Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
Morgunblaðið/Þorkell
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir og
Arni Pétur Guðjónsson í hlutverkum sinum í „Stór og smár“.
Þjóðleikhúsið:
Sýningum á „Stór og
smár“ lýkur fyrir jól
Þrjár sýningar eftir
AÐEINS þijár sýningar eru nú
eftir á „Stór og smár“ eítir
Botho Strauss í Þjóðleikhúsinu,
því ákveðið hefur verið að sýn-
ingar verði ekki teknar upp að
nýju eftir áramót. Leikritið var
frumsýnt 23. nóvember. Sýn-
ingar verða alls 9 talsins.
Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhús-
stjóri, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að aðsókn hefði verið ágæt
en gæfí þó ekki tilefni til þess að
álíta að hægt væri að taka verkið
upp eftir áramótin. Aðspurður
hvort hann teldi að umræðan um
lengd verksins og frestun frum-
sýningar ættu þátt í að aðsókn
er ekki betri, sagðist Gísli ekki
telja að svo væri, gagnrýnendur
hefðu lokið miklu lofsorði á sýn-
inguna og tekið fram að hún
væri síst of löng. Desember væri
alltaf erfíður mánuður í leikhúsinu
en hann vonaðist til að fólk tæki
nú við sér og léti þessa sýningu
ekki framhjá sér fara.
Sýningamar þijár sem eftir eru
verða í kvöld, á fímmtudags- og
sunnudagskvöld.
Karl Steinar Guðnason alþingismaður:
Endurskoðar afetöðu sína
til ríkisstj órnarinnar
# Keflavík.
„ÉG HORFI ekki lengur upp á
þá neyð sem ríkir í málum aldr-
aðra á Suðurnesjum. Þessi ríkis-
stjóm kennir sig við félags-
hyggju, en sú félagshyggja verð-
ur að birtast í fleiru en að bora
göt á 5öll og styðja Qárvana
flugfélög og því íhuga ég nú að
styðja ekki Qárlagafrumvarp
þessarar ríkissljórnar," sagði
Karl Steinar Guðnason, alþingis-
maður Reyknesinga. Fjármála-
ráðherra segir, að brýnt sé að
leysa rekstrarvanda sjúkrahúss
Keflavíkur áður en ráðist er í
frekari framkvæmdir þar.
Karl Steinar sagði að í tillögum
heilbrigðisráðherra væri ekki gert
ráð fyrir neinu fjármagni til bygg-
ingar hinnar svokölluðu D-álmu við
sjúkrahúsið í Keflavík. Þessi bygg-
ing væri Suðurnesjamönnum mikið
kappsmál og hefðu öll sveitarfélög-
in, D-álmusamtökin og fólkið í
byggðarlaginu barist fyrir þessu
máli í mörg ár.
Hann sagði að staða öldrunar-
mála væri verst á Suðumesjum og
því mætti ekki fresta því lengur að
hefja byggingu D-álmunnar.„Ég
hef sagt heilbrigðisráðuneytinu
þessa skoðun mína og látið minn
þingflokk vita að fáist ekki fjár-
magn til þessara mála strax á næsta
ári, þá mun ég endurskoða stuðning
minn við þessa ríkisstjórn," sagði
Karl Steinar Guðnason.
„Það bíða mörg brýn verkefni í
sjúkrahús- og heilsugæslumálum
víða um land,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, ijármálaráðherra.
