Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 23 Ciaude Lévi-Strauss „Lévi-Strauss hefur ekki einungis sett mark sitt á kenningalega umQöllun um hefð- bundin mannfiræðileg viðfangsefiii, heldur hefur hann einnig látið sig varða samtíma sinn og félagsleg vandamál, einkum samskipti þjóða og kynþátta." inntak goðsagna ekki aðeins af söguþræðinum, heldur einnig af samvali boðeininga. I goðsögum er raðað saman andstæðum — heitt/- kalt, upp/niður, o.s.frv. — og saman mynda þær heildstæð kerfi, innviði eða formgerðir, sem boða fólki ein- hver sannindi. Goðsagnir eru tæki fólks til að glíma við röklegar mót- sagnir og tilvistarvanda, sem ekki verður leystur með öðrum hætti: Hvemig gat mannkynið orðið til án sifjaspella? Hvað verður um okkur þegar þessu lífi lýkur? Annað dæmi um afstöðu Lévi- Strauss má sjá í skrifum hans um svonefnda „tótemhyggju". Orðið tótem er komið úr algonkvínsku, nánar tiltekið máli ojibvaindíána. Tótemhyggja felur í sér táknmál þar sem dýrategundir — svo sem fiskar eða fuglar — em látnar vísa til þjóðfélagshópa. Þar sem tótem- hyggja tíðkast rekja menn gjama ættir sínar í goðsögum til dýra, og oft kveða strangar reglur á um hvemig viðkomandi hógur skuli koma fram við dýr sitt. Stundum er til dæmis lagt blátt bann við því að fólk leggi sér það til munns. Margir mannfræðingar hafa lýst slíkum hugmyndum og margs kon- ar skýringum hefur verið teflt fram. Sumir halda því fram að tótem- hyggjan gegni vistfræðilegu hlut- verki, með henni sé fólk að vemda mikilvæga dýrastofna. Aðrir gera því skóna að hlutverk hennar sé að efla samstöðu meðal fólks, og svo mætti lengi telja. Lévi-Strauss vék slíkum skýringum til hliðar í einni svipan með bók sinni um tót- emhyggju (1962). Hann hélt því fram að tótem- hyggjan væri fyrst og fremst flokk- unarkerfi, fólk tengdi ákveðnar teg- undir dýra við félagshópa vegna þess að það auðveldaði því að flokka og hugsa, það væri „bon a penser“ líkt og goðsögumar. Aftur er það spilverk hljóðanna sem opnar hon- um nýja sýn á starfsemi manns- hugans og menningarleg fyrirbæri. Á sama hátt og afstaða hljóða hvers til annars ræður merkingu í manna- máli, ekki hljóðin sjálf, er það sam- anburðurinn á tótemdýrunum sem máli skiptir en ekki hvert dýr út af fyrir sig. Fólk fjallar um þjóð- félag sitt og samskipti manna á meðal með því að einblína á tótem- dýrin, samskipti þeirra og það sem greinir á milli þeirra. Tótemhyggjan sé líkingamál þar sem fjallað er um mannheim. Lévi-Strauss telur að merki um tótemhyggju megi sjá í öllum samfélögum. Frá Amazon til Islands í rannsóknum mannfræðinga á íslenskum fombókmenntum gætir nokkurra áhrifa frá Lévi-Strauss. Nokkrir mannfræðingar hafa til að mynda beitt aðferðum formgerðar- stefnunnar á heimsmynd íslenska þjóðveldisins. Þeir freista þess að leiða í ljós líkön sem búi að baki fomum hugmjmdum um tíma og rúm, siijar og samfélag, sem svipar mjög til þess táknheims sem form- gerðarsinnum er tamt að gera sér mat úr. Að baki þessarar heims- myndar búi „rökfræði" af því tæi sem Lévi-Strauss uppgötvaði á ferðum sínum við Amazonfljót, heil kerfi tvennda og andstæðna. Sumir þeirra sem hafa sótt í smiðju Lévi-Strauss halda því fram, að íslendingasögur beri að skoða sem „tótemísk" hugverk. Þær séu ekki sagnfræðirit eða listaverk, að minnsta kosti ekki í skilningi nútímafólks, heldur miklu fremur allsheijar flokkunarkerfi þar sem kveðið er á um stöðu fólks í mann- legu samfélagi. Tímahugtak sagn- anna feli í sér kyrrstöðu og endur- tekningu fremur en línulega fram- rás. Þær dragi upp mynd af stöðn- uðu, „köldu“ samfélagi rétt eins og goðsögur „frumstæðra" samfélaga sem Lévi-Strauss er tíðrætt um. Sögumar sé samdar á tímum mik- illa breytinga, en hlutverk