Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 Morgunblaðið/Þorkell Aldrei litiðá mig sem stórsöngvara - segir Eyjólfur Kristjánsson, sem sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu Eyjólfur Kristjánsson er sjálfsagt kunnastur fyrir veru sína í Bitla- vinafélaginu, en kannski ekki síður fyrir að vera fjölhæfur söngvarí, sem hefur sungið í söngvakeppni sjónvarpsins og vi'ðar. Eyjólfi er þó fleira til lista lagt og nú er komin frá honum sólóplata, hans fyrsta. Eyjólfur er önnum kafinn, því ekki einasta þarf hann að kynna sína eigin plötu, heldur þarf hann einnig að standa í ströngu við að ^kynna plötu Bítlavinafélagsins, sem selst í bílförmum þessa dag- ana. Bítlavinafélagið er um þessar mundir að Ijúka langri tónleikaferð til að kynna plötuna og ætlar að leika í Reykjavík í byrjun desem- ber. Þrátt fyrir allt annríkið gaf Eyjólfur sér tíma til að ræða stutt- lega við Rokksíðuna í tilefni af plöt- unni. Þessar tvær plötur, Bítlavina- félagið og þin plata, eru mjög ólikar. Hvor var nú skemmtilegri í vinnslu? Ég verð nú að segja það að þó Bítlavinafélagið sé skemmtilegur félgasskapur þá fannst mér skemmtilegra að vinna sólóplöt- una, því á henni var ég með í öllu. Á Bítlavinafélagsplötunni bara söng ég og lék eitthvað á gítar, en Jón og Rabbi sáu um allt.- Hvað kom til að þú ákvaðst að gera sólóplötu? Hugmyndin kom upp hjá mér og Steinari Berg fyrir nokkru, en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem við hófumst handa við plötu- gerðina. Platan er ósköp venjuleg yfirlit- um þar til eitt lag, Gott, kemur sem stflbrjótur og það er einmitt lagið sem mest er spilað í útvarpi. _ Það lag er kannski öðruvísi í dag, en það var ekki svo ýkja öðruvísi áður. Þetta var lag sem við vorum búnir að taka upp í ann- arri útsetningu, en ákváðum að henda. Ég fékk svo textann frá Sverri og gróf þá upp lagiö aftur. Við útsettum það aftur og þegar upp var staðið varð það allt öðru- vísi en hin lögin. í þessari útsetn- ingu fellur það miklu betur að text- anum. Hvað með önnur lög á plöt- unni, átt þú eitthvað uppáhald? Ég held einna mest upp á titil- lagið, Dagar, en annars er ég sátt- ur við öll lögin. Hver samdi? Ég á níu lög af ellefu, en textarn- ir eru allir utan tveir eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Þessir tveir eru síðan eftir Sverri Stormsker og Hörð Torfason. Hvernig tilfinning er það að sjá á eftir plötunni á markað? Ég vona bara að þetta komi allt vel út, því ég er mjög ánægður með hana. Auðvitað er ég svolítið stressaður, enda er þetta frum- raun mín einn míns liðs, en ég sem þannig lög að þau eru frekar að- gengileg og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þetta eru bara mín lög, þau lög sem koma þegar ég sest niður til að semja. Mig langaði til að gera plötu sem mikið væri lagt í og væri hnökralaus og ég held að það hafi tekist. Hvaða vonir bindur þú við plöt- una? Ég geri mér þær vonir að henni verði vel tekið og að hún verði kannski til þess að ég verði viður- kenndur sem lagahöfundur. Ég hef aldrei litið á mig sem einhvern stórsöngvara, þó það sé náttúru- lega gaman að geta flutt eigin lög. Ég legg mig auðvitað fram þeg- ar ég er að flytja lög, hvort sem þau eru eftir mig eða aðra, en ég legg mig kannski meira fram við að semja