Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 / t Guðmunda Þorgeirs- dóttir — Kveðjuorð Kveðja frá fyrrverandi sam- starfsfólki i bókasafni Alþingis. Höggið sem reið yfir okkur öll við fregnina um hið sviplega fráfall Mundu vinkonu okkar og sam- starfskonu var þungt og skelfílegt. Öll orð verða gagnslítil og fátækleg þegar staðið er andspænis svo vá- legum atburði. Hér gefst því hvorki stund né staður til málalenginga eða málskrúðs, enda hefði þeirri góðu konu Mundu trauðla getist að slíku eftir þeim kynnum sem við höfðum af henni — og allra síst hugarvíl — því hún var allra kvenna óvflsömust — hressileg og glöð í daglegri umgengni og ef eitthvað bjátaði á djörf og úrræðagóð. Þessi fáu orð verða kveðja okkar til hennar með þökk fyrir ljúfa og trausta samfylgd og auk þess heitar óskir um bjarta verund þar sem andi hennar fer frjáls. Bömunum hennar, systrum og öðru venslafólki vottum við djúpa samúð. Björg Hermannsdóttir í gær var borin til moldar tengda- móðir mín, sem lést í bílslysi þann 17. nóvember sl. Munda var Reyk- víkingur í húð og hár, fæddist fyrir sjötíu árum við Túngötu, sleit bamsskónum á Bergstaðastíg og fluttist 15 ára gömul með fjölskyldu sinni á Öldugötu 25a, þrjár hæðir og ris sem faðir hennar hafði reist af miklum dugnaði. Hún gekk fyrst í Miðbæjarskólann og tók síðan próf upp í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hún nam einn vetur en varð þá að hætta námi að læknisráði vegna meðfædds sjón- galla sem ágerðist við álagið. Og auðvitað var það á Hótel Borg sem hún hitti sinn lífsförunaut, Gunnar Pétursson, rómantískan sjéntil- mann af Vesturgötunni sem dans- aði eins og engill. Mér vitanlega gerði Munda bara eina tilraun til að fara að heiman og það var þeg- ar hún fór ásamt vinkonu sinni til Kóngsins Kaupmannahafnar með Gullfossi til að læra dönsku og sjá sig um í heiminum. Lengi vel hélt ég að Kaupmannahafnardvöl Mundu hefði varað í marga mán- uði, svo margar dásamlegar sögur hefur hún sagt manni úr þeirri ferð, en í raun liðu ekki nema sex vikur þar til hún hélt aftur heim á leið. Stríðið var að skella á og þó henni byðist vinna í Höfn beið Gunnar á íslandi. Og skömmu síðar giftu þau sig með pompi og pragt og hófu búskap í risinu á Oldugötunni. Þar með voru þær systur allar búnar að stofna heimili og bjuggu nú hver á sinni hæð á Öldugötu 25a. Þetta var mikið fjölskyldulíf. Sigga eign- aðist fjögur af sínum fímm bömum í þessu húsi, Gunnar tvö og Munda sjö. Allur þessi bamaskari var eins og stór systkinahópur, þær systur með eindæmum samrýndar og kirsuberin ofan á ijómatertunni vom svo amma Jódís, afi Þorgeir og Einar bróðir — allt bjó þetta fólk undir einu og sama þaki. Þear sú sem þetta ritar kynntist Guðmundu fyrir rúmum tuttugu ámm, sem vinkona Péturs sonar hennar, vom Jódís og Þorgeir látin og Sigga og Gunna fluttar úr hús- inu með sínar fjölskyldur. En ekki var ég búin að vera lengi viðloð- andi Öldugötuna þegar ég áttaði mig á því að hér var á ferðinni óvenju samheldin og samlynd stór- íjölskylda sem Guðmunda og systur hennar vom kjaminn í. Þó þær byggju ekki lengur í sama húsi héldu systumar þijár viðstöðulausu sambandi með mörgum símtölum á dag og sjaldan liðu margir dagar án þess að fundum þeirra bæri sam- an. Sæi