Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 ifMkiö Jeno» ásútgáfan straspH Bevcrlv Sommcrs Norðurland: Ahugi á stofnun söluskrif- stofu fyrir sjávarafurðir Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Bakarar í Kristjánsbakaríi stóðu í ströngu í gær. Laufabrauðsgerðin verður sífellt vinsælli - segir Kristján Snorrason bakari „VIÐ BÚUM til svipað magn af laufabrauðskökum og i fyrra, þetta 130.000 kökur. Við þurfum hinsvegar alltaf að bæta örlftið við okkur þvf laufabrauðsgerð verður vinsælli með hveiju árinu sem líður," sagði Kristján Snorra- son bakari í Kristjánsbakaríi. Mik- Aðventukvöld Aðventukvöld verður í Glerár- kirkju annað kvöld, sunnudag, og hefst það kl. 20.30. Kirkjukór Lögmannshlfðarsóknar syngur og strengjasveit kennara úr Tónlist- arskólanum á Akureyri annast undirleik. Þá leika ungir nemend- ur úr Tónlistarskólanum og Arnór Benónýsson leikhússtjóri les úr verkum Sigurbjarnar Einarssonar biskups um aðventuna. Ræðumað- ur kvöldsins verður sr. Bemharð- ur Guðmundsson. (íunhjólp Akureyringar Samhjálparsamkoma verður í Hvítasunnukirkjunni á sunnudag kl.16.00. Vitnisburður. Einsöng syngurGunn- björg Óladóttir. RæðumaðurÓli Ágústsson. Allirvelkomnir. Samhjálp UPPI eru hugmyndir um stofhun söluskrifstofu fyrir sjávarafurðir á Norðurlandi. Málið hefiir verið rætt á meðal fiskverkenda á Dalvík og hafa þeir í hyggju að fá í lið með sér útgerðarmenn og fiskverkend- ur annars staðar á Norðurlandi. Yrðu þá væntanlega ráðnir sérstakir markaðsfulltrúar fyrir svæðið sem fengju það verkefiii að leita eftir mörkuðum erlendis og er þá helst litið til Asíu og Evrópu. Ottó Jakobsson útgerðarmaður á ið var að gera í laufabrauðsgerð- inni í gær hjá bökurum norðan- lands og því er ljóst að margir ætla að eyða helginni við laufa- brauðsskurð. Kristján sagði að laufabrauðs- baksturinn byrjaði venjulega í bakar- íunum í kringum 20. nóvember, en færi yfírleitt rólega af stað. Nokkrir byijuðu um síðustu helgi, en mun fleiri nú. Segja má þvi að þetta sé fyrsta formlega laufabrauðshelgin fyrir komandi jól og er laufabrauðs- gerðin eitt af því fyrsta sem fólk gerir í jólaundirbúningnum. Kristjánsbakarí hóf laufabrauðs- bakstur fyrir tuttugu árum og seldi bakaríið 60.000 kökur á höfuðborg- arsvæðinu í fyrra. Ekki vissi Kristján hver heildarsala laufabrauðs yfir landið væri, en ljóst væri að þessi góði, gamli norðlenski siður væri að breiðast út um landið allt. Kristján sagði að algengt væri að hver fjöl- skylda tæki þetta 50 til 100 kökur. Dalvík sagði að þessi hugmynd hefði fyrst verið viðruð fyrir nokkrum mánuðum og mikill áhugi væri á því að kanna þetta frekar. „Við þurfum að færa söluskrifstofumar nær fram- leiðslunni og höfum þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. Við teljum að íslenskum sjávarútvegi sé mun betur borgið með því að þeir, sem sjá um sölumálin, séu í sam- bandi við framleiðsluna. Nú sitja sölu- og markaðsmenn á skrifstofum í Reykjavík og vita ekki hvað þeir eru að selja. Með því að færa sölu- skrifstofumar heim, myndum við