Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
Vestur-þýskir Græningjar:
Klofiiingi afstýrt
með naumindum
Óbreyttir borgarar forða sér frá birgðastöð I útjaðri Buenos Aires. Uppreisnarmenn höfðu kastað tára-
gassprengju út úr stöðinni.
Uppreisnarmenn í Argentínu gefast upp:
Bonn. Reuter.
GRÆNINGJ-
UM í Vestur-
Þýskalandi
tókst með
naumindum að
afstýra klofn-
ingi á lands-
fundi um helg-
ina. Á föstudag Hermann
sagði 11 manna Schultz, gjald-
framkvæmda- keri Græn-
stjórn flokksins ingja.
af sér, eftir að vantraust var
samþykkt á hana. 1 kjölfarið hót-
uðu margir úr róttækari armi
flokksins að mynda nýjan flokk
en þeir höfðu haft tögl og hagld-
ir á framkvæmdastjórninni. Þeg-
ar landsfundinum lauk á sunnu-
dag hafði tekist að bera klæði á
vopnin.
Búist er við afsögn yfir-
manns hersti'órnarinnar
Buenos Aires. Reuter.
ÞRIÐJU uppreisninni í argentínska hernum síðan í apríl 1987 lauk
í gærmorgun þegar nokkrir liðsforingjar gáfúst upp samkvæmt
fyrirmælum uppreisnarforingjans, Mohameds Ali Seineldins, ofúrsta.
Kvöldið áður höfðu flestir hinna fímm hundruð uppreisnarmanna,
sem meðal annars náðu stærstu herstöð landsins á sitt vald, gefíst
upp. Heimildarmenn innan hersins segja að gert hafí verið samkomu-
lag milli uppreisnarmanna og yfirvalda. I því felist að Seineldin
ofúrsti og Jose Dante Caridi, yfirmaður herstjórnar Argentínu, segi
af sér. Raoul Alfonsin, forseti Argentínu, hefúr á hinn bóginn neit-
að því að hafa fallist á skilmála uppreisnarmanna og segist bera
fúllt traust til Caridis.
Uppreisnarinnar varð fyrst vart
á fimmtudag þegar verðir á landa-
mærum Argentínu og Uruguay
hurfu frá varðstöðum sínum og er
talið að þeir hafi hjálpað Seineldin
ofursta að komast leynilega inn í
landið en hann hafði verið í Panama
að lejðbeina þarlendum hermönn-
um. Á föstudagsmorgun hreiðruðu
uppreisnarmenn um sig í stærstu
herstöð landsins, Campo de Mayo,
í nágrenni höfuðborgarinnar Bue-
onos Aires. Kom til nokkurra átaka
milli manna Seineldins og her-
manna hliðhollra Alfonsin. Daginn
eftir héldu uppreisnarmenn fylktu
liði eftir þjóðveginum til Villa Mart-
elli, í útjaðri borgarinnar, þar sem
er mikið forðabúr hergagna.
I fyrstu leit Alfonsin forseti á
uppreisnina sem lítilvægt aga-
vandamál. Síðar sneri hann heim
eftir stuttan stans i Bandaríkjunum
og skipaði hernum að ráða niðurlög-
um uppreisnarinnar. í því skyni
hittust Seineldin og Caridi á sunnu-
dag í Villa Martelli. Eftir að sam-
komulag náðist lögðu uppreisnar-
menn niður vopn og yfirgáfu
birgðastöðina smám saman en ekki
er vitað hvað varð um höfuðpaurinn
Seineldin. Talið er að hann verði
dreginn fyrir herrétt en aðrir upp-
reisnarmenn sleppi með skrekkinn.
Þeir höfðu krafist þess að her-
stjóm landsins yrði stokkuð upp og
liðsforingjum, sem sakaðir hafa
verið um mannréttindabrot í tíð
herforingjastjórnarinnar, árin
1976-83, yrðu gefnar upp sakir.
