Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 27 gæti reynst gagnlegt að áætla tíma- setningu sýkingar hjá hverjum ein- staklingi þannig að hægt væri að áætla hversu stór hluti af þeim 91 mökum sem tilgreindir voru hafa einhvem tíma verið í raunverulegri hættu á að smitast. Sjá mynd 2. Hér er um töluvert stóran hóp að ræða. Atta þeirra einstaklinga sem voru einhvem tíma í hættu á smiti em tvíkynhneigðir karlmenn, og fjórir þeirra em giftir. Þessir tvíkynhneigðu karlmenn brúa þann- ig bilið milli samkynhneigðra, sem em eins og sakir standa íjólmenn- astir hópur smitaðra hér á landi, og gagnkynhneigðra. Nokkrar brýr af þessu tagi má sjá á mynd 2 og sýna þær að smit getur eða hefur borist á milli þessara hópa eftir nokkmm leiðum. Bygging samskiptanetsins Aðalnetið, þ.e. sá hluti sam- skiptanetsins þar sem allir einstakl- ingar tengjast beint eða óbeint, samanstendur af 72 einstaklingum, þar af 15 þekktum smitbemm. Kynjahlutföllin em 11 karlmenn fyrir hveija konu. Eitt af einkennum aðalnetsins er það að jafnvel þótt að eingöngu fáir einstaklingar séu tengdir beint þá getur sérhver einstaklingur í netinu náð til allra annarra með því að fara í gegnum einn eða fleiri milliliði. Þessar óbeinu tengingar skipta miklu máli í dreifingu al- næmis því að jafnvel þó að einstakl- ingur A hafi eingöngu haft sam- farir við einn einstakling þá getur sá einstaklingur haft samfarir við flölda annarra þannig að einstakl- ingur A tengist þeim einstaklingum á óbeinan hátt. Þessu atriði er frek- ar lýst í töflu 1 þar sem sýndur er fjöldi maka í fyrsta lagi með því að líta eingöngu á bein, milliliðalaus samskipti og í öðm lagi með því að líta bæði á bein samskipti og samskipti þar sem eingöngu er einn milliliður á milli einstaklinga. Af töflu 1 sést hve varhugavert það getur verið að einblína ein- göngu á fjölda þeirra sem einstakl- ingar hafa beint kynferðislegt sam- neyti við. Einstaklingur nr. 2 hefur til dæmis haft samfarir við 18 ein- staklinga á síðustu ámm, en þar með er ekki öll sagan sögð. í gegn- um milliliði hefur þessi einstakling- ur komist í óbeina snertingu við 60 einstaklinga af þeim 72 einstakling- um sem em í aðalnetinu. Einstakl- ingur nr. 11 hefur hins vegar ein- göngu haft samfarir við 2 einstakl- inga á undanförnum ámm, en hefur á óbeinan hátt komist í snertingu við 24 einstaklinga. Svo em aðrir sem hafa sömu tölu maka hvort sem litið er á beinar eða óbeinar tenging- ar. Dæmi um þetta er einstaklingur nr. 10 sem hefur haft samfarir við 7 einstaklinga, en þessir 7 einstakl- ingar hafa ekki komið honum í óbeina snertingu við neina aðra. Af þessu má ljóst vera að þó að líkur á smiti séu meiri eftir því sem makarnir verða fleiri, þá em fáir makar engin trygging fyrir minni útbreiðslu, ef þessir makar hafa kynferðisleg samskipti við marga einstaklinga. Staða einstaklinga í samskiptaneti af því tagi sem hér hefur verið lýst skiptir miklu máli um það hvort þeir verða fyrir áhrif- um veimsýkingar sem dreifist út í gegnum netið. A mynd 3 er einstaklingunum 72 í samskiptanetinu raðað eftir því hversu auðveldlega þeir geta náð til allra annarra í samskiptanetinu. Einstaklingur nr. 2, sem getur til dæmis auðveldlega náð til allra annarra í netinu annað hvort beint eða með einum eða tveimur millilið- um, er þannig raðað efst í mynd- ina, en einstaklingur 10, sem getur eingöngu náð til allra annarra með því að fara í gegnum fjölda milli- liða, er raðað neðst í myndina. Mynd 3 sýnir mjög ákveðna stig- skiptingu í röðun einstaklinganna. Einstaklingamir efst á myndinni em ákaflega miðlægir á þann hátt að þeir geta auðveldlega nálgast alla aðra í netinu, en einstakling- amir neðst á myndinni em í jaðri samskiptanetsins sem lýsir sér í því að þeir geta ekki náð til meirihluta annarra í netinu nema að þeir fari eftir ýmsum krókaleiðum. Það er athyglisvert að eingöngu fáir ein- staklingar geta talist mjög miðlæg- ir, en einstaklingum fjölgar hratt þegar neðar dregur á miðlægni kvarðanna. Áhrif hinna fáu mið- lægu einstaklinga gætir alls staðar í netinu þar sem auðvelt