Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 HONIG -ómissandi á matarborðið. LOKSINS komið aftur „Nálastungutækið" sem ætti að vera til á hverju heimili og vinnustað. NEISTARINN RAFMAGNSMEÐFERÐ „Sjálfsmeðferð viðverkjum, þrautum, harðsperrum, krampa, sinadrætti, tognun, sinabólgu, taugabólgu, gigt, liðagigt, settaugabólgu (ískístaug), sliti, tauga- verk, höfuðverk o.fl. Á sviði húðsjúkdóma dregur úr áhrifum ýmissa kvilla, s.s. exemi og kláða.“ (Dr. D. Dervieux, sérfræðingur í gigtarsjúkdómum.) ÚTSÖLUSTAÐIR Kristín - Innflutningsverslun, Skólabraut 1, Seltjarnarnesi, póskröfusími: (91)611659. Glóey hf., Ármúla 19. Heilsuhúsið, Skólavörðustíg 3. Heilsuhúsið, Kringiunni. Heilsubúðin, Reykjanes- vegi 62, Hafnarfirði. Verslun Jóns og Stefáns, Borgarbraut 57, Borgarnesi. ísafjarðarapótek, Hafnarstræti 18, Isafirði. Ferska, Aðalgötu 1, Sauðárkróki. Studio Dan, Hafnarstræti 20, ísafirði. Heilsuhornið, Skipagötu 6, Ákureyri. Egilsstaðaapótek, Lagarási 18, Egilsstöðum. Spilverk hljóðanna og hugnr mannsins Lévi-Strauss áttræður eftir Gísla Pálsson Helsti kenningasmiður í mann- fræði á þessari öld, Claude Lévi- Strauss, verður áttræður næstkom- andi mánudag, 28. nóvember. Kenningar hans, sem kenndar eru við formgerðarstefnu eða strúktúr- alisma, hafa ávallt verið umdeildar. Engum blandast þó hugur um að Lévi-Strauss hefur haft mikil áhrif á kenningalega mannfræði, senni- lega meiri en nokkur annar núlif- andi mannfræðingur. Með aðferðir hljóðkerfísfræðinnar að vopni varp- aði hann nýju ljósi á starfsemi mannshugans, menningu og sam- félag. Hver er þessi aldraði speking- ur og hvað hefur hann lagt af mörk- um? Lévi-Strauss er af frönskum gyð- ingaættum. Langalangafi hans, Isaac Strauss, var kunnur fiðluleik- ari og hljómsveitarstjóri sem vann um skeið með tónskáldinu Offen- bach, eins af stuðmönnum síðustu aldar. Lévi-Strauss hefur sagt frá því að í æsku hafi hann þekkt tón- list Offenbachs til hlítar, á heimili sínu hafí lög hans verið rauluð við hvert tækifæri. Faðir Lévi-Strauss stundaði nám við verslunarskóla og starfaði um skeið við verðbréfa- markað. Þar komst hann í kynni við umboðsmann helstu kúbistanna í franskri málaralist, Kahnweiler, og það varð til þess að hann tók sjálfur til við málaralistina, en reyndar hafði hann haft áhuga á málaralist allt frá barnæsku. Þrátt fyrir borgaralegan uppruna bjuggu foreldrar Lévi-Strauss við kröpp kjör. Málaralistin fæði þeim litlar tekjur. Móðir Lévi-Strauss var dótt- ir rabbía og var fjölskyldan meðal annars af þeim .sökum fastheldin á ýmsa siði úr gyðingdómi, en annars hirtu þau lítið um trúmál. Lévi-Strauss stundaði háskóla- nám í París, fyrst í lögum og síðan í heimspeki, og þar lauk hann prófi árið 1931. Hann kenndi heimspeki við menntaskóla um tveggja ára skeið en að því loknu réðst hann til háskólans í Sao Paulo í Brusilíu á vegum franska ríkisins. Heim- spekinámið hafði kveikt hjá honum áhuga á mannfræði_ og „frumstæð- um“ samfélögum. Á árunum 1935 til 1939 stundaði hann mannfræði- rannsóknir meðal frumbyggja á Mato Grosso-svæðinu