Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Hefur fijálshyggj- an brugðist? eftirHrein Loftsson íslendingar urðu að sætta sig við kreppu- og styijaldarhagkerfi heil- um áratug lengur en nágrannaþjóð- irnar. Þetta hagkerfí fól í sem stystu máli í sér, að víðtæk höft voru á innflutningi. Neysluvamingur laut opinberri verðákvörðun og skömmt- unarvald stjómmálamanna var mun víðtækara en þekktist í nálægum löndum. Það var sama hvort menn vildu kaupa bíl eða byggja, ávallt var nauðsynlegt að sækja um leyfí til hins stjómmálalega valds. Yfir þessu kerfi drottnaði Framsóknar- flokkurinn í skjóli óréttlátrar kjör- dæmaskipunar, sem veitti honum umtalsvert meiri áhrif á gang stjóm- mála en réttlátt gat talist og sann- gjamt. Það var ekki fyrr en með kjördæmabreytingunni árið 1959, að þessu óréttlæti linnti og e.t.v. er það ekki tilviljun, að eftir þá breyt- ingu hófst það samstarf Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, sem átti eftir að standa í 12 ár samfellt og hafa djúptæk og víðfeðm áhrif á þróun (slenskra stjómmála. Viðreisnarstjómin greip til rót- tækra ráðstafana í efnahagsmálum, sem miðuðu að því að slá á dýrtíðina og bæta greiðslustöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. Kreppu- og styrjaldarhagkerfið gerði það að verkum, að þjóðin var að dragast aftur úr öðmm vestrænum þjóðum og var orðin stórskuldug þrátt fyrir að þær þjóðir hefðu þurft að byggja efnahagskerfi sitt úr rústum styij- aldar. Þeim auði, sem íslendingum áskotnaðist á stytjaldarárunum, hafði verið eytt þegar á öndverðum sjötta áratugnum. Eyðslustefnan var síðan íjármögnuð með stuðningi Bandaríkjamanna, fyrst með Mars- hall-aðstoðinni og loks með sérstöku vildarláni, sem tekið var í tíð vinstri stjómar 1956—58. Við lok sjötta áratugarins var svo komið, að ekk- ert nema kúvending frá fyrri stefnu gat forðað þjóðinni frá skipbroti. Viðreisnarstjómin braut hið gamla millifærslu- eða uppbótakerfi á bak aftur, hún afnám margskrán- ingu gengisins og tók upp raunhæfa skráningu þess, útflutningsbætur og innflutningsgjöld vom felld niður, vextir vom hækkaðir, tollar lækkað- ir og endurbætur gerðar á verðlag- skerfinu innanlands. Höft vom af- numin á innflutningi og frelsi aukið í gjaldeyrismálum. Markmiðið var að laga íslenskt efnahagslíf að þeirri þróun, sem var að eiga sér stað í efnahagsmálum vestrænna ríkja, þar sem markaðslausnir komu í auknum mæli í stað ríkisafskipta og höfðu hvarvetna leitt tii bættra lifskjara alls þorra almennings. Ákvörðun var tekin á síðari hluta viðreisnartímans um aðild landsins að fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA. í stað ríkisafskipta átti að efla samkeppni á flestum sviðum atvinnumála. í stað opinberrar íhlut- unar og afskiptasemi af atvinnulíf- inu skyldi nú taka upp vestrænar stjómunaraðferðir, sem fólust í al- mennum aðgerðum fremur en sér- tækum ráðstöfunum. Með viðreisninni má segja, að fijálshyggjan hafí unnið sinn stærsta sigur hér á íslandi og árangurinn lét ekki á sér standa. Viðreisnarárin voru tímabil efnahagslegra framfara og stöðugleika í stjórnmálum. Öll þessi saga er til vitnis um gjaldþrot þess efnahagskerfis, sem Framsóknarflokkurinn hafði haft forgöngu um að mynda í krepp- unnni. Með viðreisnarstjóminni urðu stjómlynd viðhorf að víkja, en við tók það tímabil, sem við enn lifum og hvílir á gmnni þeirra róttæku aðgerða og kerfísbreytinga, sem