„Mörgum sjúkrahúsbyggingum er
ólokið og það er mjög dýrt að vera
með slík hús. Þess vegna tókum
við þá ákvörðun að veita ekki fé í
nýframkvæmdir, heldur veita hinu
takmarkaða fjármagni til að ljúka
við aðrar byggingar. Vandamál
aldraðra er víða mikið og fjölmarg-,
ir hafa leitað til mín og heilbrigðis-
ráðherra vegna þess. Þar að auki
er rekstrarvandi sjúkrahúss
Keflavíkur mikill. Á næstu dögum
fundum við heilbrigðisráðherra með
sveitarstjórnarmönnum á Suður-
nesjum til að ræða hvernig unnt
er að ieysa þann vanda. Ég hefði
talið að á næsta ári væri ærið verk-
efni að leysa hann.“ — BB
Gagnrýni NATO á varnir íslendinga:
Höfum oft bent á
að úrbóta er þörf
— segir Guðjón Petersen fram-
kvæmdastjóri Almannavarna
„Við höfúm oft bent á að úrbóta
er þörf á þessu sviði og að margt
þyrfti að gera betur en nú er,“
segir Guðjón Petersen fram-
kvæmdastjóri Almannavarna um
gagnrýni NATO á vamarvið-
búnað Islendinga. Gagnrýni þessi
kom fram á vetrarfúndi varnar-
málaráðherra NATO-ríkjanna
sem haldinn var fyrir helgina. í
skýrslu sem dreift var á fúndin-
um voru íslendingar m.a. hvattir
til að gefa hagvörnum sínum
meiri gaum og að semja íslenska
áætlun um neyðarvarnir sem
hægt væri að grípa til ef til ófrið-
ar kæmi.
Guðjón var spurður að því á
hveiju strandaði í þessu máli af
hálfu íslendinga. Hann sagði að
erfítt væri að svara þeirri spurningu
en var helst á því að pólitísk af-
staða hefði ekki verið tekin til þessa
þáttar vamarmála íslendinga.
Hann benti þó á að fyrir þremur
árum hefði verið skipað hér hag-
vamaráð en sæti í því eiga ráðu-
neytisstjórar allra ráðuneyta hér-
lendis. Hinsvegar hefði ráðinu ekki
enn verið sköpuð aðstaða til þess
að framfylgja þeim verkefnum sem
því er ætlað að gera.
Aðspurður um hvort Almanna-
varnir gætu bætt eitthvað úr á
þessu sviði sagði Guðjón svo ekki
vera án þess að stofnunin yrði
stækkuð frá því sem nú er.
Tónleikar til heiðurs
Jórunni Viðar sjötugri
í TILEFNI 70 ára afinælis Jór-
unnar Viðar tónskálds mun
Söngskólinn í Reykjavik efiia
Fundur dómsmálaráðherra og lögreglumanna:
Hef vissulega áhyggjur
af mannfeeð lögreglunnar
segir Halldór Ásgrímsson
FORSVARSMENN Landssam-
bands lögreglumanna fúnduðu á
föstudag með dómsmálaráð-
herra og ráðuneytismönnum
vegna málefna Iausráðinna lög-
reglumanna. Talsvert er um slíka
menn í Iangflestum stærstu lög-
regluliðum landsins. Aðilar
kynntu sína hlið málsins og var
boðað til nýs fúndar í næstu viku.
Halldór Ásgrímsson, dómsmála-
ráðherra, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að vissulega hefði hann
áhyggjur af mannfæð lögreglunnar.
„Það er ljóst að þessi samdráttur
kemur niður á þjónustu lögreglunn-
ar við samfélagið og það er
áhyggjuefni," sagði ráðherra. „Við
verðum hins vegar að hafa í huga,
að ríkið er með aðhaldsaðgerðir og
það þýðir að draga verður saman
seglin á öllum sviðum. Ég get ekki
annað en tekið þátt í þeim sam-
drætti. Til mín koma daglega for-
svarsmenn fyrirtækja sem eru að
segja upp öllu starfsfólki og hætta
starfsemi vegna erfiðleika. Þeir erf-
iðleikar hljóta að koma fram í opin-
bera geiranum sem annars staðar.
Ég tel mikilvægast af öllu að styrkja
undirstöður þjóðfélagsins. Ef þar
tekst sæmilega til mun annað leys-
ast í framhaldi af því,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson.