Seineldin beindi spjótum sínum ekki
síst að yfirmanni herstjómarinnar.
Caridi hafði á ýmsan hátt reynt að
hindra frama Seineldins innan hers-
ins. Hann varð yfirmaður herstjórn-
arinnar eftir uppreisnina í apríl árið
1987. Aldo Rico foringi þeirrar
uppreisnar er einmitt einn af læri-
sveinum Seineldins. Rico stakk af
úr fangelsi í janúar á þessu ári og
efndi til uppþots sem kveðið var
niður. Reyndar var gerð uppreisn í
Magdalena fangelsinu á föstudag
þar sem Rico var í haldi en yfirvöld
náðu skjótt tökum á henni. Rico
hefur nú verið fluttur í rammgert
fangelsi í Mar del Plata.
Átökin milli „róttækra" og
„raunsærra" innan Græningja-
flokksins eru engin nýlunda. Rót-
tæki armurinn er hrifnari af mót-
mælagöngum heldur en þingstörf-
um en hófsamari armurinn. vill til
dæmis aukið samstarf við jafnaðar-
menn. Undanfarið hafa róttækling-
ar innan flokksins átt mjög undir
högg að sækja. Ekki bætti úr skák
þegar nokkrir úr þeirra hópi urðu
uppvísir að neyðarlegu fjármálam-
isferli. Græningjar hafa lengi unnið
að byggingu flokksmiðstöðvar, sem
ber nafnið Wittgenstein-hús, í höf-
uðið á híbýlum austurríska heim-
spekingsins, Ludwigs Wittgen-
steins. Bókhald byggingarnefndar
var í slíkum ólestri að engu líkara
var en Græningjar vildu á einu
bretti vinna upp forskot hinna
flokkanna í spillingu og fjármála-
óreiðu.
Því fór svo á landsfundinum að
tekist var á um grundvallarhug-
myndir flokksins en ekki málefni
Evrópubandalagsins eins og til stóð.
Græningjar nutu fylgis 8,3%
kjósenda í síðustu þingkosningum
í janúar árið 1987. Síðan þá hefur
hallað undan fæti bæði í skoðana-
könnunum og í fylkiskosningum.
Græningjar kenna því meðal annars
um að hinir flokkarnir hindri þá frá
þátttöku í stjómmálum með skipu-
lögðum hætti. Til dæmis kröfðust
Græningjar þess á dögunum að
bætt yrði við fimmta varaforsetan-
um í þinginu í Bonn eftir að Philipp
Jenninger sagði af sér til þess að
rödd Græningja eins og hinna flokk-
anna heyrðist við skipulagningu
þingstarfa. Þessu var hafnað jafn-
vel þótt Rita Sússmuth, hinn ný-
kjömi forseti þingsins, legðist á
sveif með Græningjum. Frjálsir
demókratar, sem eiga litlu stærri
þingflokk en Græningjar, vörðu
„samtryggingu“ gömlu flokkanna
með þeim orðum að kosningin væri
leynileg og því gæti enginn komist
í varaforsetastól án þess að njóta
trausts meirihluta þingmanna.
Júgóslavía:
Brottvísun
ástralskra
sendiráðs-
manna
Belgrað. Reuter.
JÚGÓSLAVNESK stjómvöld
vísuðu þremur áströlskum sendi-
ráðsmönnum úr landi í gær.
Brottvfsunin kemur í kjölfar þess
að áströlsk yfírvöld lokuðu ræðis-
mannsskrifstofú Júgóslava í Syd-
ney um fyrri helgi.
Starfsmenn júgóslavnesku ræðis-
mannsskrifstofunnar komu til Belgr-
að í gær og aðeins fjórum stundum
síðar var þremur áströlskum sendi-
ráðsmönnum skipað að hafa sig á
brott innan sjö daga.
Útvarpið í Belgrað greindi frá því
í gær að aðstoðarutanríkisráðherra
Júgóslavíu, Drago Mirosic, hefði af-
hent sendifulltrúa Ástralíu í Belgrað,
Peter Shannon, orðsendingu þess
efnis að þremur fulltrúum sendiráðs
Ástralíu væri vísað úr landi.
