Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 47 Tígulegur Kristþyrnir í botaniska garðinum í Glasgow í októ- berlok. Kristþyrnir — Ilex aquifolium Eitt af eftirtektarverðu lauf- og aidinskrúði gróðurríkisins sem. notað er víða á heimilum um jól til hátíðabrigða tilheyrir KRIST- ÞYRNI. Nafnið er bein þýðing á danska, norska og reyndar sænska heitinu á trjátegundinni Ilex aqui- folium. A ensku nefnist tijáteg- und þessi HOLLY, en á Bretlandi og eins í Ameríku er það rótgróinn siður að prýða heimili á jólum með kristþymi. Og í Ameríku er hann ræktaður í ríkum mæli í þeim eina tilgangi að gleðja augu um jól. Hér á landi eru greinar krist- þyrnis mjög fágætar á þessari stórhátíð. Eigi að síður mun hvert mannsbam kannast við hann, því svo algeng er mynd gljáandi stór- þymóttra blaða hans og fagur- rauðra aldina á jólakortum og alls-- kyns skrautpappír. Ættkvíslinni Ilex tilheyrir stór hópur sígrænna eða sumargrænna viðartegunda, en aðeins örfáar þeirra vaxa á norðurslóðum. Hinn venjulegi kristþymir, sem er sígrænn, vex þó villtur í vesturhluta Evrópu, við Miðjarðarhaf og á víð og dreif allar götur austur til írans. Hann er afar algengur í Englandi, bæði villtur og ræktaður. Eins er hann á víð og dreif í Danmörku og að- eins vottar fyrir honum á blettum meðfram ströhd Noregs. Ilex er hið upprunalega heiti fom-Rómveija á steineikinni, Qu- ercus iles, sem er sígræn suðræn tegund, er getur þó þrifist t.d. hér og þar í Englandi. Nafnið er síðar fært yfir á kristþymi vegna þess að lauf hans líktist steineikar- laufi. Bæði menningar- og sögu- lega er kristþymirinn athyglisvert tré. Hann gegndi greinilega ein- stæðu hlutverki á heimasvæðum sínum eins og eftirfarandi dæmi sýna, en þau eru lauslega þýdd úr danskri bók. Drúídarar, sem voru uppi fyrir 2000 árum, trúðu því að sólin yfirgæfí aldrei krist- þymi, því var litið á hann sem heilagt tré. Frá fornöld var tréð kunnugt sem tákn vemdar gegn ógæfu og ófarnaði. Það var siður hjá Rómveijum til foma, við hátí- ðahöldin til heiðurs guðinum Sa- túmusi, sem nefndust Satumale- hátíðahöldin, að senda vendi sem vafðir voru úr sprotum kristþym- is, með gjöfum til vina, til þess að láta í ljósi góðar óskir og virð- ingu. Einnig tíðkaðist sú venja, sem varðveist hefur fram á þennan dag, þó í nokkuð breyttri mynd, að skreyta híbýli manna, kirkjur og peningshús um jól sem tákn um velvilja og vemd. í Kína var Ilex chinensis notað- ur til skreytinga á inngönguhliðum og hofum við nýárshátíðahöldin í febrúar, hér áður fyrr. Hjá ýmsum kynstofnum indíána í N-Ameríku gegndi Ilex mikilvægu hlutverki BLÓM VIKUNNAR 120 Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir til vemdar og hjálpar í framhalds- lífinu og þymar laufsins táknuðu grimmd stríðsins. í baráttunni gegn sjúkdómum og í ýmsum spám hafði kristþymirinn einnig augljósa þýðingu. I Englandi mun enn þekkjast gamansamt próf, til að skera úr um réttmæti framtí- ðaráforma. Það var fólgið í því að láta blöð kristþymis, með litlum kertaljósum, fljóta í vatnskeri. Blað sem tók að sökkva varaði við áforminu. Notkun á laufi ýmissa Ilex-tegunda annarra en krist- þymis til þess að nota í te er víða þekkt frá mjög gamalli tíð. í því skyni mun indíánaþyrnir (I. paraguaiensis) í S-Ameríku vera þekktastur og nefnist sá dtykkur Maté eða Paraguay-te. Kristþymir verður varla rækt- aður hér á landi utan dyra, til þess er ársveðráttan alls ekki nægilega blíð. Þó finnast þess dæmi að hann hafi verið ræktaður hér úti en þá með æmum vetra- rumbúnaði. Hins vegar væri ekk- ert því til fyrirstöðu að fást við ræktun hans í gróðurskála þar sem fymi leyfir. Sjálf tegundin verður stórt tré, en það þolir ein- dæma vel tíða og harða afkvistun greina. Einnig er til heill fjöldi mjög lauffagurra afbrigða. En eigi að reyna við tréð og tryggja „beijaskraut" gkal bent á, að það er tvíbýlisplanta með kven- og karlblóm á sitt hvomm einstakl- ingi. Það þarf því hvort tveggja til ef rækta á allt skrautið fyrir jól, þ.e. bæði lauf og aldin. Trú- lega fyndist flestum það einum of plássfrekt. Óli Valur Hansson. Munið að næsti fræðslufundur GÍ verður haldinn mánudaginn 28. nóvember nk. kl. 20 í Risinu, Hverfisgötu 105. Prófessor Agnar Ingólfsson fjallar um íslenskar plöntur í máli og myndum. Öllu áhugafólki er heimill aðgangur. CHRYSLER SÝNING í DAG CHRYSLER LE BARON GTS ’89 Einn med öllu. 2,5 lítra vél. Verð kr. 1.095.000,- PLYMOUTH SUNDANCE RS TURBO ’89 DODGE ARIES LE ’89 4ra dyra, sjálfskiptur með aflstýri. 2,2 lítra vél. Verð kr. 896.000,- Sportlegur, hlaðinn aukabúnaði. 2,5 lítra Turbo. Verð frá kr. 1.040.000,- JOFUR - ÞEGAR ÞU KAUPIR BIL JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 OPIÐ KL. 9-18 VIRKA DAGA, 13-17 LAUGARDAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.