Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 rimlagluggatjöldin frá Þessi stórkostlegu gluggatjöld eru til í ótrúlegu litaúrvali, sem við framleiðum eftir máli. m pílu gluggatjöld Suðurlandsbraut 6, símar: 83215 Áskriftarsíminn er 83033 Kjarkleysi eða pólitískt mat? eftir Kristínu Jónsdóttur Helgina 6-8. nóv. hélt Kvenna- listinn sinn árlega landsfund að Lýsuhóli. Þessi fundur eins og aðrir landsfundir Kvennalistans var fyrst og fremst vinnufundur og vettvang- ur fyrir skoðanaskipti. Um 100 konur mættu til leiks víðs vegar af landinu. Eins og á undangengnum þing- um var reynt að skilgreina pólitíska ástandið, líta um öxl og læra af reynslunni og síðast en ekki síst horfa til framtíðarinnar og móta stefnuna ef til kosninga kæmi í vor. Flutt voru m.a. erindi um land- búnaðar- og sjávarútvegmál, at- vinnu- og efnahagsmál og út frá þeim spunnust umræður sem byggt verður á við áframhaldandi mál- efnavinnu. Hvað er frétt? Nú bregður svo við að fjölmiðlar hafa verið óvenju duglegir að segja fréttir af landsfundi Kvennalistans svo eitthvað verulega fréttnæmt hlýtur að hafa verið á dagskrá. En það voru ekki hinar frjóu umræður um efnahags- og atvinnumál sem vöktu athygli fréttamanna. Við höf- um líklega verið alltof sammála þar. Sátt og samlyndi virðist ekki fréttaefni. Það ber ekki að skilja orð mín svo að við höfum ekki tekist á um ágreiningsmál, þau hljóta alltaf að koma upp í mannlegum samskipt- um. Þau hafa einfaldlega ekki verið sýnileg fjölmiðlum. Konur hafa sýnt hver annarri þann trúnað og virð- ingu að leysa ágreining innan hreyf- ingarinnar með því að ræða málin og reyna að komast að sameigin- legri niðurstöðu. Ekki fjalla um hann á síðum dagblaðanna. Hvert var þá fréttaefnið? Ekki kjarkleysi heldur pólitískt mat Kristín Ástgeirsdóttir flutti mjög gott erindi ætlað til að vekja um- ræðu. Henni tókst vissulega að varpa ljósi á þætti í starfsemi okkar sem betur mega fara. M.a. nefndi hún atriði varðandi síðustu stjórnar- myndunarviðræður sem við erum flestar sammála um að ekki hafi komist nógu vel til skila og því þurfum við ....að gera verulegt átak til þess að koma því á fram- færi við fólk að ekki var um kjark- leysi að ræða eða allsherjar andúð á því að taka þátt í ríkisstjórnum, heldur pólitískt mat“. Einnig ítrekaði hún þá ábyrgð sem konur um allt land vita að þær þurfa hugsanlega að axla. Það er sú staðreynd að: „Við höfum boðið Kristín Jónsdóttur „Þessi tilhögnn hefur reynst okkur vel og varaþingkonurnar hafa flutt fjöldann allan af merkum málum á síðustu þingum. Sú samþykkt sem gerð var á landsfúndinum og olli Qaðrafokinu var því engin stefiiubreyting.“ okkur fram til að taka þátt í stjórn- un landsins og við þurfum að búa okkur undir að verða reiðubúnar, kannski í mars, kannski í maí, kannski ekki fyrr en eftir 2V2 ár“. Innlegg Kristinar var að ósekju túlkað af fjölmiðlum sem einhver djúpstæður ágreiningur. Má velta því fyrir sér hvort það skýri að ein- hveiju leyti þennan óvænta áhuga fréttamanna á landsfundinum. V araþingkonur á þing En fleira vakti athygli. Á fundin- um var samþykkt tilaga um vara- þingkonur. Við Kvennalistakonur höfum alltaf lýst yfir því að við séum grasrótarhreyfing sem vill dreifa valdi. Allt frá því að okkar fyrstu konur fóru á þing, haustið 1983, höfum við viðhaft þá vinnu- reglu að brenni mál á varaþing- konum sem erindi eiga inn á Al- þingi flytji þær þau sjálfar, annað hvort í frumvarps- eða tillöguformi eða veki athygli á þeim með fyrir- spurnum til ráðherra. Enginn er færari að flytja mál en sá sem er sannfærður og trúir á málstaðinn. Þessi tilhögun hefur reynst okkur vel og varaþingkonurnar hafa flutt & HÚTBLILW Ljúffengir pastaréttir meö súpu, brauði og kaffi á aðeins 490 kr. Frítt fyrir börn innan 6 ára aldurs og hálft gjald fyrir börn innan 12 ára. Slepptu eldamennskunni af og til og littu inn í Lindina. Þar færðu fullkomna máltíð á frábæru verði. Hótel Lind er staður fyrir alla fjölskylduna. RAUÐARÁRSTÍG 18 Sími 623350

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.