Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 51 Minning: Kristinn Rúnarsson Þorsteinn Guðjónsson heilluðu hann frá unga aldri. Aðeins rúmlega tveggja ára þegar fjöl- skyldan var á ferðalagi spurði hann um nöfn fjallanna á leiðinni austur að Kirkjubæjarklaustri og mundi þau svo á leiðinni til baka. Myndir af honum með bakpoka og með göngustaf eru til frá unga aldri. Árið sem hann var skiptinemi í Bandaríkjunum ferðaðist hann um og gekk og kleif fjöllin þar. Einnig var hann búinn að ferðast mikið um Noreg, Alpana, Suður-Ameríku og Nepal. Svona er hægt að halda áfram endalaust en það er sama hvaða minningar koma upp í hug- ann, þá er minning um einstaklega góðan dreng skýrust, dreng sem bæði var skapgóður og hjálpsamur. Þorsteinn fór sína síðustu ferð ásamt Kristni Rúnarssyni æskuvini og jafnaldra. Þeir höfðu kynnst í bamaskóla og bundist miklum vin- áttuböndum. Snemma kom í ljós sameiginlegur áhugi á útiveru og öllu því sem henni tengist og sér- staklega voru það fjöllin sem heill- uðu. Fyrir þá voru fjöllin ekki bara há. Þau voru takmark til að ná, sigur sem var verðlaunaður með tilfinningum sem svo margir leita að en fínna aldrei. Megi þeir hvíla í friði í landi hins mikla fjallaanda. „í moldinni geymast margra alda spor. Hver minnist þeirra, sem tróðu fjallastíginn? Ef greina má slóð, er gatan orðin vor, en gömlu manna sól til viðar hnigin." (Davíð frá Fagraskógi.) Systkinin, Hafdís, Sævar, Helga og Rannveig. Eitt af því besta sem nokkur maður getur eignast í lífinu eru góðir vinir. Þetta er staðreynd sem flestir vita að er sönn en leiða hug- ann sjaldan að. Ástæðan gæti verið sú að góðir vinir verða svo stór hluti af lífinu að óhægt er að hugsa sér að um sé að ræða eitthvað gott sem manni hafi hlotnast. „Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.“ Minning: Vegna mistaka í vinnslu blaðs- ins féll niður kafli úr þessari minningargrein i blaðinu í gær. Hún birtist hér aftur í heild og biður Morgunblaðið alla aðstand- endur velvirðingar. Hinn 17. nóvember síðastliðinn andaðist í St. Jósefsspítala í Hafn- arfírði Finnbogi Hallsson, trésmíða- meistari. Bogi fæddist 25. nóvember 1902 á Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Hann var sonur Halls Guðmunds- sonar og Jámgerðar Jóhannsdóttur. Hann ólst upp á Þórarinsstöðum hjá föðursystur sinni, Jóhönnu, og manni hennar, Ögmundi Svein- bjömssyni. Bogi fluttist til Hafnarfjarðar 1924 og árið 1926 fluttist móðir hans til hans og bjó hún hjá honum og konu hans alla tíð þar til hún lést. Hann reyndist móður sinni hinn besti sonur. Bogi hóf nám í smíðum hjá Lár- usi Lámssyni 1928, fékk sveinsbréf í iðninni 15. febrúar 1932 og meist- arabréf í húsasmíði 21. mars 1945. Árið 1932 steig Bogi mikið gæfu- spor er hann kvæntist Ástveigu S. Einarsdóttur, ættaðri úr Ólafsvík. Hún var dóttir hjónanna Efemíu Vigfúsdóttur frá Kálfavöllum í Staðarsveit og Einars Jónssonar frá Skammadal í Mýrdal. Bogi og Tíminn sem liðið hefur frá því að fréttin barst um fráfall þeirra Kristins og Þorsteins hefur verið erfíður. Það er svo erfitt að trúa því að þeir komi ekki aftur. Það er erfítt að sætta sig við að ánægju- stundimar verði ekki fleiri sem við fáum að njóta með þeim félögum. En tíminn líður og við vitum að það mun gera lífið léttbærara að rifja upp allar þær ótalmörgu góðu stundir sem við höfum átt með þeim síðastliðin 11 