Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 39 Arni Gunnarsson um hvalamálin: „Betra að bogna en brotna“ Harma deilur stjómarliða í viðkvæmu máli, sagði Guðmundur H. Garðarsson „Alþingfi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja þegar í stað endur- skoðun á hvalveiðistefhu íslendinga með það fyrir augum, að stöðva vísindahvalveiðar um að minnsta kosti þriggja ára skeið. Sá tími verði notaður til að ljúka nauðsynlegum vísinda-rannsóknum, án veiða, og til aukinnar kynningar á málstað íslendinga. Fulltrúum umhverfissamtaka verði gefinn kostur á að fylgjast með og taka þátt í þessum rannsóknum." Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar sem Arni Gunnarsson (A/Ne) mælti fyrir á Alþingi í gær. Frá mótmælaaðgerðum í Helsinki í Finnlandi í sumar þegar hvalaf- urðir, sem fara áttu um Sovétrikin til Japans, vóru endursendar til Islands. Búnir að tapa áróðursstríðinu „Með þessum tillöguflutningi er réttur íslendinga til hvalveiða ekki vefengdur," sagði Ámi, en „það er hins vegar ljóst, að hinar svonefndu vísindahvalveiðar hafa þegar stórsk- aðað hagsmuni íslenzkra útflutn- ingsfyrirtækja og þjóðarinnar í heild, vegna áróðurs umhverfis- verndarmanna gegn hvalveiðum". Ámi sagði að hvalveiðar hafi varla nokkra efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúskap okkar lengur, enda hafi telqur af sölu hvalaafurða aðeins verið 0,6% af hundraði heild- arútflutnings á sl. ári. Ámi vék að framkomnu frum- varpi borgaraflokksmanna um bann við hvalveiðum. Hann sagðist vera „algjörlega mótfallinn því, að binda slíkt í lög, enda fjalli tillaga hans um tímabundna stöðvun hvalveiða. Ámi sagði megintilgang tillögunnar að stöðva þann gegndarlausa áróð- ur, sem nú er beint gegn vísinda- veiðum og að skapa svigrúm til að koma málstað okkar á framfæri, til að útskýra afstöðu okkar til hval- veiða almennt og til að vinna sam- tök umhverfisvemdarmanna á okk- ar band. Það væri hyggilegra en að flokka aðgerðir þeirra undir glórulausa villimennsku og þá sjálfa sem hryðjuverkamenn. Að dómi Ama erum við búnir að tapa áróðursstríðinu við umhverfis- vemdarsamtök í Evrópu og Banda- ríkjunum. í þessu efni dugi ékki að ræða við ríkisstjómir; það sé al- menningur sem ráði ferðinni og stýri eftirspuminni á matvælamarkaði. Þess vegna þurfi fyrst og siðast að ræða málin við samtök umhverfis- vemdarmanna. Minni hagsmunir víki fyrir meiri „Ég mótmæli harðlega þeirri skoðun“, sagði Ámi, „að það að draga í land með vísindaveiðar sé afsal á sjálfsákvörðunarrétti. Um- deilt upphaf þessara vísindaveiða er með þeim hætti, að við getum með fullri reisn hætt þeim hvenær sem er á þeirri forsendu að nægra gagna hafi verið aflað, enda eigum við eftir að vinna úr talsverðu magni upplýsinga, sem safnað hefur ver- ið“. Ámi nefndi nokkur fyrirtæki, sem hætt hefðu viðskiptum við okkur eða dregið úr þeim í Bandaríkjunum: Burger King, Long John Silver, Stop and shop verzlunarkeðjan í Boston, skólamötuneyti á sama svæði o.fl. í Þýzkalandi: Tengelmann, Nordsee, Hans Wamholtz. Við eigum, sagði Ámi í lokin, að lýsa yfír frestun hvalveiða í þijú ár, án þess að afsala okkur nokkmm rétti. Jafnframt eigum við að bjóða umhverfisvemdarmönnum