Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 19 reikninga 1937—1963. Sat í milli- þinganefnd í tilraunamálum 1939—1941. Kosinn 1942 í raforku- málanefnd. í nýbýlastjórri 1947— 1970. í bankaráði Landsbankans 1953-1956. Kosinn 1955 í yfírfast- eignamatsnefnd. í bankaráði Bún- aðarbankans 1956—1968, formað- ur 1961—1968. Fyrir störf sín hlaut hann mörg heiðursmerki. Jón var jafnan boðinn og búinn að leysa hvers manns vandræði. Hann var því vafalaust í hópi þeirra alþingismanna, sem sumir nefna nú sérstaka „fyrirgreiðslumenn" með hæfilegri virðingu. Að mínum dómi er ekki nema eðlilegt og sjálf- sagt, að kjósendur leiti ráða til þing- manna sinna, ef þeir óska þess, eða eru í vanda staddir. Margir af beztu þingmönnum þjóðarinnar fyrr og síðar hafa verið miklir fyrirgreiðslu- menn í þessum skilningi, enda að- alsmerki á hverjum góðum dreng að greiða götu manna eftir beztu föngum. Að því er Jón Pálmason varðar leyfi ég mér að nefna eitt lítið dæmi, sem ég hef ekki gleymt. Þegar ég tók við sýslumannsemb- ætti í Dalasýslu snemma árs 1955 og settist að í Búðardal var þar annars flokks símstöð,_ sem veitti takmarkaða þjónustu. Eg vissi, að Jón Pálmason var þá í nefnd, sem hafði þessi mál til athugunar. Leit- aði ég því ráða hjá honum. Fékk ég skjót svör. Hann taldi það ekki geta gengið, að heil sýsla hefði ein- ungis II. flokks símstöð — og ekki meira um það. En 1. júlí 1955 var símstöðin í Búðardal hækkuð um einn flokk og breytt í I flokks B- stöð. Það þýddi, að þjónustusími stöðvarinnar lengdist um nokkra klukkutima á sólarhring að mig minnir og þjónustu við héraðsbúa óx að sama skaði. Þetta kunni ég vel að meta. Eiginkona Jóns Pálmasonar var Jónína Valgerður Ólafsdóttir frá Minnihlíð í Bolungarvík, fædd 31. marz 1886, dáin 3. janúar 1979. Þau gengu í hjónaband 26. október 1916. Öllum ber saman um, að Jónína hafi verið gædd miklum mannkostum og góð húsfreyja. Oft varð hún að vera bæði bóndi og húsfreyja á heimili sínu í fjarvistum eiginmannsins. Því hlutverki skilaði hún með prýði og annaðist fjöl- skyldu sína og heimili af umhyggju- semi, ástúð og dugnaði. Þeim hjón- um varð 5 bama auðið. Þau er þessi: 1. Ingibjörg, húsmóðir, Blönduósi. F. 7/8 1917. D. 28/6 1975. Maki: Guðmundur Jón Jónsson frá Sölvabakka. F. 16/3. D. 13/3 1983. 2. Eggert Jóhann, bæjarfógeti, Keflavík. F. 22/5 1919. D. 19/7 1962. Maki: Sigríður Theodóra Árna- dóttir frá Bala, Djúpárhreppi. F. 18/3 1926. 3. Margrét Olafía, húsmóðir í Reykjavík. F. 4/12 1921. D. 5/12 1977. Sambýlismaður: Sigþór R. Steingrfmsson frá Blönduósi. Þau skildu. 4. Salome húsmóðir, Hvammi, Vatnsdal, A.—Hún. F. 31/3 1926. Maki: Reynir Steingrímsson, bóndi, Hvammi. F. 21/10 1925. Eva Benjamínsdóttir sýnir verk sin í Galleri Evu til 6. desember. Lifandi Reykjavíkursaga 5. Pálmi, bóndi og alþm., Akri. F. 11/11 1929. Maki: Helga Sigfúsdóttir frá Grýtubakka, Höfðahverfí. F. 6/7 1936. Bamaböm þeirra Jóns og Jónínu em nú 29 að tölu. Niðjahópurinn er því orðinn fjölmennur og mann- vænlegur að sama skapi. Um Jón Pálmason áttu vel við heilræði Hávamála: — Glaðr og reyfr skyli gumna hverr, unz sinn bíður bana. — Hann var jafnan hress í bragði með gamanyrði á vömm. En jafnframt var hann al- vömmaður og einlægur trúmaður. Hann var hrókur alls fagnaðar á vinafundum. Hann hafði gaman af að taka í spil og dreypa á dýmm veigurri, en allt fór það eftir vissum reglum og jafnan reis hann alheill