Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
25
en borgin keypti þær í byrjun aldar-
innar, ekki vegna laxveiðinnar,
heldur vegna vatnsveitunnar. Þær
eru nú mikils virði vegna laxa-
gengdarinnar. Engum hefur dottið
í hug, að borgarbúum ætti að vera
frjálst að veiða þar lax. Borgin leig-
ir ána Stangveiðifélagi Reykjavíkur
gegn gjaldi og stangveiðifélagið
selur síðan einstaklingum veiðirétt-
indi í ánum. Þetta er skynsamlegt
og hagkvæmt skipulag.
Mér er til efs, að menn gerir sér
almennt grein fyrir þeim grundvall-
armun, sem á því er að veita ein-
staklingum eða hlutum, t.d. skipum,
réttindi, hvort sem þau eru veitt
ókeypis eða seld. Til þess að skýra
þennan mun má taka dæmi af opin-
berum leyfísveitingum, sem allir
kannast við, réttinum til leigubíla-
aksturs. Slík leyfi eru veitt einstakl-
ingum og ekki tekið gjald fyrir
þau. Gerum nú ráð fyrir, að af ein-
hveijum ástæðum komi í ljós að
leyfin í Reykjavík séu orðin fjórð-
ungi of mörg, annaðhvort af því,
að hinu opinbera hafi skjátlast í
ákvörðunum sínum, eða að eftir-
spurn eftir leigubílaakstri hafi
minnkað. Skynsamlegast væri þá
að innkalla fjórðung leyfanna. Auð-
vitað yrði vandasamt að ákveða
hveijir skyldu missa leyfi sín.
Líklega þætti sanngjamast að láta
þá skila leyfunum, sem hefðu haft
þau í skemmstan tima, væm yngst-
ir, eða með hliðsjón af báðum þess-
um atriðum. Fækkun leyfanna hefði
engin áhrif í þá átt, að viðskiptavin-
um leigubílstjóra yrði ekið í lélegri
bílum en áður. Þeir bílstjórar, sem
halda leyfum sínum, em, eins og
áður, fijálsir að því að kaupa og
nota þá bíla, sem þeir telja hentug-
asta í rekstrinum.
Nú skal hins vegar gert ráð fyrir
því, að leyfin hafi verið bundin við
bifreiðir. Fækkun leyfa um fjórðung
þýðir, að fækka þarf bílunum um
fjórðung. Nú þarf að taka ákvörðun
um, hvaða bílar eigi að hætta akstri.
Frá sjónarmiði borgarbúa er auðvit-
að æskilegast, að akstri óhag-
kvæmustu bílanna sé hætt. Yfir-
völdum yrði geysilegur vandi á
höndum við að kveða á um, hvaða
bflar væm óhagkvæmastir. Er ekki
öllum ljóst hver hætta hér yrði á
því, að önnur sjónarmið en hag-
kvæmni bflanna réðu því, hveijir
héldu leyfum sínum og hveijir
misstu þau?
En að láta sama sjónarmiðið
gilda og að framan var nefnt varð-
andi bílstjórana, t.d. að taka leyfín
af þeim, sem hefðu skemmstan
starfsaldur? Er ekki augljóst, að
með því móti væri engin trygging
fyrir því, að þá yrði akstri óhag-
kvæmustu bílanna hætt?
En hvað ætti þá til bragðs að
taka? Hvernig ætti að tryggja, að
leigubílaakstur yrði áfram í höndum
þeirra, sem líklegir væm til þess
að stunda akstur með hagkvæmust-
um hætti? Fljótvirkasta leiðin að
því marki væri að taka gjald fyrir
þá þijá fjórðu leyfanna, sem ættu
að vera í gildi, og miða verð þeirra
við það, að þeir fjórðu fyrri bílstjór-
anna væm reiðubúnir að kaupa
þau. Þetta væri að því leyti óæski-
leg leið, að þeir, sem lengi hefðu
stundað leigubílaakstur, kynnu að
missa lejrfí sín. En viðskiptavinimir
fengju ódýrari og betri þjónustu en
ella. Ennfremur gætu fullkomlega
fijáls viðskipti með slík leyfí leyst
vandann.
