Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 1

Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 1
88 SIÐUR B 280. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Umboð Shamirs endurnýjað; Herzog vill stjórn Likud- og Verka- mannaflokksins Jerúsalem. Reuter. CHAIM Herzog, forseti ísraels, framlengdi stjórnarmyndunarumboð Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra, um þrjár vikur í gær. Við það tækifæri gagnrýndi Herzog ieiðtoga stjórnmálaflokka harðlega og sagði að smásmugulegur ágreiningur tefði myndun nýrrar ríkisstjórn- Herzog hvatti til þess að leiðtogar Likud- og Verkamannaflokksins slíðruðu sverðin og mynduðu nýja stjórn þessara flokka. Þjóðin þarfn- aðist styrkrar stjórnar er nyti stuðn- ings mikils meirihluta landsmanna og væri laus við hagsmunapot smá- flokka. Áður en Shamir hitti forset- Allsherjarþing SÞ: S-Afríka verði beitt þvinguniim Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna skoraði í gær á Öryggisráðið1 að samþykkja þegar f stað ýmsar efiiahagslegar refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku. Þingið samþykkti m.a. með þorra atkvæða að settt verði bann við olíu- og benzfnsölui til Suður-Afríku. Allsherjarþingið samþykkti lll ályktanir í gær er varða viðskipti ogf önnur samskipti við Suður-Afríku. • Tilgangurinn með þeim er að stuðlai að því að stjóm landsins verði neyddi til þess að falla frá aðskilnaðarstefnu1 sinni. Þingið hefur ítrekað hvatt til refsi-- aðgerða gegn Suður-Afríku vegnai aðskilnaðarstefnunnar. Það er hinss vegar aðeins í valdi Öryggisráðsinss að knýja aðgerðir af þessu tagi fram. • Talið er að Bretar falli seint frá að ' beita neitunarvaldi gegn slíkri sam-i þykkt. ann hafði hann sagt við fjölmiðla að hann hefði gefizt upp á því að reyna að mynda stjórn með Verka- mannaflokknum og sagðist myndu einbeita sér að myndun stjórnar með aðild smáflokka. Palestínumenn boðuðu til verk- falla á hernumdu svæðunum í ísrael í dag í kjölfar þess að 12 ára stúlka féll í átökum á Gaza-svæðinu í gær. Stúlkan kastaði gijóti á ísraelska hermenn ásamt nokkmm skólasystr- um sínum. Þeir svöruðu með vél- byssuskothríð. Stúlkan er 329. Pa- lestínumaðurinn, sem bíður bana í átökum á hernumdu svæðunum á tæpu ári. Ellefu ísraelar hafa beðið bana vegna uppreisnarinnar. Boðað hefur verið til verkfalla á hernumdu svæðunum næstkomandi fímmtudag og föstudag, en þá verð- ur ár liðið frá því uppreisn Palestínu- manna hófst. Palestínskir stúdentar efiidu til mótmælaaðgerða í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. ísraelskir her- menn brutu mótmælin á bak aftur, en myndin var tekin áður en þeir skárust í leikinn. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsisfylkingar Palestínu, PLO, þáði í gær boð sænsku stjórninnar um að koma til Svíþjóðar í dag. Mun hann m.a. eiga þar viðræður við áhrifamikla bandaríska gyðinga. Armenía og Azerbajdzhan: Blátt bann lagt við upjj- sögnum vegna þjóðemis Biðu menn bana er her ruddi miðborg Bakú á sunnudag? Moskvu. Reuter. SOVÉZKA stjórnin skýrði frá því í gærkvöldi að miklum fjölda verkamanna hefði verið vikið úr Keuter Uppreisninni ólokið í gærkvöldi héldu uppreisnarmenn í argentíska hernum enn til í stöðvum, sem þeir náðu á sitt vald á fostudag. Mohamed AIi Seineldin, ofursti, leiðtogi uppreisnarmanna, sagðist ekki fara úr búðunum fyrr en yfirstjórn hersins hefði staðið við sinn hluta samkomulags, sem hún gerði við uppreisnarmenn í fyrradag. Stuðningsmenn Seineldins óku skriðdreka að aðalhliði einnar herstöðvar í Buenos Aires í gær og voru með byssur brugðnar, eins og myndin sýnir. Sjá „Búist er við...