upp að morgni, eins og ekkert hefði í skorizt og gekk á vit verka sinna. Hann hafði mikið yndi af skáldskap og ljóðagerð. Vísur gat hann sett saman á örskammri stund. Hann gaf út ljóðabók 1965. Er þar að finna kvæði ort af ýmsu tilefni og margar smellnar lausavísur. Hann hafði gaman af að kveðast á við vini sína. Hjörtur Kristmundsson, skólastjóri, orti eitt sinn þessar snjöllu og táknrænu vísur til Jóns á afmælisdegi hans: „Sterkar eikur stormi fagna standa keikar veðrum í. Þinn var leikur mál að magna, mæta reyk og vopnagný. Árin tifa, öldin rennur, ellin rifar seglin hljóð. Fennir yfír orðasennur eftir iifir minning góð.“ Jón á Akri var einstaklega gest- risinn og góður heim að sækja. Það var indælt að líta inn til þeirra hjóna í húsið við Vesturgötuna í Reykjavík. Samt var enn þá minnis- stæðara að koma heim að Akri, þar sem víðsýnið skín til allra átta og hnúkafjöllin blá standa vörð um byggðina og speglast í Húnavatni. Þar heima ætla ég, að Jón á Akri hafi kveðið þessa vísu á sólbjörtum vormorgni: Kveðjur vanda vötn og fjöll, vörðinn standa hólar, fegra landið atlot öll upprennandi sólar. Jón Pálmason lifði sínar síðustu ævistundir á sjúkrahúsinu á Blönduósi og þar andaðist hann 1. febrúar 1973. Þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, sem gátu komið því við, fóru norður að jarðarför hans. Við fundum að við vorum að kveðja þingskörung og tryggðatröll, eins og Jóhann Hafstein sagði í grein um Jón á Akri, sem endaði á þess- um orðum: „Við fundum öll, að við vorum að kveðja einlægan vin og mikinn ágætismann, og munu mannkostir hans seint líða þeim úr minni, sem til þekktu. Minning Jóns Pálmason- ar á Akri sem mikilhæfs og þraut- seigs baráttumanns á stjórnmála- sviðinu mun lengi lifa og verða honum og ættingjum til mikiis sóma.“ Höfundur er alþingismaður fyrir Sj&lfstæðisflokkinn í Vesturlands- kjördæmi. Nýtt gallerí á Miklubraut EVA Benjaminsdóttir hefur opnað nýtt gallerí — Galleri Evu — og sýningu á verkum sínum nú um helgina. Gallerí Eva er á heimili Evu á Miklubraut 50. Þar sýnir hún vatns- litamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Þetta er önnur einkasýning hennar hér á landi, sú fyrri var í Ásmundarsal 1983. Eva útskrifaðist frá School of the Museum of Fine Arts í Boston í Bandaríkjunum og lauk BFA-gráðu frá Tufts University 1984. Eva hefur áður tekið þátt í samsýningum bæði hér og erlendis. Sýningin var opnuð föstudaginn 25. nóvember og stendur hún til 6. desember, er opin alla daga kl. 15—21. (Fréttatilkynning) Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Guðmundur Andri Thorsson: MÍN KÁTA ANGIST. Skáldsaga. Mál og menning 1988. Mín káta angist er fyrsta skáld- saga Guðmundar Andra Thorssonar sem áður hefur sýnt að hann er lið- tækur í smásagnagerð. Á söguna má ef til vill líta sem tilraun, en sem slík er' hún afar lifandi og fjör- leg. Þetta er ein þeirra skáldsagna sem skemmta lesanda án þess að vera sneydd alvöru. í Minni kátu angist er fjallað um háskólalíf og ástir í Reykjavík og er ljóst að sögumaður er á heima- vettvangi. Sagan er dæmigerð Reykjavíkurskáldsaga þótt sögu- hetjan sé utan af landi og megi skýra ýmislegt í fari hennar með því. Skóla- og borgarlífi er lýst á háðskan hátt og óspart gert gys að ýmsum persónum, fulltrúum fólks sem virðist vera nóg af. En persónulýsingar eru aldrei beiskju- blandnar þótt stutt sé í stríðnina. Helst má finna að því að