Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIBJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
Syngur ítalskar aríur á nýrri plötu:
„Geflir góða mynd af
því sem ég geri best“
- segir Kristján Jóhannsson
ÍTALSKAR aríur nefnist hljómplata með Kristjáni Jóhannssyni
sem komin er út. Útgefandi er Jón Karlsson, en platan er tekin
upp í Búdapest og undirleik annast Ungverska ríkishljómsveitin
undir stjórn Maurizio Barbacini. Einnig kemur geisladisksútgáfa
af plötunni út í dag. Plötunni verður dreift á alþjóðamarkaði og
kemur hún út í Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu og Evrópu í apríl.
Kristján Jóhannsson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að platan gæfi góða mynd
af því sem hann gerði best, valdar
hefðu verið aríur úr þeim óperum
sem hann hefði náð lengst í. Allar
aðstæður við gerð hennar hefðu
verið með því besta sem geríst
og hljómsveitin væri frábær.
„Þetta er plata á hæsta stand-
ard í veröldinni í dag og ég vona
að íslendingar eigi eftir að njóta
hennar vel og lengi," sagði Kristj-
án. „Það eru um tvö ár síðan
byijað var að velta útgáfu plöt-
unnar fyrir sér og það voru lagðir
í hana miklir peningar og markið
sett hátt. Ég held að það sé alveg
réttur tími til að gefa plötuna út
núna, ég er það sem kaninn kall-
ar „hot stuff" í tónlistarheiminum
í dag og hef aldrei verið betri.“
Það er bókaútgáfan Iðunn sem
sér um dreifíngu plötunnar hér-
lendis, en ungverska fyrirtækið
Hungaroton mun sjá um alla
dreifíngu og markaðsfærslu er-
lendis, að sögn Jóns Karlssonar,
útgefanda plötunnar. Hann sagði
alla sem hlýtt hefðu á plötuna
Kristján Jóhannsson
sammála um það að með henni
hefði Kristján Jóhannsson unnið
listrænan sigur.
Meðal aríanna sem Kristján
syngur á plötunni eru aríur úr
Grímudansleiknum, Aidu og
Óþelló eftir Verdi og La Bohéme
og Tosca eftir Puccini.
VEÐUR
I/EÐURHORFUR í DAG, 5. DESEMBER
1988
YFIRLIT í QÆR: Gert er ráð fyrir stormi á suöur- og suövestur-
djúpi. Um 400 km suðvestur af Hvarfi er 973 mb lægö á hreyfingu
norð-norð-austur, en 1.012 mb hæð yfir Norðaustur-Grænlandi.
Austur við Noreg er 983 mb lægð sem þokast austur og grynnist.
Veður fer hlýnandi þegar líður á nóttina, fyrst vestanlands.
SPÁ: Suð- og suövestanátt um allt land, víðast 4—6 vindstig og
skýjað. Súld eða rigning við suður- og vesturströndina. Hiti 2—7 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á MIÐVIKUDAG:Vestan- og suðvestanátt og kólnandi
veður. Skúrir eða slydduél á Suður- og Vesturlandi, en þurrt að
mestu á Norður- og Austurlandi.
HORFUR Á FIMMTUDAG:Suðvestanátt og kalt um mestallt land.
Él um vestanvert landið en þurrt og viða bjárt veður austanlands.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
'CMk Skýjað
Alskýjað
/ Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnat
vindstyrk, lieil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-jg Hitastig:
10 gráður á Celslus
y Skúrir
*
V B
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
|~<^ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hítl veður
Akureyri 2 4-9 skýjaö
Bergen i skýjað
Helslnki ■fS snjókoma
Kaupmannah. 5 skúr
Narssarssuaq 4 úrk. i grennd
Nuuk +2 snjókoma
Osló +0 sjókoma
Stokkhólmur 0 snjókoma
b/Srfihöfn R
Atgarve 18 léttskýjað
Amsterdam 8 skýjað
Barcelona 14 hálfskýjað
Berlín 7 slcýjað
Chicago 0 létlskýjað
Feneyjar 10 þokumóða
Frankfurt 8 skýjað
Glasgow 5 skúr
Hamborg 8 skúr
Las Palmas 22 alskýjað
London 7 skýjað
Los Angeles 16 skýjað
Lúxemborg 6 rigning
Madrfd 9 léttskýjað
Malaga 17 heiðskírt
Mallorca 19 lóttskýjað
Montreal +11 skýjað
Naw York 2 als kýjað
Orlando 12 þokumóða
Parfs 10 rigning
Róm 17 þokumóða
San Diego 10 heiðskfrt
Vln 9 lépskýjað
Washington 3 alskýjað
Winnipeg +5 háHskýjað
Ráðherra ræðir
við flugfélögin
STEINGRÍMUR Sigfússon, samgönguráðherra, ræddi í gær við forr-
áðamenn Arnarflugs og Flugleiða sitt í hvoru lagi um hugsanlegt
samstarf á milli flugfélaganna tveggja. Hann sagði að bæði félögin
væru tilbúin til sameiginlegra viðræðna með fúlltrúum ríkisvalds-
ins, en ekki hefði verið ákveðið hvenær sá fúndur yrði haldinn.
Steingrímur sagði að í væntan-
legum viðræðum félaganna myndu
taka þátt talsmenn samgöngu- og
fjármálaráðuneytis og hugsanlega
einhverjir frá utanríkis- eða við-
skiptaráðuneyti. Segja mætti að
þessar viðræður færu fram í tengsl-
um við hugsanlega aðstoð ríkisins
við Amarflug.
