Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 36
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 36 Samtök um byggingu tónlistarhúss: Hætta á að starfið leggist af AÐALFUNDUR Samtaka um byggingu tónlistarhúss var hald- inn á Hótel Sögu 14. nóvember síðastliðinn. Þar kom fram að tuttugu og tveimur milljónum króna hefúr verið varið í kostnað vegna hönnunar byggingarteikn- inga, verkfrœðivinnu og jarð- vegskönnun, en að auki var um fjórum milljónum varið til sam- norrænnar arkitektasamkeppni. í fréttatilkynningu frá Samtök- um um byggingu tónlistarhúss seg- • 'ir að samtökin hafa aflað þessa fjár með stuðningi velunnara, og þrátt fyrir nær þijátíu milljóna króna Þorlákshðfo. HJALLAKIRKJA í Ölfusi varð 60 ára þann 5. nóvember. Af því tilefni, og eins því að gagngerum endurbótum á kirkjunni er nú nýlokið, verður hátíðarguðsþjón- usta í Hjalla kl. 14.00 næstkom- andi sunnudag. Þótt Hjallakirkja hafi verið veg- leg kirkja fyrir 60 árum eru breytt- fjáröflun hafi ríkisvaldið aldrei séð sér fært að veita mótframlag til verkefnisins. Reykjavíkurborg hef- ur aftur á móti fellt niður gatna- gerðargjöld að upphæð liðlega 40 milljónum króna. Ráðgert hefur verið að hefja framkvæmdir á næsta ári, en fram kom á fundinum að þrátt fyrir ýmsar fjáröflunarleiðir og góðan stuðning er mikil hætta á að starf samtakanna leggist niður sjái Ríkis- sjóður sér ekki fært að koma með einhveiju móti til liðs við samtökin. Áætlaður heildarkostnaður við hús- ið nemur um 800 milljónum króna, ar kröfur í dag og þvf var ráðist í gagngerar breytingar á kirkjunni. Viðhald á kirkjunni undanfarin ár hefur verið í lágmarki og því var tækifærið notað og skipt um járn ■ á þaki, byggð ný snyrtiaðstaða og skrúðhús, forstofa stækkuð og málað. - J.H.S. sem áætlað er að fjármagna með opinberum og fijálsum framlögum á næstu 5 árum. Á aðalfundinum voru eftirfarandi einstaklingar kosnir í fulltrúaráð, sem er yfirstjóm samtakanna: Adda Bára Sigfúsdóttir, Atli Heimir Sveinsson, Auður Eydal, Ármann Öm Armannsson, Bemharður Guð- mundsson, Birgir ísleifur Gunnars- son, Björgvin Vilmundarson, Egill Ólafsson, Eiður Guðnason, Einar Jóhannesson, Erlendur Einarsson, Guðni Jóhannesson, Guðrún Agn- arsdóttir, Gunnar Egilsson, Gunnar Guðjónsson, Gunnar Þórðarson, Gunnar Kvaran, Gunnar S. Björns- son, Haraldur Ólafsson, Haukur Helgason, Hákon Sigurgrímsson, Ingi R. Helgason, Jóhann G. Jó- hannsson, Jón Þórarinsson, Jónas R. Jónsson, Júlíus V. Ingvarsson, Ólafur B. Thors, Ragnar Amalds, Salome Þorkelsdóttir, Sigurður Bjömsson, Sigurður Helgason, Sveinn Einarsson, Þórarinn Guðna- son, Þorvaldur Gylfason, Þráinn Þorvaldsson og Þröstur Ólafsson. Úr fulltrúaráðinu verður kosin ný framkvæmdastjóm, en síðasta ár skipuðu hana þau Ármann Örn Ármannsson, Auður Eydal, Erlend- ur Einarsson, Jóhann G. Jóhanns- son, Hákon Sigurgrímsson, Sigurð- ur Helgason og Sveinn Einarsson. Þorlákshöfii: Hjallakirkja 60 ára Ræðir pólitískar breyt- ingar í Sovétríkjunum IGOR N. Kúznetsov, varafor- stjóri Lagastofiiunar Sovétríkj- anna, er væntanlegur til íslands i lok mánaðarins til fárra daga í TILEFNI þess að Heilunarskól- inn er kominn í nýtt húsnæði á Háteigsvegi 7 verður opið hús laugardaginn 26. nóvember frá kl. 14.00. Allir velunnarar skólans em dvalar hér og fyrirlestrahalds í boði MÍR, Menningartengsla ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna. Flytur hann almennan fyrirlestur boðnir velkomnir. Heilunarskólinn á íslandi hefur verið starfræktur síðan í janúar 1985 og haldið nám- skeið bæði á Akureyri