Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 15 Félag áhugamanna um bókmenntir: Fundur helgaður „Beat“-kynslóðinni FÉLAG áhugamanna um bók- menntir boðar til nóvember- fundar í stofu 101 í Odda, Há- skóla íslands, laugurdaginn 26. nóvember kl. 14.00. Fundurinn verður að þessu sinni helgaður bandarísku „Beat“-kyn- slóðinni, en svo voru kallaðir nokkr- ir bandarískir rithöfundar sem skrifuðu verk sín á sjötta og sjö- unda áratugnum. Jack Kerouac, Allen Ginsberg, William Burroughs og fleiri. Þessi fundur er haldinn í tilefni af útkomu bókarinnar „On the Road“_ eftir Kerouac í íslenskri þýðingu Ólafs Gunnarssonar rit- höfundar og ber hún heitið Á veg- um úti. Á fundinum mun Ólafur lesa úr þýðingu sinni og Einar Kárason rithöfundur og Gestur Guðmunds- son félagsfræðingur munu flytja erindi um hóp þennan. Erindi Ein- ars nefnist „Vegir Beat-skáld- anna“, en erindi Gests „Af hveiju Beat-kynslóð?“. Auk þess verður lesið ljóð eftir Allen Ginsberg í íslenskri þýðingu Dags Sigurðarsonar. Fundurinn er öllum opinn, fé- lagsmönnum sem utanfélagsmönn- um og er aðgangur ókeypis. (Fréttatilkynning) Ljóðabók eft- ir Guðrúnu Guðlaugs- dóttur FYRSTA ljóðabók Guðrúnar Guðlaugsdóttur, blaðamanns, er komin út hjá Hjáverki sf. í bókinni, sem heitir, „Á leið til þín, eru 27 ljóð. Höfundur gerði myndir, sem eru í bókinni. Bókin er 48 blaðsíður, unnin af Hjáverki sf. og fjölrituð og bundin hjá Fjölritunarstofu Daníels Hall- dórssonar. Gudrún Guðlaugsdóttir Stoftifundur Landssam- bands fiskeldisfræðinga STOFNFUNDUR nýs stéttarfélags, Landssambands íslenskra fisk- eldisfræðinga, verður haldinn í dag, laugardaginn 26. nóvember. Megintilgangur með stofiiun félagsins er að bæta hag fiskeld- isfræðinga og koma á samræmi í iauna- og kjaramálum þeirra. Með stofnun Landssamtaka íslenskra fiskeldisfræðinga er einn- ig stefnt að því að fiskeldisfræðing- ar kynnist og miðli upplýsingum sín á milli. Þá verður unnið að því að brýna fyrir atvinnurekendum nauð- syn þess að hafa fagmenntað starfsfólk í sinni þjónustu. Félagið hyggst beita sér fyrir auknum og bættum kröfum um menntun í fiskeldi hérlendis, og stuðla að endurmenntunamámske- iðum í samvinnu við fiskeldisskól- ana í landinu. Stofnfundurinn verður haldinn í félagsheimili JC Hafnarfirði að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði og hefst hann kl. 14. Háskólabíó: Tónleikar gegn alnæmi NÚ STENDUR yfir alnæmisvika sem lýkur 1. desember með al- þjóðlegum alnæmisdegi. Af því tilefhi er efint til tónleika í Há- skólabíói miðvikudagskvöldið 30. nóvember og hefjast þeir kl. 22.00. Þar koma fram þeir Bubbi Morth- ens, Hörður Torfa og Megas. Tón- leikamir eru haldnir undir yfir- skriftinni „Bubbi, Hörður og Megas — gegn alnæmi". Það er Landsnefnd um alnæmis- vamir sem hefur fmmkvæði að þessu tónleikahaldi, Listamennirnir koma fram endurgjaldslaust og all- ur ágóði af tónleikunum rennur til Samtaka áhugafólks um alnæmis- vamir sem stofnuð verða mánu- dagskvöldið 5. desember, en allt það fé sem safnast í Háskólabíói munu Samtökin nýta til styrktar smituð- um og sjúkum. Ljóðatónleikar Gerðubergs AÐRIR tónleikar í Ijóðatónleikaröð í Gerðubergi voru haldnir mánudaginn 21. nóvember. VERIÐ HAG/Vfl VEUIÐ co op 500g with 6 added vitamíos píus iron PCORN flakes GÆÐAVÖRUR Á GÓÐU VERÐI Daihatsu Charade var upphaflega hannaður til að mætg gífurlegri hækkun bensínverðs í orku- kreppu og að draga úr útgjöldum heimilanna. Nú, þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi og bensínverðshækkun liggur í loftinu, ásamt öðrum auknum álögum, sannar Charade enn einu sinni ágæti sitt sem einn albesti kosturinn á markaðnum þegar hugað er að bílakaupum. Kynntu þér hönnun, útlit og rekstrargrund- völl Daihatsu Charade áður en þú velur annað. Daihatsuþjónustan er svo í kaupbæti, sú besta sem völ er á. Við eigum fyrirliggjandi árgerð 1988 á besta verði sem við höfum nokkrum sinni boðið uppá. í því eru engar blekkingarjjm vexti, einfald- lega lágmarksverð á gæðabíl. Árgerð 1989 er á leiðinni fyrir þá sem vilja bíða, en á töluvert hærra verði. Daihatsu Charade Verð frá kr. Innifalið hágæða útvarps- og segulbandstæki. Við bjóðum kjör við allra hæf i og erum opnir fyrir alls konar skiptum. Úrval notaðra bíla. Á þeim tónleikum söng Rann- veig Bragadóttir lög eftir Haydn, Mozart, Hugo Wolf, Mahler og de Falla við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. híisúawjUitatíýi'b Húsfyllir var og verða tónleik- arnir endurteknir nk. sunnudag, 27. nóvember, kl. 17.00. (F réttatilkynning) o?\ö- (da9°w V-aUð AO-46 9-48 BRIMBORG HF. SKEIFUNNI 1 5 - SÍMI 685870. Daihatsu - Voivo - Viðurkennd gæðamerki ______________i___;_ NÝ SIMANÚMER: Söludeild 685870 Verkstæði: 673600 Varahlutir: 673900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.