Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 eftir Gylfa Þ. Gíslason Fyrir skömmu ritaði Sigurður Einarsson, forstjóri Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja hf., mjög yfírvegaða grein í Morgunblaðið um stefnuna í fiskveiðimálum. Megin- niðurstaða hans er sú, að íslending- ar séu að taka of mikið úr fiskistofn- unum og nýti þá oft ekki skynsam- lega. Hann er hins vegar andvígur því, að hið opinbera selji leyfí, telur það jafngilda því að taka rétt af mönnum, sem stundað hafi sjó og gert út áratugum saman. Segir hann þetta svipað því, að tekinn væri réttur af manni til þess að stunda iðn, sem hann hefði lært til, og að öllum yrði leyft að stunda hana, sem keyptu sér leyfi. Grein Sigurðar Einarssonar ber þess vott, að hann hefur velt ræki- lega fyrir sér þeim mikla vanda, sem tengist allri fiskveiðistjóm. Hann sér nauðsyn þess, að flotinn minnki og hagkvæmni við veiðamar aukist. Tillaga hans er sú, að veiði- heimildimar séu veittar til langs tíma, en að þær séu áfram bundnar við skipin. Þá geti útgerðarmenn sameinað veiðiheimildir á skipum, minnkað flotann með þeim hætti og gert veiðamar hagkvæmari. Þessar hugleiðingar Sigurðar Einarssonar veita kærkomið tilefni til þess að ræða nokkur grundvall- aratriði í sambandi við fiskveiði- stjóm. II Engin ákvæði S stjómskipun okk- "bÖcT vörur Vara- hlutir Verðkönnun * sýnirað bíleigendur geta sparað þúsundir króna hjá okkur. ★ Bílablaðið Bíllinn 4. tbl. 1988. eftirBaldur Símonarson Miðvikudaginn 7. desember kl. 20.00 verður óperan Rauða strikið eftir Aulis Sallinen sýnd af mynd- bandi í íslenzku óperunni. Að- gangur er öllum heimill. Upptakan er frá fínnska sjónvarpinu (1983). Þetta er ekki upptaka af leik- sviði, heldur er myndin sérstaklega gerð sem sjónvarpsmynd. Okko Kamu stjómar sinfónfuhljómsveit fínnska útvarpsins, leikstjóri er Kalle Holmberg, en gerð kvik- myndarinnar annaðist Hannu Heikinheimo. f aðahlutverkum eru Tumo Hákkilá (Topi), Eeva-Liisa Naumanen-Saarinen (Riika), Kalevi Koskinen (Puntarpáá) og Anita Válkki (Kaisa). Sýningin tekur tæpa tvo tíma. Finnska tónskáldið Aulis Sallin- en (f. 1935) er eitt merkasta tón- skáld samtímans. Einkum eru óperur hans athyglisverðar, en þær hafa náð miklum vinsældum og verið sýndar víða um Iönd. Fyrsta ópera hans, Riddarinn (Ratsumies), var frumflutt á óperuhátíðinni f Savonlinna suma- rið 1975, Rauða strikið (Punainen viiva) var frumflutt í Knnsku óper- unni í Helsinki 1978 og Konungur- inn fer til Frakklands (Kuningas láhtee Ranskaan) í Savonlinna sumarið 1984. Rauða strikið er byggt á sam- nefndri skáldsögu eftir Ilmari Kianto (1874-1970) sem kom út snemma á öldinni. Sallinen gerði sjálfur texta óperunnar. Sagan gerist í Finnlandi veturinn 1906- 1907. Leiguliðinn Topi býr við kröpp kjör ásamt konu sinn i Riiku og bömum. Bjamdýr gengur laust í skóginum og drepur fé Topis. Hann segist ætla að bana bjam- dýrinu, en Riika hæðist að honum. Kotið er matarlaust, og Topi dreymir að bömin séu dáin og að hann leiti á náðir prófastsins, sem neitar að liðsinna honum. Topi vaknar og heldur til þorpsins til að selja fugla sem hann hefur veitt. Farandsali staldrar við og skemmtir bömunum með því að leggja fyrir þau gátur. Topi kemur aftur og