Áströlsk stjómvöld lokuðu ræðis-
mannsskrifstofu Júgóslava í Sydney
þegar þeir neituðu að framselja
starfsmann sem skaut og særði 16
ára króatískan innflytjenda sem tók
þátt í mótmælum við ræðismanns-
skrifstofuna um fyrri helgi.
í orðsendingunni sagði að lokun
ræðismannsskrifstofunnar hefði ver-
ið með öllu ástæðulaus. Júgóslav-
neska utanríkisráðuneytið lýsti því
yfir í síðustu viku að lokuninni yrði
svarað með „viðeigandi ráðstöfun-
um“.
Ræðismaður Júgóslava í Sydney
ræddi við blaðamenn við komuna
til Belgrað í gær. Júgóslavnesk
yfirvöld vísuðu þremur áströlsk-
um sendiráðsmönnum úr landi í
hefndarskyni fyrir lokun júgó-
slavnesku ræðismannsskrifstof-
unnar.
Gorbatsjov heimsækir Bandaríkin:
Sagður hafa mikilvæg-
ar tillögur í farteskinu
Washington. Reuter. ^ J
NÍKOLAJ Shíshlín, sem á sæti i
miðstjórn sovéska kommúnista-
flokksins, sagði á sunnudag að
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi
myndi kynna mikilvægar hug-
myndir i New York, en heimsókn
hans til Bandaríkjanna hefst i
dag, þriðjudag. Hann sagði enn-
fremur að viðræður Gorbatsjovs,
Ronalds Reagans Bandaríkjafor-
seta og George Bush, verðandi
forseta, gætu leitt til þess að
endi yrði bundinn á kaldastriðið.
Bandarískir embættismenn segja
að ekki sé fyrirhugað að leggja fram
nýjar tillögur á fundi leiðtoganna
og þeir telja ólíklegt að Gorbatsjov
komi á óvart með því að kynna
nýjar hugmyndir. Þeir búast við að
lögð verði áhersla á mannréttinda-
mál og afvopnunarmál, auk þess
sem rætt verði um ýmis svæðis-
bundin mál, svo sem málefni Afgan-
istans og Mið-Ameríku.
„Við skulum líta á heimsókn
Gorbatsjovs til Bandaríkjanna sem
jólagjöf til Bandaríkjamanna og
heimsbyggðarinnar allrar," sagði
Shíshlín í NBC-sjónvarpinu. „Ég tel
að viðræðurnar verði mjög mikil-
vægar og að við getum í samein-
ingu bundið endi á kaldastríðið í
eitt skipti fyrir öll.“
Nokkrir sovéskir menntamenn
hafa verið sendir til New York-
borgar til að kynna umbótastefnu
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga
fyrir heimsóknina. Á blaðamanna-
fundi sem haldinn var á laugardag
ræddu menntamennimir meðal
annars hversu mikils stuðnings
Gorbatsjov nýtur í Sovétríkjunum
og kom þá í ljós að þeir vom ekki
á einu máli. „Ég held að hann eigi
sér fleiri fjandmenn en stuðnings-
menn,“ sagði Mark Zakharov, leik-
hússtjóri í Moskvu. Ritstjóri ízv-
estíu, málgagns sovésku stjómar-
innar, var hins vegar á annari skoð-
un og lagði áherslu á að umbætum-
ar væm hafnar og ekkert fengi
stöðvað þær.
FerÖ Gorbatsjovs
■ Þrl&Judagur, 6. des.: Mtkhall Gorbatsjov kemur til New
York-borgar. Heímsækir Metropolítan-listasafniö og Trump Towers.
■ Ml&vlkudagur, 7. des.: Kemurtil höfuöstööva Sameinuðu þjóðanna
>ar
um
Knlflht-Ridder Trlbune News