lög, því mér þykir meira um vert að geta samiö lög sem eitthvað er spunnið í, en að geta sungið inn á plötu. Langar í gullplötu? Langar ekki alla í gullplötu? Morgunblaðið/Þorkell Leggjum grunninn að næstu plötu síðan skein sól hefur verið að með hléum í vel á annað ár og nú er komin út fyrsta plata sveitarinnar, sem Skifan gefur út. í gær- kvöldi hélt sveitin svo kynningartónleika á plötunni í Tunglinu. Utsendari Rokksíðunnar hitti liðsmenn sveitarinnar á kaffihúsi til að ræða plötuna, tilurð hennar og framtíð sveitarinnar. Nú þegar platan er komin út og ekki verður aftur snúið, fyll- ast menn þá af iðran og eftir- sjá? / Já og nei. Manni finnst alltaf eitthvað mega betur fara og kannski finnst manni að eitt lag hefði átt að fara út en annað koma í staðinn, en í heild erum við ánægðir með plötuna. Það eina sem kannski er hægt að setja út á beint er það hvað við neyddumst til að flýta okkur með hljóðblöndunina. Eru einhver uppáhaldslög? Helgi: Einfalt mál og Dag- draumar. Eyjó: Einfalt mál. Jakob: Ég á erfit með að gera það upp við mig, en Einfalt mál er gott. Ingó: Mér finnst Glugginn skemmtilegastur. Hvernig stendur hljómsveitin svo eftir að þessi plata er kom- in út? Þessi plata er bara eitt lítið skref og hún hefur þjappað okkur vel saman. Það má segja að hún sé lím eða trúlofunarhringur. Það var kominn tími til að koma þessum lögum á plötu, því það voru búin að safnast fyrir hjá okkur lög frá ýmsum tímabil- um og það var eins á komið með okkur og Ijóðskáldi sem er að senda frá sér æskuljóðin. Sum af þessum lögum sömdum við strax og hljómsveitin varð til, en önnur eru frá því rétt áður en við fórum í hljóðver og tvö urðu til í upptökunum. Þetta gerir það að þau eru mjög ólík og karakter hljómsveitarinnar er svolítið tvístraður á plötunni fyrir vikið. Finnst ykkur það þá koma niður á heildasvip plötunnar? Þó það séu ólík lög á henni eru þau með sinn sérstaka svip sem er hljómsveitarinnar. Það er líka meiri breidd á plötunni en við höfum sýnt á tónleikum og á henni eru lög sem við höfum ekki flutt á tónleikum en hafa þó verið til í langan tíma. Þið spilið rokk, eigið þið ein- hverja möguleika á sölu á popp- markaði? Þegar við höfum verið að spila þessi lög hafa þau fengið góðar viðtökur, en reynslan bæði hér og erlendis sýnir að rokkhljóm- sveit þarf miklu lengri tíma til að ná að festa sig í sessi og til að ná verulegri sölu. Hvað okkur varðar þá getur þessi plata orðiö til að leggja grunninn fyrir næstu plötu ef við náum að kynna hana vel og hún selst þokkalega. Það er erfitt að ryðjast inn á markað með rokkplötu og ætla sér að selja í stóru upplagi. Þetta er kannski frekar spurning um að vera staðfastur og hafa trú á því sem maður er að gera. Eins og við vitum þá er það í sjálfu sér næstum hætt að skipta máli hvað þú ert með í höndun- um, hverskyns tónlist það er, það fvr mest eftir því hvað þú færð mikið pláss í fjölmiðlum og hvað þú ert mikið auglýstur. Lagði útgefandi ekki áherslu á að fá sölulega plötu? Nei, hann hafði tröllatrú á okk- ur og við fórum í hljóðver með óbundnar hendur. Snúum okkur að tónlistinni aftur, útsetningar eru einfaldar á piötunni. Já, við lögðum mikið upp úr því að hafa þetta allt einfalt, að hafa það þannig að við gætum spilað það, enda erum við