“ á bls. 34. starfi í Armeníu og Azerbajdz- han á grundvelli þjóðernis. í hvassyrtri yfirlýsingu, sem und- irrituðu var af Míkhaíl Gorbatsj- ov, flokksleiðtoga, og Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra, var blátt bann lagt við aðgerðum af þessu tagi og þeim, er fyrir þeim hefðu staðið, hótað refsingu. í yfirlýsingunni sagði að nokkrir flokksleiðtogar og embættismenn í Kákasuslýðveldunum tveimur hefðu átt beina aðild að „hinum grófu réttindabrotum". Ættu þeir m.a. yfír höfði sér að vera reknir úr flokknum. Sovézka sjónvarpið sagði í gær- kvöldi að aflétt hefði verið útgöngu- banni í Jerevan, höfuðborg Arm- eníu, í kjölfar mikillar ólgu þar. Líf væri að komast í eðlilegt horf eftir róstur að undanförnu. Hermenn væru þó enn á hverju horni til þess að halda uppi röð og reglu. Enn- fremur gættu þeir ýmissa mann- virkja víða um lýðveldið. Að sögn embættismanna hefur dregið úr spennu í Armeníu en ólgu gætir enn í Azerbajdzhan. Sovézki herinn beitti valdi til þess að bijóta mótmælaaðgerðir á bak aftur í miðborg Bakú, helztu borg Azerbajdzhan, á sunnudag, að sögn háttsetts embættismanns. Aðaltorg borgarinnar var rutt og var orðrómur á kreiki um að ein- hveijir mótmælenda hafi þá beðið bana. Efnt var til aðgerða í Bakú í gærmorgun í mótmælaskyni við framgöngu hersins á sunnudag. Samkvæmt opinberum tölum hafa 28 menn beðið bana í þjóðern- isróstum í Armeníu og Azerbajdz- han á síðustu tveimur vikum og því rúmlega 60 það sem af er árinu. Tyrknesk stofnun hélt því fram í gær að 75 tyrkneskumælandi Azer- ar hefðu beðið bana og a.m.k. 2.500 særst í átökum í Azerbajdzhan á árinu. Moskvuútvarpið sagði í gær að 106 þúsund Armenar hefðu flúið til Armeníu frá Azerbajdzhan að undanförnu vegna ofsókna af hálfu Azera. Jafnframt sagði talsmaður yfirvalda í Azerbajdzhan að um 100 þúsund flóttamenn frá Armeníu hefðu komið til Bakú síðustu daga. Svíþjóð: Fljótandi verð á víni? Stokkhólmi. Reutor. SÆNSKA heilbrígðismálaráðið, sem er opinber stofiiun er setur Svíum áfengismálastefiiu, lagði til í gær að dregið yrði úr áfengis- drykkju landsmanna um 25% fyrír næstu aldamót. Stjórnvöld verða að samþykkja tillögurnar áður en þær öðlast gildi. Meðal þess sem heilbrigðismála- ráðið leggur til er að brennivínsaldur- inn, þ.e. sá aldur sem menn verða að hafa náð áður en þeir leggja til atlögu við Bakkus, verði hækkaður úr 18 í 20 ár. Einnig að ekki megi finnast víndropi í blóði ökumanna, en núverandi mörk jafngilda því að Svíar megi aka bifreið þó þeir hafi drukkið á annað glas af léttu víni. Ennfremur vill stofnunin að verð á áfengi verði „fljótandi" þannig að hækka megi stöku tegundir fyrir- varalaust á staðnum tii þess að draga úr óvæntri eftirspurn. Þá vill stofnunin afnema allar heimildir til tollfijálsra áfengiskaupa, m.a. til ferðamanna. Loks að reglur um vínveitingaleyfi veitingahúsa o.s.frv. verði takmörkuð enn frekar og að skemmtistaðir sem ekki selja áfengi fái rekstrarstyrki frá ríkinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.