Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 29 Áfengiskaup Magnúsar Thoroddsen forseta hæstaréttar Magnús Thoroddsen um áfengiskaupin: Brýtur ekki í bága við almenna réttlætiskennd eða siðferði Ekki rétt að ég ákveði sjálfur að víkja úr réttinum áfengi á kostnaðarverði og fleiri hafa notfært sér hann en ég, tel ég rétt að það sé dómur sem sker úr um það hvort ég segi af mér dómarastarfi. Það er ekki rétt að ég taki þá ákvörðun.“ Magnús sagði að ekki væri tekið fram í ákvæðum um Hæstarétt í stjórnarskránni hver ætti að vera ákærandi ef víkja ætti dómara úr sæti með dómi. „Að mínu mati kæmu tveir til greina, annars vegar ríkissaksóknari, hins vegar dóms- málaráðherra. Það mál yrði þá fyrst höfðað í héraði, og síðan áfrýjað til Hæstaréttar." Magnús var spurður hvernig hann skýrði hið mikla magn áfeng- is, sem hann hefði fest kaup á meðan hann hafði forsetavald á höndum og hvað hefði orðið um það. Hann svaraði því til að sums hefði hann neytt, annað veitt, og afganginn ætti hann ennþá. Reynd- ar væri hann ekki viss um hvort rétt væri að sitja uppi með svona mikið af umtöluðu áfengi. „Maður ætti kannski að losa sig við það,“ sagði hann. Hann gagnrýndi hins vegar með- ferð fjármálaráðherra, Ólafs Ragn- ars Grímssonar, á málinu. „Mér fmnst það ekki rétt að hlaupa með það beint í ijölmiðla þegar Ríkisend- urskoðun gerir athugasemd við þessa áfengisúttekt. Ríkisendur- skoðun gerir þúsundir slíkra at- hugasemda árlega og það er ekki byijað á því að rjúka með þær í fjölmiðla. Slíkt er slæm stjómsýsla og svona eiga ráðherrar ekki að haga sér að mínum dómi.“ Magnús sagðist ekki hafa vitað af yfirlýsing- um.fjármálaráðherra fyrr en blaða- menn hefðu haft samband við sig undir kvöldið í fyrradag. „Þegar Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir svarar maður þeim auðvitað. Hvað þessi áfengiskaup varðar hefði ég haft samband við ríkisendurskoðanda og spurt hann hvað væri hæfilegt í þessum efnum og eftir hvaða reglum ætti að fara. Þannig hefði ég leiðrétt málið og Magnús Thoroddsen. þannig er farið með flestar athuga- semdir í stjómsýslu á íslandi," sagði Magnús. MAGNÚS Thoroddsen, sem í gær sagði af sér embætti forseta Hæstaréttar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi að kaup sín á miklu magni af áfengi á kostnaðarverði brytu ekki í bága við almenna réttlætiskennd eða siðferði. Hann teldi að virð- ing Hæstaréttar hefði ekki skað- ast, en sjálfur væri hann ekki þess umkominn að dæma um áframhaldandi setu sína í dóm- arasæti. Ef sú krafa kæmi fram að hann viki úr starfi, yrði að skera úr henni með dómi. „Þessi réttur til að taka út áfengi á kostnaðarverði hefur fylgt forseta Hæstaréttar þegar hann hefur verið handhafi forsetavalds. Eg þekki ekki neinar reglur sem setja hatt á það hvað megi taka mikið. Þetta em hlunnindi sem fylgja starfinu og menn hafa notfært sér þetta áður. Ég veit að sjálfsögðu ekki í hversu miklum mæíi það hefur ver- ið gert og eflaust má alltaf deila um það hvað maður á að nota svo öllum líki við,“ sagði Magnús. „Eng- inn er dómari í sjálfs sín sök.“ ___________________________________________________________________________________________________ Magnús sagði að hann hefði ekki frfeSuí eðfnetaunfF^ufsf Afengiskaup embættismanna einungis vegna embættisverka: er hann átti með dómsmálaráðherra í gær, hefði heldur ekki breytt neinu þar. um. Dómarar Hæstaréttar hefðu rætt málið og tekið þá sam- eiginlegu ákvörðun að hann segði af sér vegna umræðnanna, sem um hann hefðu skapast, og til þess að skapa frið um réttinn. Magnús sagðist ekki vita hvort forverar sínir í forsetaembætti hefðu notað rétt sinn til áfengis- kaupa