fá- menn sveit án og kærðum okkur ekki um að hafa yfirhlaðnar út- setningar sem við gætum ekki spilað. Lögin líða ekkert fyrir það að vera í einföldum búningi og það er virkilega gaman að spila þau á tónleikum. Hvaða áheyrendur sjáið þið fyrir ykkur? Okkur finnst eins og það sé breiður hópur, það eru lög og lög sem krakkarnir grípa, en líklegast höfðum við meira til þenkjandi áheyrenda, kannski frá fram- haldsskólum og uppúr, frekar en niðurúr. Við höfum kannski liðið fyrir það að falla ekki að einhverjum merkimiða sem gagnrýnendur vildu setja á okkur, hvorki neðan- jarðar eða ofan. Við erum bara að spila okkar tónlist í fyllstu ein- lægni og það gefur tónlistinni sál. Það verður síðan okkar styrk- ur að hafa aldrei verið að spila eftir einhverri forskrift, að hafa bara verið að spila það sem við viljum spila. Hvað með framtíðina, eigið þið von á að geta lifað á tónlist- inni hér á landi? Við horfum lengra, enda má segja að heimurinn sé allur orð- inn eitt markaðssvæði fyrir tón- list og til þess að geta orðið at- vinnutónlistarmenn stefnum við á þann markað. Við búumst aldr- ei við því að verða einhverjar risa- stjörnur, en það væri gaman að geta lifað á því að spila og ferð- ast um til tónleikahalds í ein- hvern tíma. Við eigum fullt eins erindi á markað og hvaða hljóm- sveit önnur frá hvaða landi sem er; það eru aællir að hlusta á sömu hljómsveitirnar sama i hvaða landi. Við höfum fengið sama tónlistaruppeldi hér og menn sem setja saman hljóm- sveit í London, líklega betra tón- listaruppeldi ef eitthvað er. Hafið þið þá tekið upp ensk- an söng á einhver lög til kynn- ingar? Það er allt í vinnslu. Hvaða vonir bindið þið við þessa plötu? Við vonum að hún seljist fyrir kostnaði og að hún verði til að kynna hljómsveitina og það sem við erum að gera. Auðvitað gerir maður sér alltaf vonir um að fólki líki við það sem maður er að gera og vitanlega gefum við út plötu til að hún seljist. Ef plötu- salan væri aðalmálið þá værum við samt að semja allt aðra tón list og léttari. Rökrétt framhald Frá upphafi hefur Talk Talk verið á meðai merkari poppsveita bre- skra og réð þar mestu um söngvari sveitarinnar og aðal hugmynda- og lagasmiður Mark Hollis. Hann og Tim Friese-Greene hafa sett saman mörg góð lög, en með tímanum hafa plötur Talk Talk ein- kennst meira og meira af því að vera sniðnar um einhverja eina tón- listarhugmynd eða textahumynd. Nýjasta plata Talk Talk, Spirit of Eden, er þar engin undantekn- ing. Textalega og tónlistarlega er hún rökrétt framhald af því sem á undan er komið, en nú er Hollis kominn svo langt í innhverfunni að menn eiga í erfiðleikum með að fylgja honum. Menn verða að hlusta oft á Spirit of Eden til að ná því sem Hollis er að segja og tónlistin er ekki síður á lágu nótun- um, svo mjög að hún nálgast að vera minimalísk í samsetningu og svo hljóðlát er platan að vísast eiga margir sveimhugarnir eftir að gefast upp á að hlusta. Það er þó vel þess virði að hlusta á plötuna og bestu lögin, Eden, I Belive in You og Wealth, eru á meðal þess besta sem Talk Talk hefur tekið upp. Það er þó vonandi að ekki haldi sveitin lengra á þessari braut, enda komast þeir Hollis og Friese- Green vart lengra án þess að verða óskiljanlegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.