við- reisnarstjómin stóð fyrir í upphafí valdaferils síns. Vinstri mönnum hefur ekki tekist að bijóta niður þennan grunn þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn hafi setið nær samfellt í ríkisstjóm frá því 1971 og átt aðild að þremur ríkis- stjómum á þeim tíma, sem kenna má við sósíalisma eða vinstri stefnu. Ástæðan er sú, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur með reglubundnu milli- bili átt aðild að ríkisstjómum á sama tímabili og í ýmsu tilliti tekist að treysta þær undirstöður fijálsræðis, sem flokkurinn festi í sessi á við- reisnarárunum, þótt hann hafí látið undan á ýmsum mikilvægum svið- um, þar sem stjómlynd viðhorf ráða lögum og lofum, t.d. í landbúnaðar- málum og sjávarútvegsmálum. Það má segja, að á þessum tíma hafí áhrífa Sjálfstæðisflokksins gætt í íslensku efnahagslífl með líkum hætti og reyndin hefur verið í ut- anríkismálum, þar sem skýr stefnu- mörkun sjálfstæðismanna frá ofan- verðum fímmta áratug aldarinnar hefur verið undirstaða íslenskrar utanríkissstefnu. Það væri þó synd að segja, að sama stöðugleika hafí gætt í efnahagsmálum og tekist hefur að tryggja í utanríkismálum þjóðarinnar. II Þótt áhrifa viðreisnarinnar hafi gætt allan þennan tíma og vinstri mönnum ekki gefist færi á, að snúa klukkunni til baka, þá hefur sjálf- stæðismönnum heldur ekki tekist að vinna eins stóra sigra í anda hennar og búast hefði mátt við, t.d. hvað varðar aukna „einkavæðingu". Ástæðan er a.m.k. að hluta til sá ágreiningur, sem verið hefur í Sjálf- stæðisflokknum undanfarinn hálfan annan áratug. Flokkurinn hefur átt í stöðugum innri átökum, sem hafa verið bundin persónum einstakra manna. Þau átök hafa leitt til þess, að menn hafa þurft að fínna deilun- um einhvem „háleitari" búning og þar hafa menn þóst merkja mun á milii félagslegra sjónarmiða og „harðrar" fijálshyggju, sem svo er kölluð. Jafnframt hafa andstæðurn- ar verið að skerpast á milli einstakra hagsmunaaðila, sem krefjast þess að flokkurinn í heild sveigi stefnu sína eftir kröfum þeirra og þörfum. Þessi þróun hefur dregið mjög úr samheldni manna í flokknum. Vonir stóðu að vísu til, að erfið- leikamir í Sjálfstæðisflokknum væru að baki eftir kosningamar 1983, þegar sjálfstæðismenn gengu sam- einaðir til verks eftir klofning áranna á undan. Mynduð var ríkisstjóm með Framsóknarflokknum, sem að miklu leyti var reist á stefnumiðum Sjálf- stæðisflokksins. Þessi ríkisstjóm gekkst fyrir meiri breytingum í fijálsræðisátt en nokkur ríkisstjóm hefur gert síðan á viðreisnarárunum. Henni tókst að draga mjög verulega úr verðbólgu og skapa nauðsynlega festu í stjómmálalffí þjóðarinnar. Hún naut þess að vísu, að um svipað leyti og hún kom að völdum hófst mikið góðæri, þar sem saman fóru hagstæð ytri skilyrði þjóðarbúsins og góð aflabrögð. A sviði efnahagsmála var mark- aðshagkerfi eflt til muna, ég nefni þar sérstaklega breytingar í gjald- eyrismálum, sem eyddu margs kyns missmunun og órétflæti. Þetta á við t.d. um yfirfærslur eigna og rýmkun heimilda til að versla með gjaldeyri. Þá var verðlag gefið frjálst á flestum neysluvörum og þannig lokið við aðgerð, sem skilin hafði verið eftir á tímum viðreisnarinnar. í banka- málum var samkeppni efld og lána- stofnunum sjálfum falið að ákveða vexti. Fjölmörg önnur atriði mætti nefna, af aðgerðum, sem miðuðu að því að efla hér innlendan fjármagns- markað, fijálsan undan skipunar- valdi stjómmálamanna. Þessar