Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 37 Húsnæðisvandi hjá Tækniskólanum: Vona að vandanum verði afetýrt með leignhúsnæði - segir Bjarni Kristjánsson, rektor REKTOR Tækniskóla íslands og formaður nemendafélagsins von- ast til að tekist hafi að bjarga húsnæðismálum skólans fyrir horn eftir fiind með fiilltrúum menntamálaráðuneytisins og Innkaupastofhunar ríkisins í gær. Skólinn býr nú við þröngan húsakost, að sögn nemenda, og engin aðstaða er til fyrir 60-70 nýnema sem koma inn nú um áramótin. Á sama tima þurfa nemendur í byggingatæknifræði aðstöðu fyrir lokaverkefni og skólinn missir fjórar litlar stofúr sem hann leigir. Leysa á málið með því að taka nýtt húsnæði á leigu hjá fyrirtækjum í nágrenni skólans og sagðist Bjarni Kristj- ánsson, rektor, vera bjartsýnn á að það tækist. Tækniskólinn er til húsa í 4.500 fermetra húsnæði við Höfðabakka, sem hann leigir af Islenskum aðal- verktökum. Húsnæðisþörfin hefur farið mjög vaxandi hin síðustu ár Fiskveró ð uppboósmörkuöum 25. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. i Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 47,50 30,00 45,85 52,072 2.387.393 Þorskur ós- lægður 39,00 39,00 39,00 0,683 26.637 Þorskur smár 19,00 17,00 17,03 1,935 32.954 Ýsa 71,00 50,00 63,38 4,595 291.243 Ýsa óslægð 64,00 59,00 61,00 1,473 89.853 Ufsi 15,00 12,00 13,21 3,028 40.014 Karfi 35,00 15,00 31,90 5,069 161.698 Steinbítur 24,00 15,00 17,50 8,765 153.429 Smáýsa 15,00 15,00 15,00 0,130 1.958 Langa 22,00 22,00 22,00 0,655 14.425 Lúöa 305,00 130,00 161,85 0,937 151.763 Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,018 361 Koli 49,00 49,00 49,00 0,016 784 Keila Samtals 12,00 12,00 12,00 42,05 0,495 79,876 5.942 3.358.454 Selt var úr Otri HF, Guðbjörgu ÞH, Lómi SH, Mumma KÓ og fleiri bátum. Á mánudag verður selt m.a. úr Stakkavík ÁR um 25 tonn, aðallega þorskur, Hafbjörgu sf í Grundarfirði og ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur Ýsa ófl. 57,00 25,00 34,78 2,275 79.120 Ýsa óslægö 68,00 45,00 57,08 3,163 180.529 Ýsa undirmál 8,00 8,00 8,00 0,067 536 Ýsa und- 8,00 8,00 8,00 0,367 2.936 irm.ósl. Karfi 15,00 15,00 15,00 0,021 315 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,010 150 Steinbítur 13,00 13,00 13,00 0,111 1.443 Hlýri • Langa Lúða 135,00 135,00 135,00 0,026 3.510 Skata 150,00 150,00 150,00 0,560 84:000 Keila 5,00 5,00 5,00 0,192 960 Þorskur 35,00 35,00 35,00 0,546 19.110 Þorskurós- 35,00 30,00 32,17 3,393 109.152 lægöur Þorskur undir- 10,00 10,00 10,00 0,028 280 mál Samtals 44,80 10,758 482.041 Selt var úr Skipaskaga AK og ýmsum bátum. Á mánudag verð- ur seldur fiskur frá Breiðdalsvík, karfi og ýsa, og frá ýmsum bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 61,50 40,50 49,85 11,983 597.306 Ýsa 71,50 35,00 66,43 3,261 216.635 Ufsi 10,00 10,00 10,00 0,171 1.710 Sild 8,52 8,41 8,50 239,740 2.037.369 Karfi 15,00 12,00 14,53 1,421 20.652 Langa 15,00 15,00 15,00 0,267 4.005 Skarkoli 58,50 58,50 58,50 0,049 2.867 Lúða 120,00 120,00 120,00 0,017 2.028 Skata 65,00 65,00 65,00 0,0035 228 Samtals 11,22 256,912 2.882.800 Selt var úr Þresti KE og fleiri bátum, síld úr Skagaröst og Kópi. f dag kl. 14.30 verður selt úr dagróðrabátum. SKIPASÖLUR í Bretlandi 21. - 25. nóvember. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Grálúða Blandað Samtals 69,45 429,075 91,89 70,760 39,90 45,38 70,65 92,63 106,02 22,885 8,225 1,165 0,710 5,790 29.800.025 6.502.131 913.078 373.237 82.301 65.764 613.879 38.350.416 71,20 538,610 Selt var úr Hólmatindi SU og Sólborgu SU á mánudaginn. Heima- ey VE á þriðjudaginn, Bjarti NK á miövikudaginn og Álsey VE og Gullver NS á fimmtudaginn. GÁMASÖLUR í Bretlandi 21. - 25. nóvember. Þorskur 69,55 431,745 30.027.934 Ýsa 90,36 160,625 14.513.913 Ufsi 36,40 17,115 622.970 Karfi 41,33 16,565 684.622 Koli 92,58 93,195 8.628.246 Blandað Samtals 97,87 35,449 3.469.346 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 21. - 25. nóvember. Þorskur 67,83 35,561 2.412.234 Ýsa 78,77 5,123 403.543 Ufsi 67,14 111,918 7.514.504 Karfi 77,45 333,430 25.825.123 Grálúða 100,74 0,460 46.339 Blandaö 18,90 60,738 1.147.647 Samtals 68,25 547,230 37.349.391 Selt var úr Kambaröst SU á mánudaginn, Viðey RE á þriðjudag- inn og Má SH á fimmtudaginn. vegna fjölgunar nemenda, sem eru nú yfir 350, en þó einkum vegna fjölgunar námsbrauta og bekkja. Fyrir 16 mánuðum tók Tækni- skólinn 1.400 fermetra húsnæði á leigu í viðbót frá íslenskum aðal- verktökum, sem leysa átti þörf skól- ans, en ekki hefur verið ráðist í að innrétta þá aðstöðu. Leigugjöld af því húsnæði þann tíma hafa verið um 5 milljónir króna, að sögn Við- ars Björgvins Tómassonar, form- anns húsnæðisnefndar nemendafé- lagsins, en kostnaður við að inn- rétta það er áætlaður um 30 milljón- ir. Bjami Kristjánsson sagði að fjárskortur og seinagangur í kerf- inu væru ástæðan fyrir því að hús- næðið hefði staðið ónýtt þennan tíma. Á fundinum í gær var gengið frá framkvæmdaáætlun við innréttingu þessa húsnæðis og á 70% þess að vera komið í notkun í ágúst á næsta ári og afgangurinn árið 1990. Út- boð í verkið á að auglýsa eftir um tíu daga. Sissú sýnir í Tung’linu FRÁ og með föstudeginum 25. nóvember verður myndlist eftir Sigþrúði Pálsdóttur, Sissú, sýnd í salarkynnum Tunglsins. Verkin eru flest unnin á þessu ári, sum áður séð og önnur frumsýnd. Sýningin er sölusýning og stendur fram yfír hátíðar. (Fréttatilkynning) Spilavist Raufar- hafharfélagsins Raufarhafnarfélagið heldur sína árlegu spilavist sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00 í húsi Spari- sjóðs vélstjóra, Borgartúni 18, í kjallara. Morgunblaðið/Keli Lögregluvörður var við Brimnes SH 717 í Reykjavíkurhöfn í gær. Brimnesið liggur utan á Álaborg. Eigandi sótti bátinn þegar afhending dróst Deila um greiðslur fer fyrir gerðardóm EIGANDI bátsins Brimness SH 717 flutti bátinn úr Hafnarfjarðar- höfii í Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Báturinn var smíðaður hjá skip- asmiðastöðinni Stálvík og heldur eigandinn því fram að afhending bátsins hafi dregist úr hömlu og er ósammála Stálvíkurmönnum um Qárupphæðir. Forsvarsmenn Stálvíkur segja það rétt að afhending hafi dregist, en eigandinn hafi ekki rétt til að taka bátinn, þar sem skipasmíðastöðin hafi haldrétt á honum og liaffærnisskírteini hafi ekki verið gefið út. í gær var ákveðið að deila aðila um greiðslur verði lögð fyrir gerðardóm. Stálvík sagði að mikið bæri í milli aðila og deilt væri um milljónir. Brimnes er tæpar tíu brúttórúmlest- ir og var báturinn skráður í síðustu viku. Gefið hefur verið út skipa- smíðaskírteini, sem er jafngildi af- sals. Ottó sagði að þrátt fyrir það hefði skipasmíðastöðin haldrétt á bátnum. „Báturinn hefur ekki feng- ið haffæmisskírteini og því er sigl- ing hans á ábyrgð skipasmíðastöðv- arinnar," sagði hann. „Það er rétt að afhending bátsins dróst, en þar er ekki einungis við skipasmíðastöð- ina að sakast. Eigandinn átti að leggja til ýmsa hluti, en það gekk ekki alltaf fljótt. Nú reikna ég með að eigandinn verði sér úti um haf- fæmisskírteini og fari með bátinn heim, en úr öðrum deilum verður leyst fyrir gerðardómi," sagði Ottó Schopka. Ekki tókst að ná í Stefán Hjalta- son, útgerðarmann, til að bera málið undir hann. Eigandi bátsins, Stefán Hjalta- son, útgerðarmaður á Ólafsvík, fór um borð í hann í Hafnarfirði ásamt öðmm manni um kl. 22 á fímmtu- dagskvöld og sigidi til Reykjavíkur. Þangað kom báturinn um kl. 2 í fyrrinótt. Stefán