Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Vestur-þýskir Græningjar: Klofiiingi afstýrt með naumindum Óbreyttir borgarar forða sér frá birgðastöð I útjaðri Buenos Aires. Uppreisnarmenn höfðu kastað tára- gassprengju út úr stöðinni. Uppreisnarmenn í Argentínu gefast upp: Bonn. Reuter. GRÆNINGJ- UM í Vestur- Þýskalandi tókst með naumindum að afstýra klofn- ingi á lands- fundi um helg- ina. Á föstudag Hermann sagði 11 manna Schultz, gjald- framkvæmda- keri Græn- stjórn flokksins ingja. af sér, eftir að vantraust var samþykkt á hana. 1 kjölfarið hót- uðu margir úr róttækari armi flokksins að mynda nýjan flokk en þeir höfðu haft tögl og hagld- ir á framkvæmdastjórninni. Þeg- ar landsfundinum lauk á sunnu- dag hafði tekist að bera klæði á vopnin. Búist er við afsögn yfir- manns hersti'órnarinnar Buenos Aires. Reuter. ÞRIÐJU uppreisninni í argentínska hernum síðan í apríl 1987 lauk í gærmorgun þegar nokkrir liðsforingjar gáfúst upp samkvæmt fyrirmælum uppreisnarforingjans, Mohameds Ali Seineldins, ofúrsta. Kvöldið áður höfðu flestir hinna fímm hundruð uppreisnarmanna, sem meðal annars náðu stærstu herstöð landsins á sitt vald, gefíst upp. Heimildarmenn innan hersins segja að gert hafí verið samkomu- lag milli uppreisnarmanna og yfirvalda. I því felist að Seineldin ofúrsti og Jose Dante Caridi, yfirmaður herstjórnar Argentínu, segi af sér. Raoul Alfonsin, forseti Argentínu, hefúr á hinn bóginn neit- að því að hafa fallist á skilmála uppreisnarmanna og segist bera fúllt traust til Caridis. Uppreisnarinnar varð fyrst vart á fimmtudag þegar verðir á landa- mærum Argentínu og Uruguay hurfu frá varðstöðum sínum og er talið að þeir hafi hjálpað Seineldin ofursta að komast leynilega inn í landið en hann hafði verið í Panama að lejðbeina þarlendum hermönn- um. Á föstudagsmorgun hreiðruðu uppreisnarmenn um sig í stærstu herstöð landsins, Campo de Mayo, í nágrenni höfuðborgarinnar Bue- onos Aires. Kom til nokkurra átaka milli manna Seineldins og her- manna hliðhollra Alfonsin. Daginn eftir héldu uppreisnarmenn fylktu liði eftir þjóðveginum til Villa Mart- elli, í útjaðri borgarinnar, þar sem er mikið forðabúr hergagna. I fyrstu leit Alfonsin forseti á uppreisnina sem lítilvægt aga- vandamál. Síðar sneri hann heim eftir stuttan stans i Bandaríkjunum og skipaði hernum að ráða niðurlög- um uppreisnarinnar. í því skyni hittust Seineldin og Caridi á sunnu- dag í Villa Martelli. Eftir að sam- komulag náðist lögðu uppreisnar- menn niður vopn og yfirgáfu birgðastöðina smám saman en ekki er vitað hvað varð um höfuðpaurinn Seineldin. Talið er að hann verði dreginn fyrir herrétt en aðrir upp- reisnarmenn sleppi með skrekkinn. Þeir höfðu krafist þess að her- stjóm landsins yrði stokkuð upp og liðsforingjum, sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot í tíð herforingjastjórnarinnar, árin 1976-83, yrðu gefnar upp sakir. Seineldin beindi spjótum sínum ekki síst að yfirmanni herstjómarinnar. Caridi hafði á ýmsan hátt reynt að hindra frama Seineldins innan hers- ins. Hann varð yfirmaður herstjórn- arinnar eftir uppreisnina í apríl árið 1987. Aldo Rico foringi þeirrar uppreisnar er einmitt einn af læri- sveinum Seineldins. Rico stakk af úr fangelsi í janúar á þessu ári og efndi til uppþots sem kveðið var niður. Reyndar var gerð uppreisn í Magdalena fangelsinu á föstudag þar sem Rico var í haldi en yfirvöld náðu skjótt tökum á henni. Rico hefur nú verið fluttur í rammgert fangelsi í Mar del Plata. Átökin milli „róttækra" og „raunsærra" innan Græningja- flokksins eru engin nýlunda. Rót- tæki armurinn er hrifnari af mót- mælagöngum heldur en þingstörf- um en hófsamari armurinn. vill til dæmis aukið samstarf við jafnaðar- menn. Undanfarið hafa róttækling- ar innan flokksins átt mjög undir högg að sækja. Ekki bætti úr skák þegar nokkrir úr þeirra hópi urðu uppvísir að neyðarlegu fjármálam- isferli. Græningjar hafa lengi unnið að byggingu flokksmiðstöðvar, sem ber nafnið Wittgenstein-hús, í höf- uðið á híbýlum austurríska heim- spekingsins, Ludwigs Wittgen- steins. Bókhald byggingarnefndar var í slíkum ólestri að engu líkara var en Græningjar vildu á einu bretti vinna upp forskot hinna flokkanna í spillingu og fjármála- óreiðu. Því fór svo á landsfundinum að tekist var á um grundvallarhug- myndir flokksins en ekki málefni Evrópubandalagsins eins og til stóð. Græningjar