Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 25 Aðventu- hátíð í Lang- holtskirkju Fyrsti sunnudagur í aðventu, upphaf nýs kirkjuárs, sem nú ber upp á 27. nóvember, er jafhframt kirkjudagur Langholtssafhaðar, er minnst er stofnun safnaðarins árið 1952. Verður þessa minnst með guðsþjónustum, tónleikúm og sérstakri kvöldhátíð á fyrsta aðventukvöldi. Ræðumaður verð- ur Halldór Ásgrímsson dóms- og kirkjumálaráðherra. Langholtskirkja í Reykjavík. Hátíðin hefst kl. 11-með guðs- þjónustu barnanna, Óskastundinni, sem eins og undanfarin ár verður í umsjá Þórhalls Heimissonar cand.theol. og Jóns Stefánssonar, organista. Hátíðarguðsþjónusta Aðventu- kvöld í Kópa- vogskirkju Aðventan er á næsta leiti. Við höldum til móts við nýtt kirkju- ár, sem ekki er vitað, hvað bera muni í skauti sér. En á vegi dag- anna, sem framundan eru, verð- um við áfram undir drottinlegri blessun. Ásjóna hins hæsta lýsir yfir okkur. I gegnum nóvem- bermistrið greinum við aðventu- bjarmann. Konungur lífsins kem- ur til þess að taka á sig þann dóm, sem við fáum ekki afborið ein. Digranessöfnuður efnir til að- ventusamkomu í Kópavogskirkju sunnudagskvöldið 27. nóvember kl. 20.30. Vandað er til dagskrár, eins og jafnan áður. Fyrsta aðventuljósið verður tendrað og Sören Jónsson, -<■ -r,-' £ | ' "S* Kópavogskirkja. formaður sóknarnefndar, flytur ávarp. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Kjartans Siguijónssonar, Kristján Guðmundsson bæjarstjóri flytur ræðu, Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari og Gunnar Kvaran sellóleikari leika saman á fiðlu og selló, Matthías Johannessen skáld flytur eigin ljóð og Kristinn Sig- mundsson óperusöngvari syngur einsöng við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara. Endað verður á helgistund með almennum söng. Verið innilega velkomin. Þorbergur Kristjánsson Aðventu- fagnaður í Neskirkju Eins og venja hefúr verið und- anfarin ár verður meira umleikis í kirkjustarfinu á sunnudaginn kemur, þann fyrsta í aðventu, en endranær. Gætir þessa í fjöl- breyttu helgihaldi allan daginn. Við byijum með barnaguðsþjón- ustu kl. 11 þar sem söngvar, sög- ur, fræðsla og helgileikur setja svip á. Klukkan tvö hefst ijölskyldu- guðsþjónusta, með þátttöku um 100 fermingarbarna. Síðdegis eða kl. 17 hefst síðan samvera í kirkjunni, þar sem Sigmundur Magnússon læknir flytur hugleiðingu, Kór Melaskólans syngur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Heimir Wíum syngur einsöng og Lin Wei og Gary McBretney leika samleik á fiðlu og selló. Auk þess verður L Aðventuhá- tíð í kirkju Óháða safnaðarins Aðventuhátíð verður í kirkju Óháða safhaðarins sunnudags- kvöldið 27. nóvember kl. 20:30. Góðir gestir koma í heimsókn: Svala Níelsen, söngkona, Jóhann Heiðar Jónsson, læknir, og Jónas Dagbjartsson, fiðluleikari Dagskrá: Forspil: Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson; bæn: Hólmfríður Guðjónsdóttir; safnaðarsöngur: sálmur nr. 81; ritningarlestur: Helgi S. Guðmundsson; safnaðarsöngur: Sálmar nr. 90 og 80; ræða kvölds- ins: Jóhann Heiðar Jóhannsson; ein- söngur: Svala Níelsen, söngkona; einsöngur og kór: Svala Níelsen + kirkjukór; ritningarlestur: Elsa verður kl. 2 síðdegis. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Langholts- kirkju, 30 manns, syngur undir stjóm Jóns Stefánssonar. Eins og undanfarin fjögur ár, eftir vígslu Langholtskirkju, heldur Lúðrasveitin Svanur tónleika, sem hefjast kl. 5 síðdegis. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Róbert Darl- ing. Þessir tónleikar hafa jafnan verið afar vel sóttir. Lokahátíðin verður svo í kirkj- unni um kvöldið og hefst kl. 20.30. . Hefst hún með ávarpi Ingimars Einarssonar, formanns sóknar- nefndar, sem jafnframt stjórnar hátíðarsamkomunni. Því næst verð- ur Lúsíuleikur úr óskastundinni undir stjóm Þórhalls Heimissonar og orgelleikur Jóns Stefánssonar. Ræðumaður kvöldsins verður Halldór Ásgrímsson, dóms- og kirkjumálaráðherra. Þá syngur Kór Langholtskirkju, 70 manns, undir stjórn Jóns Stefánssonar. Jafnframt verður almennur sálmasöngur kirkjugesta undir stjórn organist- ans. Samkomunni í kirkjunni lýkur með stuttri helgistund í umsjá sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar og söng jólasálmsins Heims um ból. Að lokinni hátíðinni í kirkjunni selur kvenfélag sóknarinnar kaffi í safnaðarheimilinu, þeim er þess óska. Sóknarnefnd Langholtssóknar hvetur öll sóknarbörn til að gera sér hátíðlegan dag í upphafi aðven- tunnar og að sjálfsögðu em allir aðrir velkomnir. (Fréttatilkynning) Fyrsti sunnudag- ur 1 aðventu: Helgihald í Bústaða- kirkju Fyrsti sunnudagur í aðventu er í senn nýársdagur kirkjunnar og verðskuldar hátíð í krafti þess, en einnig er hann afmælisdagur Bú- staðakirkju og nýtur þess vegna sérstakrar hylli þar á bæ. En á fyrsta sunnudegi í aðventu 1971 var Bústaðakirkja vígð af herra Sigurbimi Einarssyni, biskupi. Dagskrárliðir hafa fallið í hefð- bundinn ramma í áranna rás og em þeir með þessum hætti: Barnaguðsþjónusta og Qöl- skyldusamvera er klukkan ellefu um morguninn og er ánægjulegt að vita, hversu aðsóknin hefur farið sífellt vaxandi með hveijum sunnu- degi, svo að nú er kirkjan ævinlega full af fólki, börnum sem _ eldri kirkjugestum. Guðrún Ebba Olafs- dóttir stýrir samkomunni að venju með aðstoð Braga Ingibergssonar guðfræðinema og við hljóðfærið er Guðni Þ. Guðmundsson. En á sunnudaginn mun Elín Anna Ant- onsdóttir heimsækja börnin og segja sögu, og litið verður á jóla- föndrið, sem setur svip sinn á hálfu klukkustundina, áður en sjálf sam- Bústaðakirkja í Reykjavík. koman hefst, þegear börnin lita og lesa. Guðsþjónusta og hátíðarkaffi er síðdegis, hefst messan klukkan 14 að venju og prédikar sóknar- presturinn, séra Olafur Skúlason. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjóm organistans, sem kveður bræðurna Guðmund og Gylfa Hafsteinssyni sér til aðstoðar við hljóðfæraleik og Ingveldur Ólafsdóttir og Einar Örn Einarsson syngja tvísöng. Og þau munu einnig láta veizlugesti njóta listar sinnar, þegar setzt verð- ur að hlöðnum borðum, sem Kven- félag Bústaðasóknar býður til að lokinni messunni. Er ekki að efa, að margir minnast kræsinga kvenn- anna frá liðnum ámm og þiggja hátíðarframlagið við veizluborðið. Aðventusamkoman hefst síðan kl. 20.30 og er vel til alls vandað að venju, kórinn syngur og ein- söngvarar em Ingibjörg Marteins- dóttir, Eiríkur Hreinn Helgason, Siguijón Guðmundsson, Ingveldur Ólafsdóttir og Einar Örn Einarsson. Auk þess er almennur söngur og kertin tendmð. En ræðumaður er Vestur-íslendingurinn séra Eric H. Sigmar, sem dvelst hér á landi þetta árið og er vel kynntur og vinsæll. Ólafiir Skúlason Neskirkja. almennur söngur og organisti kirkj- unnar leikur á orgelið. Ég vænti þess að fjölmenni verði í helgidóm- inum þennan dag svo sem verið hefur á slíkum stundum. Hvaðeina sem fram fer á að minna á tilefni þess að við höfum uppi viðbúnað á aðventunni: „Þig nálgast góður gestur — þinn Guð og vinur bestur.“ Guðmundur Óskar Ólafsson Kirkja Óháða safnaðarins í Reykjavík. Guðmundsdóttir; safnaðarsöngur: Sálmur nr. 52; ljósin tendmð og sungið „Heims um ból“; lokaorð og bæn: Sr. Þórsteinn Ragnarsson; eftirspil: Jónas Þórir og Jónas Dag- bjartsson. Boðið verður upp á kaffi og smá- kökur í Kirkjubæ eftir hátíðina í kirkjunni. Vemm minnug þess, hvers vegna jól em haldin hátíðleg. Undirbúum því komu frelsarans! Safnaðarprestur (jólaglaðningi Hótel Sögu býðst þér gisting með morgunverði í tvær eða fleiri nætur og ein máltíð af jóla- hlaðborði Skrúðs fyrir einstaklega hagstættverð. / A/erð á manmítvíbýli;' Tvær nætur frá kr. 4J90 / / Þrjár nætur frá kr. 5.775 ' * Fjórarnæturfrákr.7J00 Sími 91-29900 L____/ 7 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.