Sendiherrastaðan:
Albert enn
óákveðinn
ALBERT Guðmundsson hefúi
enn ekki gert upp hug sinn varð-
andi tilboð Jóns Baldvins Hanni-
balssonar utanríkisráðherra um
sendiherrastöðu í París.
Albert Guðmundsson segir í sam-
tali við Morgunblaðið að þetta mál
muni ekki komast á hreint fyrr en
hann hefur rætt nánar við Jón Bald-
vin um það. Hann segir að kannski
muni þeir hittast í dag og ræða
málið. Hinsvegar átti hann ekki von
á að fundur hans og Jóns Baldvins
yrði fyrr en Jón kæmi heim af
NATO-fundi sem hann situr í vik-
unni eða undir næstu helgi.
Steingrím-
ur hittir
Thatcher
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra mun eiga fúnd
með Margaret Thatcher forsæt-
isráðherra Bretlands í dag.
Steingrimur og kona hans, Edda
Guðmundsdóttir, fóru utan í
gærmorgun.
j Forsætisráðherra mun einnig
hitta Wilfried Martens forsætisráð-
herra Belgíu á fimmtudag. Á fund-
um þessum mun Steingrímur eink-
um gera grein fyrir afstöðu íslend-
inga til Evrópubandalagsins og
hagsmunum íslendinga á þeim vett-
vangi.
Annað erindi Steingríms til Bret-
lands var að sitja fullveldisfagnað
Islendinga, þar sem þau hjón verða
heiðursgestir.
Á fundunum í gær bar fleiri mál
á góma en væntanlegar samstarfs-
viðræður, þar á meðal umsókn
bandaríska flugfélagsins Flying
Tigers um að fá að millilenda hér
á landi í vöruflutningum frá Japan
til Evrópu. Steingrímur sagði að
skoðun íslensku flugfélaganna í
umsókn Flying Tigers myndi ráða
miklu um hve víðtæk leyfí félagið
fengi hér á landi. Flugráð mun taka
umsókn bandaríska flugfélagsins
fyrir á fundi í dag eða næstu daga.
Flugráð
fjallar
um Flying
Tigers
UMSÓKN flutningaflugfé-
lagsins Flying Tigers verður
tekin fyrir í flugráði í dag.
Sfjórnendur flugfélagsins
hafa komið þeim skilaboðum
til íslenzkra stjórnvalda að
þeim verði að berast svar í
þessari viku, eigi flug þeirra
að geta hafízt þann 10. janúar
næstkomandi eins og áætlað
er.
Flying Tigers hafa lagt inn
leyfi til millilendinga hér vegna
flugs -til Austurlanda og jafn-
framt eftir leyfi til flutninga
milli íslands og Austurlanda svo
og íslands og Evrópu. Áætlað
er að flugið heíjist þann 10. jan-
úar næstkomandi, fáist Ieyfið.
Flugleiðamenn hafa nú óskað
eftir fundi með stjómendum Fly-
ing Tigers í Frankfurt, enda
mun flug þeirra síðamefndu
hafa veruleg áhrif á gang mála
hjá Flugleiðum. Fundurinn er
áætlaður þann 14. desember. Á
fundinum verða ræddir sameig-
inlegir hagsmunir félaganna.
Stjómendur Flying Tigers buðu
Flugleiðum fyrst samstarf í jún-
ímánuði síðastliðnum. Flugleiða-
menn höfnuðu því þá.
Það er samgönguráðherra,
sem tekur ákvörðun um það
hvort leyfi verður veitt, en það
gerir hann að fenginni umsögn
flugráðs.
Völvuspá Heimsmyndar:
Ríkisstjórnm held-
ur velli á næsta ári
í nýjásta hefti tímaritsins Heimsmyndar birtist völvuspá fyrir
árið 1989 þar sem þrjár spakar konur segja fyrir um athurði árs-
ins. Samkvæmt spánni mun ríkissl
halda velli út árið, þótt mikil átök
Albert þiggur sendiherrastöðuna
í París og tveir þingmenn Borgara-
flokksins, þau _ Aðalheiður Bjam-
freðsdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson,
ganga til liðs við ríkisstjómina. Ingi
Bjöm Albertsson muni hins vegar
ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Þor-
steinn Pálsson verður endurkjörión
formaður Sjálfstæðisflokksins án
mótframboðs.
Ríkisstjómin mun grípa til
óvæntra efnahagsaðgerða í byijun
ársins, sem skapa sjávarútveginum
rekstrargmndvöll auk þess sem
hækkað fiskverð á erlendum mörk-
uðum og lækkað olíuverð koma til.
rn Stemgríms Hermannssonar
eigi sér stað innan hennar.
Enginn frambjóðandi til biskups-
embættis mun ná kjöri í fyrstu at-
rennu en í síðari kosningu sigrar
Ólafur Skúlason.
Friður mun ríkja á vinnumark-
aðnum og nást fram hóflegar launa-
hækkanir á vordögum. Þó má
vænta umbrota í ýmsum launþega-
samtökum næsta haust.
Næsta ár mun verða þjóðinni
erfitt en um leið tími mikilla hreins-
ana í efnahagslífi og stjómmálum
segja völvumar. Ekki ár sterkra
einstaklinga heldur tími umbreyt-
inga og almenns uppgjörs og fólk
snýr sér í auknum mæii frá efnis-
hyggju til andlegra verðmæta.