Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 p ■ asSP' -'V’.' cD cn uh co Gódan daginn! Draumsýn í sjónmáli eftirÞórunni Sveinbjörnsdóttur Á undanfömum árum hefur orðið stórkostleg aukning á þörf fyrir markvissa heimilisþjónustu hér í borginni. Fjölgun aldraðra í Reykjavík er það mikil að allra val- kosta er þörf hið bráðasta. Á sama tíma og öldruðum fjölgar stöðugt stendur þjónusta við aldraða í stað. í félagi okkar, Starfsmannafélaginu Sókn, hefur átt sér stað mikil um- ræða um endurbætur á heimilis- þjónustunni þar sem störfin eru unn- in af félagsmönnum Sóknar. Ut frá þessum umræðum hefur Sókn ítrek- að óskað eftir endurskoðun á fyrir- komulagi heimilisþjónustunnar. Fé- lagsleg einangrun starfsmanna hefur verið með eindæmum þar sem starfs- menn hafa ekki haft neina aðstöðu til að hittast og bera saman bækur sínar. Oftar en ekki gefast starfs- menn upp fljótlega eftir að þeir hefja störf vegna þess að aðstæður skjól- stæðinga er jafn mismunandi og fólk- ið er margt og starfsfólk ekki leitt í allan sannleikann um við hveiju má búast á hinum ýmsu heimilum. Faglegt mat um þörf hvers og eins hefur ekki verið til staðar. Margir félagsmanna Sóknar, sem ílenst hafa í starfi, hafa hreinlega tekið skjólstæðinga sína upp á sína arma að öllu leyti enda starfsmaður- inn oft eina mannveran sem skjól- stæðingurinn hefur samskipti við. Svo langt hefur þetta gengið að oft- ar en ekki hefur starfsfólk ekki get- að leyft sér að taka sumarfrí hvað þá að það hafi getað leyft sér að liggja í rúminu er veikindi hafa bo- rið að höndum. En nú er loksins að rofa til. Á síðastliðnu ári hefur tilraunaverkefni verið unnið í Félags- og þjónustumið- stöð aldraðra að Bólstaðarhlíð 41—43. Jafnframt því að þjónusta er veitt íbúum Bólstaðarhlíðar 41—43 er Bólstaðarhlíðin miðstöð heimilisþjónustu í Hlíðahverfinu. Þar með eru fyrstu drög að hverfaskipt- ingu orðin að veruleika. Á þeim mánuðum sem liðnir eru frá því starf- semin í Bólstaðarhlíð hófst höfum við fengið stöðugar upplýsingar um framgang þeirra breytinga sem þar hafa átt sér stað og fyrst og fremst frá Sóknarfólki sem stundar þessi störf í Bólstaðarhlíð. Að fá til sín fólk sem lætur í ljós ánægju yfir starfi sínu er algjört nýmæíi hvað varðar heimilisþjónustu. Óll vinnuað- staða okkar fólks er til fyrirmyndar svo og þau mannlegu tengsl sem þessi nýbreytni býður upp á. Starfsfólk hittist í upphafi starfs- dags og fjallar um verkefni dagsins svo og í lok hvers vinnudags. Er þá fjallað um hvaða þjónustu hver og einn eigi að fá og leyst er úr vanda- málum sem upp kunna að koma. Þar með stendur starfsfólkið ekki lengur eitt og óstutt á starfsvettvangi. Á þennan þátt starfsins hefur fólkið lagt gífurlega áherslu. Eins og áður segir hefur félagsleg einangrun starfsmanna verið einhver mesti Þórunn Sveinbjörnsdóttir „Því er það von okkar í Starfsmannafélaginu Sókn að framhaldið verði á þessum nótum hvað varðar önnur hverfí í Reykjavíkur- borg og víðar þar sem heimilishjálp er til stað- ar.“ dragbítur á að fólk tyldi í starfi sínu í heimilisþjónustu því starfsfólkið hitti aldrei starfsfélaga né hópstjóra, var aldrei saman í kaffistofu og átti í erfiðleikum með að fá afleysingar vegna veikinda eða orlofs svo nokkur dæmi séu tekin. Því fögnum við þess- ari breytingu og treystum því að hún nái fram að ganga víðar í borginni. Hér er ekki eingöngu um hagsmuna- mál Sóknarfólks að ræða heldur engu að síður algjöra byltingu fyrir neyt- endur þjónustunnar. Þama er unnið markvist starf með góðri yfirsýn yfir þarfir þeirra er nota þurfa þjón- ustuna. Það að vita hvers konar þjón- usta er í boði hlýtur að skipta þá er hennar njóta miklu máli enda hafa þó nokkrir aldraðir Reykvíkingar leitað til okkar og spurt hvenær það fái þjónustu á borð við þá sem boðið er upp á í Hlíðahverfinu og hvert það geti snúið sér til að fá sambæri- lega þjónustu og vinur eða vinkona í Hlíðahverfinu fær. Ummæli sem þessi hljóta að verða öllum sem að þessu standa mikil hvatning til að halda verkinu áfram. Því er það von okkar í Starfs- mannafélaginu Sókn að framhaldið verði á þessum nótum hvað varðar önnur hverfi í Reykjavíkurborg og víðar þar sem heimilishjálp er til stað- Höfundur er formaður Staris- mannafélagsins Sóknar. wmnD fAST Uppgjörið Bókaútgáfan Skjaldborg hefur gefið út skáldsöguna Uppgjörið _ eftir Howard Fast. Þýðandi er Ásgeir Ingólfsson. I tilkynningu frá útgáfunni segir, að bækur Howards Fasts hafi selst í stórum upplögum og áður hafi komið út á íslensku Innflytjendurn- ir, Næsta kynslóð, Valdaklíkan. Arfurinn, Dóttir innflytjandans og Max. í þessari nýju skáldsögu er fjallað um bandaríska öldungadeildarþing- manninn Ríkharð Cromwell og hvemig hann flækist inn í leyndar- mál þeirra valdamiklu og auðugu og glímir við málefni hjartans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.