jafnframt skapa atvinnu og heima- héraðinu aukið fjármagn. Ótal aðilar Þór: Félagsheim- ili gefið nafii ÞÓRSARAR fagna því i dag að félagsheimili þeirra er orðið fok- helt og verður húsinu einmitt gefið nafii í dag í hófi sem þar verður haldið. Þá heldur körfu- knattleiksdeild félagsins hluta- veltu á morgun. Ollum velunnumm félagsins er boðið í nýja félagsheimilið, sem er á félagssvæði Þórs í Glerárhverfi, kl. 15.00 í dag. Eftir að formaður félagsins hefur ávarpað samkom- una verður byggingarsaga hússins rakin og framtíðaráform tiunduð. Síðan verður afhjúpað listaverk eft- ir Hjálmar Pétursson, sem hann gefur til minningar um Kristján Kristjánsson og Þórarinn Jónsson. Loks verður húsinu gefíð nafn og síðan býður kvennadeild Þórs gest- um upp á veitingar. Á morgun heldur körfuknatt- leiksdeild Þórs hlutaveltu í húsi aldraðra, Lundargötu 7. Hlutavelt- an hefst kl. 14. Meðal annars verða ferðavinningar frá ferðaskrifstofu Akureyrar og Samvinnuferðum- Landsýn. nyjpr hækur Allt stakar sögur Askriftarsími 96-24966 í Reykjavík sem flytja út sjávarfang taka um 2-3% í umboðslaun. Þá á eftir að greiða tryggingafélögum, skipafélögum og bönkum og má ætla að tíundi hver fískur fari til þess að greiða þessum aðilum. Hluti af þessum kostnaði gæti vissulega orðið eftir heima í héraði." Engin formlegur fundur útgerðar- manna á Norðurlandi hefur verið haldinn um þessi mál, en búast má við að til hans verði boðað innan skamms, að sögn Ottós. „Við þurfum að byija á því að ná okkur í viðskipt- asambönd. Heimurinn er stór og það er ekki óeðlilegt að horfa meira til Asíu og Evrópu heldur en gert hefur verið, bæði vegna versnandi stöðu dollarans og vaxandi markaðar í þessum löndum. Við höfum einblínt allt of mikið á Bandaríkjamarkað. Maður hefur það einhvemveginn á tilfínningunni að menn séu ekki eins bundnir sölusamtökum eins og áður tíðkaðist. Eflaust er ein skýringin sú að fleiri aðilar í Reykjavík eru farnir að sinna markaðs- og sölumálum en áður. Að mínu mati hefur okkur vantað menn, sem hafa haft kunn- áttu og áhuga á því að selja þessar vörur úr landi. Sumar afurðir hefur ekki mátt selja vegna ákveðinna laga, sem í gildi eru. Við getum til dæmis ekki selt saltfísk nema í gegn- um SÍF. Þó þessi samtök hafí verið nauðsynleg fyrir 50 árum, þá er ekki þar með sagt að þau séu það í dag,“ sagði Ottó. Ottó sagði að verðmæti þeirrar skreiðar, sem færi um höfnina á Dalvík á einu ári, næmi um það bil 500 milljónum króna. Um er að ræða skreið, sem framleidd væri víðsvegar á Norðurlandi, en keyrð til Dalvíkur svo skipa mætti henni allri út á sama stað. Hafnarrými í Dalvík er í minnsta lagi miðað við aukna gáma- væðingu. Ef útflutningshöfn á Dalvík yrði að veruleika yrði nauðsynlegt að bæta hafnaraðstöðu. „Útflutning- ur frá Dalvík hefur aukist gífurlega á undanfömum þremur árum, eða um 50% á ári. Skipafélögin hafa vilj- að láta keyra vömmar á einn stað í stað þess að þurfa að koma við í hverri höfn,“ sagði Ottó. Á Norðurlandi hefur orðið mikil flölgun togara á undanfömum ámm. Dalvíkingar