er fyrir nær alla aðra að nálgast þá og ef myndin er gaumgæfilega skoðuð má sjá hvemig þeir tengja saman Alger nyjung hér á landi Þátttúkubækurnar vertu með FJOLVI hópa fólks sem em ekki eins mið- lægir og þeir. Þessi röðun einstaklinga í sam- skiptanetinu hefur án efa haft áhrif á hversu víðtæk og hröð útbreiðslan hefur verið. Vegna stöðu sinnar í samskiptanetinu em hinir miðlægu einstaklingar, að öllum líkindum „viðkvæmari" fyrir smiti en þeir einstaklingar sem staðsettir em í jaðri netsins. Þannig em miðlægir einstaklingar líklegri til að smitast og gera það sennilega fyrr en ein- staklingar staðsettir í jaðri netsins. Miðlægir einstaklingar hafa á sama hátt meiri möguleika á að dreifa smitunu en jaðareinstaklingar. Á mynd 3 má einnig sjá að smit- aðir einstaklingar finnast á öllum stigum miðlægni kvarðans, en þeir em þó algengari meðal miðlægustu einstaklinganna, Þessi niðurstaða bendir til þess að HlV-sýkingin hafi nú þegar byrjað að breiðast út frá miðlægum einstaklingum til einstaklinga nær jaðri samskipta- netsins. Lokaorð Á þeim tíma sem liðinn er síðan gagnasöfnun fyrir þessa rannsókn lauk hafa tíu einstaklingar til við- bótar við þá 35 sem fyrir vom greinst með HlV-smit á íslandi. Það lítur því ekki út fyrir að neitt sé farið að hægja á dreifíngu smitsins hér á landi. Enn er sýkingin algeng- ust meðal samkynhneigðra karl- manna, en þessi rannsókn hefur sýnt að smitið á greiðan aðgang í hóp gagnkynhneigðra. Tvíkyn- hneigðir brúa bilið á milli samkyn- hneigðra og gagnkynhneigðra þannig að smit berst á milli þessara hópa, en það er ekki síður mikil- vægt að vegna samskipta íslend- inga við einstaklinga frá öðmm löndum þar sem sýkingin er algeng þá á smitið greiðan aðgang að öllum hópum. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á þekkingu almennings á eyðni og viðhorfum þeirra til HIV- smitaðra hafa sýnt neikvæð viðhorf almennings í garð smitaðra. Þessi neikvæðu viðhorf hafa oft orðið þess valdandi að smitaðir einstakl- ingar hafa tekið þann kost að segja ekki fjölskyldu og vinum frá smit- inu. þetta verður að teljast bagalegt þar sem þetta er sá tími sem þess- ir einstaklingar þurfa hvað mest á stuðningi annarra að halda. Önnur afleiðing þessa neikvæða hugarfars er sú að þar sem smitaðir geta ekki talað opinskátt um aðstæður sínar við sína nánustu geta þeir ekki deilt reynslu sinni með þeim sem ekki em smitaðir. Þess vegna þarf allur þorri fólks að reiða sig á upplýsingar frá fjölmiðlum og heil- brigðisyfírvöldum. Þetta er ákaf- lega mikilvægt atriði vegna þess möguleika að fólk kjósi að haga athöfnum sínum í samræmi við eig- in reynslu eða reynslu nákominna fremur en í samræmi við upplýsing- ar frá viðkomandi yfirvöldum eða fjölmiðlum. Það hversu HlV-smit hefur verið algengt meðal samkynhneigðra karla hefur valdið neikvæðum við- horfum gagnvart samkynhnéigðum almennt. Þessi neikvæðu viðhorf hafa haft þau áhrif að samkyn- hneigðir karlmenn hafa kosið að flytjast til annarra landa þar sem umburðarlyndi er meira en hér á landi, ef þeir hafa reynst smitaðir. Neikvæðum viðhorfum geta einnig fylgt alvarlegar afleiðingar varð- andi dreifingu sjúkdómsins. For- dómar gagnvart samkynhneigðum gætu til dæmis haft í för með sér fjölgun þeirra sem hafa samfarir jafnt við konur sem karla en við það fjölgar brúm á milli hópa sam- kynhneigðra og gagnkynhneigðra. Að lokum vil ég nota þetta tæki- færi til þess að þakka öllum þeim einstaklingum sem veittu mér að- gang að einkalífi sínu þannig að þessi rannsókn gæti orðið að veru- leika. Höfundur er landlræðingur. I í j I I I t t I | t » I I eiitföld lausn - margföld ánægja Aðeins frá kr. 5.000á mann »1 * i i «! I • t <« II « -1 * • * • f V < t * • i I. i i I í t I r t t .... vciui.cjdianeiga, hljomsveit, þríréttamáltíð að eigin- ■' váli, gisting m/mörgunverði, ein nótt • tviMög aðgangur aðheilsurðekt meó Ijósumi gufu,.nuddp.otti o.fl.. •' . -Anægjulég og einföld lau'sn fyrir'alla Rey.kvíkinga og aðrá landsmenn sem hyggja á árshátíð í vetur. . •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.