Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 64 „Herra dómari, skjólsieeÓinqarmihn Ujsirsig saklausan af þul ab Irafa ekið of naiægt meslu b'i-FreiÖ-" ©1966 Universal Press Syndicaie ást er... ... að kenna honum lykilorðin. TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved ® 1988Los AngelesTimesSyndicate /^N Með morgunkaffínu Bara láta ykkur vita að fjand.... lyftuhurðin lokast of fljótt ... HÖGNI HREKKVÍSI Status Quo Hvenær kemur Iron Maiden? Rokkaðdáandi skrifar: „Þegar Status Quo kom til landsins var talið að áhorfendur gætu fyllt Reiðhöllina tvisvar. Raunin varð önnur,“ segir bréfritari meðal ann- ars, en hann hefur áhuga á að hljómsveitin Iron Maiden komi til landsins. „Ég vil spytja forráðamenn SPLITT h/f hvenær hljómsveitin Iron Maid- en kemur til íslands. Síðastliðið sumar fullyrtu þeir að Iron Maiden kæmi í nóvember en ég hef ekkert heyrt um þá tónleika ennþá!. Von- góðir rokkunnendur eru að missa vonina um áframhaldandi rokktón- leika hérlendis vegna þess að ekk- ert hefur heyrst frá þeim sem skipu- leggja slíka tónleika. Tap vegna Status Quo-tónleik- anna var 4-5 milljónir, en Kiss- tónleikamir skiluðu sex milljón króna hagnaði. Þess vegna er tæp- lega hægt að ætla að SPLITT h/f hafí farið á hausinn vegna Status Quo-tónleikanna, þ.e.a.s. ef fyrir- tækið hefur orðið gjaldþrota. Það er fullvíst að Iron Maiden á marga aðdáendur hérlendis og ég er viss um að aðdáendumir myndu a.m.k, fylla Reiðhöllina þrisvar sinnum. Þegar Status Quo kom til Islands var talið að aðdáendur væm nægilega margir til að fylla Reið- höllina tvisvar. En raunin varð önn- ur. Það em fáir nú til dags sem nenna að hlusta á elliæra tónlistar- menn sem spila bara „búgí vúgí.“ Uriah Heep kom í vor og ég hef heyrt að hljómsveitarmeðlimirnir hafi verið svo ánægðir að þá langi til að koma aftur á eigin kostnað. AHA kom fyrir einu og hálfu ári og sagðist vilja koma aftur, þó ekk- ert yrði af því. Ég vil þakka SPLITT fyrir góða skemmtun á tónleikum, og einnig fyrir að reyna að halda uppi tónleikahaldi hérlendis. Fræg- ar hljómsveitir hafa komið hér fram og vonandi verður ekki langt að bíða þess að Iron Maiden komi hing- að. Síðast en ekki síst vil ég stinga upp á hljómsveitum og tónlistar- mönnum sem væm líklegir til að fylla Reiðhöllina. Bruce Springsteen Duran Duran Sting Tha Stranglers UB 40 Phil Collins Scorpions U2 Simple Minds Van Halen The Cure Whitesnake Def Leppard Billy Idol Eg vil biðja forráðamenn SPLITT h/f að athuga þessi nöfn og mögu- leikana á að fá þá í heimsókn til íslands til að halda tónleika hér. Lengi lifi tónleikahald á íslandi." Gleraugu fundust Kona nokkur kom að máli við Velvakanda og sagðist hafa fundið karlmannagleraugu eftir erfi- drykkju föstudaginn 18. nóvember í Sigtúni 3, Goðheimum. Hún vill gjaman að eigandinn fái gleraugun sín aftur og biður hann að hringja í s. 8 29 33 eða 2 70 20. Víkverji skrifar Víkverji veltir stundum fyrir sér hugtakinu fréttamat. Frétta- mat fjölmiðla kemur á stundum spánskt fyrir sjónir. Þannig var tveggja hæða og fimm dálka fyrir- sögn á forsíðu Tímans sl. miðviku- dag: „KAUPMENN ÓTTAST AÐ FARA í JÓLAKÖTTINN". Fram- setning og staðsetning fréttarinnar bendir til að þessi íslenzki kaup- mannsótti sé meiriháttar heims- frétt, stærsta sólin á fréttahimni dagsins! Kaupfélagsstjórar virðast hinsvegar óttalausir eða ótti þeirra ekki frásagnar virði. Á samdráttartímum, eins og þeim sem yfir standa, fer allur fjöld- inn fram með gát í eyðslu. Þetta hefur reyndar sagt til sín um nokk- urra mánaða skeið, jafnvel helft ársins, ef marka má fréttir um tekjusamdrátt ríkisins, sem fjár- málaráðherra hefur hátt um, en tekjur þess koma að stærstum hluta um verð vöru og þjónustu: tolla, vörugjöld, - benzíngjald, söluskatt o.s.frv. Þessi þróun hefur sum sé staðið mánuðum saman og fengið margendurtekna fréttalega umfjöll- un. Síðan skýtur henni upp á for- síðu Tímans, eins og blaðið hafi skyndilega uppgötvað eitthvað nýtt, stórt og áður óbirt leyndarmál. XXX að hefur ekki farið mikið fyrir því í fréttum fjölmiðla að gerð- ar voru um 70 hjartaskurðaðgerðir á Landspítala árið 1987 og að þess- ar aðgerðir verða verulega fleiri í ár. Það eitt að þessar aðgerðir, sem hófust hér á landi 1986, fara fram í landinu, eru í raun stórviðburður í sögu íslenzkrar heilsugæzlu. Það eitt að sjúklingar, sem þarfn- ast hjartaskurðaðgerðar, þurfi ekki að fara úr landi, eins og áður var, og þá oftlega í fylgd aðstandenda, sparar mikið ómak, óþægindi ýmiss konar, kostnað — og eykur á öryggi. Sama má raunar segja um útvíkkunaraðgerðir á kransæðum, sem hófust á Landspítala upp úr miðju ári 1987. Ymsa aðra nýja starfsemi er að finna í nýútkominni ársskýrslu Ríkisspítala fyrir árið 1987, svo sem unglingageðdeild og bráðamóttöku. Það er heldur ekki svo lítil frétt að nýburum á kvennadeild fjölgaði úr 2.279 árið 1986 í 2.512 árið 1987 eða um 233 einstaklinga eða 10,2%. Eða þá að komur á göngudeildir Ríkisspítala voru nærri 95.000 það árið. Eða að meðallegutími á legu- deildum hefur stytzt verulega, sem þýðir að afköst hafa aukizt, ef svo má haga orðum um starfsemi sem þessa. Allt eru þetta víst jákvæðar fréttir en þær eiga greinilega erfið- ara uppdráttar í fréttaheiminum en hinar neikvæðu. XXX Víkveiji sá það í Mogganum sínum í gær að út er komin hjá Almenna bókafélaginu „Bæna- bók fyrir böm“ eftir séra Sigurð Pálsson. Á okkar tímum, tímum hins langa vinnudags beggja for- eldra og margs konar tómstunda- anna — og þar af leiðandi oft ónógra samvista foreldra og bama — er vissulega þörf fyrir bók af þessu tagi. Ef menn gefa sér tíma til að hugleiða upphaf og tilgang jóla- halds má ljóst vera, að varla er hægt að mæla með betra efni í jóla- pakka barnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.