í sama mæli og hann hefði gert. „Það kemur þá í ljós ef það verður kannað hvernig menn hafa notað þennan rétt,“ sagði Magnús. „Ég held að þetta mál hafi ekki skaðað virðingu Hæstaréttar. Með þessari ákvörðun viljum við skapa frið um réttinn,“ sagði Magnús. Aðspurður hvort hann teldi sér fært að sitja áfram í réttinum sem dómari eftir umræðumar, sem um hann hafa skapast, sagðist hann ekki geta dæmt um það sjálfur. „Ég tel þetta ekki bijóta í bága við al- menna réttlætiskennd eða siðgæði. Þar eð forsetar Hæstaréttar hafa sem handhafar forsetavalds haft þennan möguleika til að kaupa Mönnum er treyst til að misnota ekki reglurnar - segir Ólafiir Ragnar Grímsson flármálaráðherra ÓLAFUR Ragnar Grimsson seg- ir að áfengiskaup ýmissa emb- ætta á kostnaðarverði, tengist eingöngu gestgjafaskyldum embættanna. Hann segir að sam- þykktir ríkisstjórnarinnar um þetta efiii séu settar í þessum tilgangi og ekki eigi að þurfa mikla dómgreind til að ákveða hvernig með þær eigi að fara. „Þess vegna var kerfið á þann veg að menn treystu dómgreind þeirra, sem þennan rétt hafa, til að nýta hann til þess eins að standa straum af þessum emb- ættisskyldum. Það er ekki verið að veita einstaklingum í þessum embættum þennan rétt. Þetta er ekki einkamál," sagði Ólafur Ragnar. Hann benti á að handhafar for- setavalds væru þrír, sem komi ávallt fram sem heild. „Þeir eru þess vegna einskonar fjölskipað stjómvald, og forseti hæstaréttar hefur engan rétt, einn og sér, til að framkvæma stjómarathafnir, og eðli málsins samkvæmt, hefur hann einn og sér engum embættisskyld- um að gegna sem handhafí forseta- valds hvað gestamóttöku snertir. Alvarleg mistök — segir Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segist telja að um alvarleg mistök hafi verið að ræða, þegar Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar keypti 1440 áfengisflöskur á kostnaðarverði, sem handhafi foi setavalds í fjar- veru forseta íslands. Steingrímur sagðist, í samtali við Morgunblaðið, ekki telja það óeðli- legt að stofnanir, ráðuneyti, Alþingi og forsetaembættið hafi vissa risnu, en það væri spuming hvort hún væri rétt notuð. „Það voru felld niður réttindi til einstaklinga eins og forseta alþingis árið 1971, en af einhveijum ástæðum hefur þetta haldist inni fyrir handhafa forseta- valds. En ég held að það sé skilning- urinn, að það sé vegna þess kostn- aðar sem þeir þurfa hugsanlega að standa undir I fjarveru forseta. Aðalatriðið með allt svona er, að það sé rétt og skynsamlega farið með það. Vitanlega hefur þetta mál valdið mikilli tortryggni og vekur mann til umhugsunar um hvort það sé víðar í kerfinu einhverskonar reglur, sem eru misnotaðar," sagði Steingrímur. Hann sagði að Magnús Thor- oddsen hefði fært þetta í tal við sig, sl. laugardag, þegar þeir fóm að taka á móti forseta við komu til landsins, og m.a. spurt sig hvort hann hefði notfært sér þessa heim- ild. „Þá var ekkert minnst á fjár- hæðir eða magn, og ég verð að við- urkenna það, að ég kom alveg af fjöllum þegar ég heyrði þessa tölu núna því mér datt ekki í hug að um neitt þessu líkt væri að ræða,“ sagði Steingrímur. Hann bætti við að sér þætti þetta Steingrímur Hermannsson. mjög leitt, þar sem hann þekkti Magnús að ágætu einu. „En þama hafa honum auðsjáanlega orðið á mjög alvarleg mistök." Það þarf væntanlega ekki að út- skýra fyrir forseta Hæstaréttar muninn á því að vera forseti í dóms- valdi og '/3 af æðsta hluta fram- kvæmdavaldsins," sagði Ólafur. —Forseti Hæstaréttar hefur sagt að fyrri forsetar réttarins hafi túlk- að þessar reglur á sama hátt og hann. Er það rétt? „Ég hef óskað eftir upplýsingum um áfengiskaup þeirra sem gegnt hafa handhafaembættunum und- anfarin ár, en hef ekki fengið þær enn. Það er þó alveg ljóst, af því sem ég hef séð nú þegar, að þetta tilvik, er hvað stærðargráðu og tegundir sem keyptar voru, er ekki á nokkum hátt sambærilegt við það sem áður hefur tíðkast, og það em dæmi um að annar handhafi for- setavalds hafí keypt áfengi á þess- um kjörum, en skilað hluta þess aftur, sennilega vegnaþess að hann hafi ekki notað það allt.