til ær- legs samstarfs til að kynna málstað okkar. Við getum ekki haldið áfram óbreyttri stefnu. Ég skil vel sjónarmið þeirra, sagði þingmaðurinn, sem segja, að við getum ekki látið undan kröfum út- lendinga um að við nýtum auðæfi hafsins á annan veg en við sjálfir viljum. En betra er að bogna örlítið en brotna. Það má alltaf rétta úr sér aftur. Engir hvalastofnar í hættu Halldór Ásgrimsson sjávarút- vegsráðherra sagði m.a. að sam- þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem Islendingar virtu, hafí verið tvíþætt: 1) að hætta hvalveiðum í atvinnu- skyni, 2) að stórauka rannsóknir á hvalastofnum. Þetta tvennt mótaði þá stefnu, sem íslendingar hafí fylgt. Jón Sæmundur Siguijónsson (A/Nv) sagði m.a. að við hefðum ekki tapað áróðursstríðinu. Það væri naumast hafið af okkar hálfu. Áróður grænfriðunga gegn okkur hagræðir sannleikanum, þegar bezt lætur, og er um sitt hvað byggður á hreinum ósannindum. Við veiðum aðeins 70 til 80 dýr á ári úr stofn- um, sem eru hvergi nærri í hættu. Grænfríðungar láta hinsvegar að því liggja að veiðar okkar stefni hvalstofnum í útrýmingarhættu. Þegar þeir segja að 49% af hvalaf- urðum okkar lendi í kjötbúðum í Japan eru þeir í raun að tala um 35 dýr. Þess sé og að gæta að skemmdarverk, sem önnur hvalfrið- unarsamtök hafi unnið á hvalveiði- stöð og hvalveiðibátum hér á landi, væru í raun smámunir hjá þeim skemmdarverkum gegn íslenzkum efna- og þjóðarhag, sem grænfrið- ungar ástunduðu. Jón Sæmundur sagði og að tillaga Áma um stöðvun hvalveiða í þijú væri og á skjön við veruleikann. Það væri aðeins eftir eitt ár af veiðitíma í vísindaskyni. Jón Sæmundur sagði og sá árangur grænfriðunga sem kæmi fram í 19.000 undirskriftum í 59 börgum Þýzkalands, þar af ýmsum milljóna- borgum, gæti ekki talizt mikill árangur. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sagði íslenzk stjómvöld á hálum brautum, hvað hvalveiðistefnu áhræri. Þessi stefna setti mikilvæga útflutningshagsmuni í umtalsverða hættu. Hyggilegra er, sagði þing- maðurinn, að leita víðtæks sam- starfs við umheiminn í umhverfis- vemdarmálum að því er hafsvæðin varðar. Tillaga um að stöðva þekkingarleit Eiður Guðnason (A/Vl) sagði það ljóð á tillögu Áma að hún fjall- aði um að stöðva þekkingarleit, sem Islendingar hafi beitt sér fyrir og haft forgöngu um. Það sé heldur ekki rétt að tala um stöðvun hval- veiða í þijú ár þegar aðeins sé eitt ár eftir á tímabili vísindaveiða. Rannsóknaráætlun sú, sem nú er að unnið, hefur þegar skilað ómet- anlegum gögnum. Eiður lét að því liggja að áróður grænfriðunga ætti betri aðgang að íslenzkum en er- lendum fjölmiðlum. Hann spurði, hvert framhaldið yrði, ef látið yrði undan þeim í þessu máli. Hvað kem- ur næst? Selir? Síld? Loðna? Síld og loðna eru helzta fæða sela og hvala. Alexandir Stefánsson (F/Vl) tók í sama streng og Eiður. Veiðar okkar eru takmarkaðar og innan ramma visindalegra niðurstaðna. Lífríki sjávar er undirstaða atvinnu og afkomu þjóðarinnar. Ljúka ætti þeirri rannsóknaráætlun, sem væri langt komin, og stórauka kynningu á málstað okkar erlendis. Hreggviður Jónsson (B/Rn) sagði tillögu Áma stefna til sömu áttar og frumvarp þingmanna Borg- araflokksins