maður eina mátti bóka að hinar vom ekki langt undan. Og ekki nóg með að þær systur væm hver annarri vinir og athvarf — að auki sýndu þær börnum hver anrí- arrar, bamabörnum og meira að segja okkur tengdabömunum móð- urlega umhyggju og hlýju. Þegar bamahópurinn var kominn á legg og Guðmunda fór að vinna utan heimilis hélt gamli bærinn áfram að vera athafnasvæði henn- ar. Fyrst vann hún á skrifstofu Styrktarfélags vangefina í Banka- stræti um nokkurra ára skeið. Haustið 1968 hóf hún svo störf á bókasafni Alþingis í Vonarstræti og var starfsmaður Alþingis sam- fellt í tuttugu ár, eða þar til yfír lauk. Hún var á leið heim úr vinnu þegar slysið sem varð henni að ald- urtila bar að höndum. Munda var mikill göngumaður. Auk þess sem hún gekk á milli Öldugötu og Alþingis mörgum sinn- um á dag og fór í skemmtigöngur með Gunnu systur sinni í kringum Tjömina í hádeginu, ferðaðist hún mikið um bæinn og helst gang- andi. Yfírferð hennar var með ólík- indum. Þrátt fyrir vaxandi umferð var hún alltaf eins og fiskur í vatni í gamla bænum sem hún gekk þver- an og endilangan. Þegar miðbænum sleppti spilaði hún af fullkomnu öryggi á leiðakerfí Strætisvagna Reykjavíkur og nágrennis sem gerði henni kleift að skjóta inn afmælis- gjöfum, heimsækja vini og sinna öllum sínum óteljandi áhugamálum; átti samt aldrei bfl. Hún var sann- kölluð Reykjavíkurdama og þó hún hefði einstaka ánægju af ferðalög- um, ekki síður í náttúru íslands en erlendis, kom oft í ljós þegar komið var út fyrir bæjarmörkin hvflíkt borgarbam hér var á ferð. í fyrsta lagi var hún nú yfirleitt of fín; þeg- ar átti að fara að stika yfír þúfur og stökkva yfír læki kom iðulega í ljós að hún var í þröngu pilsi og gott ef ekki á hælaháum skóm! Og svo vom öll dýr henni mjög fram- andi. Henni stóð hálfgerður stuggur af hundum og köttum, að ekki sé minnst á hesta og kýr og önnur stærri dýr. Hins vegar kunni hún mjög að meta kosti borgarlífsins og þá einkum allt sem snertir menn- Minning: Kristrún Guðmunds dóttir í Hléskógum Kristrún Guðmundsdóttir í Hlé- skógum lést sl. föstudag, 18. nóvem- ber, áttræð að aldri. Hún fæddist í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð 8. apríl 1908, dóttir hjónanna Sólveigar Jónsdóttur og Guðmundar Péturs- sonar bónda þar og víðar um Skaga- íjörð, síðast í Smiðsgerði. Við andlát föður síns fluttist Kristrún 12 ára austur í Hnjóskadal til Jóns bróður síns og Hólmfríðar Jónsdóttur konu hans að Fomastöðum og síðar að Skógum og að Bimingsstöðum og var hjá þeim til 15 ára aldurs, en réð sig þá í kaupavinnu hér og þar, en var einatt hjá bróður sínum, eink- um á vetmm. Kristrún varð fyrir því áfalli haus- tið 1932 að taka lömunarveikina og vom báðir fætur með öllu máttlaus- ir fyrst í stað og sá vinstri alla ævi og sömuleiðis var bakið mikið lam- að. í viðtalsþætti við Kristrúnu í bók Jóns frá Garðsvík, Fólk sem ekki má gleymast, er látlaus en áhrifa- mikil frásögn _ Kristrúnar af lífsreynslu sinni. Á Landspítalanum var hún samfleytt í eitt og hálft ár. Síðan fluttist hún til Helgu systur sinnar og Kristjáns Albertssonar frá Halllandsnesi síðar vegaverkstjóra að Litla-Hvammi og síðar að Bim- ingsstöðum. Á Bimingsstöðum gengu þau Kristrún og Þórir, bróðir Kristjáns, í hjónaband. Eldri sonur