að- gerðir allar voru rökrétt framhald afstefnu viðreisnarstjómarinnar, þótt þær væru hvergi nærri því eins róttækar og kerfisbreytingamar, sem sú stjóm stóð fyrir. Það var hins vegar tvennt, sem gerði það að verkum, að árangur ríkisstjómar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins 1983—87 nýttist ekki sem skyldi og veldur því, að hennar verður ekki minnst sem tímamótastjómar á borð við viðreisnina. í fyrsta lagi er því ekki að leyna, að stjóm ríkisfjármála fór úr bönd- unum þegar gengist var við kröfum aðila vinnumarkaðarins á árinu 1986 og innflutningsgjöld á bílum voru stórlega lækkuð. í stað þess að ná tökum á ríkisútgjöldunum beindist athyglin að nýju skattkerfí, sem var að vísu hið besta mál í sjálfu sér, en að mínu mati var hitt tímabær- ara, að auka ráðdeild í ríkisrekstri á grundvelli hugmynda sem ungir sjálfstæðismenn lögðu fram við íjár- lagagerðina 1985. Þetta kom mönn- um í koll þegar dró úr aflanum og verðfall varð á erlendum mörkuðum. í öðru lagi voru skrefin í vaxta- málum ekki nægilega stór og megn- uðu því ekki að eyða óvissunni um réttmæti þeirra. í stað þess að gera alvöru úr því, að breyta ríkisbönkun- um í hlutafélög og freista þess að koma þeim úr ríkisforsjá hélt kerfíð áfram óbreytt. Þá var starfsemi fjár- festingarlánasjóða með óbreyttu sniði og á þeim var sama ríkisforsjá- in og áður. Þessir sjóðir soguðu til sín fjármagn og stórkostleg útlána- sprenging varð á lánum þeirra, eink- um í húsnæðiskerfínu, þar sem hag- stæðir vextir voru niðurgreiddir af ríkinu. Frelsi í vaxtaákvörðunum náði í raun aðeins til hluta fjár- magnSmarkaðarins, fyrst og fremst þess hluta sem uppnefndur hefur verið „grái markaðurinn". Ef skrefin hefðu verið stigin til fulls hefði áttað bijóta múrinn niður sem umlykur hinn innlenda fjármagnsmarkað og gera hann alþjóðlegan. Það var einnig ekki stefnan sem brást heldur stjómmálamennimir, sem fórst framkvæmdin ekki nægi- lega vel úr hendi, svo ekki sé minnst á hina gömlu og þrálátu meinsemd íslensks efnahagslífs: eyðslusemi og óráðsíu á öllum sviðum. III Ekkert þessara atriða hefði þó átt að verða til þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn missti fótana í kosning- unum 1987. Þar réð mestu ágrein- ingur innan Sjálfstæðisflokksins, sem blossaði upp í kjölfar Hafskips- málsins og hafði í för með sér, að flokkurinn klofnaði aðeins örfáum vikum fyrir kosningar. Sá atburður er líkast til einn hinn hörmulegasti í sögu flokksins og er, þegar grannt er skoðað, ástæðan fyrir því, að gömlu stjómlyndisraddimar kyija að nýju sinn söng um opinber af- skipti og pólitískar úthlutanir úr sérstökum Auðbrekkusjóði. En það vom ekki einvörðungu þessar deilur, ^em leiddu af sér hnignun Sjálfstæð- isflokksins. Ekki verður framhjá því horft, að það hefur vantað ákveðinn styrk og myndugleik í forystu flokksins, sem hefur misstigið sig hvað eftir annað og orðið á alvarleg mistök. Eftir klofninginn hefur áróður andstæðinga flokksins magnast, einkum framsóknarmanna, sem nú hyggjast ganga á milli bols og höf- uðs á Sjálfstæðisflokknum. Rétt er að lfta aðeins nánar á þennan áróð- ur, sem hefur svo sem heyrst oft áður, en hefur nú verið endurtekinn svo oft og svo hátt, að fjölmargir eru famir að trúa honum. Svo rammt kveður að þessum áróðri, að endu- rómur hans hefur heyrst úr röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Áróðurinn er þessi: Á