um hvalveiðibann. Stjómarstefan í hvalveiðimálum hafi þegar stefnt mikilvægum þjóð- arhagsmunum í hættu, hrakið burt kaupendur fiskafurða og jafnvel lækkað söluverð sjávarvöru. Hlutur íslenzkra fjölmiðla slæmur Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) taldi íslenzka fjölmiðla hampa sjónarmiðum grænfriðunga meira en góðu hófi gegndi og langt umfram erlenda fjölmiðla. Hann lét að því liggja að hlutur íslenzkra fjöl- miðla væri eins og olía á eld í starf- semi þeirra. Hvers vegna er andóf grænfriðunga annað og veikara gagnvart öðrum hvalveiðiþjóðum eins og Japönum og Sovétmönnum? Hvers vegna leggja þeir höfuð- áherzlu á smáríkið ísland? Er það vegna þess að hér fær málstaður þeirra fréttalegan hljómgrunn frem- ur en þar. Ami Gunnarsson sagði stað- hæfingu Guðmundar um íslenzka fjölmiðla ranga. Grænfriðungar haldi uppi enn harðari baráttu gegn Japönum og fái engu síður frétta- umfjöllun þar. Sovétríkin séu hins- vegar sér á parti hvað varði frelsi fjölmiðla. Albert Guðmundsson (B/Rvk) taldi rangt að gera lítið úr 19.000 mótmælaundirskriftum í Þýzka- landi. Þær eru bolti sem hlaði utan á sig. Hann greindi og frá ferð sinni til Bandaríkjanna, sem hafi sann- fært sig um það, að málstaður grænfriðunga í málefnum hvala hafi þar miklu meiri áhrif en menn hér heima gerðu sér grein fyrir. íslenzkir útflutningshagsmunir væru vissulega í hættu, bæði vestan hafs og austan. Eiður Guðnason sagði grænfrið- unga í Bandaríkjunum, sem hafi milljónir dollara til umráða, safna undirskriftum hjá skólabömum, með aðstoð kennara. Ekki væri ástæða til að gera lítið úr bolabrögð- um þeirra. En við yrðum sjálfír að taka ákvörðun um nýtingu á lífríki sjávar í íslenzkri lögsögu, sem væri efnahagsleg undirstaða þjóðarinnar. Jón Sæmundur Sigurjónsson sagði frá áróðursfundi grænfrið- unga í Hamborg. Aðeins eins sjón- varpsstöð hafi sent fréttafólk á vett- vang, ekki þýzk, heldur íslenzk. Frá fundinum hafi ekki verið sagt í helztu fjölmiðlum þar í landi og hann litla athygli vakið. Honum hafi hinsvegar verið komið vel tií skila hér á landi. Leitum samstöðu í málinu Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) sagði nýtingu lífríkis sjávar og ekki síður söluhagsmuni okkar á helztu erlendum mörkuðum sjáv- arvöru skipta sköpum fyrir íslenzk- an þjóðarbúskap. Hann sagði að vegna starfa sinna á vegum stórs útflutningsfyrirtækis í sjávarvörum færi hann oftlega til Bandaríkjanna og þekkti því til þeirra mála sem hér væru rædd. Það er rétt, sem hér hefur verið sagt,_ að miklir hags- munir eru í húfi. Ástæða væri til að endurmeta stöðu og stefnu með hliðsjón af hagsmunum sjávarvöru og þjóðarbúskapar. Þess vegna er það sorglegt að heyra talsmenn stjómarflokkanna í hörkudeilum á hinu hinu háa Alþingu um jafn við- kvæmt og þjóðhagslega stórt mál — í stað þess að leita sátta og sam- stöðu með þjóð og þingi. Það er vilji okkar sjálfstæðismanna, sagði Guðmundur, að þannig verði staðið að þessum málum að sem bezt sam- ræmist þjóðarhagsmunum. Halldór Blöndal (S/Ne) hvatti menn og til hófsemdar í orðum og að leita að samstöðu. Hann sagði veiðisókn okkar í hvalastofna væga. Hann sagði sjávarútvegsráðherra hafa haldið vel á málum. Verðköimun