segir fréttir úr þorpinu. Kosningar em á næsta leiti. Punt- arpáá, erindreki jafnaðarmanna, og ungur, íhaldssamur prestur leiða saman hesta sfna á fram- boðsfundi. Topi, Riiika og ná- grannar þeirra ræða stjómmál og hvort þau eigi að merkja með rauðu striki við lista jafnaðar- manna á kjörseðlinum. Eftir kosn- ingamar fer Topi að vinna við skógarhögg. Þegar hann kemur aftur með björg í bú er það of seint, bömin em dáin úr vesöld. Ópemnni lýkur með því að fréttir berast af kosningaúrslitunum. Bjamdýrið kemur að kofa þeirra. Topi ætlar að drepa það, en dýrið leggur hann að velli. Úr hálsi Top- is lagar blóð, eins og þar hafí ver- ið dregið rautt strik. Tónlist Sallinens er áheyrileg og aðgengileg. Mörg atriði í Rauða strikinu em lagræn og eftirminni- leg, t.d. þegar farandsalinn segir bömunum sögu, víxlsöngur Punt- arpáás og unga prestsins með tveimur kómm og vögguljóð grannkonunnar Kaisu yfir látnu bami Topis og Riiku. Margir telja tónlist hans nokkuð í stíl Sjostako- vits eða Janáceks. Sallinen velur sér góð bókmenntaverk sem yrkis- efni. Söguþráðurinn er oft auðug- ur að táknmáli og líkingum og persónumar margslungnar. Hvaða táknrænt gildi hefur bjamdýrið? Hvers konar maður er Puntarpáá, erindreki jafnaðarmannaflokks- ins? Er hann hetja, er hann afkára- leg persóna sem er ekki í andlegu jafnvægi eða er hann kaldrifjaður og undirfömll? Rauða strikið fjallar öðmm þræði um stjómmál og þess vegna þykir hlýða að gera stutta grein fyrir stjómmálasögu Finnlands á þessum tíma. Að lokinni styijöld Rússa og Svía 1808-1809 kom Finnland undir yfírráð Rússa. Finnland varð stórhertogadæmi, sem naut vemlegrar sérstöðu, og vom Rússar framan af fremur afskiptalitlir um fínnsk málefni. Keisaramir Alexander I. (1801- 1825) og bróðursonur hans, Alex- ander II. (1855-1881) vom Finn- um á margan hátt hliðhollir. Und- ir lok 19. aldar hertu Rússar tökin á Finnum í stóm sem smáu. Ólga fór vaxandi, og hinn illa þokkaði landstjóri, Nikolai Bobrikov, var myrtur í júní 1904. Rúmu ári síðar var efnt til allsherjarverkfalls, sem jafnaðarmenn stóðu fyrir, en með stuðningi og þátttöku borgara- legra afla. öfarir og niðurlæging Rússa í styijöldinni við Japani 1904-1905 urðu til þess að þeir neyddust til að slaka á klónni um sinn. Fram að þessu hafði verið stéttaþing í landinu, en það var í raun mjög valdalítið. Kosning- aréttur var takmarkaður við aðals- menn, borgara, presta og sjálfs- eignarbændur. Framkvæmdavald- ið var í höndum ríkisráðs, en keis- arinn eða stórhertoginn réði miklu um hveijir sátu þar. Árið 1906 var ákveðið að stétta- þingið skyldi lagt niður, en að í stað þess kæmi þjóðkjörið þing sem sæti í einni deild. Kosning- aréttur var veittur öllum sem vom eldri en 24 ára, án tillits til efna- hags. Finnland var fyrsta Evrópul- andið og hið annað í heiminum ; þar sem konur fengu kosning- arétt. Landinu var skipt í nokkur stór kjördæmi sem kusu allmarga þingmenn hvert samkvæmt hlut- fallskosningareglum d’Hondts, en þær em t.d. notaðar í sveitar- stjómarkosningum hérlendis. Hvert kjördæmi fékk þingmanna- fjölda í hlutfalli við íbúatölu. Þing- sæti vom 200, og kosningar vom leynilegar. jll í stéttaþinginu og ríkisráði hafði orðið til vísir að flokkaskiptingu. Gamal-fínnski