þeirra sé fólgið í að afneita línulegum tíma. Þá hefur því verið haldið fram að þegar sögumar em þýddar á erlendar tungur tapist gjama þetta ruglingslega tótemíska inntak sem leynist í verkunum, þýðandinn hafi tilhneigingu til að matreiða þau handa lesandanum og einblína á fagurfræði þeirra, atburðarás og söguþráð. Kynþáttavandinn Lévi-Strauss hefur ekki einungis sett mark sitt á kenningalega um- fjöllun um hefðbundin mannfræði- leg viðfangsefni, heldur hefur hann einnig látið sig varða samtíma sinna AlCreð Jolson, S.J. Venjulega er hjálp í því fólgin að tala við náinn vin um það, sem borið hefur að höndum. Þannig er unnt að gera sér skýra grein fyrir, hvað gerðist og viðurkenna þá stað- reynd, að ekki verður aftur snúið. Tár geta fallið, en áfram skal haldið. Það að halda áfram ræður úrslitum um, hvort maður þroskast og lærir af reynslunni. Frá þeirri stundu verður ekki framar litið til baka, líkt og kona Lots gerði forð- um. Þá dugar ekki lengur að harma það sem liðið er eða vekja það til nýs lífs. Ef þú vilt ganga úr skugga um, hvort þú sért fómarlamb lífsstöðv- unar geturðu spurt þig: Hugsa ég oft dapur í bragði um afturför, yfir- gangssemi eða mistök, sem ég hef orðið fyrir í lífinu? Og tala ég oft um þetta? Ef annað svarið er ját- andi hefur þú orðið fyrir reynslu, sem fjötrar líf þitt. En það er ekki of seint að breyta til og halda áfram. Það getur verið upphaf að nýju lífi að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Lafði Hendriques gaf einu sinni þetta ráð: „Af stað á Guðs vegum." En það þarf stað- fastan vilja til að ná þessu marki. Höfundur er biskup kaþálskra á íslandi. og félagsleg vandamál, einkum samskipti þjóða og kynþátta. Árið 1952 sendi hann frá sér bókina Race et histoire (Kynþýttur og saga), sem hann skrifaði að til- hlutan Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Hún er af mörgum talið sígilt and- svar við kynþáttahyggju. Þar er sett spumingarmerki við áleitnar hugmyndir samtímans um fram- farir. Höfundurinn leiðir rök að því að framfarahugtakið byggist á hug- myndinni um menningarlega yfír- burði og í raun séu engar algildar mælistikur til sem réttlæti það að ein menning sé sett ofar annarri. Ein menning kunni að leggja áherslu á stöðugleika, vera „kyrr- stæð“, á meðan önnur undirstriki breytingar, sé „á hreyfingu", en þetta segi ekkert um ágæti þeirra. Sú sem setji breytingar á oddinn njóti hins vegar sambýlis við aðra menningu. Krafan um menningar- lega einangmn þjóða og kynþátta sé því tilraun til að leysa upp tíma og sögu. Á hinn bóginn segir Lévi- Strauss að hveiju samfélagi sé hollt að varðveita sérkenni sín, því ann- ars hafi það enga skiptimynt áþví alþjóðlega markaðstorgi sem það óhjákvæmilega hrærist í. Hljómfall og hávaði Strúktúralismi Lévi-Strauss á ekki alls staðar fylgi að fagna. Rit hans um goðsögur hafa meðal ann- ars verið gagnrýnd fyrir það að þar sé farið heldur fijálslega með heim- ildir og þann veruleika sem þær eru sprottnar úr. Minni goðsagna séu valin nánast af handahófi, þau séu rifin úr því samhengi sem þau mót- ast af og brotunum síðan raðað saman eftir hentugleikum á skrif- stofu í París. Niðurstaðan sé hugar- fóstur rannsakandans. Hún sé fremur til marks um sköpunarmátt hans en hugarstarf þess sem skráð- ur er fyrir verkinu, rétt eins og tíunda sinfónía Beethovens. Og víst er um það að ályktanir meistarans eru stundum byggðar á brota- kenndum vettvangsrannsóknum. Aðferð hans minnir á vinnubrögð gagnrýnandans sem sækir ógrynni af tónleikum en hverfur jafnan á brott eftir fyrsta lag og sest síðan við skriftir. Hinu verður ekki neitað að verk Lévi-Strauss hafa neytt fólk til að skoða sum sígild við- fangsefni mannfræðinnar — meðal annars sifjar, goðsögur