og í Reykjavík. Um 90 nemendur em í skólanum í vetur. í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, mánudagskvöldið 28. nóvember kl. 20.30 og ræðir þá m.a. um 19. flokksráðstefnuna og skipulags- breytingar á stjómkerfi Sovétríkj- anna. Daginn eftir, þriðjudags- kvöldið 29. nóvember kl. 20.30, sit- ur hann fyrir svömm á sama stað og víkur þá að ýmsu því sem hæst ber í fréttum frá Sovétríkjunum um þessar mundir, svo sem umræðunni um stjómarár Stalíns, atburðina í Nagomo-Karabakh, þjóðemis- hreyfingar í Eystrasaltslýðveldun- um, efnahagsmál, utanríkispólitík Sovétríkjanna o.s.frv. Aðgangur að fyrirlestri og rabb- fundi Igors N. Kúznetsovs er öllum heimill. (Fréttatilkynning) Heilunarskólinn í nýtt húsnæði Starfsmenn nýju smurstöðvarinnar. Frá vinstri: Einar Gunnarsson, Gunnar Þór Sveinsson, Gunnar Gíslason og Sigfús Gunnarsson. Klapparmenn flytja í Vegmúla SMURSTÖÐIN sem var á Klöpp við Skúlagötu hefiir verið flutt í ný og fúllkomin húsakynni á Suðurlandsbraut 16 á mótum Vegmúla, þar sem Veltir hf. var áður með verkstæði. Smurstöðin í Vegmúla er undir stjóm Gunnars Gíslasonar en hann hefur í rúm 40 ár starfað við smur- stöðvar, þar af í 25 ár hjá Olís á Klöpp. Rekur Gunnar smurstöðina í umboði Olís hf. Með honum starfa þrír starfsmenn á stöðinni. Auk þess að bjóða upp á smum- Kristín sýnir í Stöðlakoti SÝNING Kristínar Schmidhaus- er Jónsdóttur, „Flíkur og form“, verður opnuð í sýningarsalnum og listiðnaðargalleríinu Stöðla- koti á laugardag, 26. nóvember, kl. 15. Stöðlakot er að Bókhlöðustíg 6 í Reykjavík. Sýning Kristínar verð- ur opin alla daga, nema mánudaga, frá kl. 14-18, en henni lýkur 11. desember. ingu á öllum gerðum bfla annast Smurstöðin í Vegmúla einnig margs konar eftirlit með bílum, t.d. á kælivatni, olíu, loftsíum og fleiru. Ennfremur sjá starfsmenn um að skipta um ljósaperur, þurrkublöð og kerti. Um þessar mundir em menn líka að huga að frostlegi í bflum sínum og sér stöðin um að menn séu tilbúnir að mæta vetrin- um. Smurstöðin Klöpp við Vegmúla er opin frá kl. 8 til 18 alla virka daga. (Fréttatilkynning;) Kristín Schmidhauser Jónsdóttir Stefiiumörkun í fílabeinsturni grundvallarmál af hálfu þess flokks, að hugmynd um að lækka hann hafí mátt jafna við rýtingsstungu, þá er sú kúvending, sem sá flokkur hefur nú tekið í öllum sínum málum til að þóknast Framsókn, í gildi þess að hann hafi fengið kjarnorku- sprengju í hausinn. Sameining til vinstri Um þessar mundir ræða vinstri flokkamir mjög um sameiningu sína. Ég get ekki að því gert, að slikar umræður gleðja alltaf mitt gamla hjarta. Ég hef reyndar lengi talið eðlilegt og æskilegt að vinstri flokkamir fjórir bræddu saman framboðslista sína fyrir kosningar í borgarstjóm, en lékju ekki þann leik eins og þeir jafnan gera að segjast ganga óbundnir til kosn- inga, þótt þeir stefni alfarið að því að mynda vinstri bræðing um stjóm borgarmálefna fái þeir tækifæri til. Ég er ekki í vafa um að þessar yfírlýsingar um óbundnar hendur einstakra flokka, einkum Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks, hafa orðið til þess að ýmsir þeir, sem ekki geta hugsað sér samstjórn fjögurra vinstri flokka, hvort sem er undir merki eins sameiginlegs framboðslista með öllum brotunum innanborðs eða Qögurra flokka meirihluta eftir kosningar, sem lítill munur er á, myndu halla sér í aðra átt, ef slíkur listi væri fyrir hendi. Með slíku framboði myndi jafn- framt vera loku skotið fyrir það óhagræði að á síðustu mánuðum fyrir hveijar kosningar fær Sjálf- stæðisflokkurinn eina mínútu á móti