ár. Bæði með öðrum vinum þeirra og kunningjum og einnig með næstu kynslóð. Við vottum foreldrum og systkin- um Kristins og Þorsteins alla okkar samúð og þér, Hildur. Kæra vin- kona. Það voru forréttindi að kynnast þeim. Það voru mikil forréttindi að eiga þá sem vini. Viðar Gylfason, Oddur S. Jakobsson Öll vitum við að lífið og dauðinn ferðast saman. Hinsvegar hugsum við lítið um dauðann, við sem lifum, og fyrir okkur táknar hann oft endalok. í lífí sem nú spannar aldarfjórð- ung hef ég sjaldan orðið vitni að dauða, nema í íjarska, fundið til augnablikssamúðar og svo haldið áfram að sinna mínum störfum. En þegar mér bárust fréttir þær þann 25. okt. sl. að verðandi mágur minn, Þorsteinn Guðjónsson, og æskuvin- ur hans, Kristinn Rúnarsson, hefðu verið týndir síðan 18. okt. og engin von um að þeir væru á lífí, var eins og af mér væri tekið skjól og kald- ar staðreyndir lífsins nístu mig. Ég skil nú hvað harmdauði merkir. Ungu fólki er ekki ætlað að deyja heldur á það að eiga framtíðina fyrir sér, eignast heimili og verða hamingjusamt. En hvað sem öll okkar áform segja, þá ráða lífið og dauðinn. Og á svona stundum skynjar maður hve máttlítill maður- inn er, ásamt sorginni læðist von- Ágústa bjuggu alla sína búskap- artíð í Hafnarfirði. Börnin þeirra 6 eru: 1. Garðar, húsasmiður, var kvæntur Grétu Kristjánsdóttur, sem er látin. 2. Einar Emil, blikksmíða- meistari, kvæntur Sesselíu Guðrúnu Þorsteinsdóttur. 3. Ingveldur Guð- rún, gift Pálma Viðari Samúels- syni. 4. Auður Hanna, gift Birgi Rafni Gunnarssyni. 5. Sigurður Ágúst, húsasmiður, kvæntur Guðríði Einarsdóttur. 6. Hulda Kol- brún, gift Davíð Bimi Sigurðssyni. Ásta lést 5. apríl 1959 og höfðu þau Bogi þá búið saman í farsælu hjónabandi í 27 ár. Bogi og Ásta voru einstaklega samhent hjón, því var það honum mikill missir þegar hún féll frá. Bogi átti miklu barnaláni að fagna og naut hann þess í ríkum mæli í ellinni. Hann var einstaklega hjálpsamur maður og nutum við hjónin þess á okkar fyrstu hjúskaparámm, því hann var ætíð boðinn og búinn til hjálpar þegar við vomm að reisa okkur þak yfir höfuðið Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast þess hve Bogi var léttur í lund og hafði einstakt lag á að koma fólki í gott skap. Hann hélt kímni- gáfu sinni allt fram í andlátið. Þó var hann alvömmaður en notaði kímnina þegar við átti. Ég minnist leysið inn. Biturleiki útí lífið, af hveiju þeir, af hveiju nú? Á slíkum stundum þurfa ástvinir og ættingjar styrk til að horfast í augu við lífið á ný. Auk trúar þá held ég að mestan styrk megi finna í því að minnast þessara góðu manna, lífshlaups þeirra, skoðana og manngildis. Strax á unga aldri fóm þeir vin- imir að ganga á fjöll. Þeir höfðu ást á náttúmnni, hreinni og óspilltri. I bijósti beggja bjó sú mannlega hvöt að vilja sigrast á erfíðleikum og eigin ótta. Gefast ekki upp held- ur stefna ávallt uppá við. Til þess þurfti þolinmæði og þrautseigju. Óg hana áttu þeir ekki bara fyrir sjálfan sig því þeir höfðu þolinmæði til að kenna og bera umhyggju fyrir sínum ættingjum og vinum. Þorsteinn dvaldi í Bandaríkjum Norður-Ameríku í eitt ár sem skipti- nemi og þar komst hann í kynni við hina hlið okkar þjóðfélags, fá- tæklingana sem em utangátta. Þó hann ræddi ekki um það setti þetta svip sinn á skoðanir hans og reynd- ar má segja um þá báða að þeir hafí ekki sóst eftir vindi samfélags- ins