undanfömum árum hefUr þröngur hópur fijáls- hyggjumanna náð tökum á Sjálf- stæðisflokknum. Þessi hópur aðhyl- list skefjalausa frjálshyggju þar sem réttur hins sterkari, réttur gróða- hyggjumanna skal ráða, en troðið skal á lítilmagnanum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur þrengst og er ekki Hreinn Loftsson „Vandinn sem við er að etja í íslensku efiia- hagslífi er ekki frjáls- hyggjunni að kenna heldur ráðstöfunum misviturra stjórnmála- manna svo og eyðslunni og óhófinu á öllum svið- um. Allt slíkt viðgengst vegna þrýstings hags- munahópa og vegna stjórnlyndisins.“ lengur hinn víðsýni flokkur þeirra Bjama Benediktssonar og Ólafs Thors. Ungu fijálshyggjumennimir flytja inn hráar útlendar hugmyndir, sem ekki eiga við hér sökum fámenn- is þjóðarinnar. Þetta er f hnotskum sú mynd, sem dregin hefur verið upp af andstæð- ingum fijálshyggjunnar. Þegar síðan koma raddir, t.d. frá OECD, sem ekki er unnt að stimpla með fijáls- hyggjunni, en halda þó fram svipuð- um ef ekki sömu rökum, þá skirrast menn ekki við að halda því fram, eins og Steingrímur Hermannsson hefur gert, að „vestrænar stjómun- araðferðir" eigi ekki við á íslandi og að stofnunin gangi erinda þröngr- ar peningahyggju. Þetta er sagt á sama tíma og forystumenn ríkja, t.d. í Austur-Evrópu, era sem óðast að tileinka sér vestræna siði vegna sósíalismans. En viðtekin lögmál efnahagslífsins á Vesturlöndum eiga ekki við á íslandi. Hér skal stjóm- lyndið ráða sama hvað hver segir! IV Davíð Ólafsson, fyrrv. seðla- bankastjóri, benti mér á það á dög- unum, að afar margt væri lfkt með áróðrinum gegn fijálshyggjunni nú og áróðrinum, sem andstæðingar viðreisnarstjómarinnar beittu gegn henni á sínum tíma. Ég fór að ráðum Davíðs og kynnti mér þær umræður sem fram fóra á Alþingi um fyrstu aðgerðir viðreisnarstjómarinnar. Það var einkum tvennt, sem vakti athygli mína. í fyrsta lagi era það að hluta til sömu mennimir, sem standa í áróðrinum. Í öðra lagi, að áróðurinn hefur ekkert breyst. Mun ég nú lýsa þessu nánar og nefni fyrstan til sögunnar Þórarin Þórarinsson, fyrrv. ritstjóra Tímans, en í umælum hans við framangreint tækifæri örlar fyrst á þeirri kenn- ingu, sem náð hefur svo mikilli út- breiðslu á síðari áram, að með því að framfylgja stefnu sinni glati Sjálfstæðisflokkurinn víðsýni sinni. Nú heitir það svo, að þeir sem ráði í Sjálfstæðisflokknum hafí horfíð frá stefnu Ólafs Thors og Bjama Bene- diktssonar. í umræðunum á Alþingi' f febrúar 1960 um fyrstu efnahags- aðgerðir viðreisnarstjómarinnar hét það hins vegar svo, að þeir Bjami og Ólafur væru að sýna grímu sem sjálfstæðismenn hefðu ekki þorað að sýna sfðan 1927. Með aðgerðun- um kæmi berlega f Ijós, að þeir Bjami og Óláfur vildu „auka fram- tak hinna stóra og sterku einstakl- inga í landinu á kostnað allra hinna." Þórarinn sagði það markvissa stefnu þessara manna, að skapa atvinnu- leysi, draga úr fjárfestingu og fram- föram þannig að þjóðin drægist aft- ur úr öðram þjóðum. Þetta er sem sagt sú víðsýna og fijálslynda stefna, sem ýmsir stjómlyndir menn og vinstri sinnar óttast að verið sé að hverfa frá í Sjálfstæðisflokknum! Ég sagði að merkilegt atriði væri, að áróðurssmiðimir gegn fijáls- hyggjunni væra hinir sömu og höfðu sig helst í frammi gegn viðreisninni á sínum tíma. Hitt er einnig athyglis- vert, ef ekki er um sömu mennina að ræða, að þetta virðist haldast innan ákveðinna Qölskyldna. Það