Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 V 'LL SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM Er Alberto Tomba of feitur? Heimsbikarkeppnin í alpagreinum hefst í Schladming í Austurríki í dag ÍTALSKI skíðakappinn Al- berto Tomba sem varð tvö- faldur ólympíumeistari f fyrra- vetur, er sagður hafa bœtt á sig nokkrum kílóum og þvi ekki í elns góðri æfingu og á síðasta keppnistímabili. Hann gengur nú undir nafn- inu „grasso“ í ítölskum blöð- um. Fyrsta heimsbikarmót vetrarins fer fram í Schladm- ing í Austurríki f dag, þá verð- ur keppt f risastórsvigi kvenna. Karlarnir keppa síðan á morgun í sömu grein og á sama stað. Tomba segist ekki vera of feit- ur. „Ég er aðeins einu kílói þyngri en í fyrra og það ætti ekki að há mér. Eg skil ekki af hveiju ég er kallaður „grasso" [sá feiti],“ sagði Alberto Tomba. Hann segist gera það sem honum sýnist, sofa frameftir og að hann borði það sem honum þykir gott. Þetta hef- ur hann ávallt gert og það hefur ekki háð honum í keppni hingað til. „Ég er f eins góðri æfingu nú og á síðasta keppnistímabili, nema Alberto Tomba hefur verið gagn- rýndur fyrir að hafa bætt á sig nokkrum kflóum f sumar. að ég hef nú meiri reynslu." Tino Pietrogiovanna, þjálfari ítalska skiðalandsliðisns í alpa- greinum, sagði í samtali við ítalska íþróttablaðið Gazzetta Plrmln Zúrbrlggan er núverandi heimsbikarhafí í alpagreinum karla. dello Sport að Tomba væri mjög sjálfselskur og að hann hafi lifað of góðu lífi í sumar og ekki lagt sig fram við æfingar. Mörg ítölsk blöð hafa slegið upp mynd af Tomba þar sem hann er að háma í sig spaghetti. Talið er áð keppnin í karla- flokki í vetur muni standa milli Alberto Tomba og Svisslendings- ins, Pirmin Ziirbriggen, sem vann heimsbikarinn í fyrra. Þeir verða báðir í eldlínunni á morgun. Ziir- briggen hefur verið sterkastur allra í risastórsvigi og bruni, en Tomba er sterkastur f svigi og stórsvigi. Svisslendingar hafa haft mikla yfírburði í kvennaflokki undanfar- in ár og verða það sjálfsagt áfram. Svissnesku stúlkumar Michela Pigini, sem vann heimsbikarinn samanlagt í fyrra, og Maria Wall- iser, sem vann heimsbikarinn J986 og 1987, verða báðar með í baráttunni í ár og eru mjög sterkar í risastórsvigi. Helstu keppinautar þeirra f risastórsvig- inu í dag verða Sigrid Wolf og Anita Wachter sem keppa á heimavelli. Þær stóðu sig vel á Ólympíuleikunum f Calgary er þær komu heim með gull í risa- stórsvigi og alpatvfkeppni. -ekkl hepf*1' BMUJ a%SmrÆMmmmm rg arÆimrg æJ mmm Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum 47. LEIKVIKA - 26. NÓV. 1988 1 X 2 leikur 1. Charltort - Nott.For. leikur 2. Coventry - Aston Villa leikur 3. Derby - Arsenal leikur 4. Middlesbro - Sheff.Wed. leikur 5. Norwich - Luton leikur 6. Shouth.ton - Millwall h leikur 7. Tottenham - Q.P.R. leikur 8. West Ham - Everton leikur 9. Blackburn - Portsmouth leikur 10. Leeds - Stoke leikur 11. Leicester - Bradford leikur 12. W.B.A. - Crystal Palace l- Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:00 á laugardögum er 84590 og 84464. MUNIÐ HÓPLEIKINN KNATTSPYRNA / ENGLAND RutterfráKS Steve Rutter, sem lék með Siglfírðingum í 2. deild í sumar, er nú á reynslusamning hjá 3. deildarliðinu Gillingham. Hann lék með vara- liði félagsins á dögunum og stóð sig vel, skoraði m.a. eitt mark. Keith Burkinshaw, framkvæmdastjóri Gillingham sem var áður hjá Tottenham, var ánægður með Rutter ög bauð honum reynslusamning í hálfan mán- uð. Rutter, sem er 21 árs, stóð sig vel með KS í sumar. Hann var þriðji markahæsti leikmaður liðsins með fímm mörk. ÍÞRÖmR FOLK ■ PSV Eindhoven, sem er nú- verandi Evrópumeistari félagsliða í knattspymu, hefur keypt tékk- neska landsliðsmaninninn, Jozef Chovanec, frá Sparta Prag. Cho- vanec er 28 ára og hefur leikið sem aftasti maður í vöminni hjá liði sínu Sparta Prag. Samningur hans við hollenska liðið er til fjögurra ára, en ekki var uppgefíð hvað hann fengi fyrir sinn snúð. Covanec á að baki fjölmarga landsleiki fyrir Tékka og var m.a. kjörinn besti leikmaður Tékkóslóvakíu 1986. Ronald Koemann hefur leikið sem aftasti maður í vörn PSV og staðið sig frábærlega. Mörg félög hafa verið á eftir honum og er talið nokk- uð ömggt að hann fari frá félag- inu. Covanec á þá að taka stöðu hans. Hann mun leika sinn fyrsta leik með PSV í innanhússmóti sem fram fer í MUnchen í janúar. ■ INNANHÚSMÓTIÐ í knatt- spymu í Bandaríkjunum hófst fyr- ir skömmu. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi deildarinnar. Nú leika aðeins 7 lið í 1. deild og 5 komast í úrslita- keppni. Sóknarsvæði hafa verið stækkuð og nú er notaður rauður og svartur bolti sem skoppar mjög mikið. Þá hefur leikmönnum hjá hveiju liði verið fækkað úr 21 í 18. ■ GEORGE Steinbrenner, eig- anda bandaríska homaboltaliðsins New York Yankees, var ekki sátt- ur við að lið hans næði aðeins 5. sæti í bandarísku deildinni. Til að fá útrás fyrir reiðina setti hann allt liðið á sölulista. „Við lentum í 5. sæti og leikmenn í liði sem lendir í 5. sæti geta ekki verið öruggir um sæti sín," sagði Steinbrenner. BADMINTON Broddiog Þórdís úr leik Broddi Kristjánsson og Þórdís Edwald féllu bæði úr leik í fyrstu umferð á opna skoska meist- aramótinu í badminton sem hófst í gær. Móti fer fram í Edinborg óg em felstir sterkustu badminton- menn heims á meðal keppenda. Broddi tapaði fyrir Yao Jun frá Kína, 9:15 og 8:15 og Þórdís tap- aði fyrir Elinor Allen frá Skotlandi, 8:11 og 1:11. Helstu úrsli í karlaflokki urðu þessi: M. FYost (Dan.)—Adams (Engl.).15:3,15:1 Hall (Engl.)—Andersson (Svíþ.) ....15:14,15:5 He Guoquan (Kína)—Scott (Skotl.) .15:8,15:10 IbFrederiksen (Dan.)—Hunt (Engl.) 15:7,15:4 Sze Yu (Ástral.)—Gallagher (Skotl.). 15:7,15:1 Nielsen (Engl.)—Kumar (Indl.).15:11,15:12 Tuvesson (Svíþ.)—Jon Holst (Dan.).15:l, 15:12 Reykvíkingar Getraunanúmer Vals er 101 Vertu 101 við „félagsnúmerið" á getraunaseðlinum. Knattspyrnufélagið Valur Um helgina Körfuknattlelkur Laugardagur: Tveir leikir em í 1. deild karla. Víkveiji og UÍA mætast í íþróttahúsi Hagaskólans kl. 14 og á sama tíma Laugdælir og Snæfell á Laugarvatni. í 1. deild kvenna er einn leikur: ÍR og ÍS leika í Seljaskólanum kl. 14. Sunnudagur: Fjórir leikir em á íslandsmótinu. Haukar og ÍBK leika í'Hafnar- firði, ÍS og Grindavík í íþrótta- húsi Kennaraháskólans, Njarðvík og Valur í Njarðvík og Tindastóll og KR á Sauðár- króki. Allir leikimir hefjast kl. 20. í 1. deild karla mætast Létt- ir og UÍA í íþróttahúsi Haga- skólans kl. 14 og í 1. deild kvenna Haukar og Njarðvík í Hafnarifirði kl. 21.30. Blak í dag er einn leikur í 1. deild karla í blaki. Á Akureyri tekur KA á móti HK kl. 15.45. í 1. deild kvenna em þrír leikir: Þróttur og ÍS mætast í Haga- skólanum á sunnudag kl. 20:15. í dag leika KA og HK á Akur- eyri kl. 14.30 og á Neskaupstað taka Þróttarar á móti Víkingum kl. 16. Á morgun er einn leikur í 1. deild karla: Þróttur og HSK mætast í Hagaskólanum kl. 19. Sund Bikarkeppnin í 1. deild í sundi hófst í gærkvöldi í Sundhöll Reykjavíkur og heldur áfram í dag kl. 15 og á morgun kl. 12. Sex lið em í_l. deild; SH, Vestri, Ægir, KR, ÍA og Njarðvík. . Kraftlyftingar Bikarmót Kraftlyftingasamands íslands fer fram í dag í Digra- nesskóla. Keppni hefst kl. 10 í léttari flokkum en keppni í þyngri flokkum um kl. 14. Fimlalkar Bikarmót Fimleikasambands ís- lands verður haldið á morgun í Laugardalshöllinni. Keppni hefst á hádegi en keppt verður í 2. 3. og 4. stigi íslenska fim- leikastigans og í A-stigi í frjáls- um æfíngum. Karate íslandsmeistaramótið í karate fer fram f Laugardalshöllinni í dag. Keppni hefst kl. 14 og úrsli- takeppni kl. 15.20. Keppt verður í fímm flokkum karla og einum flokki kvenna auk kata karla og kvenna. Keila Opið kvennamót í keilu hófst í gær í Keilulandi Keppni heldur áfram í dag kl. 13 en úrslita- keppni byijar um kl. 14.30. Félagsmál Aðalfundur Knattspymufélags ÍA verður í dag og hefst kl. 14 í sal Fjölbrautaskólans á Akra- nesi. Kl. 20 fer fram hin árlega uppskeruhátíð á Hótel Akra- nesi, þar sem knattspymumaður og knattspymukona ársins verða m.a. kosin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.