Eins og fram hefur komið eru
28 ólærðir lögreglumenn í
Reykjavík og verða ráðningarsamn-
ingar þeirra látnir renna út um ára-
mót. Samkvæmt upplýsingum
Landssambands lögreglumanna
hafa einnig 12 menn verið settir til
lögreglustarfa á Keflavíkurflug-
velli, án þess að njóta nokkurrar
formlegrar tilsagnar. Sama máli
gegnir um 6 starfsmenn lögreglu á
Isafírði, 4 í Hafnarfírði, 4 í Kópa-
vogi, 2 í Vestmannaeyjum og 2 á
Akureyri, svo nefnd séu dæmi úr
nokkrum stærstu lögregluliðum
landsins. Samkvæmt upplýsingum
Landssambands lögreglumanna
liggur ekki fyrir hvaða meðferð
stöður þeirra manna munu fá við
yfirstandandi fjárlagagerð og hvort
einhveijum þeirra verður sagt upp
um áramót.
Landssamband lögreglumanna
hafði samþykkt að útlærðir lög-
reglumenn ynnu ekki við hlið þess-
ara ófaglærðu manna frá áramótum
og hugðust með því þrýsta á yfír-
völd að sjá um að enginn verði sett-
ur til starfans án þess að hafa lok-
ið fyrrihlutaprófí frá lögregluskóla
og að uppfylltum skilyrðum núgild-
andi reglna. Að sögn Þorgríms
Guðmundssonar formanns Lands-
sambandsins hefur sambandið á
undanfömum mánuðum ítrekað
beðið ráðuneytið um fundi til að
ræða kröfur sínar um fjölgun út-
lærðra lögreglumanna.
til tónleika í íslensku óperunni
6. desember kl. 17.00, þar sem
flutt verða tónverk eftir Jór-
unni.
Má meðal annars finna þar
kafla úr Svítu fyrir fiðlu og píanó,
Tilbrigði fyrir selló 0g píanó, Hug-
leiðingu um gamlar stemmur fyrir
píanó, einsöngslög, kórlög og þul-
ur. Meðal einsöngslaganna verða
m.a. frumflutt 2 lög, „Við Kína-
fljót“ við texta Þorgeirs Svein-
bjarnarsonar og „Sönglað á
göngu“ við texta Valgarðs Egils-
sonar. Meðal kórlaga má nefna
kórverkið Mansöngur fyrir Ólafs
rímu Grænlendings.
Jórunn Viðar er einn af frum-
kvöðlum íslensks tónlistarlífs og
hefur verið frá því hún kom frá
námi í stríðslok. Tónlistamám sitt
stundaði Jórunn fyrst hér heima,
hjá móður sinni, Katrínu Viðar,
og Páli ísólfssyni og síðar í Tónlist-
arskólanum í Reykjavík hjá Áma
Kristjánssyni. Að loknu stúdents-
prófí 1937 fór hún til Berlínar og
lærði tónsmíðar 0g píanóleik við
Tónlistarháskólann þar í 2 ár eða
til upphafs seinni heimsstyijaldar-
innar og slapp heim til Islands
með skrekkinn. Þá fór hún til
Bandaríkjanna og nam tónsmíðar
við Juillard tónlistarháskólann í
New York hjá Giannini en var í
einkatímum í píanóleik hjá greif-
afrú Morsztyn. Síðustu 12 árin
hefur Jórunn-kennt við Söngskól-
ann í Reykjavík.
Flytjendur tónlistar .Jórunnar
verða Catherine Williams, Elísabet
Jórunn Viðar
F. Eiríksdóttir, Garðar Cortes,
Guðríður St. Sigurðardóttir, Hólm-
fríður Sigurðafdóttir, Ingibjörg
Marteinsdóttir, Jórunn Viðar,
Katrín Sigurðardóttir, Kristinn
Sigmundsson, Kolbrún Sæmunds-
dóttir, Laufey Sigurðardóttir, Lára
Rafnsdóttir, Lovísa Pjeldsted, Ólöf
Kolbrún Harðardóttir, Olafur
Vignir Albertsson, Selma Guð-
mundsdóttir og Þuríður Pálsdóttir
ásamt öllu starfsfólki Söngskólans
í Reykjúvík, sem flytur kórverk
og þulur.
(Úr fi-éttatilkynningu)