og við Amaz- onfljót. Hann hvarf aftur til heima- lands síns um það leyti sem síðari heimsstyijöldin braust út, en honum varð ekki vært í Frakklandi eftir að innrás Þjóðveija hófst. Þegar Gísli Pálsson franski herinn varð að gefast upp flúði hann til Bandaríkjanna. Á meðan á stríðinu stóð um- gekkst hann fjölskrúðugan hóp menntamanna af evrópskum upp- runa. Hann kenndi við New School for Social Research í New York- borg og vann að málefnum franskra útlaga, meðal annars stofnaði hann ásamt nokkrum öðrum École Libre des Hautes Études. Árið 1945 var hann gerður að menningarfulltrúa við sendiráð Frakklands í Banda- ríkjunum, en þremur árum síðar sagði hann því starfi lausu til að geta sinnt rannsóknum sínum. Hann komst í kynni við suma af helstu mannfræðingum Banda- ríkjanna, meðal annarra Franz Boas, en afdrifaríkust urðu þó kynni hans af rússneska málfræðingnum Roman Jakobson. Meðal á dvölinni í New York stóð stundaði hann skriftir og rannsóknir af kappi og þegar hann hvarf aftur til Frakk- lands árið 1949 sendi hann frá sér viðamikið verk, Les Structures éle- mentaires de la parenté (Frumgerð- ir sifjakerfa), sem hann lagði fram til doktorsvarnar við Sorbonne- háskóla. Eftir heimkomuna var hann gerður að aðstoðarfram- kvæmdastjóra franska mannfræði- safnsins (Musée de l’Homme) en síðar réðst hann til École Pratique des Hautes Études. Árið 1959 var hann skipaður prófessor í mann- fræði við Collége de France og þeirri stöðu gegndi hann allt til ársins 1982. Við lok heimsstyijaldarinnar síðari var frönsk mannfræði í mol- um. Lévi-Strauss reisti hana við á ný á fáum árum og gerði hana að stórveldi. Um leið lagði hann grunn- inn að nýrri kenningu, kenningu sem átti eftir að hafa áhrif langt utan Frakklands, raunar langt út fyrir raðir mannfræðinga. Hann hefur verið óhemju afkastamikill rithöfundur, eftir hann liggja nærri tveir tugir bóka og á annað hundr- að greinar. Helstu rit hans, auk þess sem þegar er nefnt, eru Ant- hropologie structurale I-II (Strúkt- úral mannfræði, 1958, 1973), Le Totémisme aujourd’hui (tótem- hyggja á vorum dögum, 1962), La Pensée Sauvage (Frumstæð hugs- un, 1962), og Mythologiques I-IV (Rökfræði goðsagna, 1964—1971). Flest rit hans hafa verið þýdd á ensku. Formgerðarstefha Lévi-Strauss Bylting Lévi-Strauss var einkum fólgin í því að beita aðferðum mál- vísinda, umfram allt aðferðum hljóðkerfisfræðingsins Romans Jakobson, á félagsleg og menning- arleg fyrirbæri. Utlínur kenningar- innar eru ljósar þegar í fyrstu grein- um Lévi-Strauss frá því um 1945. Hann gerir ráð fyrir að starfsemi mannshugans lúti ákveðnum lög- málum og því beri allt sem maður- inn skapar ákveðin samkenni. Hug- ur mannsins, segir hann, teflir sam- an hljóðum, sem eru í sjálfu sér merkingarlaus, en merking þess sem sagt er ræðst af afstöðu hljóð- anna hvers til annars. Tvö tungu- mál hljóta að vera sambærileg á einhvern hátt, hversu ólík sem þau annars kunna að vera, vegna þess að sams konar hugarstarf býr að baki. Sama er að segja um aðrar afurðir mannshugans, til að mynda goðsögur. Goðsögur