Þetta dæmi er auðvitað ekki
nefnt til þess að stinga upp á því,
að gjald verði tekið upp fyrir réttinn
til leigubílaaksturs, heldur til þess
að sýna fram á, að það hefði leitt
til vandræða og óhagkvæmni, ef
leyfin hefðu verið bundin við bílana,
en ekki við bílstjórana, eins og á
sér stað.
Af þessu einfalda dæmi er ljóst,
að heppilegra er, að leiguaksturs-
réttindi séu tengd bílstjómnum, en
ekki bílunum. En sannleikurinn er
sá, að sömu gallarnir og augljóslega
hefðu fylgt því að tengja aksturs-
réttindin bílunum fylgja því að
tengja fiskveiðiréttindi skipum, en
ekki útgerðarmönnum. Allir viður-
kenna í orði, að fækka þurfí skip-
um. Og allir hljóta að vera sam-
mála um, að þau skip eigi að hætta
veiðum, sem em óhagkvæmust. En
hvemig á að velja þau skip úr?
Núverandi skipan kvótakerfisins
er of seinvirk til þess að beina sókn-
inni frá óhagkvæmum til hag-
kvæmari skipa. Þessu markmiði
verður bezt náð með almennum við-
skiptum með veiðileyfi. Þannig geta
þeir útgerðarmenn, sem hafa hag-
kvæmastan rekstur, tryggt sér þau
veiðileyfi, sem veitt em. I markaðs-
Finnska tónskáldið Aulis Sallinen
aðhylltist sveigjanlega stefnu
gagnvart Rússum, en þó án mikill-
ar undanlátssemi. Ung-fínnski
flokkurinn var fijálslyndari og
andsnúinn Rússum. Sænski þjóð-
arflokkurinn telst einnig fijáls-
lyndur borgaraflokkur, en fylgi
hans var mjög staðbundið. Jafnað-
armannaflokkurinn, sem var
stofnaður 1899,' hafði róttæka
stefnuskrá og starfaði að mörgTi
leyrti á marxískum grunni. Bænda-
flokkurinn var á þessum árum
lítill og illa skipulagður. Kosning-
amar fóm fram 15. og 16. marz
1907. Fjöldi kjósenda tífaldaðast.
Af 1.270.000 á kjörskrá greiddu
890.000 atkvæði, eða 70%. Al-
gengt var að kjósendur jafnaðar-
manna gerðu daginn að hátíðis-
degi og mættu prúðbúnir á kjör-
stað.
Jafnaðarmenn vom sigurvegar-
ar kosninganna, ekki sízt til sveita,
þar sem þeir hlutu fylgi leiguliða
og vinnufólks. í ópemnni kemur
fram að boðskapur þeirra er kjós-
endum þó á margan hátt fram-
andi. Þar er t.d. skopast að því
hve erfitt almúginn á með að koma
útlendum orðum eins og sósíalismi
og sósíaldemókratar óbjöguðum
út úr sér. Jafnaðarmenn fengu 80
þingsæti, gamal-fínnski flokkur-
inn 59, ung-fmnski flokkurinn 26,
sænski þjóðarflokkurinn 24,
bændaflokkurinn 9 og kristilegi
verkamannaflokkurinn, sem hafn-
aði marxisma, fékk 2 þingsæti.
Næstu ár einkenndust af deilum
milli þingsins og keisarans. Ríkisr-
áð varð æ hallara undir rússnesku
valdhafana, en raunveralegt þing-
ræði komst ekki á í Finnlandi fyrr
en 1917. Þing var rofíð hvað eftir
annað. Þannig var kosið í Finn-
landi 1908, 1909, 1910 og 1911.