á bílaviðgerðum og stillingiim: Yerðmunur allt aö fjórfaldur í BYRJUN nóvember var gerð könnun á ýmsum bifreiðaviðgerðum og stillingum hjá þjónustuverkstæðum 12 bifreiðaumboða og náði könnunin til algengra bifreiðategunda. í öllum tilfellum er upp- gefið verð fyrir utan varahluti. Miðað er við ’87 árgerð af viðkom- andi bifreiðategundum. í könnuninni var lögð áhersla á að athuga verð á þjónustu sem flestir bifreiðaeigendur þurfa á að halda, eins og reglubundnum skoð- unum og skipti á algengum hlut- um. Helstu niðurstöður könnunar- innar eru þessar: — Ef skipt er um tvo höggdeyfa að framan í Skoda l20 kostar það kr. 1.764 en 7.500 ef skipt er um höggdeyfa í Peugeot 206, en það er 325% hærra verð. — Svokölluð 10.000 km skoðun á Mitsubishi Lancer kostar 3.808 kr. á verkstæði hjá viðkomandi umboði, en sambærileg skoðun á Chevrolet Monza og Opel Kadett kostar 11.700 kr. hjá verkstæðinu sem hana annast. Er það 207% hærra verð. — Mikiil verðmunur er á öðrum viðgerðum og stillingum og kostar t.d. 4.600 til 14.000 kr. að skipta um kúplingsdisk, 1.428 til 4.779 kr. að stilla bæði framhjól og 1.415 til 3.348 kr. að skipta um tvo bremsuklossa. Athuga ber að viðgerðir og still- ingar eru misflóknar eftir bifreiða- tegundum. Könnun þessari er eink- um ætlað að beina athygli bifreiða- eigenda eða kaupenda bifreiða að því að mishátt kaupverð á bifreið- um segir ekki allt um kostnað vegna þeirra. Verðkönnun á ýmsum viðgerðum og stillingum hjá bifreióaumboðum. - Öll verð án efnis BIFREIÐAR OG LANDBÚN.VÉLAR8' Lada 1500 4206 11 n 3013 3138 3138 7669 BlLABORG Mazda 323 4970 6035 7100 3550 7100 2840 11360 BlLVANGUR C. Monza 5550 11700 11700 3750 6696 3348 5550 Opel Cadett 5550 11700 11700 3750 6696 3348 5550 BRIMBORG (Ventill) Volvo 240 4600 6773 7525 3838 4694 2205 9783 Daihatsu Charade 3800 4515 5268 2750 4515 1415 6773 GLÓBUS Citroen AX 14TRS 3500 6500 7300 a> 1450 7500 Saab900 3950 4731 8035 *i 2212 2212 4500 HEKLA M.Lancer1500 3808 3808 6219 3102 4512 2820 11500 VWGolf 3808 5924 5924 3808 5640 2255 9735 HONDA UMBOÐIÐ (Bifrv. Reykjav.) H. Civic DX1300 3247 294741 5138*' ai 5895 2230 10500 INGVAR HELGASON (Toppur) Subaru 1800 4089 4915 4915 3125 3616 2613 8511 Nissan Sunny 4089 4915 4915 3125 3616 1742 11688 JÖFUR Skoda 120 4083 6802 6802 2856 1764 1764 10400 Peugeol 205 GR 5677 6331 6331 1428 7500 1764 14000 KRISTINN GUÐNASON BMW316 1800 3820 5530*' 5530" a» 5130 1510 6840 Renault 11 3065 5330 5330 a» 5130 1510 10570 SVEINN EGILSSON Suzuki Swift 4670 7499 7499 2405 7075 2547 7570 Ford Escort 4670 7499 7499 2405 3396 2264 7570 TOYOTA UMBOÐIÐ Toyota Corolla 5219 6315 6315 4779 3680 1472 7000 Hæsta verð 5677 11700 11700 4779 7500 3348 14000 Leogsta vorö 3065 3808 4915 1428 1764 1415 4500 Mismunur á hæsta og lægsta veröi 85,2% 207,2% 138.0% 234,7% 325,2% 136.6% 211,1% Athugasemdir: 3) Engir höggdeyfar i viökomandi bil 6) 15000 km skoöun 1) Mjög sjaldan Iramkvœmd é viðkomandi verkslæöi 4) 7000 km skoöun m 7) 30000 km skoöun 2) Viögeröin ekki framkvæmd á viökomandi verkstæöi 5) 22000 km skoöun 8) Nafn þjónustuverkstæöis er i sviga ef þaö er ekki rekiö af umboöinu sjélfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.