og tótem- isma — í algjörlega nýju ljósi. Þegar Noam Chomsky, einn helsti merkisberi formgerðarstefnu í málvísindum nú um stundir, sendi frá sér fyrstu bók sína, varð einum gagnrýnanda á orði að málvísindin yrðu aldrei söm á eftir. Hið sama má með töluverðum rétti segja um höfuðrit Lévi-Strauss. Hann verður vaifalaust minnst fyrir afburða frumleika og ríkulegt framlag til nútíma mannfræði. En hans verður sennilega ekki síður minnst fyrir óbifandi trú á mátt mannshugans hvar sem hann er að verki og hver sem í hlut á. Kannski verður af- stöðu hans best lýst með því að segja, að alls staðar þar sem skap— andi hugur mannsins er að verki hljóti skipulag og skynsemi að sitja í fyrirrúmi, öll óreiða í mannheimi lúti rökrænni skipan. Ef fólk leggi við hlustir verði argasti hávaði að fögru hljórrifalli. Höfundur er dósent í mannfræði við Háskóla íslands. HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF veitir einstakiingum tœkifœri til góðrar ávöxtunar í hlutabréfum með samspiii skattfrádráttar og arðsemi traustra atvinnufyrirtœkja. Til sölu eru hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf., en félagið var stofnað haustið 1 986. Hlufabréfasjóðurinn hf. uppfyllir skilyrði laga nr. 9 frá 1984 um skattfrádrátt. íþvf felstað kaup einstaklinga á hlutabréfum ísjóðnum eru frádráttarbœr frá skatti upp að vissu marki. (Árið 1987 var heimill frádráttur vegna hlutabréfakaupa kr. 60.129,- hjá einstaklingum og kr. 120.258,- hjá hjónum.) Þrátt fyrir staðgreiðslu skatta af launatekjum mun koma til iokauppgjörs milli skatiyfirvalda og einstaklinga eftir lok þessa árs. Hlutabréfakaup munu þá annað hvort leiða til lœgri lokagreiðslu til gjaldheimtu eða beinnar endurgreiðslu frá gjaldheimtu. Hlutabréfasjóðurinn hf. notar ráðstöfunarfé sitt til kaupa á hlutabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtœkja. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú um 200 talsins. 57% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru hlutabréfog á hann nú hlutabréff eftirtöldum hlutafélögum: Almennum tryggingum hf, Skagstrendingi hf., Eimskipafélagi íslands hf., Flugleiðum hf., Tollvörugeymslunni hf, Hampiðjunni hf., Útgerðarfélagi Akureyringa hf., Iðnaðarbanka íslands hf., Verslunarbanka íslands hf. og Útvegsbanka íslands hf. 43% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru skuldabréf atvinnufyrirtœkja. HLUTABRÉFIN ERU SELD Á GENGINU 1,5421 m.v. 1. des. 1988* Stjórn sjóðsins skipa: Baldur Guðlaugsson, hrl. stjómarformaður, Árni Ámason, framkvstjóri, Ragnar S. Haildórsson, stjórnarformaður ísal, dr. Pétur H. Blöndal, framkvstjóri, Davíð Sch. Thorsteinsson, framkvstjóri, varaformaður, Árni Vilhjólmsson prófessor, Gunnar H. Hólfdanarson, framkvstjóri, dr. Sigurður B. Stefónsson, framkvstjóri, Framkvœmdastjóri er Þorsteinn Haraldsson, löggiltur endurskoðandi, Skólavörðustíg 12, Reykjavík, s. 21677. Endurskoðandi er Stefón Svavarsson, lögg. endurskoðandi. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Hlirtabréfamarkaðurinn hf. Fjárfestingarfélagið Skólavörðustíg 12,3. hœð, 101 Reykjavík, s. 21677 Verðbréfamarkaðurinn Ármúla 7, s. 681530,108 Reykjavík Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. Ármúla 7,108 Reykjavfk, s. 681530 Veiðbréfamarkaður Útvegsbanka fslands hf. Síðumúla 23,108 Reykjavík S. 688030 Verðbréfamarkaður Alþýðubankans hf. SuðurJandsbraut 30, 108 Reykjavík, s. 680670 Hafnarstrœti 7,108 Reykjavfk, s. 28566 Kringlunni, 103 Reykjavík, s. 689700 Kaupþíng hf. Húsi verslunarinnar, s. 686988 Verðbréfaviðskipfi Samvinnubankans Suðurlandsbraut 18,108 Reykjavfk s. 688568 • SÖLUGENGI BREYTIST DAGLEGA TIL 31. DES. 1988 m.v. 25% ársvexti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.