Breytingar urðu ekki miklar en
fylgi jafnaðarmanna og bænda-
flokksins óx nokkuð og gamal-
fínnski flokkurinn tapaði. Skáld-
sagan Rauða strikið eftir Ilmari
Kianto kom út árið 1909. Gagn-
vart þessum sögulega bakgmnni
þarf að skilja verkið og atburðarás
þess, boðskap og táknmál.
Höfundur er styrktarfélagi fs-
lenzku óperunnar.
viðskiptum em auðvitað bæði selj-
andi og kaupandi. En hver ætti að
vera uppmnalegur seljandi veiði-
leyfanna?
Þeirri spurningu hefur sjálft Al-
þingi þegar svarað. Þjóðarheildin
er eigandi fiskimiðanna. Samfélagið
eitt getur því komið á þeim fijálsa
markaði, sem nauðsynlegur er til
þess að stuðla að hagkvæmum veið-
um. Það eitt getur verið upphafleg-
ur seljandi leyfanna og ber því
bæði réttur og skylda til þess að
taka gjald fyrir leyfin. Afhending
ókeypis veiðileyfa er í beinni and-
stöðu við þessar staðreyndir.
Gjald fyrir veiðilejrfí gerði engin
atvinnutæki verðlaus, eins og Sig-
urður Einarsson kvaðst óttast í
grein sinni. Skip hafa hækkað í
verði vegna þess, að veiðileyfín
hafa verið ókeypis. Jafnvel þótt
veiðileyfagjaldið væri. miðað við
fullt markaðsverð leyfanna væri í
raun og vem ekkert að gerast ann-
að en það, að eigendur skipa væm
að skila eignaaukningu, sem kvóta-
kerfíð hefur fært þeim.
Hitt er annað mál, að eins og
komið er væri ekki skynsamlegt að
krefjast fulls markaðsverðs í upp-
hafi. Sanngjarnt væri að fara í
fyrstu hægt í sakirnar og hafa
gjaldið ekki hærra en svo, að jafn-
vel óhagkvæmustu skipin gætu
greitt það. En þau hlytu þá að fara
að hugleiða að hagnýta þann rétt,
sem þau eiga til að selja kvótann
öðrum, sem betur gætu hagnýtt
hann. Kaupandi kvótans tæki síðan
væntanlega síðar ákvörðun um, að
leggja óhagkvæma skipinu.
Það er með þessum hætti, sem
gjald fyrir veiðileyfí mundi stuðla
að minnkun flotans og því, að hag-
kvæmustu skipin stunduðu veiðar
áfram. Þetta hlutverk sölu veiði-
leyfa af hálfu hins opinbera er í
raun og vem enn mikilvægara en
hitt, að tryggja samfélaginu rétt-
mætt afgjald eða eðlilegan afrakst-
ur af sameiginlegri eign sinni, físki-
miðunum.
Framtíðarskipan fískveiðistjóm-
arinnar ætti síðan að vera sú, að
veiðileyfin, sem nauðsynlegt er að
takmarka, yrðu veitt einstakling-
um, en ekki skipum, og þá gegn
nokkm gjaldi.
Höfundur er fyrrverandi r&ð-
herra.
Áskell Másson
Geisladisk- .
ur með verk-
umeftir
Askel Másson
ÚT ER kominn geisladiskur með
tónverkum eftir Áskel Másson.
Það er hljómplötuútgáfan
Gramm sem stendur að útgáf-
unni á diskinum, sem á eru fimm
tónverk.
Þau em Tríó fyrir klarinett, fiðlu
og víólu, Prím fyrir litla trommu,
Partita (Noctume) fyrir gítar og
slagverk, Sónata fyrir einleiksmar-
imbu og Klarinettkonsert fyrir
klarinett og hljómsveit.
Hljóðfæraleikarar sem flytja tón-
listina em þeir Einar Jóhannesson,
Guðný Guðmundsdóttir, Unnur
Sveinbjamardóttir, Gert Morten-
sen, Jósef Ka Cheung Fung, Roger
Carlsson og Sinfóníuhljómsveit Is-
lands undir stjórn Páls P. Pálssonar.