hveijum fjórum, sem vinstri flokkamir fá í flölmiðlum, þótt þeir sameinist þar í raun allir gegn Sjálf- stæðisflokknum. Ef búið væri að koma þeim öllum á einn framboðs- lista myndu þessi ósanngjömu vinnubrögð vera úr sögunni. I þriðja lagi myndi slík ákvörðun marka upphaf endaloka Kvennaframboðs- ins, endalok, sem að vísu hljóta að vera skammt undan, en yrði flýtt þó nokkuð með þessum hætti. Kvennaframboðið hefur skákað í því skjóli, að það sé „þverpólitísk- ur“ flokkur, flokkur allra, sem byggja vilja á „sérstökum sér- reynsluheimi kvenna". Við höfum flestir tálið og reyndar þóst marg- sanna slíkt, að í þeim fáu málum, þar sem tekist hefur að festa hönd á stefnu þeirra, hafi hún verið mjög til vinstri og ekkert þverpólitískt við þá stefnu, þegar hún hefur kom- ið upp á yfirborðið. Því er miklu eðlilegra að Kvennalistinn bjóði sig fram undir merki félagshyggju- flokkanna, forræðishyggjuflokk- anna, sem Kvennalistinn vissulega að mínu mati er einn af. Dellublekk- ingin um hina þver-pólitíska flokk, sem byggði á sérstökum sérreynslu- heimi kvenna, væri þannig úr sög- unni. Undir högg að sækja Við þurfum ekki að draga fjöður yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn stendur enn höllum fæti, þótt óhjá- kvæmilega muni sú stjóm, sem sit- ur, bæta stöðu hans. Kannski verð- ur það hið eina góða, sem af henni mun leiða. En slíkur bati er ekki varanlegur, ef ekki kemur annað og meira til. Andstæðingamir gera nú sitt ýtrasta til að koma höggi á flokkinn okkar og undan því kvört- um við ekki. Þeir kenna honum um allt það sem aflaga fór í síðustu ríkisstjórn, sem vissulega var margt. Við skulum ekki heldur kveinka okkur undan því. Þeirra hróður vex ekki af því. Þeir fela sig ekki lengi í fúnum fílabeinsturn- inum. En umfram allt skulum við minnast þess, að sjálf emm við ekki ánægð með afrekalista stjóm- arinnar, þótt mörgu hafi vel miðað. Sú útkoma þarf engan að undra og henni spáðu forsvarsmenn okkar fyrir síðustu kosningar. Við skulum leggja áherslu á hitt, að þá vantaði hefðbundinn styrk Sjálfstæðis- flokksins í þjóðlífinu. Það var mein- ið. Flokkurinn fór klofinn í kosning- amar og kom frá þeim sár. Honum hefði verið hollast að vera utan stjómar. En hann vékst ekki undan ábyrgð og hélt lengi í þá von, að stjómarsamstarfið gæti blessast. Það gekk ekki eftir. Og þeir, sem aldrei störfuðu af heilindum í siðusiu stjóm, segja nú að fijáls- hyggjunni hafi verið um að kenna. Og nú sé fýrirhyggjan tekin við af fijálshyggjunni. Sér er nú hver fyr- irhyggjan. Inntak sjálfstæðisstefn- unnar er umburðarlyndið. í pólitísku umburðarlyndi felst traust á einstaklingnum, vilja hans og vonum, getu hans til að sjá hag sínum og sinna borgið í réttlátu þjóðfélagi. Andstaða þessa er að þenja út ríkisreksturinn á kostnað ráðstöfunarréttar borgaranna á aflafé sínu. Nú blasir einmitt þessi andstaða við allri þjóðinni. Fyrir- huguð er stórkostleg skattheimta með tilheyrandi vexti ríkisbúskapar á kostnað einstaklingsframtaksins. f síðustu stjóm tókust þær ekki á- fijálshyggjan og fyrirhyggjan, eins og Steingrímur Hermannsson held- ur fram. Nær væri að segja að undirhyggjan hafi þar sótt að um- burðarlyndinu. Við sjálfstæðismenn munum ekki leggja hatur né fæð á okkar fyrrver- andi samstarfsmenn, þótt okkur ofbjóði þeirra eftirmál. Á 25 ára dánardægri Kennedys bandaríkja- forseta skulum við minnast þessara orða hans; „Við skulum fyrirgefa þeim, sem gera okkur óleik, en við skulum leggja nöfn þeirra vel á minnið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.