greina frá tilurð mann- heims, þeim öflum sem skópu hann og þeim rökum sem hann lýtur. Höfundar þeirra telja þær heilagan sannleika. Ljóst má vera að margt af því sem maðurinn skapar, svo sem húsagerðir og hjúskaparform, þarf að svara ýmsum ytri kröfum, náttúruskilyrði leyfa einfaldlega ekki alia þá möguleika sem hægt er að hugsa sér. í goðsögnum eru engar slíkar kröfur gerðar, manns- hugurinn hefur endalaust svigrúm. Slíkar sögur eru því kjörið við- fangsefni fyrir strúktúralista. Þeir telja að þrátt fyrir hið ytra frelsi, sem höfundunum er búið, séu sög- urnar býsna keimlíkar, sömu stef megi greina í goðsögum Grikkja til forna, í norrænni goðafræði og goðsögum indíána við Amazonfljót. Lévi-Strauss segir að goðsögur beri að túlka líkt og tónlist. „Boð- skapur" tónverks ræðst ekki ein- ungis af laglínu, heldur einnig af samhljóm. Að sama skapi ræðst Þegar lífið stöðvast Aðventuhugleiðing eftirAlfreð Jolson, S.J. Þegar hið myrka tímabil ársins fer að okkur kynnum við, hvort fyrir sig, að skyggnast um hið innra með okkur, hvort þar sé að fínna nokkum vott myrkurs í anda og sál. Þá er þörf á að létta af því svarta myrkri sem fylgir því að okkur verða á mistök, menn vísa okkur frá sér og að við verðum fyrir ranglæti. Ljós heilagrar Lúsíu og sjálfra jólanna kunna að verða okkur til hjálpar en ef til vill færir sá atburður, að lífíð stöðvast, okkur einnig ljós. í hinu kunna orðtaki „allt er fer- tugum fært" birtist viðhorf, sem felur í sér bjartsýni og hvatningu. En oft nemur lífið staðar löngu áður en fertugs aldri er náð. Mistök snemma á ævi eða ranglæti getur stöðvað lífíð. Atvinnumissir, flutn- ingur í starfi eða löng bið eftir stöðuhækkun eru allt atburðir, sem hæglega eru þess megnugir að binda enda á lífshlaup manna. Slíkir atburðir geta gerst hvenær sem er í lífínu og valdið sárum, sem koma í veg fyrir frekari þroska. Sá sem fyrir þessu verður er líklegur til að skella skuldinni á einhvem annan — forstjórann, yfirmanninn eða samstarfsmann. Vitandi vits eða ómeðvitandi heldur hann áfram að vera með hugann við atburðinn: Sárið grær ekki. Afleiðingin getur orðið beiskja, svo djúpstæð og þrá- lát, að hún eitrar mannlegt um- hverfí, en fyrst af öllu líf þess manns, sem gripinn er heiftinni. Þegar einhver hefur orðið fyrir áfalli, sem hugsanlega leiðir til Hísstöðvunar, er úr vöndu að ráða: Annaðhvort lætur hann fyrirberast á veginum eða heldur ferðinni áfram. Áskorunin beinist að því að halda áfram. Hemingway skrifaði eitt sinn: „Lífíð brýtur okkur öll niður öðru hveiju, en sumir tvíefl- ast við mótlætið." Sérhvert bakslag og jafnvel sérhver mistök veita tækifæri til þroska. Gamalt mál- tæki minnir okkur á þetta: „Þegar einar dyr lokast opnast tvennar aðrar.“ Hvemig er hægt að koma í veg fyrir að mistök, afturkippur eða vonbrigði stöðvi lífið? Nauðsynlegt er að horfast í augu við það, sem gerst hefur, og taka því. Þetta er hægara sagt en gert. Mörgum reyn- ist erfitt að ná svo langt, einir og óstuddir — jafnvel einir með Guði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.