Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 30

Morgunblaðið - 06.12.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Þröstur J. Karlsson Skáldsaga eftir Þröst J. Karlsson ÚT er komin skáldsagan Skugg- inn eftir Þröst J. Karlsson. Þetta er fyrsta skáldsga hans, en áður hefur hann skrifað 17 barnabæk- ur, samið smásögur og ort Ijóð. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin Skugginn er fersk og óvænt nýjung, sem boðar nýja tíma og nýjar áherslur. Hún er nýbrot í íslenskri skáldsagnagerð, þar sem takmarkalaust hugmyndaflug, skýr framsetning og magnaður sögu- þráður halda lesandanum föngnum þar til yfír lýkur. Aðalsöguhetjan er skuggi, per- sónugervingur orðinn til í huga vítisengils. Sagan fjallar um ferðir hans milli ólíkra furðuheima og spannar mestan hluta af ævi mann- kyns — og gott betur.“ Reykholt hf. gefur út bókina, sem er tæpar 140 blaðsíður. Heiðrekur Guðmunds- son skáld — Minning Heiðrekur Guðmundsson skáld er látinn. Nú þegar ég festi þessar línur á blað eru bækumar hans hjá mér. Sjálfur hefur hann sagt, að lind ljóða hans hafí brotist fram, þegar hann kynntist kröppum kjör- um dagvinnumannsins, atvinnulaus á Akureyri veturinn 1940 til 1941. — „Þá sá ég að þar var fjöldi af verkafólki, er bjó við miklu hörmu- legri aðstæður en nokkum tíma sveitafólkið á harðbýlustu kotunum, sem vissulega varð að vinna gífur- lega mikið. En það hafði þó sitt fasta öryggi," segir skáldið. Og fyrsta ljóðbókin, Arfur öreigans, ber þessa merki. Henni var svo vel tek- ið að Heiðrekur varð þjóðfrægt skáld á einum degi. Hann mátti síðar reyna að skyndilegar vinsæld- ir eru einatt skammæjar, ekki síst þeirra skálda, sem sækja yrkisefni sín í atburði líðandi stundar: En einungis vildi ég hlíta hlutlausum dómi, og hrópaði: Vinur, þinn áróður stöðva þú skalt. Og þá var ég dæmdur úr ieiknum og léttvægur fundinn. Svo ljóðin mín eru þá sannleikur þrátt fyrir allt. Heiðrekur sækir mjög yrkisefni sín í sitt nánasta umhverfi, reynslu- heim sín sjálfs á hverjum tíma. Hann er ávallt persónulegur og trúr þjóðlegri ljóðhefð í kvæðum sínum. Hann breytist þó með ámnum. Efnistökin verða „nútímalegri", sömuleiðis ljóðstíll hans og form, þó hann haldi ávallt stuðlum og höfuðstöfum. Við fylgjumst með þroskasögu skáldsins og lífsreynslu frá einni bók til annarrar og til hinn- ar síðustu, Landamæra, sem út kom á síðasta ári. An engrar þeirrar vild- um við vera. Allar bera þær sinn svip og eru dýrgripir okkur, sem kunnum að meta Heiðrek Guð- mundsson. Hann var meðal okkar bestu skálda. Heiðrekur vakti einu sinni at- hygli mína á því, að Jón Hinriksson hefði verið fyrsta þingeyska skáld- ið, sem var „íhugult" í ljóðum sínum. Hið sama má um Heiðrek segja og fór vaxandi eftir því sem hann eltist. Kvæðin voru þaul- hugsuð og hvert orð hnitmiðað. Kristján Karlsson hefur skrifað: „Mörg einkenni ljóðagerðar hans eru fágætir kostir skáldskapar: skarpleg túlkun lífsreynslu; hnit- miðuð kvæði, sem virðast áreynslu- laus, lifandi stfll, persónulegur tónn, sem hefur orðið æ skýrari með ár- unum." Heiðrekur Guðmundsson var fljúgandi hagmæltur og þarf ekki að koma á óvart. Bestu lausavís- umar, — ef við á annað borð þekkj- um höfundinn, — eru mjög oft ort- ar af skáldum. í síðustu bók sinni, Landamær- um, segir Heiðrekur sögu af gömlu kvæði og lýkur svo: Hann samræmdi efnið og orðanna hljóm, sem átti við formið og ljóðið, uns kvæðið var rímað við reynslu hans sjálfs og runnið í merginn og blóðið. Við Kristrún sendum Kristínu, bömum, bamabömum og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Heiðreks Guð- mundssonar. Halldór Blöndal í skammdegi er margs að minnast, þá man ég vordægrin best, hve góða tíðin var gjöful og gróskan, er mest á reið. En eitt var þeim ekki gefíð: að eiga hér langa dvöl. Á skilnaðarstundu koma upp í hugann minningar um samveru- stundir, sem ekki gleymast. Hlý orð og óskir á tímamótum, gamanyrði á gleðistundum, huggunarorð á erf- iðleikastundum. Frásagnir og sam- ræður, sem hjálpuðu til að skilja lífíð. En lífíð er stutt, æskan á ekki langa dvöl og fyrr en varir er kom- inn vetur. Og vetur er kaldur á köflum, þá kyngir hann niður snjó, svo álar í Fljótinu frjósa og fennir í gengin spor. - En vorið, sem aldrei endar, á eftir að koma samt. Þetta er eitt af síðari ljóðum vin- ar okkar, Heiðreks Guðmundsson- ar. Við kveðjum hann í dag með þökk og virðingu og sendum Stínu og bömunum okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Kæja, Þórir Fríða, Stefán. Víst er ég fullorðin eftir Iðunni Steinsdóttur Þegar Soffía fermist hefur hún að eigin dómi náð því marki að verða fullorðin. En fullorðna fólkið er á öðru máli, að minnsta kosti þegar það hentar því. Metsöluhöfundurinn Iðunn Steinsdóttir fer á kostum í bók sinni „Víst er ég fullorðin“ sem fjallar um eftirvæntinguna, öryggisleysið, forvitnina og hræðsluna um að vera örðuvísi en hinir, sem togast á i okkur meðan við erum að breytast úr barni í fullvaxta manneskju. Iðunn, uppá sitt besta, er gulltrygging fyrir góðum lestri. Bók fyrir unglinga á öllum aldri. Barna-oé #

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.