eiga ijóra ísfisktogara og einn rækjutogara, Ólafsfírðingar eiga fjóra togara, Skagstrendingar tvo, Sauðkrækingar þijá, Akur- eyringar tíu, Húsvíkingar tvo og Þórshafnarbúar tvo. Áttræður blaðberi: Mæðist hvorki uppi í móti né niður í móti JÓHANNES Jóhannesson, Hliðar- götu 7, Akureyri, verður áttræður nk. þriðjudag, 29. nóvember. Jó- hannes er fæddur að bænum Engi- mýri i Öxnadal þar sem hann bjó til 25 ára aldurs. Þá fluttist hann að bænum Neðri-Vindheimum á Þelamörk og bjó þar i 33 ár. Það- an fluttist hann árið 1967 til Akur- eyrar og hefiir búið þar alla tíð síðan. Hann vann þar við ýmis störf til 75 ára aldurs og fyrir tæpum tveimur árum gerðist hann blaðburðarmaður hjá Morgun- blaðinu og er nú með eitt stærsta hverfið á Akureyri. „Það kom nú reyndar til út af ein- hveijum misskilningi út af reikningi, sem ég fékk sendan frá Morgun- blaðinu. Ég taldi mig hafa verið bú- inn að borga hann og fór að rexa í afgreiðslumanninum, en auðvitað var það vitleysa i mér. Nú, en samtalið endaði með því að ég tók að mér blaðburð fyrir Moggann og hef verið að síðan," sagði Jóhannes í samtali við blaðamann. Jóhannes ber tæp 80 blöð út á hveijum degi og segist ekki vera lengi að því enda frár á fæti. Þjmgslin væru þó nokkuð meiri um helgar þegar sunnudagsblaðið kæmi út. „Ég á ákaflega létt með gang og mæðist ekkert hvort sem ég fer upp í móti eða niður í móti. Ég var eiginlega ódrepandi í hlaupum þegar ég var ungur og ávallt við hestaheilsu. Ég hef sem betur fer aldrei þurft að koma nálægt sjúkra- stofnunum nema hvað fyrir fáum árum þegar á mér voru gerðir tveir uppskurðir. Sennilega hefur krabb- inn verið að láta gera vart við sig þá, en Gauta lækni tókst að bjarga því við.“ Jóhannes er mikill söng- og tón- listaráhugamaður. Hann starfaði í 57 ár sem organisti í Bakka- og Bægisárkirkjum auk þess sem hann tók að sér starf organista við vist- heimilið Skjaldarvík um fímm ára skeið. „Ég hef aldrei lært á orgel. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Jóhannes Jóhannesson Heima í sveitinni átti bróðir minn forláta fótstigið orgel, sem ég fékk að æfa mig á þegar hann fór að heiman. Þá hef ég verið komin fast að tvítugu og orgelið æfí ég mig á enn í dag.“ Söngnám hóf Jóhannes á 64. aldursári hjá Sigurði Demets og um þrigga ára skeið mætti hann vikulega f söngtímana. í sumar var Jóhannes fenginn til að syngja ein- söng í Skálholtskirkju og sagði hann að það væri mesta furða hvað röddin entist þrátt fyrir háan aldur. Sambýliskona Jóhannesar er Sess- elía María Þorsteinsdóttir og létu þau sér nægja að trúlofast á sínum tíma. Fyrri kona hans, Anna Júlíusdóttir, lést úr krabbameini árið 1969 og áttu þau fimm böm saman. Tvö þeirra eru búsett á Akureyri, Jóhann- es bifvélameistari og Ragna húsmóð- ir. Róslín býr á Ytri- Bægisá á Þela- mörk, Rannveig á Sauðárkróki og Regína í Álftagerði í Skagafirði. Jóhannes og Sesselía María taka á móti gestum á Hótel KEA á af- mælisdaginn, þriðjudaginn 29. nóv- ember, frá kl. 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.