og félagi hans yfir- gáfu bátinn, en þegar þeir komu að honum skömmu síðar vom starfsmenn Stálvíkur komnir um borð og ætluðu sér að færa bátinn aftur til Hafnarfjarðar, þar sem eigandinn hefði ekki verið í rétti til að flytja hann. Upphófust deilur milli aðila og kom Stefán í veg fyr- ir að unnt væri að gangsetja bát- inn. Lögreglan í Reykjavík var köll- uð til og varð að samkomulagi að báðir aðilar yfirgæfu bátinn, þar til lögfræðingar þeirra hefðu komist leyst málið. Lögreglumenn vom settir á vakt um borð. Síðdegis í gær var ákveðið að deila aðila um uppgjör yrði lögð í gerðardóm. Otto Schopka hjá Samkomulag menntamálaráðuneytis og Sturlu Kristjánssonar: Sturla hafnaði boði um að taka við fyrra starfi Fær greiddar 2 milljónir í skaða- og miskabætur Menntamálaráðherra hefúr gert samkomulag við Sturlu Kristjánsson fyrrum fræðslustjóra í Norðurlandskjördæmi eystra. í því fólst m.a. að Sturlu var boðið að taka á ný við fyrra starfi sínu, en hann hafii- aði þvi. I tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Sturla skuli í engu gjalda þeirrar deilu, sem verið hafi milli hans og menntamálaráðuneyt- isins, í framtíðinni og njóta trausts, sannmælis og fyllsta réttar í sam- ræmi við embættisgengi við hugsanlega starfsumsókn á sviði fræðslu- mála í framtíðinni. Menntamálaráðherra segir að ráðuneytið hafi með samkomulaginu strikað yfir þennan kafla í sögu sinni. í samkomulaginu felst að Sturlu var boðið að taka á ný við fyrra starfi sínu sem fræðslustjóri Norður- landskjördæmis eystra eða þyggja styrk til námsdvalar erlendis í 2 ár. Sturla valdi síðari kostinn. Þá ákvað fjármálaráðherra að draga áfrýjun dóms bæjarþings Reykjavíkur, í skaðabótamáli Sturli gegn ríkissjóði, til baka og segir í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að þar með sé viðurkennd sú niðurstaða héraðs- dóms að uppsögn Sturlu hafi verið ólögmæt. Hann fær greiddar skaða- bætur, sem samkvæmt dómnum voru 900 þúsund krónur, en einnig sér- stakar miskabætur vegna vinnutaps og fleira, alls um 2 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sagði við Morgunblaðið að ráðuneytið hafí með þessu lýst því yfír að rangt hafi verið staðið að máli Sturlu á sínum tíma. Það, og sú ákvörðun fjármálaráðherra að hætta við áfrýjun, geri það að verk- um að Sturla eigi að gera staðið uppréttur eftir, og það sé aðalatriðið. Fyrrverandi fjármálaráðherra ák- vað að áftýja skaðabótamáli Sturlu vegna þess að dómur borgardóms þótti opna leiðir fyrir forsvarsmenn ríkisstofnana að eyða fé umfram fjár- lög. Þegar þetta var borið undir Svavar, sagðist hann telja að mál Sturlu væri slíku algerlega óviðkom- andi. „Flest allar ríkisstofnanir hafa ein- hvemtímann farið yfír á fjárlögum og þar hefur reglum oft verið fylgt mjög slælega eftir. Þarna var um að ræða afmarkað mál, sem þróaðist upp í illskumál milli ráðuneytisins og heils fræðsluumdæmis og það varð að leysa því það verður að vera starfsfriður milli ráðuneytsisins og starfsmanna þess. En enginn hefur látið sér detta það í hug, að ráðuneyt- ið muni framvegis líða það að menn umgangist með léttúð þær ijárheim- ildir sem héðan eru veittar,“ sagði Svavar. —í héraðsdómnum var tekið undir ýmsar ávirðingar sem fyrrverandi menntamálaráðherra hafði borið á Sturlu Kristjánsson. Er menntamála- ráðuneytið að lýsa því yfír að þær hafi ekki verið réttmætar? „Það sem ég er að segja er að aðfarimar voru ekki viðeigandi eða eðlilegar miðað við málið. Þetta vandamál hefði átt að leysa með eðlilegum hætti, en það var ekki gert heldur gripið til þess að reka þennan mann með offorsi. Ráðuneyt- ið hefur strikað yfír þennan kafla í sögu sinni með þesari niðurstöðu,“ sagði Svavar Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.