þeirra, Guðmundur, fæddist 12. júní 1935, og er kvæntur Kristrúnu Gunnars- dóttur frá Böðvarsgarði, fædd 25. febrúar 1943, og eiga þau einn son, Gunnar, fæddan 10. júlí 1967 og er hann í vélfræðinámi. Yngri sonur þeirra Kristrúnar og Þóris er Sigurð- ur, fæddur 30. september 1945. Þórir fæddist 24. september 1896 og dó 2. ágúst 1985. Saga þeirra Kristrúnar og Þóris var mikil hetjusaga. Hann var víkingsmaður til allra verka og mik- ill burðarmaður, grófur á ytra borði en raungóður og greindur vel. Kristrún var fíngerð kona en hug- djörf og hafði gleði af að umgang- ast dýr. Þótt ekki hafí hún verið nema einn vetur í Laugaskóla og engrar skólagöngu notið nema þeirr- ar var hún sjór af fróðleik, fylgdist vel með og hafði fram í andlátið gaman af að talaum viðburði líðandi stundar eða bækur sem nýútkomnar voru eða um hvaðeina sem á góma bar. Þótt hún væri bundin við hjóla- stólinn flaug hugurinn víða og áhug- inn var ódrepandi. Árið 1942 fluttu þau Þórir að Melum í Hnjóskadal og bjuggu þar í 20 ár, en þá brann ofan af þeim og upp úr því fluttu þau að Hléskóg- um og bjuggu þar ásamt sonum sínum og tengdadóttur til dauða- dags. Mér hefur verið sagt, að það hafí undrum sætt, hversu vel þau bjuggu að Melum við erfiðar aðstæð- ur og að áhugi Kristrúnar hafí verið þvílíkur, að hún hafí farið út og reynt að hjálpa til við heyskapinn. Fjöl- skyldan hefur alltaf verið einstak- lega samhent og synimir borið móð- ur sína á höndum sér í fyllsta skiln- ingi þeirra orða, að ógleymdri Kristínu, sem var óþreytandi ef hún gat gert tengdamóður sinni lífið létt- ara. Fjölskyldan á Hléskógum hefur kannski ekki alltaf verið á sama máli, en hún hefur kunnað að standa saman. Það fínnur maður um leið og maður kynnist búskaparháttum á Hléskógum og þeim myndarbrag, sem þar er innan dyra og utan. Kristrún í Hléskógum verður okk- ur hjónum minnisstæð. Ég sé hana fyrir mér, horfí í augu hennar og heyri röddina. Hún hefur frá miklu að segja og margs að spyija og íslenskan leikur henni á tungu. Það er sjónarsviptir að slíkri konu, en allt og allir eiga sitt endadægur. Fjölskyldunni bera þessar línur sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Kristrúnar Guðmundsdóttur. Halldór Blöndal ingu og listir. Hún sótti stíft hvers- kyns listviðburði, tónleika, mál- verkasýningar, en þó stóð henni leikhúsið næst hjarta. Það var með ólíkindum hvað hún komst yfir að sjá. Hún var að sjálfsögðu með föst áskriftarkort á sýningar atvinnu- leikhúsanna, en auk þess hafði hún brennandi áhuga á vaxtarsprotun- um í leikhúslífi borgarinnar, klöngr- aðist upp á galdraloft og hana- bjálka, lét sig aldrei vanta í nem- endaleikhúsið og helst þurfti hún líka að sjá sýningar menntaskól- anna. Þótt hún ætti erfítt með lest- ur fylgdist hún með öllu því mark- verðasta í íslenskum bókmenntum og aldrei var hún svo blönk að hún hefði ekki efni á að kaupa bækur, átti reyndar prýðisgott bókasafn. Eins og fram hefur komið var Guðmunda mikil fjölskyldumann- eskja og ættmóðir. Hun var skipti- borð stórrar fjölskyldu og kjalfesta. Trygglyndi hennar og umhyggja fyrir fjölskyldu sinni og vinum var takmarkalaus, náði raunar út fyrir líf og dauða, því fáa veit ég hafa sýnt minningu látinna vina og ætt- ingja meiri rækt. Og öll árin