heldur litið í eigin barm og tek- ist að vera þeir sjálfir, nokkuð sem reynist örðugt. Heimspeki, hugsun hins mennt- aða manns, var nokkuð sem báðir veltu mikið fyrir sér. í góðra vina hópi var lífsgátum oft velt fyrir sér og þeir spurðu mig oft í þaula um þau atriði í lífí manns sem maður tekur góð og gild og hugsar varla útí. Þess á milli var sungið og dans- að því báðir vom skapgóðir og stutt var í glens og grín. I þeirra vina- hópi er skarð fyrir skildi. Ég minnist þeirra í þátíð. Þeir vom. En í huga mínum em þeir. Ég ber virðingu fyrir hugrekki þeirra og skapfestu. Lausir við allan glannaskap, Þorsteinn og Kristinn vom menn sem sífellt buðu sjálfum sér birginn. Neituðu að hreiðra um sig á syllum okkar hinna. En jafn- framt vissu þeir um sín takmörk eins og okkur er ljóst að ekki hafa allir þann eldmóð sem þarf til að skríða útúr skjólinu til að öðlast þekkingu og skilning á sjálfum sér og lífinu. Ég geng áfram um lífsins braut án þeirra en ég hef fengið nesti að gjöf frá þeim. Það er að leita að mannkostum inní hveijum og einum en ekki að dæma menn eftir útliti. Virða hvem hlut stóran og smáan fjölskyldufundanna þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og gerði öllum glatt í geði. Þeir vom ófáir laugardagseftirmiðdagar sem við hjónin og elstu dætur okkar ásamt tengdaforeldmm mínum eyddum á heimili Boga og Ástu og var þar oft glatt á hjalla, þrátt fyrir heilsu- leysi húsmóðurinnar sem ágerðist mjög seinni árin. Þetta em ógleym- anlegar stundir. Bogi bjó einn öll sín ekkjumanns- ár þar til fyrir rúmu ári að heilsan bilaði og hann naut umönnunar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Nú er hann kominn til Ástu sinnar og veit ég að þar hafa orðið fagnaðarfundir. Eg og fjölskyldan mín öll eram þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Boga. Blessuð sé minning hans. Holger Clausen og íjölskylda. Finnbogi Hallsson trésmíðameistari og temja sér þolinmæði til að um- gangast alla af tillitssemi. Uppgjöf og vonleysi er ekki í anda þeirra. Þeir vom hógværir en viljasterkir. Kristinn og Þorsteinn vom báðir í miklum metum hjá fjölskyldum sínum og þeir vom, e.t.v. án þess að gera sér grein fyrir því, aflvaki jákvæðra strauma, stoðir og stytt- ur. Þeirra harmur er þungur en minning um góða drengi lifir og minning Þorsteins og Kristins er hrein og tær eins og náttúra sú er sem þeir unnu svo mjög. Þessi tími hefur verið erfíður ættingjunum en litlu systkinabömin hans Þorsteins, þau sem honum þótti svo vænt um, hafa í óvitaskap sínum krafíst þess að lífíð gangi sinn gang. Komið fólki til að brosa crepnum tárin og herða sig upp. Enn er von. Og eins og dauðinn hrifsar mann frá hugsun um lífíð þá kemur lífíð aftur og krefst at- hyglinnar. Og þannig mun ófætt bam Kristins f fyllingu tímans krefj- ast þess af Hildi móður sinni að lífíð haldi áfram og ég bið góðan Guð að blessa þau. Ég bið hann líka að blessa alla aðra aðstandendur og vini þeirra og vona að þessar máttvana línur megi verða örlítil huggun harmi gegn. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Halldór Kiljan Laxness. Þórður Bogason Símar 35408 og 83033 Soleyjargatao.fi. Sunnubraut Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 o.fl. Skúlagata Laufásvegur 58-79 o.fl. Skipholt 40-50 o.fl. 3Nt*0miMbifeifr KOPAVOGUR AUSTURBÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.