flokkurinn var íhaldssamur borgaraflokkur sem Kvótinn til einstakl- inga en ekki skipa ar né nokkurs ríkis, sem ég þekki til, veita vissum stéttum eða ein- staklingum einkarétt til þess að stunda þá atvinnu, sem þeir eða forfeður þeirra hafa stundað. Bóndasonur á ekki rétt á því að stunda áfram búskap, þótt forfeður hans hafí búið á erfðajörð hans öld- um saman. Þjóðfélagsaðstæður geta gert það nauðsynlegt, að bú- skap sé hætt á jörðinni. Ef svo er vaknar spuming um, hvort sam- félagið eigi að aðstoða unga mann- inn til þess að leita sér annarrar atvinnu. Enginn iðnaðarmaður á rétt á því að stunda óbreytt þau störf, sem hann lærði á námsámm sínum, né með þeim tækjum, sem þá tíðkuðust. Sé ekki lengur þörf fyrir þau störf verður hann að breyta til. Þeir útvegsmenn, sem eiga skip í dag, eiga auðvitað ekki neinn einkarétt á því að halda áfram veiðum, þótt þeir og forfeður þeirra hafi stundað veiðar öldum saman. Hugmyndin um, að útvegsmenn greiði gjald fyrir veiðileyfí sviptir engan rétti til að stunda veiðar. Að vísu þarf þá að greiða gjald fyrir nýtingu miðanna. En í því sambandi standa allir jafnt að vígi. Gjaldtakan er meira að segja nauð- synleg til þess að koma í veg fyrir mismunun, þ.e. að einstökum aðil- um séu ekki afhent verðmæti ókeypis. Allir eru sammála um og Alþingi hefur einum rómi sett löggjöf um, að stjóm fiskveiða sé nauðsynleg. En kjami allrar fískveiðistjómar er sá, að takmarka verður nýtingu fískistofnanna. Rétturinn til físk- veiða er skammtaður. Stóra spum- ingin í þessu sambandi er, hvemig sú skömmtun eigi að fara fram — hvaða skilyrðum hún skuli bundin. Segja má, að rétturinn til þess að stunda iðnaðarstörf sé einnig skammtaður. Að því leyti er skiljan- legt, að Sigurður Einarssn skuli nefna þennan rétt í sambandi við fískveiðistjómina. En ástæða þess, að ríkisvaldið heimilar ekki hveijum sem er að stunda t.d. rafvirkjun, er ekki sú, að of mikill fjöldi raf- virkja mundi hafa skaðleg áhrif á einhveija auðlind þjóðarinnar, og ekki einu sinni sú, að ríkisvaldið telji ástæðu til þess að koma í veg fyrir, að rafvirkjar yrðu svo marg- ir, að sumir þeirra yrðu atvinnulaus- ir, heldur blátt áfram sú staðreynd, að til þess að stunda störf rafvirkja þarf vissa kunnáttu, ef tryggt á að vera, að störfín séu vel af hendi leyst. Þess vegna setur ríkisvaldið reglur um iðnpróf. Af þessum sökum er með engu móti hægt að bera saman rétt út- vegsmanna'til fískveiða og rétt iðn- aðarmanns til þess að stunda iðn sína. Ef meistari seldi verzlunar- manni meistarabréf sitt og hinn síðamefndi hæfi störf samkvæmt því gerðust báðir brotlegir við lög. Það er hins vegar fyllilega löglegt, að handhafí veiðileyfís selji öðrum útgerðarmanni kvóta sinn. Það er meira að segja æskilegt, að svo sé, og í mörgum tilvikum mjög hag- kvæmt. III Þegar Sigurður Einarsson lýsir skoðunum mínum — og þá um leið okkar allra, sem mælum með sölu veiðileyfa — segir hann, að við vilj- um „ákveða fyrirfram heildarafla hverrar tegundar og skipta honum síðan milli skipa“. Hér er ekki sagt rétt frá skoðunum okkar. Við teljum nefnilega — og það er meira að segja höfuðatriði í skoðun okkar — að veiðileyfín eigi ekki að binda við skip, heldur við útgerðarmenn, við einstaklinga, en ekki