sem við Pétur sonur hennar vorum er- lendis, gátum við reiknað með því jafn örugglega og daglegri upp- komu sólar, að Munda sendi bréf og blaðaúrklippur vikulega. Helst hefði hún viljað hafa öll sín böm, bamaböm og tengdaböm plús systur sínar hjá sér öllum stundum, en auðvitað var það ekki hægt, svo hún lét sér nægja að nota hvert einasta tilefni sem gafst til að hóa saman bömunum sínum sjö, mökum þeirra og bömum. Og því ekki það: tengdaforeldrum þeirra, mágum, mágkonum og bömum þeirra — auk þess sem vinir bama hennar vom miklir aufúsugestior. Það vom oft ansi margir sem átu og dmkku við gnægtaborð Guðmundu. Um ára- tuga skeið var eldaður gríðarstór pottur af gijónagraut á Öldugöt- unni í hádeginu á laugardögum og þangað komu allir sem vildu og gátu. Þegar gijónagrautshópurinn var kominn á þriðja tug gerðum við yngri kynslóðin byltingu og heimt- uðum að heimilin skiptust á að hýsa grautinn. Munda var treg, en varð að beygja sig undir álit meiri- hlutans. Bamabömin kölluðu hana ömmu Buddu af því hún var alltaf með veskið á lofti, útausandi íjármunum út yfír öll efni. Hún var þeirra tryggasti aðdáandi og stuðnings- maður. Hafði ódrepandi og for- dómalausan áhuga á öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Ég gat ekki varist brosi þegar í ljós kom af til- viljun um daginn að Munda hafði misst af einum unglingaþættinum sem Dagur, 14 ára sonur minn, sá um á útvarpi Rót. I öll hin skiptin hafði hún semsé stillt á Rótina og hlustað á klukkutímaskammt af þungarokki og unglingafyndni. Léki eitthvert bamabamanna í skólaleik- riti, á nemendatónleikum eða dans- aði fallandi laufblað í dansskólanum var óbrigðult að amma Munda var í klappliðinu, hvort sem það var í Reykjavík eða hjá bamabömum austur í Flóa. Henni fannst nú ekki stórmál að labba út á Umferðarmið- stöð og hoppa uppí Selfossrútuna. Auk þess sem hún hlustaði andakt- ug á fyrsta stautið, dáðist að teikn- ingum og féll í stafí yfír framförum á öllum sviðum. Enda var hún þeim hugstæð. Þegar við fórum til út- landa leið ekki á löngu þar til þau voru farin að semja bréfin til ömmu. Fyrstu smíðisgripimir þeirra voru handa ömmu. Yngri sonur minn, Gunnar, var einmitt að ljúka við fyrstu jólagjöfina í ár; keramik- kertastjaka handa ömmu Buddu. Hann, eins og öll hin bamabömin, vissi að hún kynni að meta það sem hann gerði. Raunar hafði hún alveg einstakt lag á að láta fólk á öllum aldri fínnast það vera bæði merki- legt og skemmtilegt. Þátt í þessu átti sá sómi sem hún sýndi manni og þær höfðinglegu móttökur sem maður fékk ævinlega þegar maður kom í heimsókn. Já, Munda var ráðgáta í mörgum skilningi. Lífskraftur hennar og orka var með eindæmum. í fréttum af slysinu var talað um „gamla konu“, „roskna konu“ og „aldraða konu“. Þó Munda hafí orðið sjötug á þessu ári eru þetta síðustu lýsing- arorðin sem kunnugum dettur í hug til að lýsa henni, slíkur var kraftur- inn og vinnuþrekið auk þess sem lífsgleði hennar var eins og hjá unglingsstúlku. -Þrátt fyrir allt sem hún kom í verk man ég aldrei eftir að hún hafí talað um að hún væri þreytt. Guðmunda var víðsýn og um- burðarlynd, en samt ákaflega skoð- anaföst og var ósýnt um að liggja á sannfæringu sinni, heldur hélt henni fram við hvem sem var og ekki síður ef við ofurefli