nutu fylgis 8,3% kjósenda í síðustu þingkosningum í janúar árið 1987. Síðan þá hefur hallað undan fæti bæði í skoðana- könnunum og í fylkiskosningum. Græningjar kenna því meðal annars um að hinir flokkarnir hindri þá frá þátttöku í stjómmálum með skipu- lögðum hætti. Til dæmis kröfðust Græningjar þess á dögunum að bætt yrði við fimmta varaforsetan- um í þinginu í Bonn eftir að Philipp Jenninger sagði af sér til þess að rödd Græningja eins og hinna flokk- anna heyrðist við skipulagningu þingstarfa. Þessu var hafnað jafn- vel þótt Rita Sússmuth, hinn ný- kjömi forseti þingsins, legðist á sveif með Græningjum. Frjálsir demókratar, sem eiga litlu stærri þingflokk en Græningjar, vörðu „samtryggingu“ gömlu flokkanna með þeim orðum að kosningin væri leynileg og því gæti enginn komist í varaforsetastól án þess að njóta trausts meirihluta þingmanna. Júgóslavía: Brottvísun ástralskra sendiráðs- manna Belgrað. Reuter. JÚGÓSLAVNESK stjómvöld vísuðu þremur áströlskum sendi- ráðsmönnum úr landi í gær. Brottvfsunin kemur í kjölfar þess að áströlsk yfírvöld lokuðu ræðis- mannsskrifstofú Júgóslava í Syd- ney um fyrri helgi. Starfsmenn júgóslavnesku ræðis- mannsskrifstofunnar komu til Belgr- að í gær og aðeins fjórum stundum síðar var þremur áströlskum sendi- ráðsmönnum skipað að hafa sig á brott innan sjö daga. Útvarpið í Belgrað greindi frá því í gær að aðstoðarutanríkisráðherra Júgóslavíu, Drago Mirosic, hefði af- hent sendifulltrúa Ástralíu í Belgrað, Peter Shannon, orðsendingu þess efnis að þremur fulltrúum sendiráðs Ástralíu væri vísað úr landi. Áströlsk stjómvöld lokuðu ræðis- mannsskrifstofu Júgóslava í Sydney þegar þeir neituðu að framselja starfsmann sem skaut og særði 16 ára króatískan innflytjenda sem tók þátt í mótmælum við ræðismanns- skrifstofuna um fyrri helgi. í orðsendingunni sagði að lokun ræðismannsskrifstofunnar hefði ver- ið með öllu ástæðulaus. Júgóslav- neska utanríkisráðuneytið lýsti því yfir í síðustu viku að lokuninni yrði svarað með „viðeigandi ráðstöfun- um“. Ræðismaður Júgóslava í Sydney ræddi við blaðamenn við komuna til Belgrað í gær. Júgóslavnesk yfirvöld vísuðu þremur áströlsk- um sendiráðsmönnum úr landi í hefndarskyni fyrir lokun júgó- slavnesku ræðismannsskrifstof- unnar. Gorbatsjov heimsækir Bandaríkin: Sagður hafa mikilvæg- ar tillögur í farteskinu Washington. Reuter. ^ J NÍKOLAJ Shíshlín, sem á sæti i miðstjórn sovéska kommúnista- flokksins, sagði á sunnudag að Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi myndi kynna mikilvægar hug- myndir i New York, en heimsókn hans til Bandaríkjanna hefst i dag, þriðjudag. Hann sagði enn- fremur að viðræður Gorbatsjovs, Ronalds Reagans Bandaríkjafor- seta og George Bush, verðandi forseta, gætu leitt til þess að endi yrði bundinn á kaldastriðið. Bandarískir embættismenn segja að ekki sé fyrirhugað að leggja fram nýjar tillögur á fundi leiðtoganna og þeir telja ólíklegt að Gorbatsjov komi á óvart með því að kynna nýjar hugmyndir. Þeir búast við að lögð verði áhersla á mannréttinda- mál og afvopnunarmál, auk þess sem rætt verði um ýmis svæðis- bundin mál, svo sem málefni Afgan- istans og Mið-Ameríku. „Við skulum líta á heimsókn Gorbatsjovs til Bandaríkjanna sem jólagjöf til Bandaríkjamanna og heimsbyggðarinnar allrar," sagði Shíshlín í NBC-sjónvarpinu. „Ég tel að viðræðurnar verði mjög mikil- vægar og að við getum í samein- ingu bundið endi á kaldastríðið í eitt skipti fyrir öll.“ Nokkrir sovéskir menntamenn hafa verið sendir til New York- borgar til að kynna umbótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga fyrir heimsóknina. Á blaðamanna- fundi sem haldinn var á laugardag ræddu menntamennimir meðal annars hversu mikils stuðnings Gorbatsjov nýtur í Sovétríkjunum og kom þá í ljós að þeir vom ekki á einu máli. „Ég held að hann eigi sér fleiri fjandmenn en stuðnings- menn,“ sagði Mark Zakharov, leik- hússtjóri í Moskvu. Ritstjóri ízv- estíu, málgagns sovésku stjómar- innar, var hins vegar á annari skoð- un og lagði áherslu á að umbætum- ar væm hafnar og ekkert fengi stöðvað þær. FerÖ Gorbatsjovs ■ Þrl&Judagur, 6. des.: Mtkhall Gorbatsjov kemur til New York-borgar. Heímsækir Metropolítan-listasafniö og Trump Towers. ■ Ml&vlkudagur, 7. des.: Kemurtil höfuöstööva Sameinuðu þjóðanna >ar um Knlflht-Ridder Trlbune News
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.