er enda alkunna, að stjómmálaleg for- ysta gengur að erfðum hjá vinstri flokkunum. Hér get ég vitnað til Halldórs Ásgrímssonar, afa riúver- andi sjávarútvegsráðherra, sem sagði orðrétt við framangreint tæki- færi: „Það bendir margt til þess, að hin furðulega samsuða þessa frv. sé á þennan hátt meira eða minna bar- in saman eftir erlendum fyrirmynd- um, án þess að nægilega sé þess gætt, hvað fært er og við á hér hjá okkur. Svo era tillögumar auðvitað kryddaðar einræðislegu sjónarmiði skefjalauss kapítalisma." Hversu oft höfum við ekki fengið að heyra eitt- hvað svipað um fijálshyggjuna? Þessi orð Halldórs Ásgrímssonar eldri skýra seinna atriðið, sem vakti athygli mína, þegar ég kynnti mér umræður á þingi í febrúar 1960, en það er, hve áróðurinn er einstaklega líkur áróðrinum gegn fijálshyggj- unni nú. Það vantaði aðeins þetta eina orð sem vinstri menn nota nú, „fijálshyggjuna". Þess í stað var stuðst við „kapítalisma" eða „íhald". Tökum t.d. eftirgreinda kenningu Eysteins Jónssonar: „(Þessi leið) færir peningavaldinu í landinu, sem stjómar Sjálfstæðisflokknum, völdin í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinn- ar í vaxandi mæli. . .. Það á að gersnúa öllu við, minnka öll þjóð- félagsleg afskipti af uppbyggingunni í landinu og færa völdin í vaxandi mæli yfir til þeirra, sem yflr fjár- magninu ráða.“ Þennan söng hafa vinstri menn ávallt kyijað yfír sjálf- stæðismönnum almennt en fijáls- hyggjumönnum sérstaklega. Lúðvík Jósefsson sagði við sama tækifæri: „Við eigum að þora að láta hyggjuvitið ráða í (fjárfesting- um), en ekki duttlunga peninganna, sem vitanlega geta verið þeir, sem þjóðinni era hvað óhagstæðastir. Til þess þurfum við, eins og svo margar aðrar þjóðir, að setja á fót hér yfír- stjóm á okkar fjárfestingarmálum og þjóðarbúskapnum í heild." Lúðvík er hér vitaskuld að biðja um áætlun- arbúskap sósíalismans. En vegna orða Lúðvíks er rétt að minna á það kjörorð flokksþings framsóknar- manna dagana 18.—20. nóvember sl., að „fyrirhyggja" skuli ráðafrem- ur en „fijálshyggja". Ifyrirhyggjan er vitaskuld ekkert annað en gamla forsjárhyggja þeirra vinstri manna, sem iýsir sér þá væntanlega I því að Stefáni Valgeirssyni era fengnir nokkrir milljarðar króna til úthlutun- ar. Er það nú öll fyrirhyggjan? Er það nú allt hyggjuvitið? Einar Olgeirsson sagði árið 1960: „Þessi stefna sem hér er lagt til að taka upp er innlimunarstefna í auð- valdskerfi Vestur-Evrópu og Ameríku ... Einkaauðmagn Vest- ur-Evrópu hefur um alllangan tíma litið það homauga, að íslensk þjóð hefur bundið bagga sína öðravísi, en ýmsar nágrannaþjóðir okkar, að við höfum farið aðrar leiðir í okkar þjóðarbúskaparmálum en þær... Þess vegna er nú af hálfu þeirra voldugu samtaka auðhringanna, sem hafa gengið undir því fallega nafni OEEC eða Efnahagssamvinna og Alþjóðabanki, — þess vegna er nú af hálfu þessara stofnana lagt að því fast við ísland að taka upp nýtt efnahagskerfi, kúgunarkerfi pen- ingavaldsins." Þama skyldi þó aldrei vera kom- inn hugmyndafræðingurinn að baki andúðar Steingríms Hermannssonar á Efnahags- og framfarastofnuninni í París, OECD, en OEEC, sem Einar vitnaði til, er forveri þeirrar stofnun- ar. V Þessi lestur ætti að vera okkur umhugsunarefni. Þeir, sem vilja treysta vestrænt hagkerfí í sessi á fslandi, geta vænst þess að fá yflr sig skæðadrifu áróðurs af framan-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.