ýmsar athuganir höfundar séu of smáleg- ar._ ísienskunemar og íslenskukenn- arar fá sinn skammt. Meðal nem- enda eru „upprennandi skrifstofu- blækur, tilvonandi íslenskukennar- ar, hengilmænulegar skáldaspírur, gamlir hreppstjórar, nýfrjálsar hús- mæður, gamlir .skólastjórar, ey- firskir smalar og fólk sem ætlaði sér í blaðamennsku“. Eldri fræði- menn og kennarar „höfðu verið að leika íslenskufræðinga í tuttugu þrjátíu ár þannig að gervið var gró- Guðmundur Andri Thorsson ið á þá: Allir á flókainniskóm með grátt skegg og hálf gleraugu, og framburðurinn var úrval af því besta sem talað var á landinu, sam- ræmdur norðlenskur og skaftfellsk- ur í senn; þeir veifuðu rauðum tób- aksklútum og voru í hátt eins og hreppstjórar í íslenskum leikritum en gamansemin var ansi djúp virt- ist mér“. Strætisvagnar gegna nokkru hlutverki í sögunni. Til dæmis eru þeir á ferð í ljóðbrotum sögu— manns: „Ég stökk á eftir strætó, hljóp of hægt og varð of seinn./ Ég stanslaust reyndi að hringja í þig, það ansaði aldrei neinn./ Ég gæti lifað án þín ef ég væri ekki svona einn.“ í þessu broti er vitaskuld annað meira atriði en strætó. Og er þá komið að því sem sagan greinir einkum frá, þeirri kátu angist sem ástin veldur. Með sögumanni og skólasystur hans takast kynni sem leiða til ástríðufulls sambands. Til- finning sögumanns er sýnu háleit- ari en stúlkunnar sem reynist vera ein af hinum nýfrjálsu. í mjmdum sem dregnar eru upp af ástföngnum manni v^rða lýsing- ar skáldlegar, miklar andstæður hversdagslýsinga, en þó alls ekki utan ramma sögunnar. Eftir ástar- fund sögumanns og skólasystur flýgur hugurinn víða: „Ég fór út að glugganum og horfði út, horfði á þökin sem voru ekki alls konar heldur eins, ég heyrði bíl fjarlægj- ast og hljóðið dó út; ég sá stijálar stjömur sem ég vissi ekki hvað hétu og hvað merktu og tunglið sem var fullt og var á svipinn eins og það vildi spotta mig, og allt í kring sá ég mikinn bláma sem ég ímynd- aði mér að teygði sig allt til endi- marka veraldarinnar“. Fleiri slík dæmi mætti nefna úr Minni kátu angist, dæmi sem koma óvænt, en eiga engu að síður heima í sögunni, rjúfa ekki heildarsvip hennar. Eitt þessara dæma er að fínna í lokaorðum 4. kafla og snýst um fugla og þyt þeirra. Þar er eftir- minnilega lýst viðskilnaði karls og konu. Sé skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar borin saman við aðrar nýlegar íslenskar ástarsögur er ljóst að fleiri geta skrifað um ástina af kaldhæðni, en engu að síður lýst einlægum tilfinningum. Hér er á ferð nútímaleg saga sem m.a. er forvitnileg vegna orðfæris sem ekki er algengt í skáldsögum, en er hluti af daglegu lífí í borg. VERSUJNARHUSID BÝÐURAHRI FJÖtSKYlDUNNI ÁOPNUNARHÁlfD laugardaginn 26. nóvember milli kl. 14 og 16 I tilefni formlegrar opnunar nýrrar verslunarmiöstöðvar að Gerðubergi 1 bjóðum við þér og fjölskyidu þinni í heimsókn milli kl. 14 og 16. Eftirtaldar verslanir kynna vörur og þjónustu. Og fyrir bömin - bamaís, trúðar, blöðrur og Arthur Ragnarsson, listmálari, málar á andlit ALURVELKOMNIR! MDIIMIOIllV 8.77770 ÚTlHIISPORT IS^HÚSIÐ > S. 74446. t»F SNYRTISTOFA cftaníiisib Sími73790 n ilnníriijiM --1.72270 Sími 79525 VERSLUNARHÚSINU GEROUBEROI 1 m REYKJAVk SÍMI 71555 S. 72110. 10% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR í ÖLLUM VERSLUNUM FRÁ 26. TIL 30. NÓVEMBER AÐ BÁÐUM DÖGUM MEÐTÖLDUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.