var að etja. Hún var róttæk jafnaðarmann- eskja og hafði viðbjóð á yfirgangi og ofbeldi. Það angraði hana stund- um hversu efnin vom þröng. Það var engu líkara en forlögin hefðu verið að gera á henni tilraun; setja manneskju með konunglega höfð- ingslund í þær aðstæður að hafa aldrei úr nógu að spila. Hún var aldrei rík af veraldlegum gæðum heldur tók þann kost að setja allt sem inn kom í gjafir og risnu og það veit sá sem allt veit að engum hef ég kynnst sem gaf höfðinglegri gjafír eða veitti af meiri rausn en hún. Raunar gat það farið í taug- amar á manni hve fimlega hún vék sér undan fyrirhöfn sem sneri að henni sjálfri. Henni fannst svo gráupplagt að hún væri alltaf veit- andinn en við hin þiggjendur. Á þessum sjálfhverfu tímum þegar hver og einn á svo fullt í fangi með að hugsa um sjálfan sig og sína eigin velferð var Guðmunda svo sannarlega stök. Nú er þetta stórveldi orðið hluti af veröld sem var og ég á ekki von á að kynnast mörgum sem fara í fötin hennar með vinskapinn, rækt- arseminaj reisnina og höfðings- skapinn. I máli hennar kom oft fram að hún taldi sig eiga marga ókomna ævidaga fram undan. En horfðist þó í augu við skapadægur sitt sem hlyti að koma og þá var söknuður, hennar jafnan bundinn ástvinum hennar, einkum barnabörnunum — að fá ekki að fylgjast lengur með þeim. Og vissulega er þeirra missir mikill. En þau fengu líka mikils að njóta. Og sá fjársjóður mun búa með þeim um aldir. Hrafnhildur Ragnarsdóttir Við kveðjum Guðmundu Þor- geirsdóttur í miklum söknuði. Hún var látlaus kona, en mig hefur hins vegar í seinni tíð grunað æ fastar, að hún sé máttarstólpi í þjóðlífi hé' og menningu. Hún byggði upp mei blíðu viðmóti og reisn. Fjöldi manns fékk hjá henni þessa undirstöðu með persónulegum kynnum, — aðr- ir hafa grundvallað eitthvað úr lífi sínu á bókum og öðrum listaverkum sem hún hefur blásið lífsanda í. Því ekki er nóg með að Guðmunda hafí alið upp indæl böm og jafnvel sér- staklega sem skapandi listamenn, heldur streymdi styrkur hennar við það til annars listafólks. Drungi og þess háttar óþarfi gufaði skyndilega upp, ef maður var svo heppinn að mæta Guð- mundu á götu. Hún geislaði af sér- stæðri og hressandi eftirvæntingu og áhuga, sem virtist beinast að heiminum í heilu lagi og allan tímann. Hjá Mundu fékk fólk and- lega þjálfun, og tók ekki eftir því, fyrr en kannski löngu seinna, að glaðværðin hafði verið í takti með dýrustu speki siðmenningarinnar. Nokkrir lánsamir unglingar, sem á sínum tíma máttu kallast heimilis- vinir hjá Guðmundu, Gunnari og bömum þeirra, mældu fljótlega einn eðlisþátt hennar, sem í fljótu bragði virtist stríða gegn náttúrulögmál- unum. Eftir því sem tíminn leið og unglingamir gerðust ófrýnilegri, síðhærðari, skítugri og hysknari, fundu þeir fasið kólna í réttu hlut- falli hjá eldri kynslóðinni. Með einni undantekningu. Ekkert af þessu virtist hrífa á Guðmundu. Bros hennar og kankvísi fölnaði ekki baun, og jafnvel held ég hreinlega að maður hafí af einhveijum orsök- um fengið aukaklapp á bakið. Ósköp voru sumir nú reyndar þakk- látir fyrir þetta. Þessi merka kona skilur eftir sig andlegan arf. Okkar er að ávaxta hann dyggilega. Hvíli hún í Guðs friði. Ólafiir H. Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.