hluti. Meðan kvótamir eru tengdir skipum verður ekki — nema þá á mjög löngum tíma — sú minnkun á flotanum, sem m.a. Sigurður Einarsson er jafn- sannfærður um og við að er nauð- synleg. Skýringin er sú, að sé kvóti GylS Þ. Gíslason „Núverandi skipan kvótakerfísins er of seinvirk til þess að beina sókninni frá óhagkvæmum til hag- kvæmari skipa. Þessu markmiði verður bezt náð með almennum við- skiptum með veiðileyfí. Þannig geta þeir út- gerðarmenn, sem hafa hagkvæmastan rekstur, tryggt sér þau veiði- leyfí, sem veitt eru.“ veittur skipi, eykur það auðvitað verðmæti skipsins hvernig sem hag- kvæmni þess til veiða er háttað. Ef kvótinn er veittur einstaklingi, einkum ef hann er veittur til langs tíma, margra ára, fær hann aðstöðu til þess að velja sér þau veiðitæki, þær veiðiaðferðir og þann veiðitíma, sem hann telur skila beztri afkomu. Að vísu er ákvæði um það í nýju lögunum um fískveiðistjóm að flytja megi aflamark frá skipi, sem hætt er að gera út, til annarra skipa. Þetta stuðlar að æskilegri hag- kvæmni, en áhrifín eru langt frá því að vera nógu fljótvirk. Sigurður gerir sér fullljósan hluta af þeim vanda, sem hér er um að ræða. Hann sér, að veiðileyfín þarf að veita til mun lengri tíma en nú á sér stað til þess að aukin hag- kvæmni í rekstri náist. Hann leggur og áherzlu á, að útgerðarínönnum eigi að vera fijálst, hvemig þeir hagnýta leyfín. Hér þarf að vísu að hafa á vissar takmarkanir, t.d. vegna atvinnu- og byggðasjónar- miða. En Sigurður Einarsson hefur ekki gert sér ljóst, að sú skipan er meingölluð að binda kvótana við skip og yrði enn varhugaverðari, ef leyfistíminn yrði lengdur vem- lega, einsog þó er æskilegt. Eigend- um skipa yrðu þá veitt algjörlega óeðlileg forréttindi. Ókostur þess að tengja kvótana skipum, en ekki einstaklingum, er annars vegar sá, að útgerð óhagkvæmra skipa er haldið áfram, flotinn minnkar ekki eða a.m.k. mjög hægt, og að eigend- um skipa em afhent geysimikil verðmæti, sem þjóðarheildin á. Skoðun okkar, sem aðhyllumst veiðileyfasölu sem mikilvægan þátt fískveiðistjórnar, er sú, að með því að selja einstaklingum kvóta, sem gilti alllangan tíma, mundu kvót- amir smám saman safnast á hend- ur þeirra, sem stunduðu útgerðina með hagkvæmustum hætti, og flot- inn minnkar smám saman, þeim skipum yrði smám saman lagt, sem sízt væm fallin til veiða. Jafnframt fengi samfélagið afgjalds af þeirri auðlind, sem fólgin er í fískistofnun- um við landið og Alþingi hefur kveð- ið á um, að séu sameign þjóðarinn- ar. IV íslenzka ríkið veitir einstakling- um og fyrirtækjum ýmis réttindi og það gera öll sjálfstæð ríki. Stundum em þessi réttindi fyrst og fremst veitt vegna almannahags- muna, svo sem iðnréttindi. Stundum em þau talin stuðla að hagkvæmum rekstri, svo sem réttindi til flugs á vissum flugleiðum. Ef samfélagið er ekki talið fóma neinu vegna rétt- indaveitingarinnar em réttindin veitt ókeypis. Veiti ríkisvaldið hins vegar leyfí til afnota af arðbærri eign, sem það á, lætur það að sjálf- sögðu greiða sér gjald. Bóndi, sem býr á ríkisjörð, greiðir jarðarafgjald og þeim mun hærra, sem jörðin er verðmætari. Reykjavíkurborg á Ell- iðaámar. Þær vom áður einkaeign, Rauða stríkíð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.