurð þá er það hann sem stendur í hurðinni." Nú kynnu ýmsir að halda að þama hefði aðeins verið um mismæli að ræða, en þeim get ég sagt að ég hef heyrt þetta orðalag víðar. Ég læt þá staðar numið að sinni enda er síminn að „dingla". Valur Oskarsson Dinglaðu fyrir mig r( y ■■ - , ... .............................................;■ Um helgina er búðin okkar full af glæsilegum aðventukrönskum og skreytingum. Einnig úrval af pottaplöntum á tilboðsverði. Heitt súkkulaði og smákökur. Næg bílastæði. Glæsiblómið - Glæsibæ, Álfheimum 74, s. 84200. Ford Econoline, 150 húsbíll árg. '85, ek. 39 þús. míl. 8 cyl., 302, sjálfskiptur, rafm. í öllu. Bíllinn er innréttaður frá verksmiðju. 4 snúningsstólar o.fl., o.fl. Opið mán. - lau. kl. 10-19, sunnudaga kl. 13-17 r BILAHOLLIN FUNAHÖFÐA 1 — SÍMl 672277 ERT ÞÚ í VANDA VEGNA VÍMU ANNARRA? Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í líðan þinni: • Erfitt að tjá tilfinningar • Erfitt að taka sjálfstæðar ákvarðanir • Skortur á sjálfstrausti • Skömmustutilfinning og sektarkennd • Kvíði og ótti Nánari upplýsingar í fjölskyldudeild Krýsuvíkursam- takanna, Þverholti 20, sími 623550. Námskeið í gangi. Viðtalstímar á fimmtudögum. AKRÝSUVÍKURSflMTÖKII N Margar gerðir, smíðum eftir máli. Eirrnig sófasett og hvfldarstólar í miklu úrvali. Sófaborðin vinsælu komin aftur. Opið virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-17. húsgögn Báldshöfða 8. símar 674080 og 686675 Við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu HORNSÓFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.