“ —Er það þá rangt að þetta hafi verið einskonar risna sem forsetar Hæstaréttar hafí haft? „Það er alveg ljóst að þetta er ekki hluti af risnu forseta Hæsta- réttar, enda skylst mér að þetta sé ekki bókfært í reikningum rétt- arins. Þetta er ekki heimild til for- seta Hæstaréttar sjálfs, sem er undirstrikað með því, sem Magnúsi Thoroddsen er fullkunnugt, um, að hann hefur aðeins heimild til þess- ara kaupa þegar forseti er erlend- is. Ég skil heldur ekki þessa fullyrð- ingu um risnu Hæstaréttar. Mér er ekki kunnugt um að Hæstiréttur haldi mikið af veislum. Það væri þá fróðlegt að fá upplýsingar um það hvað hann haldi mikið af boð- um, hveijum er boðið í veislurnar og hverir greiði annan kostnað. Ég hef aldrei heyrt um veislur Hæsta- réttar en það getur verið að þær Magnús sagðist ekki vita til þess að sá skilningur hefði áður verið lagður í áfengiskaupaheimildina að hana ætti aðeins að nota til kaupa á áfengi, sem notað væri í veislum vegna embættisskyldna handhafa forsetavalds. „Ég hef ekki áður heyrt þennan skilning sem fjár- málaráðherra leggur í þessar regl- ur. Þegar ég hef boð er það alveg á minn kostnað og ég sendi ekki neinn reikning til Hæstaréttar eftir á.“ Magnús sagðist hafa notað til áfengiskaupanna nokkurn veginn það fé sem hann hefði fengið í laun sem handhafí forsetavaldsins í fjar- veru forseta á árinu. „Þessi laun eru greidd eftir á, en pantanir eru fyrir áfenginu eru hins vegar lagðar inn á meðan forseti er erlendis, þannig að maður veit ekki nákvæm- lega hvort það stenst á endum,“ sagði Magnús. Hann sagði að er hann hefði frétt af því að hann hefði þessi fríðindi hefði einhver sagt sér að þessari reglu væri beitt. Hann myndi hins vegar ekki hver það hefði verið. Magnús sagðist telja að allar hliðar málsins væru nú komnar fram. Hann hefði enn ekki samið skýrslu þá, sem hann á að skila dómsmálaráðherra eftir helgi, og gæti því ekki sagt nákvæmlega, hvort hann myndi segja þar frá ein- hveijum atriðum, sem ekki væru þegar kunn. Aðspurður hvort hann ætti von á því að mál þetta drægi dilk á eftir sér, sagði hann að það yrði að koma í ljós. „Ef þeir vilja að ég hætti í Hæstarétti þá veit ég það þegar dómur fellur." Ólafur Ragnar Grímsson séu miklar, þannig að þetta mikla magn þúrfi að notast þar.“ —Þú segir að menn hljóti að treysta dómgreind embættismanna til að túlka áfengiskaupareglumar eins og þú lýsir. Ertu ekki um leið að draga dómgreind forseta Hæstaréttar S efa og segja að hann sé óhæfur til að gegna embætti sínu sem hæstaréttardómari? „Ég vil ekki gefa út slíkar yfir- lýsingar. En þau svör, sem forseti Hæstaréttar hefur gefið um þetta mál, hafa valdið mér vonbrigðum. Hann hefur sagt að þessi kaup séu hans einkamál; það geta þau aldrei verið í neinum skilningi jafnvel þótt hann líti á það sem risnu Hæstaréttar, vegna þess að Hæsti- réttur er opinber stofnun, þetta eru opinberir ijármunir. En það er hins vegar ljóst að það eru tímamörk á þessum kaupum, þau eru aðeins leyfð meðan forseti er erlendis, og það eitt ætti að segja forseta Hæstaréttar það, að það er ekki sem forseti Hæstaréttar sem hann hefur þennan rétt, heldur sem ígildi forseta lýðveldisins,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.